Tíminn - 11.06.1986, Síða 2

Tíminn - 11.06.1986, Síða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 11. júní 1986 Aðalfundur Stéttarsambands: Framleiðslustjórnun og atvinnuuppbygging í sveitum aðalmálin Krá Oniui B. Sif>ur<>ardóttur, fréttamanni Tímans á Hvanncyri Framleiðslustjórnun og atvinnu- uppbygging í sveitum eru þau mál sem hæst ber á aðalfundi Stétta- sambands bænda á Hvanneyri. Þetta eru mjög tengd mál þar sem framleiðslustjórnun hefur mikið með það að segja hvort tilteknar byggðir haldast í byggð eða ekki. Nú er um það bil ár liðið frá setningu nýju búvörulaganna en með þeim eru verðlags og sölumál landbúnaðarins meira færð í hend- ur landbúnaðarráðuneytisins og opinberra stofnana en áður. Fram- leiðsluráð þjónar nú meira sem untsagnaraðili en hafði áður mciri völd í vcrðlags og sölumálum. Bændur þurfa tíma til að aðlaga sig þessuni nýju lögum og margir fundarmanna hafa lagt á það áherslu að reglugerð um stjórnun mjólkur- og sauðfjárafurða hafi lengri gildistíma en nú er, því bændur framleiði ekki í raun og veru eftir reglugerð sem hefur gildistíma í aðeins eitt ár ef þeir hafa síðan einhverja von um að þeirra hagur muni vænkast með setningu næstu reglugerðar. Þau drög að reglugerð um fram- leiðslustjórnun sem nú liggur fyrir fundinum eru aðallega fólgin í tveimur leiðum. Önnur leiðin byggir á búmarki 1980(30%). 1986 (40%), og framleiðslu síðustu þriggja verðlagsára (30%). Hin leiðin byggirá búmarki 1986(70%) og framleiðslu síðustu þriggja verðlagsára (30%). Þá er einnig viðauki við seinni tillöguna að hafi framleiðandi með höndum annan búrekstur á jörð sinni en mjólkur- eða sauðfjárframleiðslu, eða tekur af hlunnindum sem nema brúttó- tekjum allt að 100 ærgildisafurðum eða meira skuli lækkun búmarks hans byrja 100 ærgildum neðar en 501 ærgildi. Aðalfundarfulltrúar hafa mikið rætt um framieiðnisjóð og hvaða hlutverki hann eigi að gegna. Einn fundarmanna sagði álit sitt á sjóðn- um það að hann starfaði nú eins og nokkurskonar tryggingarfélag sem sumir vissu af en aðrir ekki. Þeir sem af honum vissu færu og fengju úthlutað úr honum en hinir ekki. Fundarmenn virðast flestir vera sammála um að einhver fram- ieiðslustjórnun sé nauðsynleg til að ekki fari illa fyrir þeim en hinsvegar eru menn ekki á eitt sáttir hvort framleiðslustjórnun eigi að ná til allra greina landbún- aðarins og ekki heldur hversu mikil hún á að vera. Flestir eru sammála um nauðsyn þess að stjórna allri kjötframleiðslu a.m.k. en aðrir vilja ganga lengra og stjórna öllum búgreinum. Lambakjöt verði aðlagað markaðnum Markaðsmál eru ofarlega á baugi á aðalfundi Stéttarsambandsins og Guðmundur Lárusson á Stekkum gerði að umtalsefni að aðlaga yrði landbúnaðarafurðir þeim markaðs- viðhorfum sem nú eru við líði. „Fólk kaupir sífellt meira af til- búnum réttum sem hægt er að setja beint íofninn eðaápönnuna. Ekkert er því til fyrirstöðu að setja lamba- kjöt og aðrar landbúnaðarafurðir meira í slíkar smápakkningar." sagði Guðmundur. - ABS Fegrunar- vikaí fullum gangi Höfuðborgarbúar og Hafnlirð- ingar rölta nú um í suddanuni og breinsa til í kringum sig. Þessi ungi Reykvíkingur lét ekki sitt eftir liggja þegar Ijósmyndari Tímans koma auga á liann í Laugardalnum. Tíinamynd Pclur Nokkrir fundarmenn vöktu at- hygli á því að enn hefur ekkert gerst í kjötsölumálum til varnarliðsins. Bergur Pálsson í Hólmahjáleigu er einn þeirra og sagði hann að mikil vinna hefði verið lögð í að breyta einu sláturhúsi landsins þannig að það fullnægði kröfum bandarískra heilbrigðisyfirvalda og því væru eng- in rök íyrir því Iengur að varnarliðið flytti inn kjöt. Bergur sagði að varnarliöið ætti að kaupa kjöt af íslenskum bændum og kaupa það á sama verði og íslendingar. ABS Engin rök fyrir kjöt- innflutningi Hægt að fara þriðju leið - segir Jóhannes á Öngulsstöðum „Það er hægt að fara þriðju leiðina í skiptingu búmarks," sagði Jóhann- es Geir Sigurgestsson á Öngulsstöð- um einn fulltrúi á aðalfundi stéttar- sambandsins. „Eftir að búið er að úthluta bændum fullvirðisrétti og búmarki á að láta þá sjálfa um að ráðstafa því að vild.