Tíminn - 16.07.1986, Page 1
MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1986- 158. TBL. 70. ÁRG.
ÖKUMENN í ísafjaröarsýslu ættu
aö hafa heldur hægt um sig á næstu
dogum. Aö sögn logreglunnar verður hert
eftirlit í sýslunni á næstu dögum. Sérstak-
lega veröur fylgst meö því að ökuhraði sé
ekki hærri en leyfilegt er. Vegalöareglan
hefur fengið nýjan radar sem verður víst
óspart notaður.
FRÍTEKJUMARK ein og ör
orkulífeyrisþega hefur verið hækkao um
fjörutíu prósent. Þanniggetaeinstaklingar
nú haft 6.320 krónur á mánuði, eða
74.840 á ári, á meðan hjón geta haft
8.847 krónur á mánuði eða 106.160
krónur á ári án þess að bætur þeirra
skerðist.
47 SKÁTAR frá Bretlandi og
írlandi, á aldrinum 16-20 ára, dveljast á
íslandi dagana 22. júlí til 7. ágúst. Til-
aangur ferðarinnar er að fræoast um
Tsland og Islendinga og lifnaðarhætti
landsmanna. Skátunum er ætlað að ferð-
ast fótganqandi um suð-austurland og
eiga ao Ijuka tólf verkefnum í ferðinm.
Leiðangurinn er skipulágður áf skáta-
hreyfingum (rlands og Bretlands í sam-
vinnu við Bandalag íslenskra skáta.
MINNINGARSJÓÐUR Haii
dórs Jónssonar o.fl. til byggingar elliheim-
ilis í Vík hefur tekið við tveimur stórum
gjöfum. Annarsvegar gáfu ábyrgðarmenn
Sparisjóðs V-Skaftafellssýslu minningar-
sjóðnumafganginn af eignum sjóðsins, en
þær munu vera um 820 þúsund krónur.
Hinsvegar færðu þau feðgin Ólafur
Jónsson og Sigríður Ölafsdóttir sjóðnum
að gjöf húseignina að Bakkabraut 3, Vík
í Mýrdal, til minningar um eiginkonu
Ólafs, Ingibjörgu Elísabetu Ásbjörnsdótt-
ur.
VINSTRISÓSÍALISTAR hafa
sent frá sér ályktun um Hafskipsmálið og
pólitíska spillingu. Þar segir: „Aðferðir
þeirra Hafskipsmanna eru engin undan-
tekning, heldur fremur regla í fjármálalíf-
'inu.“
FYRIRTÆKIÐ ÍFM hefur verið
stofnað. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins,
sem ber nafnið íslenskar filmur og
myndbönd, er Hólmgeir Baldursson. ÍFM
mun framleiða myndbönd og dreifa nýjum
kvikmyndum meo íslenskum texta.
KARTÖFLUR voru teknar upp í
Öxarfirði um helgina. Þetta eru fyrstu
kartöflurnar sem Tíminn fréttir af, að hafi
verið teknar upp í sumar. Náttúrulegar
aðstæður munu hafa hjálpað til við hina
öru sprettu, þar sem kartöflugarðurinn er
staðsettur á jarðhitasvæði. Bóndinn mun
hyggja að sölu kartaflna á almennum
markaði í fyrsta skipti í sumar.
HEIMIR PÁLSSON menntaskóla-
kennari ræðir um íslenskar bókmenntir í
opnu húsi í Norræna húsinu á morgun
klukkan 20.30. Fyrirlesturinn verðurfluttur
á sænsku. Einnig verður sýnd kvikmynd
Ósvalds Knudsens, „Sveitin milli sanda"
með norsku tali. Dagskrá þessi er einkum
ætluð norrænum ferðamönnum og öðrum
sem hafa áhuga.
KRUMMI
„Það verður
erfitt að útvega
þeim vini“
Hafskipsmálið:
II /
Orlög Utvegsbankans
verða ráðin í haust
- þrjár leiðir færar segir forsætisráðherra
Framtíð Útvegsbankans er enn
óráðin. Ekki er fyrirliggjandi
hversu miklum upphæðum bank-
inn tapaði á Hafskipsmálinu, þó er
ljóst sé að tapið skiptir hundruðum
milljóna króna. Bankinn er rekinn
á ábyrgð Seðlabankans, sem knýr
nú mjög á um afgreiðslu málsins.
Ríkisstjórnin stendur frammi
fyrir því að annaðhvort verður að
leggja fram nokkur hundruð millj-
ónir króna, til þess að styrkja stöðu
Útvegsbankans, eða sameina hann
öðrum ríkisbanka eða einkabönk-
um.
