Tíminn - 01.06.1986, Side 10
Sunnudagur1, júní 1986
Sunnudagur 1. júní 1986
Tíminn 11
Fyrir þig?
Samvinnuskólinn á Bifröst
wtii
WtFW’W
skólaheimili tvö námsár
undirbúningur undir störf og frama
þjálfun í félagsstörfum og framkomu
stúdentspróf
góð atvinnutækifæri
ágæt námsaðstaða og tölvubúnaður
kröftugt félagslíf
frekari menntunarleiðir
lnntökuskilyrði: Umsóknir sendist: Samvinnuskólinn
Tveggja ára framhaldsskólanámi lokið skólastjóri
— á viðskiptasviði eða með viðskiptagreinum Bifröst
— eða öðrum sambærilegum undirbúningi. 311 Borgarnesi
Umsóknarfrestur: 10. mars til ÍO. júní Upplýsingar í skólanum: Símar 93-5000/5001
Tvö þekkt nöfn á einni vél
CASE INTERNATIONAL
Frá 47 hestafla til 97 hestafla
á mjög hagstæðu verði
T.D. u
585 XL 2 62 hö
VERÐ
KR.
610.000.-
STERKIR
★
LIPRIR
★
STÍLHREINIR
ic Alluefður gírkassi 16 áfram og 8 afturábak ★ Veleinangrað lúxus öryggis-
hús með miðstöð og sléttu gólfi ★ Yfirstærð af rafgeymi ★ Demparasœti
★ Vökvalyftur dráttarkrókurik Niðurgírun óháð kúplingu ogfleiri auka-
hlutir til þœginda
C7
WE
&
D
rmf
Járnhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk.
Pósthólf 10180
Magnús Ingimundarson „Uppskriftin var mjög áþekk þessu breska „Sailor bisquits".
Tímamynd: Sverrir.
Eg sakna
„Sæmundar“
nafnsins
Viðtal við Magnús Ingimundarson, forstjóra
Frón á sextíu ára afmæli fyrirtækis hans
Það var fvrir sextíu árum að kringlóttar deigkökur fóru að renna
undan spánnýrri mótunarvél í húsi Betaníu við Laufásveg. Deig-
kökunum var stungið inn í kolakyntan ofn og senn runnu út
glóðheitar kexkökur. Þetta voru fyrstu Frón-kexkökurnar. Það átti
fyrir þeim að liggja að verða næstu áratugina partur af daglegu brauði
landsmanna í þeim orðsins fyllsta skilningi eða hvaða barn í landinu
man ekki eftir Frónkexinu?
í tilefni af þessum tímamótum
fórum við á fund Magnúsar
Ingimundarsonar forstjóra hjá
Frón og báðum hann að segja
okkur nokkuð um verksmiðjuna
og hennar góðkunna kex.
„Já, þetta er orðin löng saga,“
segir Magnús. „Það voru engir
miðlungsmenn sem stóðu að
stofnuninni, sem var hinn 12.
júní 1926, því þeir voru Eggert
Kristjánsson, stórkaupmaður,
Jón Laxdal, tónskáld og kaup-
maður, Ágúst Jóhannesson,
bakari og Hjörtur Ingþórsson.
Það er auðséð á samningnum
að ætlunin hefur verið frá upp-
hafi að stofna hlutafélag og ber
reyndar samningurinn þess
greinileg merki, þannig að fyrsti
formaður var kjörinn Jón
Laxdal, en gjaldkeri Eggert
Kristjánsson. Yfirbakarinn var
strax Ágúst Jóhannesson.“
Framleiddu 19 tonn 1927
„Verksmiðjan hóf framleiðslu
seint á árinu 1926 eftir að vélar
sem Jóni Laxdal var falið að sjá
um innkaup á komu til landsins
og búið var að setja þær niður,
en fyrstu húsakynni verksmiðj-
unnar voru í húsi Betaníu við
Laufásveg. Þar starfaði hún til
ársins 1931 að starfsemin var
flutt að Grettisgötu 16.
Framleiðsla fyrsta ársins eða
1927, nam 19,1 tonni af kexi.
Framleiðslan jókst ár frá ári
og 1930 nam hún 33,5 tonnum.
Jón Laxdal lést skömmu eftir að
verksmiðjan hóf störf sín, en
1931 var sameignarfélagið
endurskipulagt og var þá Eggert
Kristjánsson orðinn eigandi að
eignarhluta Hjartar Ingþórsson-
ar og Jóns Laxdals en Ágúst
Jóhannesson hélt sínum hluta.
Eins og fyrr segir var verk-
smiðjan endurskipulögð 1931 og
upp frá því fór framleiðslan
vaxandi ár frá ári og verksmiðj-
an kornst klakklaust gegnum
kreppuárin.
Árið 1936 flutti verksmiðjan í
eigið húsnæði að Skúlagötu 28
og verða þá töluverð þáttaskil í
rekstrinum. Upp frá því ári nam
framleiðslan að jafnaði alltaf
yfir 100 tonnum af kexi á ári.
Starfsfólk fyrstu árin voru sjö
stúlkur ásamt yfirbakara en 1931
var starfsfólkið orðið 17 auk
skrifstofumanns og afgreiðslu-
manns. Hefur starfsfólki sífellt
fjölgað síðan, en nú munu
vinna í verksmiðjunni um 50
manns, þar af 34 konur.
