Tíminn - 01.06.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.06.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn Sunnudagur1, júdí 1986 TOSCA - Æfingar hafnar á óperu Puccinis í Þjóðleikhúsinu að fá að vinna með manni eins og Kristjáni Jóhannssyni. Stjórnandinn lætur lítið uppi um hvernig honum líkar við mig sem söngvara, ég held að hann sé ánægður þó hann sé strangur. Verkið sjálft er þrungið spennu og tónlistin auðvitað stórkostlega vel samin, enda engin viðvaningur á ferð þar sem Puccini er. Ég vil taka það fram að ég er mjög þakklátur því trausti sem mér er sýnt að fá að fást við þetta hlutverk mitt, Sacristan, en það er nokkuð stórt og í því er töluverður leikur. Ég er afar þakklátur fyrir það tækifæri sem Þjóðleikhúsið gefur mér, óreyndum söngvara.“ Guðjón Óskarsson þj- ^ vetr' komanda. bassi, sem tekst á við einsöngshlutverk í fyrsta sinn í Tosca steinssonar við Lindargötu og tók þessar myndir. Ekki hefur helgarblaði Tím- ans tekist að fá nýjar fréttir af skipan söngvara í minni hlutverk óperunnar, en sem kunnugt er, hefur þeim sem áður voru fengnir til að syngja þau, verið vísað frá fyrir tilstilli Félags íslenskra leikara, sem töldu sig sniðgengna af Þjóðleikhúsinu og neyttu forgangsréttar síns til slíkra hlutverka sem um er að ræða. í aðalhlutverkum munu syngja Kristján Jóhannsson og Elísabet Eiríksdóttir, en ekki er enn vitaö hver mun syngja barí- tónhlutverkið Scarpia, en það mun flestum söngvurum íslensk- um ofviða. Blaðamaður Tímans spjallaði stuttlega viö bráðefnilegan ung- an bassasöngvara, Guöjón Ósk- arsson, sem mun fara nteð sitt fyrsta einsöngshlutverk, Sacvist- an, í Tosca á vetri komanda. Guðjón Óskarsson er nemandi Vincenzio Maria Demetz, en Demetz hefur tekið sér ítalskt nafn sitt aftur. Guðjón hefur verið í stöðugu námi og tilsögn í hálft annað ár, en einstakt þykir að ná slíkum tökum á söngtækn- inni og honum hefur tekist á svo stuttum tíma. „Ég hef eiginlega ekkert sung- ið opinberlega áður, ef frá eru skildir nemendatónleikar í Nýja Tónlistarskólanum. En mér þykir þetta verkefni óskaplega skemmtilegt og stórkostlegt er, Æfingar Þjóðleikhússkórsins á óperunni Tosca eftir Puccini eru hafnar. Ljósmyndari vatt sér á miðvikudagskvöldið inn á æfingu í leikfimihúsi Jóns Por- Maurizio Barbacini, hljómsveitar- stjóri, en hann stjórnaði einnig Grímudansleik eftir Verdi sem Þjóð- leikhúsið færði upp í fyrra. Kór Þjóðleikhússins ormur Ljóðakvöld á Gauknnm Eins og endranær verður hald- ið ljóðakvöld á vegum Ljóð- ormsins fyrsta þriðjudag í mán- uði, sem nú er þriðjudagurinn 3. júní. Að þessu sinni lesa eftirtaldir úr verkum sínum: Pjetur Haf- stein Lárusson, Sjón, og Sverrir Hólmarsson, sem les þýðingar sínar. Dagskráin hefst kl. 20.30 á loftinu á Gauki á Stöng. Vert er að geta að nýr Ljóðormur er kominn út, 3. tölublað, og verður hann til sölu á Gauknum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.