Tíminn - 16.07.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Miðvikudagur 16. júlí 1986
Mývatnssveit:
FERÐAMAÐUR
í HRAKNINGUM
- björgunarsveit og flugvél leituðu
Auglýsingarherferð Mjólkurdagsnefndar
MYSUKYNNING HJÁ
MJÓLKURDAGSNEFND
Þessa dagana er Mjólkurdags-
nefnd að hefja auglýsingarherferð
fyrir mjög svo íslenskum drykk,
mysunni. Aðaláherslan er lögð á
möguleika mysunnar í matargerð
og svo að hún þykir fyrirtaks
svaladrykkur.
Vitað er að súr í fisksoði flýtir
fyrir því að eggjahvítuefni fisksins
hleypur og lokast því sárið fyrr.
Því varðveitast næringarefnin bet-
ur í fiskinunt, en ef soðið er í vatni
eingöngu. Það þykir herramanns-
matur að sjóða fisk í hvítvíni, en
færri vita að suða í mysu gefur
nánast sömu raun. Við suðu rýkur
áfengið úr hvítvíninu svo að því
leytinu má eins notast við mysu.
Munurinn er hins vegar sá að einn
lítri af mysu kostar tæpar 20 kr. en
hvítvínsflaskan hinsvegar rúmar
300 kr.
Er stefnt að því í haust að gefa
út uppskriftarbækling þar sem
mysa er notuð í matarrétti og
svaladrykki. Seinna á svoað gefa út
bækling með leiðbeiningum um
notkun mysu í sláturgcrð og
súrsun.
Það er skyrmysan sem neytt er,
en ostamysan er ekki nýtt. Hins
vegar falla til við mjólkurgerð í
landinu milli 4,5 og5 milljónir lítra
af skyrmysu og af því eru aðeins
456 þús. lítrar seldir til neytenda.
Af því, er megninu hent þar sem
ckki þykir borga sig að vinna t.d.
mjólkursykur úr mysunni. Til þess
eru framleiðslustaðir of margir og
Landmælingar íslands:
Ný útgáfa
ferðakorts
- meö mælikvarða
1:500.000
Landmælingar íslands hafa nú gef-
ið út nýtt ferðakort í mælikvarða
1:500.000. Þetta er þriðja útgáfa
ferðakortsins og er hún aukin og
endurbætt. Kortið er ætlað sem
yfirlitskort fyrir ferðamenn og er
aðaláhersla lögð á þjónustustaði og
vegakerti landsins ásamt vegalengda-
tölum. Bætt hefur verið inn á kortið
örnefnum frá fyrri útgáfu.
Kortið fæst bæði flatt og brotið og
einnig sem kortabók og er fáanlegt
um allt land.
smáir og mysan ekki nægilega
verðmæt. Þó vinnur Mjólkurbú
Flóamanna öll þurrefni úr mysunni
og bætirþeim út í skyrið. Þarerþví
engu hent nema vatni.
Öll sú mysa sem seld er á
Reykjavíkursvæðinu, um 230.000
lítrar á 'síðasta ári, kemur frá
Mjólkursamlagi Borgfirðinga,
Borgarnesi.
phh
Franskur ferðamaður. sem var í
hópferð við Öskju villtist frá hópn-
um aö kvöldi mánudags. Hópurinn
var á leiö frá Öskjugígum til Vítis á
Öskjuvatni. Björgunarsveitin Stefán
í Mývatnssvcit og flugvcl frá Mýtlugi
hófu leit um kl. 21. Komu flugmenn
vélarinnar síðan auga á slóð sem
björgunarsveitarmcnn fylgdu um
nóttina. Er birti í gærmorgun var
flugvélin fengin aftur til leitar og
Stjórn Byggðastofnunar sam-
þykkli á fundi sínum að „bcina því
til ríkisstjórnarinnar að finna þurfi
hagkvæmar leiðir til að cfla og bæta
þjónustu ríkisins á hmdsbyggöinni.
. Leggur stjórnin til að komið verði
á samstarfi opinberra stofnana um
starfsaðstöðu á ákveðnum stöðum.
Byggðastofnun lýsir sig reiðubúna
til að hafa forystu um undirbúning
slíks samstarfs."