Árið 1938 var stofnað hluta-
félag um félagið, þar sem Eggert
Kristjánsson var langstærsti
hluthafinn en Ágúst Jóhannes-
son verksmiðjustjóri var eigandi
að 1/4 hlutafjárins. Félagið naut
starfskrafta þessara manna frá
byrjun til dánardægurs Eggerts
Kristjánssonar árið 1966. At-
orka Eggerts og framtakssemi
var alla tíð annáluð og óx starf-
semi og hagur fyrirtækisins
stöðugt undir styrkri stjórn
hans.“
Fær bakari
„Verksmiðjustjóri var frá
upphafi Ágúst Jóhannesson sem
var einn af stofnendum félagsins
og hafði öðlast framhaldsmennt-
un í iðngrein sinni í Danmörku.
Þótti hann ákaflega góður bak-
ari, enda var framleiðsla Frón
frá upphafi að öllu leyti sam-
keppnisfær við erlenda fram-
leiðslu hvað gæði snerti. Ágúst
starfaði við verksmiðjuna frá
upphafi til ársins 1974 er hann
lét af störfum sökum aldurs.
Þegar verksmiðjan flutti að
Skúlagötu 28, var fyrsta álma
hússins sem snýr út-að Skúlagötu
fullgerð, en á árunum 1941-1942
var þrem hæðum inni í lóðinni
bætt við og það húsnæði tekið í
notkun árið 1943. Árið 1979 var
enn bætti við húsið og í þetta
sinn var byggingarframkvæmd-
um lokið eins og húsið var
upphaflega áætlað.
í byrjun var vélakostur mjög
takmarkaður og sem dæmi um
það var fyrstu árin notað handafl
til rekstrar vélanna að undan-
skildum bakaraofni og má segja
að það hafi haldist óbreytt þang-
að til verksmiðjan flutti í eigið
húsnæði og fór að endurnýja
vélakost sinn. Að lokinni styrj-
öldinni fór fram endurnýjun á
vélunum eins og unnt var á þeim
árum. Árið 1963 var aftur tekið
til við að endurnýja vélarnar og
síðan hefur verið stigið stórt
skref í þá átt að auka sem mest
sjálfvirkni svo að framleiðni yk-
ist sem allra mest.“
Að halda í við
erlenda framleiðslu
„Já, þetta er orðin löng saga,
enda munu ekki mörg íslensk
iðnfyrirtæki eldri en Frón.
Fyrsta kexið okkar var auðvitað
kringlótta matarkexið, en brátt
kom ferkantaða mjólkurkexið
og kremkexið. Eftir stríðið bætt-
ist svo súkkulaðihjúpað kex við.
Framleiðslan varð strax afar vin-
sæl og ekki síst meðal sjómanna,
enda var fyrsta uppskriftin mjög
áþekk þessu breska „Sailor bisq-
uits.“
Fyrst var kexið selt í lausa-
sölu, ýmist í tré eða blikkköss-
um, en svo tóku fullkomnari
pakkningar við, fyrst plastpok-
ar, sem ekki reyndust vel, en
loks vélpökkun.
Þegar innflutningur var gefinn
frjáls á kexi árið 1979, og varð
það mikil þolraun fyrir fyrírtæk-
ið og fylgdi á eftir veruleg lægð,
sem drjúgan tíma tók að yfir-
vinna. Samkeppnin er eftir sem
áður mikil og ég giska á að við
séum tæplega hálfdrættingar á
við innflutta kexið. Ég er þó
þeirrar skoðunar að samkeppnin
hefði mátt hefjast fyrr, því ef til
vill galt framleiðslan þess að hún
kom ekki fyrr. Við höfunr síðan
lagt áherslu á sem mesta fjöl-
breytni og ég held að það séu
24 tegundir sem við nú fram-
leiðum. Ég tel að við séum
samkeppnisfærir með verð, þótt
ekki segi ég að við séum ódýrari,
enda er þetta smærra í sniðum
hérlendis, en með stórum þjóð-
um sem njóta gífurlegar magn-
framleiðslu. Hjá okkur eru
starfsmenn nú 50 og mest höfum
við framleitt 1200 tonn, en það
var árið 1978.
Ekki var framleiðslugetan
samt nýtt til hinsýtrasta þá"
Sæmundur
„Það er óhætt að segja að
Frón kexið hafi verið partur af
daglegri neyslu okkar íslendinga
þessa sex áratugi sem liðnir eru
frá stofnun fyrirtækisins.
Ég man að meðal sjómanna
var kexið í gamla daga kallað
Sæmundur, eftir Sæmundi for-
stjóra í Esju, sem var gamall
sjómaður og baráttumaður fyrir
hagsmunum sjómanna löngum.
Satt að segja harma ég að sú
nafngift hefur horfið. Esja var
sameinuð Frón árið 1976.
Þótt úrvalið af kexi sé orðið
meira nú en þegar Frón var
stofnað, þá vona ég að lands-
menn muni halda áfram að meta
okkar góðu vöru, um leið og við
gerum okkar besta til þess að
svara kröfum nýrra tíma.“
VINSÆLDALISTIMYNDBANDALEIGANNA
1. (D Prizzis Honor
2. (2) Pale Rider
3. (6) Fletch
4. (3) Vitnið
5. (4) Night in Heaven
6. (5) Seven Ups
7. (7) St. Elmors Fire
8. 0) Plenty
9. (-) Mad Max
10. H Twice In a Livetime
SERÍUR
1. Blood and Orchids
2. Sperfields Daughters
3. Jack Holburn
4. Feigðarsýn
5. Tvö á flótta
6. Fatal Vision
7. Kane and Abel
8. Golden Pennies
9. Erfinginn
10. Metorðastiginn
EKKÍ FLJÚGA FRÁ PFR
ÁSKRIFTARSÍMI 686300
F?
Þær eru meiriháttargóðarnýju Goðapylsumar
grillið eð’í pottinn og svo
^—cr df ■> r 'f i
líka í veislumar
og bragðið það hrífur
minnamánúsjá.