“ „Bændur eiga að fá að ráða því tilhvaða nota þeir hafa búmark sitt og jafnvel hvort þeir leigja það, þá innan síns svæðis," sagði Jóhannes. Hann sagðist ekki sjá ástæðu þess að stjórna öllum greinum framleiðsl- unnar t.d. ekki hrossarækt og kart- öflurækt. Jóhannes taldi að vandi jaðar- byggðar væri ekki vandi þeirra ein- göngu heldur landsins alls og með sameiginlegu átaki væri hægt að leysa vanda þeirra. Jóhannes ítrek- aði einnig að búvöruframleiðsla væri lögvernduð atvinnugrein á íslandi og bændur yrðu að standa undir skyldum sem því fylgdu. Kjötmat taki miðafóskum neytendanna Jóhannes Kristjánsson formaður Landssambands sauðfjárbænda gerði grein fyrir ályktun stjórnar L.S. um nýjar leiðir til sölu á lamba- kjöti, en þær ganga út frá því að verð til bænda verði lækkað. cn því aðeins að allur milliliðakostnaður. s.s. smásölu- og heildsölukostnaður, smásöluálagning, geymslugjald og pökkun, lækki í samrænti við lækk- unina til bænda. Þá segir í ályktuninni að algert skilyrði sé að ekki verði um frarn- leiðsluskerðingu að ræða frá þvf sem er á verðlagsári 1985-86, enda ætti þess ekki að þurfa ef allra ráða vcrði leitað til til að efla sölu á lambakjöti innan lands og utan. Einnig er lögð áhersla á að nýtt kjötmat taki gildi í næstu sláturtíð og það taki mið af óskum neytenda. ABS Aðalfundur Mjólkusamlags KEA: Yfir 99% mjólkur lenti í 1. flokk - árið 1985 Á aðalfundi Mjólkursamlags KEA sem haldinn var á Hótel KEA kom m.a. fram að 99,17% mjólkur lenti f fyrsta flokk árið 1985, en einungis 0,05% í þriðja flokk. Flokkun mjólkur batnaði milli ára, og voru 178 mjólkurframleiðendur með mjólk í fyrsta flokki við allar sýnatökurnar. 21 bóndi fékk afhent heiðursskjal fyrir mjólkurfram- leiðslu síðasta árs, sem þýðir að fjöldi gerla/ml. hefur aldrei farið yfir 30 þúsund og aldrei hefur orðið vart fúkkalyfja eða efna er rýrt gætu gæði mjólkurinnar. í ársskýrslu kemurfram að Mjólk- ursamlag KEA tók á móti tæpum 22.5 milljónum lítra á síðasta ári, frá 263 mjólkurframleiðendum. Fram- leiðsluaukning frá 1984 var um 270 þúsund lítrar. Meðalfita innlagðrar mjólkur lækkaði úr 3,98% í 3,97% eða sem svarar0,01%. Heildarfram- leiðsla mjólkur á landinu var um 115,9 milljónir lítra árið 1985, sent þýðir aukningu um 7,4 milljónir lítra frá 1984. Samkvæmt samningum við ríkið var gert ráð fyrir að heildarfram- leiðsla 1985 næmi um 107 milljón lítrum, svo framleiðsluaukningin er umfram þá samninga. Gert er ráð fyrir að innanlandsmarkaður taki á móti u.þ.b. 100 milljónum lítra, svo ljóst er að töluvert bætist við smjör- fjallið og rjómavötnin ef ekki tekst að vinna markaði erlendis. Fyrstu 5 mánuði þessa árs hefur innlögð mjólk hjá Mjólkursamlagi KEA dregist saman um 6,5%, þannig að ljóst er að bændur hafa dregið saman seglin í kjölfar búmarksskerðingar, og leitast nú við að vera innan fullvirðisréttar svo ekki komi til bakreikninga fyrir umframfram- leiðslu eins og margir fengu á síðasta ári. Samið um sölu á 2.400 tonnum Útflutningsverkað dilkakjöt á þrotum Síðasta kjötið fer í ágúst Núna er búið að gera samninga um sölu á öllu því dilkakjöti sem verkað var til útflutnings í sláturtíð sl. haust. Samtals eru það rúmlega 2.400 tonn, og verður það sfðasta af þessu kjöti afgreitt til erlendra kaupenda nú í júní, júlí og ágúst. Hjá Jóhanni Steinssyni í Bú- vörudeild Sambandsins fengum við upplýsingar um það hvernig þessi útflutningur skiptist á milli landa. Til Færeyja, sem er einn tryggasti kjötmarkaður íslendinga, fara 665 tonn, til Noregs fara 480 tonn, tii Svíþjóðar 650 tonn, til Þýskalands 310 tonn, til Hollands 25 tonn, til Luxentborgar 15 tonn og til Dan- merkur 250 tonn. Þá er gert ráð fyrir að sala til Japan á dilkakjöti verði 50 tonn. í sláturtíð á síðasta hausti varð heildarframleiðsla af kindakjöti í landinu 12.200 tonn. Það eru því um 9.800 tonn sem selja þarf hér innanlands af síðustu haustfram- leiðslu, auk um 1.900 tonna sem þá voru til í birgðunt. - esig

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.