I greinargerð með tillögunni segir
að Byggðastofnun starfi sem mál-
svari landsbyggðarinnar innan
stjórnkerfis ríkisins og hlutvcrk
stofnunarinnar á landsbyggðinni sé
að aðstoöa heimaaðila við þróunar-
störf og áætlanagerð. í slíkri starf-
semi sé nálægð sú sem felst í því að
hafa mann á staðnum mjög æskilcg.
Það sé hcldur ckki vafi á því að með
því móti myndi þjónusta i íkisins við
landsbyggðina batna.
Einnig segir í greinargerðinni að
ráðgjöf í landbúnaði og iðnaði sem
ríkiö kosti. sé á engan liátt samræmd
og draga mætti úr kostnaði á hverju
svæði fyrir sig ef samræming og
samstarf kæmist á. Stjórn Byggða-
stofnunar telur því skynsanilegt að
gera tilrnun með þetta samstarf, því
takist það vel, geti það síðan náð
víðar. Landsbyggðinni geti orðið
styrkur að slíkri samvinnu og einnig
geti hún orðið fjárvcitingavaldinu
og öðrum ríkisstofnunum svo og
Byggðastofnun til hagræðis, vegna
þcss að mál landshluta, svcitarfélaga
og fyrirtækja yrðu mun betur undir-
búin mcð þessu fyrirkomulagi en nú
er.
komu þá flugmenn auga á mann sem
var staddur við tjald vcstanmegin í
Herðubreið og svaraði liann til lýs-
ingar á Frakkanum týnda. Þá var
gcfin út tilkynning um að maðurinn
væri fundinn. En er leitarmenn
koma að tjaldinu hefur Frakkinn
yfirgefið það. Þá er leit hafin að nýju
og fannst maðurinn svo kl. 10 í
gærmorgun og hafði þá laat að baki
60 km lcið í villn sinni. geh
Tíminn innti Stefán Guðmunds-
son formann stjórnar Byggðastofn-
unar að því hvaða stofnanir hann sæi
hugsanlegar á landsbyggðinni með
slíka starfsaðstöðu. „Ég tcl að í
stjórnsýslumiðstöðvunum eins og ég
tel ekki fráleitt að kalla þær, ættu að
vera t.d. ráðgjafaþjónusta í hús-
næöismálum, Skipulag ríkisins, full-
trúar menntamála og st'ðan einhver
þjónusta frá ráðuneytunum. Einnig
iðnráðgjafar, Þróunarfélagið. full-
trúar fcrðamála og svona má lengi
telja þær stofnanir og aðila scm við
höfum verið að velta vöngum yfir.
Þcss vegna tel ég þessa leiö vera
miklu merkilcgri ef litið er á lands-
byggðina alla, heldur en að flytja
Byggðastofnun til Akureyrar." Stef-
án sagði cnnfremur að talað hefði
verið um að hafa stjórnsýslumið-
stöðvarnar í landsfjórðungnum eða
jafnvel frekar í hvcrju kjórdæmi
landsins.
ABS
Banaslys
Guðmundur Óskar Guð-
mundsson, ísfiröingur ááttugasta
aldursárinu lést, þegar hann varð
undir dráttarvél á sunnudag.
Guðntundur var til heimilis að
Seljalandi í ísafjarðarkaupstað.
Hann var að gera við vélina þegar
slysið varð. Öryggisgrind var ekki
á dráttarvélinni.
Mysan getur hentað jafnvel til niatargerðar og hvítvín, og er miklum mun
ódýrari. t ímaniynd Pélur
Byggðastofnun ályktar:
Samstarf opin-
berra stofnana
-starfsaðstaöa í hverju kjördæmi í framtíðinni?
Neytendamáladeild Verðlagsstofnunar:
72 mál um viðskiptahætti og neytendavernd
72 mál komu til kasta neytenda-
máladeildar Verðlagsstofnunar á
árinu 1985. Fjölluðu þau um órétt-
mæta viðskiptahætti. í flestum til-
fellum voru það neytendur sem
báru upp mál, en einnig komu þau
frá atvinnurekendum.dagblöðum,
félagasamtökum, opinberum aðil-
um og auk þess tók neytendadeild-
in sjálf upp 12 mál.
