Tíminn - 11.06.1986, Side 1
GUÐMUNDUR Árni Stefánsson
hefur veriö ráöinn bæjarstjóri í Hafnar-
firöi. Guömundur skipaði efsta sætiö á
lista Alþýöuflokksins fyrir kosningarnar í
vor en flokkurinn vann mikinn sigur í
þeim. Fram til
þessa hafa Hafn-
firöingar ráöiö til
sín embættismann
til að gegna starfi
bæjarstjóra og er
því Guðmundur
fyrsti pólitíski
bæjarstjórinn í
Hafnarfirði.
MEIRIHLUTI vinstri flokkanna í
Vestmannaeyjum náöi samkomulagi um
samstarf í bæjarstjórninni á mánudag og
mun Páll Zophaníasson gegna starfi
bæjarstjóra til bráðabirgða. Forseti bæjar-
stjórnar verður frá Alþýöubandalagi,
varaforseti frá Framsóknarflokki og tor-
maður bæjarráðs frá Alþýðuflokki.
ÍSLENSK LIST verður í sviösljós-
inu á Listahátíð í dag þegar Guðni
Franzson og Ulrika Davidson flytja ís-
lenska nútímatónlist eftir sjö íslensk
tónskáld. Verkin eru eftir Hákon Leifsson,
Kjartan Ólafsson, Guðna Franzson,
Hróðmar Sigurbjörnsson, Hauk Tómas-
son, Lárus Grímsson og Hilmar Þórðar-
son. Guðni og Ulrika leika á klarinett og
píanó og tónleikarnir verða í Norræna
húsinu.
BÍLALEIGA Flugleiða hefur gert
samkomulag við bílaleigur um allt land
um samvinnu um útleigu á bílum þannig
að þeir sem taka bíl á leigu hjá bílaleigu
Flugleiða geta skilað þeim til hvaða
bílaleigu sem er aðili að samkomulaginu.
PATRICK MAGEE sem fæddur
er í Belfast var í gær fundinn sekur af
breskum dómstól um að hafa komið fyrir
sprengjunni á hótelinu í Brighton áriö
1984 en þarvar í gangi ráðstefna íhalds-
flokksins breska. Alls létust fimm manns
í sprengingunni og Margrét Thatcher
forsætisráðherra var ein þeirra sem í
lífshættu komst.
AKÆRUR í okurmálinu halda áfram
að streyma frá Sakadómi Reykjavíkur.
Sex ákærur voru birtar í gær og fyrradag.
Þeir sem ákærðir voru eru: Magnús
Jónsson, Guðmundur Birgir Georgsson,
Birna Róbertsdóttir, Hrannar Garðar Har-
aldsson, Pétur Jónas Jónsson og Sigurð-
ur Sverrir Guðmundsson.
PRESTSKOSNINGAR verða
í tveimur prestaköllum á laugardag. í
Staðarnesprestakalli í Þingeyjarprófast-
dæmi er einn prestur í kjöri, sr. Ingimar
Ingimarsson. I Laugarlandsprestakalli í
Eyjafjarðarprófastsdæmi er einnig einn
prestur í kjöri, sr. Hannes Örn Blandon.
NAUST H.F .hefur fengið tveggja
mánaða greiðslustöðvun til að freista
þess að finna grundvöll undir áframhald-
andi rekstur fyrirtækisins. í þann tíma er
fyrirtækinu óheimilt að stofna til skulda
umfram það sem nauðsynlegt er til að
halda fyrirtækinu gangandi. Ef ekki tekst
að finna nýjar leiðir i rekstri fyrirtækisins
verður það lýst gjaldþrota að tveimur
mánuðum liðnum.
KRUMMI
Stórhertoginn virðist
stórhrifinn af stórkost-
legu útsýninu í stóra
sjónaukanum.
Arnarflug:
Hlutafjáraukning
ennþá í óvissu
raunveruleg hætta á gjaldþroti
Framtíð Arnarflugs er nú í mik-
illi óvissu, þar sem alls óvíst er
hvort sá hópur sem hugðist leggja
fé í fyrirtækið láti verða af þeim
áformum sínum.
Tvö af þeim skilyrðum sem hóp-
urinn setti fyrir hlutafjáraukning-
unni voru að ríkisábyrgð fengist
fyrir láni að upphæð allt að 2,5
milljónum bandaríkjadala og að
samningar tækjust við lánadrottna
um skuldbreytingar og niðurfell-
ingu krafna. Fyrra skilyrðið var
uppfyllt með lögum frá Alþingi á
sínum tíma, en enn hefur ekki
verið gengið frá seinna skilyrðinu
á viðunandi hátt. Tveir eða þrír
aðilar munu vera ófúsir til að koma
nægjanlega mikið til móts við kröf-
ur „hlutafjáraukningarhópsins,"
en það eru m.a. írska flugfélagið
Air Lingus og áhafnaleigufyrirtæk-
ið Park Aviation. Nú er svo kontið
að einhverjir úr hópi þeirra sem
hugðust taka þátt í hlutafjáraukn-
ingunni telja að málið hafi dregist
svo á langinn að forsendur séu nú
orðnar breyttar og að jafnvel sé
ástæða til að endurskoða fyrri af-
stöðu. Þá hefur ríkisstjórnin sett
þrýsting á þá aðila sem standa í
viðræðum við lánadrottna Arnar-
flugs um að ganga frá þessunt
málum og kveða á um hvort þeir
hyggist taka þátt í hlutafjáraukn-
ingunni. Af þcssum ástæðum m.a.
