Tíminn - 01.06.1986, Side 15

Tíminn - 01.06.1986, Side 15
hömrum? Voru vængirnir fest- ir ofarlega á búkinn eða nær fótunum? Dró hann lappirnar undir sig á fluginu eða löfðu þær? „Hver flugvél er byggð á samkomulagi,“ er kjörorð Mac Cready. Fundur vísindamanna af ýmsu tagi komst loksins að sameiginlegri niðurstöðu um að vera þessi hefði raunveru- lega flogið og að hægt væri að smíða líkan af drekanum og láta það svífa. Sú var þó bót í máli fyrir Mac Cready að drekinn hafði verið eðla þakin fiðurlausri húð. Drekinn var líkari leður- blöku en fugli. Vængur fugla breytir sífellt um stöðu á flug- inu. Fjöldamargir vöðvar vinna á mismunandi hátt á sömu stundu. Yfirborð dreka- vængsins var slétt og líktist þess vegna meir flugvélarvæng en fuglsvæng. Þá kom eitt vandamálið enn, því að beina- fræðingarnir gátu ekki komið sér saman um hvort drekinn hefði haft stél eða ekki. Hefði hann verið stéllaus hefði hann orðið að halda jafnvæginu á fluginu á svipaðan hátt og mað- ur á hjóli. Ernir og flugvélar nota stélið til þess að halda jafnvægi og stjórna sér á fluginu. En sumir fuglar hafa sama og ekkert stél, eins og t.d. Albatrossinn. Hjá þess háttar fuglum dugðu vængirnir einir bæði til flugtaks ogjafnvægis. Þeirblaka vængj- unum á ýmsa vegu, ýmist fram á við eða aftur og gera margar samhæfðar hreyfingar í einu. Finngálknið hans Mac Cre- adys verður að vera jafnsnjallt, þó að rafmagnsbúnaður eigi að stýra hreyfingum þess. Fuglar kunna að nýta sér strauma loftsins, bæði upp- streymi og niðurstreymi. Eins verður finngálknið að gera með flóknum tölvubúnaði. Örðugt verður að láta það blaka vængjunum til að komast á loft. Meðan drekinn lifði nrun hann mest hafa svifið í loftinu, og tæplega blakað vængjunum nema einstöku sinnum. Hann hefur verið flug- dreki. Slíka dreka hafa menn reynt að smíða allt frá því að Leonardo da Vinci teiknaði þá á fimmtándu öld. Flugdrekar hafa nærri því enga hagnýta þýðingu og hafa þess vegna eingöngu verið smíðaðir sem leikföng. Sumir hafa sett í þá vélarafl en það hefur ekki tek- ist vel. Vélin í finngálknið hans Mac Creadys verður að vera bæði sterk og traust. Þegar stórir fuglar fljúga þá bæra þeir vænginga sjaldan. Vængjablak gamms tekur um 2 sek., en spörfugl notar hálfa sekúndu. Þess þyngri sem fuglinn er, þess meira vænghaf þarf hann og vöðvakraft til að hreyfa vængina. Mac Cready og menn hans eru að stríða við að búa til hreyfil sem geti unnið svipað og fugl. Sá hreyf- ill má ekki vera stór því að finngálknið verður aðeins 12'A 'kg- Flugdrekasmiðirnir eru handvissir um að finngálknið verður sjónvarpsstjarna á sýn- ingunni í júní. En það er aðeins fyrsta skrefið hjá Mac Cready. Hann stefnir að því takmarki að hópar finngálkna muni fljúga um loftið, sem eins konar utanhúss sýningargripir sem rifja upp horfnar jarðaldir fyrir milljónum ára. „Ég held að hægt sé að útbúa slíkan stað þar sem fljúg- andi fornaldardrekar og tröll- eðlur á stærð við jarðýtur sprangi um. Það er kostnaður- inn sem allt veltur á. Nú virðist almenningur láta sér riægja eins konar sandkassaleiki.“ Mac Cready fer til Washing- ton til þess að vinna hugmynd sinni fylgi. í Smithsonian-safninu er geymd sviffluga senr hefur mesta vænghaf sem enn hefur verið smíðuð, Gossmaer Condorinn hans. Hann er smíðaður úr ál- :Stöngum,píánóvír og mörgum metrum af gagnsæjum dúk úr plasti, eins og gríðarstór vatns- tær dropi. Mac Cready tautar: „Mér finnst hann vera eins og lifandi vera, eftir allan þennan tíma og fyrirhöfn." Hann rifjar upp þær löngu stundir sem það tók að smíða Condor og að honum datt varla í hug að þetta tól yrði nokkurn tíma sett á svo frægan stað. - Hópur ferðafólks ryðst í kringum Mac Cready og farar- stjórinn þylur: „Lítið nú á þetta skrímsli.“ Fólkið glápir á Condor með pappírsglyrnurnar, hálffalinn innan um gervitungl, eldflaugar og hljóðfráar þotur. - „Þessi flugvél var hönnuð af manni nokkrum, Mac Cready, sem seinna varð þekktur senr höfundur svifflugna sem áttu að fljúga fyrir nrannafli. Vélin er ekki ncma 35 kg , vænghafið er 32 metrar. Hún varð fyrsta vél sem tókst að fljúga ákveðna vegalengd knúin handafli. I þessari keppni tóku nrargar þjóðir þátt. Verðlaunin voru 100 þús. dollarar. Þau hreppti Mac Cready." Har.n veit að nrargt nrá finna að finngálkninu hans. Þetta ævintýri mun kosta hálfa nrill- jón dollara. Það verður reglulegt ævin- týri að horfa á hvernig fyrstu fuglar jarðar fóru að því að fljúga, og þessi tilraun fer fram í júní ár fyrir framan þinghúsið í Washington og kringum minnismerki þjóðhetjunnar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.