Þessi mál komu m.a. til af því að
ekki er greint rétt frá verði í
auglýsingum, neytendur eru á
skrumkenndan hátt hvattir til að
kaupa áður en þeir missa af góðu
tilboðunum og ýmsu því sem fá má
„frítt" og „ókeypis" ef keypt er hjá
viðkomandi. Þá auglýsasumirvöru
sína eða þjónustu sem happdrættis-
vinning eða getraunavinning ef
neytandinn verður heppinn.
Eftirfarandi dæmi um slík tilfelli
má lesa í nýútkomnu blaði Verð-
lagsstofnunar: (dæmi eru mjög
stytt).
Sparið 25% stóð á grænum lím-
miðum utan um umbúðir beikons.
í ljós kom að önnur tegund af
beikoni hafði lægra kílóverð en sú
með 25% afsláttinn. Framleiðanda
var skrifað bréf og honum tilkynnt
að verðsamkeppni fyrirtækja eigi
að heyja á réttum forsendum. Það
væri kílóverð sem skipti neytend-
ann mestu máli, ekki afslátturinn
og því væri ekki rétt að veita
upplýsingar sem valdið geta mis-
skilningi.
Samkvæmt skriflegu tilboði vcrsl-
unar átti bensíntankur að kosta
12.800 kr. þegar hann kæmi til
landsins. Þegar hann kom var neyt-
andanum hins vegar sagt að bens-
íntankurinn væri kominn upp í
19.000 kr. en hægt væri að semja
um eitthvað lægra verð. Neytenda-
deild sagði að tilboð yrðu að standa
og neytandinn tók ákvörðun um að
kaupa tankinn aðeins á umsömdu
verði.
Staðgreiðsluverð í skóbúð einni
var lækkað gegn því að ekki yrði
greitt með kreditkorti. Neytandi
spurði hvort þetta væru eðlilegir
viðskiptahættir og því var svarað
játandi, þarsem kreditkortaþjón-
usta hefur kostnað og fyrirhöfn í
för með sér fyrir seljanda vörunnar
og því eðlilegt að hann bjóði lægra
verð ef ekki er greitt með kredit-
korti.
Verðupplýsingar í bókabúð voru
taldar ófullnægjandi þar sem aug-
lýst var orðabók þar sem einungis
var tilgreint hvað skyldi borga við
undirskrift samnings og hversu
háar eftirstöðvar væru á tíu mánuð-
um að viðbættum kostnaði. Raun-
verulegt kaupverð bókarinnar kom
hvergi fram í auglýsingunni.
Hljómtækjaverslun auglýsti
hljómtækjasamstæðu á ákveðnu
verði. Neytandi komst að raun um
að mynd í auglýsingu var ekki í
samræmi við það sem til sölu var á
viðkomandi verði. Auglýsing þessi
var ekki birt aftur eftir ábendingar
Verðlagsstofnunar um að samræmi
verði að vera milli auglýsinga og
þeirrar vöru sem á boðstólum er.
Fasteignasala auglýsti „Ungt
fólk athugið", og á eftir komu
upplýsingar um að svo og svo mikil
lán væri hægt að taka til þess að
eignast íbúð á þægilegan hátt. í
ljós kom hins vegar að upplýsingar
um lánin voru rangar og fasteigna-
sölunni var bent á að svo væri.
Auglýsingin var því ekki birt aftur.
Ferðaskrifstofa auglýsti með
stórum stöfum „Viltu ókeypis golf-
ferð til Hollands 30. ágúst" . í texta
auglýsingar kom síðan fram að
ferðaskrifstofan myndi efna til
golfkeppni í Hollandi og sá sem
ynni hana fengi flugið og gistinguna
endurgreidda við heimkomuna.
Þar sem enginn veit fyrirfram hvort
hann vinnur eða ekki í slíkum
ferðum var ferðaskrifstofunni bent
á að ekki væri um ókeypis ferð að
ræða, heldur væri verið að efna til
golfkeppni og verðlauna besta
keppandann,
Matvöruverslun hengdi upp
skilti sem á stóð að þar fengist
ódýrasti sykurinn í bænum. f ljós
kom að í annarri verslun var sykur-
i nn aðeins ódýrari og var verslunar-
stjóranum bent á að taka niður
auglýsinguna.
-ABS