Tíminn - 01.06.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.06.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn Sunnudagur1. júní 1986 - Fréttaritari Tímans í heimsókn hjá Lutz Konermann, kvikmyndagerðarmanninum sem gerði kvikmyndina „Svart og sykurlaust.“ °,sategaíoa5RWANN-- Éo • 9 man « ""liokif' stuttar kvikmyndir, bæði leiknar myndir og heimildamyndir og 2 leiknar kvikmyndir í fullri lengd. Fengið mjög lofsverða dóma, tvisvarsinnum m.a. Bundesfilm- preis - æðstu kvikmyndaverð- laun V-Þýskalands - í annað skiptið sem efnilegasti kvik- myndaleikstjóri Þýskalands af yngri kynslóðinni. Þá, aðeins 25 ára gamall. SKÍTT MEÐ ÞESSA ÞÝSKU BLAÐAMENN... Lutz og 6 aðrir ungir kvik- myndagerðarmenn hafa stofnað eigin dreifingarfyrirtæki á kvik- myndum sín\im og til að halda upp á það, standa þeir fyrir tveggja daga sýningum á hluta af myndum sínum fyrir blaða- menn. Þegar ég mætti í lítið, vistlegt bíóið, sein, því að af- gamalt kortið sem ég hafði með- ferðis hafði svikið mig, erenginn blaðamaður mættur. Lutz og félagar hans eru auðvitað von- sviknir, en reyna að láta á engu bera. Tilkynna mér með pompi og pragt að nú sé upplagt að kaupa rúnnstykki og pylsur og þegar við séum búin að háma í okkur síðbúinn morgunmatinn, skuli þeir sýna mér allar kvik- myndirnar, því ég sé komin alla leið frá íslandi og þaðan frá Wúrzburg og skítt með alla þessa þýsku blaðamenn. Ég hlæ og dáist að léttlyndi þeirra því ég veit að þeir hafa bundið miklar vonir við að þetta fyrirtæki þeirra vekti athygli. „Nei, nei,“ segir Lutz þegar við erum á leiðinni út í næstu búð, „þetta er allt í lagi. Við héldum að þetta væri fréttnæmt en það er það greinilega ekki. Og flestar þess- ara mynda hafa blaðamennirnir þegar séð, því við stóðum líka fyrir svona sýningum þegar við Leikhópurinn: „Það er ekkert sem heitir vont veður, aðeins hlý föt og gott hugarfar." Skúli er í baksýn, en það er bifreið flokksins. stofnuðum saman okkar eigið kvikmyndafyrirtæki. En auðvit- að er þetta gremjulegt, sérstak- lega fyrir mig, því ég hef í 2 mánuði unnið að verkefnum sem þessum, skrifað bréf, svarað bréfum, hringt og svarað í sím- ann og ekki fengið krónu í aðra hönd. „Hjartað í mértekurkipp og ég spyr hann að því hvernig hann fari þá að því að lifa. „Spurðu mig ekki,“ segir hann og hlær, „en þeir í bankanum mínum eru orðnir svolítið þreyttir á mér, því ekki minnkar skuldin mín. Allir ungir kvik- myndagerðarmenn verða að ganga í gegnum svolitla erfið- leika og ég er auðvitað ekkert undanskilinn." Hann bankar strákslega á öxlina á mér, og stekkur svo inn í búðina. Ég sit í bíóinu í heilar 6 klukkustundir og skemmti mér við að horfa á ýmsar tegundir kvikmynda eftir þessa ólíku kvikmyndagerðarmenn. Ein út- varpskona mætir á svæðið. Hún er frá lítilli frjálsri útvarpsstöð og vill endilega fá strákana í viðtal. Þeir eru alsælir, þetta er þá ekki alveg eins grábölvað og það leit í fyrstu út fyrir að vera. ÞURSARNIR, ÞÝSKT KAFFIOG STRESSAÐUR HANDRITAHÖFUNDUR Þegar við Lutz komum út hefur stytt upp. Við brennum á tryllingsstóru mótorhjólinu hans heim til hans þar sem okkur ætti að gefast næði til að spjalla saman. Vá, vei, hrópum við.hlýr vindurinn rífur í fötin okkar. Múnchen er alls ekki stærsta borg V-Þýskalands, en samt finnst mér ég vera eins og lítil sveitastelpa sem er að. koma í fyrsta sinn í kaupstaðinn. Borgin heilsar mér grá og þung- lyndisleg. Bílarnir, sem virðast' óendanlega margir bruna áfram með ofsahraða og skvetta misk- unnarlaust á vel klætt fólkið. Rigningin sem gossast niður er samt yndislega hlý og þung. Múnchen hefur yfir sér ein- hvern ævintýraljóma.