„Það er þrjár leiðir sem talað er
um. Ein er sameining Búnaðar- og
Útvegsbankans, kannski með til-
færslum á einhverjum verkefnum
yfir til Landsbankans. Önnur er
sameining Iðnaðarbankans, Versl-
unarbankans og Útvegsbankans,
ef til vill með sölu á einhverjum
útibúum til annarra banka. Þriðja
hugmyndin sem hefur komið upp
er að stofna hlutafélagsbanka úr
Búnaðarbanka og Útvegsbanka,
sem síðan einkabankarnir kæmu
inn í. Þessar þrjár hugmyndir eru
nú til umfjöllunar og hefur Seðla-
bankinn þrýst á að afstaða verði
tekin til málsins hið fyrsta," sagði
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra í samtali við Tímann
í gær, þegar hann var spurður um
þær hugmyndir sem uppi eru um
framtíð Útvegsbankans. Stein-
grímur sagði að fjórða hugmyndin
hefði skotið upp kollinum og væri
sú, að verkefni Útvegsbankans
dreifðust á þá banka sem fyrir eru
í landinu. Þá yfirtækju aðrir bankar
útibúin og verkefni aðalbankans
dreifðust víðsvegar.
Hvað endanlega verður ofan á
ræðst ekki fyrr en þing kemur
saman í haust, en að sögn forsætis-
ráðherra er gert ráð fyrir því að
fyrir þann tíma verði fyrirliggjandi
hvaða leið er æskileg af þeim sem
nefndar eru hér að ofan.
„Þetta hefur dregist lengi. Það
er sem kunnugt er stefna stjórnar-
flokkanna að fækka ríkisbönkum.
Staða Útvegsbankans eftir Haf-
skipsmálið er þannig að ekki verð-
ur við það búið,“ sagði Steingrím-
ur.
Nefnd sem fjallaði um afdrif
Útvegsbankans hefur skilað áliti
og benti hún á tvo möguleika, sem
eru annars vegar samcining við
Búnaðarbanka eða hins vegar við
einkabanka.
Forráðamenn Útvegsbankans
hafa staðið í viðræðum við banka-
málaráðherra um framtíð bankans.
-ES
Heyskapur / algleymingi
Bændur eru nú farnir að huga að hcyskap víðast hvar á landinu. Sláttur er hafinn á allflestum stöðum og eru bændur bjartsýnir á gott heyskaparár.
Tún hafa komið vel undan vetri og lítið ber á kali. Bændum ber saman um að spretta sé góð þrátt fyrir kalsasama tíð frameftir vori.
Tímamynd: Gísli Egill.
Alþýöusamband Suöurlands:
Verkfall boðað næsta mánudag
- ef ekki semst við starfsfólk viö ræstingar á sjúkrahúsum og dvalarheimilum
Alþýðusamband Suðurlands
hefur boðað verkfall starfsfólks við
ræstingar á sjúkrahúsum og dvalar-
stofnunum á Suðurlandi frá og
með 21. júlí nk. hafi ekki sarnist
um laun áður. Vcrkfallið mun taka
til á þriðja hundrað starfsfólks á
þeim stofnunum scm um ræðir. cn
það cr dvalarheimilið Ás og heilsu-
hælið í Hvcragerði, sjúkrahús
Suðurlands á Selfossi, dvalarheim-
ilið Lundur á Hcllu og dvalarheim-
ilið Kirkjuhvoll á Hvolsvelli.
„Viðsemjendur okkar hafa vcrið
fremur slakir að mæta á fundi til að
semja við okkur en það kannski
lagast núna þegar við höfum boðað
verkfall," sagði Sigurður Óskars-
son framkvæmdastjóri Alþýðu-
sambands Suðurlands. Sigurður
sagði að íarið væri fram á mjög
sanngjarnar kröfur, eða 6% hækk-
un launa. „Þetta eru sambærileg
kjör sem við förum fram á cins og
um hefur samist í Borgarnesi,"
sagði Sigurður.
Ef til verkfalls kemur leggst
ræsting niður á fyrrnefndum stofn-
unum þegar þeir scm hafa eftirlit
með hreinlæti á viðkomandi stöð-
um meta ástand svo að til lokunar
þeirra þurfi að koma.
„Við stöðvum ekki umsýslu með
öldruðum né sjúklingum en okkur
er full alvara í því að fá kjör okkar
bætt og þessar kröfur okkar eru
ekki eins miklar og verið er að
semja um í sveitarfélögunum hér í
kring,“ sagði Sigurður.
Boðað hefur verið til fundar hjá
sáttasemjara ríkisins nk. fimmtu-
dag kl. 13.00
-ABS