var boðað til fundar í „hlutafjár-
aukningarhópnum“ í gærkvöld þar
sem skoða átti dæmið út frá stöð-
unni eins og hún er í dag og m.a.
kanna hvort grundvöllur væri fyrir
endurskipulagningu, án þess að
samningar tækjust við alla lána-
drottna. Samkvæmt heimildum
Tímans var búist við að til tíðinda
drægi á þcssum fundi, þó óvíst væri
hvaða stcfna yrði tekin. Ljóst er.
að ef ekki verður af fjárhagslegri
cndurskipulagningu félagsins nú,
blasir gjaldrot við fclaginu.
- BG
Stórhertogahjónin af Luxemborg fóru í gær í ferð til Mývatns ásamt föruneyti sínu. Þau skoðuðu Dimmuborgir, Námaskarð, Laxárvirkjun og
lituðust um við Mývatn. Snæddur var hádegisverður í Hótel Reynihlíð. Á myndinni má sjá stórhertogann skoða fuglalífið í fuglafriðunarlandi
VÍð Mývatn. l'ímamynd-Pctur
Aflatölur Fiskifélagsins:
Melaskóli:
Heildaraf linn í maí
minni en í fyrra
Heildarafli landsmanna frá ára-
mótum og fram til maíloka var
673.832 þúsund tonn. en það er
rúrnu 41 þúsund tonni meira en á
sama tíma í fyrra. Þetta kemur
fram í tölum sem Fiskifélagið hefur
sent frá sér. Hlutur loðnu í heild-
araflanum var 345.222 tonn og er
það svipað og í fyrra. Af þorski
hafaveiðst 182.256 tonn en 130.086
tonn af öðrunt bolfiski. Hcr er
um rúmlega 29 þúsund tonna aukn-
ingu í öðrum botnfiski rniðað við
sama tíma í fyrra. Heildaraflinn
skiptist þannig á flotann að bátar
hafa veitt 527.626 tonn en togarar
146.206 tonn.
í maí var aflinn samtals 56.789
tonn, sem er um 3.500 tonnum
minna en í fyrra. Mestur varð
samdrátturinn í veiðunt á bolfiski
öðrum en þorski, en þar varð
minnkun um rétt rúm 5000 tonn.
Það sem vekur athygli í tölunum
fyrir maí er að rækjuaflinn, sent er
fyrir utan kvóta. hefur tvöfaldast
miðað við maí í fyrra. Aflinn í maí
sl. var 2.380 tonn, en var í maí í
fyrra 1.180 tonn. Heildaraflinn í
maí skiptist þannig á flotann að
togarar fengu 32.024 tonn en bátar
fengu 24.765 tonn.
Aflahæsta verstöðin á vertíðinni
í vetur var Vestmannaeyjar en þar
barst samtals á land 102.543 tonn
af liski. þar af voru 77.577 tonn
loðna. Ef einungis er litið á bol-
fisklandanir eru Vestmannaeyjar
enn í efsta sæti með 24.847 tonn.
Séu tölurnar fyrir maí sl.
skoðaðar sérstaklega verður
Reykjavík aflahæsta verstöðin
með 4.962 tonn, þá Vestmannaeyj-
ar með 4.301 tonn og Keflavík
(3.479 tonn) og Akureyri (3.139
tonn) skipa þriðja og fjórða sætið.
- BG
Ragna ráðin
yfirkennari
„Já, ég setti nýjan yfir-
kennara við Mclaskóla í
morgun, og hann heitir Ragna
Ólafsdóttir. Það vareinfalt mál
því í gærkvöldi barst mérskeyti
frá hinum umsækjandanum þar
sem hann dró til baka umsókn
sína,“ sagði Sverrir Hermanns-
son menntamálaráðherra við
Tímann í gær þegar hann var
spurður hvort hann hefði geng-
ið frá ráðningu í yfirkennara-
stöðuna í Mclaskóla í Reykja-
vík.
Tvær umsóknir bárust um
þessa yfirkennarastöðu, önnur
frá Rögnu Ólafsdóttur og hin
frá Jóni Sigurðssyni. Skóla-
stjóri og kennararáð Melaskóla
höfðu mælt með Rögnu til
starfans, en meirihluti fræðslu-
ráðs mælti hins vegar með Jóni.
- BG