- Hún er aðalkvikmyndaborg Þýska- lands, flestir þýsku kvikmynda- jöfranna búa hér, en líka heil ósköp af annars konar lista- mönnum. Shikerían, eins og Þjóðverjar kalla gjarnan með fyrirlitningu fólk sem hefur gam- an af því að sýna sig og sjá aðra á frumsýningum, opnunum á málverkasýningum og öðrum menningarviðburðum, er rokna- stór í Múnchen. Og lista- mennirnir erfiða og puða á milli þess sem þeir sýna sig aðdáend- um sínum á kránum eða kaffi- húsunum. Samkeppnin er geysi- hörð og örðugt fyrir unga lista- menn að koma sér á framfæri. Þið kannist við þetta, frægur í dag en gleymdur á morgun. Svo verða menn líka að eiga nógan pening til að geta leyft sér að búa í þessari rándýru borg. Og hér í þessu umhverfi býr Lutz Konermann, þýski kvikmynda- leikstjórinn sem íslendingar kannast við, því hann gerði kvikmyndina Svart og sykur- laust í samvinnu við samnefndan leikhóp, kvikmynd sem sýnd var í Regnboganum um síðustu jól. Við sáralitla aðsókn, en Lutz er maður sem er ekkert að láta smámótlæti á sig fá. Hefur enda vegnað ágætlega til þessa: 8 Dugar ekki að verða sárí þessum bransa Það er ekki amalegt að vera mótorhjólatöffari í svona hlýju loftslagi. íbúðin hans er í gömlu húsi sem áður var iðnaðar- og skrif- stofuhúsnæði. ÖdýráMúnchen- arvísu en dýr á Þýskalandsvísu. Lutz hefur á haganlegan hátt breytt húsnæðinu, sem áður var stórt gímald í þrjú herbergi. Greinilegt að hér býr og vinnur kvikmyndagerðarmaður, því í loftinu svigna hillur undan þunga kvikmyndaspóla, innan af baðherberginu er þessi fína myrkrakompa, í holinu þar sem Lutz geymir mótorhjólið sitt er skrifstofa kvikmynda- og dreif- ingarfyrirtækisins sem strákarnir 7 standa að. Og út um allt kvikmyndabækur og plaköt. Húsgögnin eru líka mörg hver óvenjuleg, stereógræjunum sín- um hefur Lutz t.d. komið snyrti- lega fyrir innan í gömlum ísskáp. Lutz gengur að fóninum og selur Þursaflokkinn á. „Ah, en yndis- legt,“ segi ég. Lutz brosir og segist hafa ofsalega gaman af Þursunum. Hellir síðan upp á kaffi. Þýskt kaffi er sko ekkert slor. Lutz biður mig um að afsaka sig, en hann þurfi að tékka á símsvaranum. „Ég vona að Gert Weiss, handritahöfundur frá Berlín hafi hringt. Hann ætlar að yfirfara fyrir mig handrit að nýrri kvikmynd áður en ég sendi það inn til kvikmyndasjóðs í von um að fá styrk. Við hefðum í raun réttu átt að hittast fyrir rúmum mánuði, en það hefur alltaf komið eitthvað uppá. Hann átti síðan að koma í gær, en kom ekki. Ég er að verða svolítið stressaður út af þessu, en hann og framleiðandi mynd- arinnar fullvissa mig um að þetta verði allt í lagi, því Gert er maníak. Lokarsiginni ogvinnur eins og versta skepna.“ En ham- hleypan handritahöfundurinn hefur ekki hringt. „Jæja, við verðum að vona að hann hafi samband,“ segir Lutz áhyggju- fullur,“ annars verður mér þungt í skapi.“ NÆSTA KVIKMYND; PÓLITÍSKUR ÞRILLER „Það er annars fyndið,“ bætir Lutz við,“ en það eru 2 ár síðan þetta handrit var samið, og það verður svolítið skrítið fyrir mig að fara að rifja það upp. Þetta er handrit að pólitískum þriller. Og kveikjan að því var sprengja sem sprakk á Októberhátíð hér í Múnchen árið 1980. Ég sá sprengjuna ekki springa með eigin augum, en ég heyrði til hennar þar sem ég var staddur úti á götu og ef ég hefði gengið í aðra átt, hefði ég drepist. íbúðin sem ég bjó í á þeim tíma var líka mjög nærri staðnum. Þessi atburður fékk því mjög á mig, sérstaklega þegar ég fylgdist með því hvern- ig stjórnmálamenn og lögregla brugðust við þegar í ljós kom að sprengjan var af völdum hægri- skæruliða, nýnasista. Reyndu að gera eins lítið úr þessu og mögu- legt var. Ég hóf að rannsaka þetta mál og sökkti mér ofan í það að skrifa handrit en hætti fljótlega við því þetta var alltof viðamikið. Én þá kynntist ég blaðamanni sem hafði skrifað bók um ungan nýnasista og við ákváðum að skrifa handritið jsaman. Og svo kom að því að sækja um styrki. Árið 1984 fékkst fyrsti styrkurinn, 200 þús- und þýsk mörk (um 5,4 milljónir ísl. króna) sem er 1/8 af áætluð- um kostnaði við gerð myndar- innar.“ SJÓÐAKERFIÐ OG SÍMINN Lutz stendur upp og sækir meira kaffi. „Þetta sjóðakerfi hér í Þýskalandi er saga út af

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.