Tíminn - 11.06.1986, Síða 9

Tíminn - 11.06.1986, Síða 9
Miövikudagu'r 11. júní 1986 Tíminn 9 Ríki í sparifötin Húsnæðið allt endurbætt og stækkað ÁTVR á Akureyri var formlega opnað í nýrri og endurbættri mynd sl. laugardag. Byggt hefur verið við verslunina, lagnir endurnýjaðar, gólf brotin upp og lagfærð, og síðast en ekki síst hefur öllum innrétting- um verið gjörbreytt. I ræðu sem Höskuldur Jónsson forstjóri ÁTVR hélt við þetta tæki- færi kom m.a. fram að endurbæturn- ar eru nánast stökkbreyting frá því sem áður var. Starfsmönnum hefur verið fjölgað og rými verslunarinnar stóraukið til hagræðingar bæði fyrir viðskiptavini og starfsmenn. Öll að- staða starfsmanna hefur batnað til muna. Þeir fá nú rúmgóða kaffistofu í stað smá skonsu sem afmarkaðist af uppstöfluðum kössum áður. Vörulyfta og vagnar eru nú komin í húsið, og starfsmenn þurfa ekki lengur að vera við vinnu sfna í gúmmístígvélum eins og tíðkaðist í gömlu versluninni ef bleyta og krap var á götum úti. Fjölmargar myndir prýða nú veggi verslunarinnar, m.a. stórt málverk eftir Óla G. Jóhannsson, sem sýnir hestamenn á góðum degi með gör- óttan Bakkusarmjöð í farteskinu. Verslunarstjóri ÁTVR á Akureyri er Ólafur Benediktsson, en auk hans eru 5 starfsmenn við verslunina. Höskuldur Jónsson t.v. forstjóri ÁTVR og Ólafur Benediktsson verslunar- stjóri úti fyrir hinni nýju verslun. SAMBANDIÐ AUGLÝSIR Festingar og saum fyrir burðarvirki Akureyri: M-hátíð á Akureyri Dagana 12.-15. júní n.k. verður svonefnd M-hátíð (menningarhátíð) haldin á Akureyri. Það er mennta- málaráðuneytið sem stendur fyrir þessum mcnningardögum í sam- vinnu við Akureyrarbæ. Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur sá um skipulag menningardaganna fyrir hönd menntamálaráðuneytisins, en Akureyrarbær skipaði fjögurra manna nefnd til að annast undirbún- ing og framkvæmd. Að sögn Rósu Júlíusdóttur sem sæti á í undirbúningsnefndinni snýst M-hátíðin annars vegar um menn- ingararfleifð Akureyringa, þ.e. lista- menn sem störfuðu á fyrri hluta aldarinnar, og tengdust Akureyri og Norðurlandi á einhvern hátt, og hins vegar kynning á verkum listamanna sem nú eru að störfum. Hátíðin hefst fimmtudaginn 12. júní með myndlistarsýningu frá Listasafni íslands. og verður hún í Möðruvallakjallara. Á föstudegin- unt verður síðan önnur myndlistar- sýning opnuð í íþróttahöllinni, og er þar um að ræða cins konar aldar- spegil í norðlenskri myndlist. Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra setur hátíðina form- lega laugardaginn 14. júníkl. lOf.h. Helgardagskráin einkennist síðan af tónlist, söng og upplestri úr verkum norðlénskra listamanna. Sverrir Pálsson skólastjóri flytur erindi-um íslenska tungu, og flutt verða erindi um nokkra þekkta listamenn, svo sem Davíð Stefánsson, Jónas Hall- grímsson, Björgvin Guðmundsson tónskáld o.fl. Síðdegis á sunnudag lýkur svo M-hátíðinni með fjöldasöng stúd- entsefna sem útskrifast frá Mennta- skólanum á Akureyri 17. júní n.k. HIA-Akureyri Framkvæmdir að Hótel Búðum. Fremst á myndinni sést steyptur grunnur þar sem nú er að rísa nýr matsalur og ný berbergi. Dökka húsið til hægri á myndinni er gainli lagerinn, sem nú er verið að breyta í krambúð. (Tímamynd Ari Lieberman) Aukin þjónusta að Hótel Búðum Þeir sem lagt hafa leið sína um Snæfellsnes hafa margir notið þess að borða og/eða gista að Hótel Búðum. Þar ræður ríkjum í eldhús- inu hinn landsfrægi kokkur Rúnar Marvinsson, sem af mörgum er tal- inn manna slyngastur í að matreiða sjávarrétti alls konar. Hótelstjóri er Sigríður Auðunsdóttir, og þar sem blaðamanni hafði borist til eyrna að hafnar væru ýmsar byggingafram- kvæmdir að Búðum, var slegið á þráðinn og Sigríður spurð frétta. Sagði Sigríður að hótelið á Búðum væri orðið nokkuð gamalt og þarfn- aðist endurbóta við. En til þess að truflun yrði ekki á rekstrinum, sem og að stækkunar væri þörf, hefði verið ákveðið að reisa nýjan matsal og fjölga herbergjum, sem væru bæði rýmri og byðu upp á meiri þægindi en þau eldri. Nýja húsið er timburhús og reiknaði Sigríður með að það yrði fokhelt eftir 2 vikur. Þá er unnið að því að breyta gamla lagernum í krambúð upp á gamla móðinn þar sem seldar verða blúndur og neftóbak, kandís og harðfiskur, koppar og kirnur, sekkjavara og fleira það sem prýða má ekta krambúð. Stefnt væri að því að opna krambúðina um miðjan júlí ef allt gengur skv. áætlun. og vonað- ist Sigríður að fólkið í svcitinni kynni vel að meta þetta framtak. Aðspurð um hvernig reksturinn gengi, kvað hún hann ganga vel, það væri alltaf fullt hús um helgar en rólegra í miðri viku. Sagði hún að reksturinn byggðist að mestu á ís- lendingum og vildi hún benda lands- mönnum á að vildu þeir njóta góðrar þjónustu og frábærs matar í rólegu umhverfi, þá þyrfti ekki annað en að mæta að Hótel Búðum í miðri viku. Að Búðum væri rómað landslag og góðar gönguleiðir og nú byði hótelið upp á skipulagðar gönguferðir á Snæfellsjökull í fylgd leiðsögumanns úr sveitinni. phh Við byggjum á reynslunni SAMBANDIÐ BYGGINGAVÖRUR SUÐURLANDSBRAUT 32 SIMI 82033

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.