Tíminn - 01.06.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.06.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn Sunnudagur 1. júní 1986 ÞER SYNIST enningararfleifð hinnar íslensku þjóðar eru skráðar sagnir á kálfskinni og lýsing löngu horfínna tíma. Þangað sækir hin íslenska þjóð lífsþróttinn, þar sem bræður berast á banaspjótum og höggva skal mann og annan. Þar sem menn eru klofnir í herðar niður og blóðið flæðir í stríðum straumum. Um það má lesa í íslenskum handritum fornum. En kennimenn nútímans segja íslendinga- sögur lygimál og benda á að vopn þessa tíma hafí ekki verið þess megnug að brytja mót- herjann niður eins og sagnir lýsa. Þeir segja að hetjur hafí kastað grjóti. Þeir segja það ýkjur að Gunnar á Hlíðarenda hafí stokkið „meir en hæð sína með öllum herklæðum ok eigi skemmra aftr en fram fyrir sik.“ Þó að menn hefðu verið hamrammir að afli trúa fræðimenn trauðla að þeir hafi vegið svo skjótt með sverði, að þrjú þóttu á lofti sjá. Og á meðan sagnagrúskarar fletta gulnuð- um blöðum og rýna í fornt letur rís upp úr mýrum og fenjum Svíaríkis og Danmarkar saga forfeðra þeirra er seinna riðu um íslensk héruð. Skrá atburða sem gerðust áður en víkingar héldu til landsins í norðri þar sem smjör draup af hverju strái og áður en fornar súlur flutu á land í Reykjavík. Á þessum síðum má sjá Ieifar manna sem tóku þátt í svæsnum leikjum sverða fyrir 2000 til 4000 árum. Hér er sönnun þess, að vopn hinna fornu víkinga voru hvers þess megnug, sem sagt er frá í ritverkum og skráðum sögnum. ÞJ Þessa höfuðkúpu fundu Svíar í Alvastra, en hún er um 5000 ára gömul og er af tvítugum karlmanni. Höfuðkúpan ber vitni um ófriðartíma, því að áverkarnir á kúpunni sýna að hún hafi verið svipt höfuðleðri. ■ Fyrir um 6000 árum tókst græðurum að framkvæma skurðaðgerðir eins og þá sem mynd þessi sýnir. Skurðlæknirinn skar eða skóf ofan af höfuðkúpunni, fjarlægði hluta hennar og opnaði þar með höfuðið að heila. Þessi aðgerð var ekki sjaldgæf, því að menn hafafundið margar sams konar höfuðkúpur í gröfum og hell- um út um alla Evrópu. Þó sérstaklega í Frakklandi, þar sem menn hafa verið iðnir við uppskurði af þessu tagi. Stundum var beinskífan borin sem happagripur um hálsinn. Hugsanlega hefur aðgerðin verið trúarlegs eðlis, en jafnvel læknisaðgerð á stundum. Á þessum tíma voru lamdir skallar og stórslys daglegt brauð oglíklega reyndu menn að bjarga lífi kappa sinna með því að fjarlægja beinflísar og aðskotahluti sem þrýstu á heilann. Aðgerðin mun ekki hafa tekið lengri tíma en hálfa klukku- stund, en hófst ekki fyrr en græðari og sjúklingur, hafi sá sjúki verið við meðvitund, höfðu sopið duglega á göróttum miði. Rannsóknir sýna að menn hafa oft lifað aðgerðina af, því að sár og barmar opsins hafa gróið. Því var stundum lokað aftur með silfurskildi. Að ekki hafi hlaupið drep í sárið er skýrt á þá leið, að skæðar veirur á borð við þær sem eru á sveimi í dag hafi ekki verið til fyrir 6000 árum. ■ Sýnishorn af ofbeld- isverkum sem áttu sér stað fyrir um 4500 árum. Fertugur maður, sem hefur verið öldungur og vís maður í þá daga, hefur verið skotinn til bana með ör af boga ofan af kletti eða úr tré. Oddur örvar- innar hefur rutt sér leið í gegnum nasaholuna og efri góm, en einnig var fastur örvaroddur sem hefur deytt manninn í brjóstbeini hans. Honum hefur verið veitt fyrirsát og líkinu svo kastað í sjó. Beinagrindin varðveitt- ist í mýri á Suður Jótlandi. „Svá sýnist sem hann hafi eigi sjálfdauðr orðit“. / ' ! Saga forfeðranna í blóði en ekki bleki

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.