Tíminn - 16.07.1986, Page 3

Tíminn - 16.07.1986, Page 3
Miðvikudagur 16. júlí 1986 Tíminn 3 Hjónagarðar: Framkvæmdir hefjast væntanlega í haust - segir Tryggvi Agnarsson fulltrúi menntamálaráðuneytisins „Framkvæmdir ættu að geta hafist í haust við byggingu Fljónagarða," sagði Tryggvi Agnarsson fulltrúi menntamálaráðuneytisins hjá Fél- agsstofnun stúdenta. Tryggvi sagði að teikningar að Hjónagörðunum væru á lokastigi í vinnslu og væru til umfjöllunar hjá Borgarskipulagi. Það eru alls 150 íbúðir sem áætlað er að byggja í tveimur áföngum en í fyrri áfanga sem á að verða lokið síðla árs 1988 eru um 100 íbúðir, 59 tveggja herbergja og 29 þriggja her- bergja. íbúðirnar eru á bilinu 50-60 fermetrar, en alls er fyrri áfangi um 7.500 fermetrar. Áætlaður heildar- kostnaður áfangans í desember ’85 var um 225 milljónir. Félagsstofnun stúdenta á sam- kvæmt lögum að byggja íbúðir fyrir námsmenn og er nú byggingasjóður Félagsstofnunar að leita leiða til að fjármagna sinn hluta byggingarinn- ar, sem er 20% en Byggingasjóður ríkisins á að fjármagna 80% bygg- ingarinnar. Margir námsmenn bíða þess með óþreyju að þessar byggingar rísi, enda var það skoðun úthlutunar- nefndar að þeir sem sóttu um hús- næði á Hjónagörðum hefðu haft fyllstu ástæðu til að fá þar húsnæði. Eins og kom fram í Tímanum í gær er nú mikill skortur á íbúðum á Hjónagörðum og hvergi nærri lagi að þeir fái húsnæði sem rétt eiga á því samkvæmt ströngustu úthlutun- arreglum sem í gildi hafa verið hingað til. Sömu sögu er reyndar að segja um einstaklingsherbergin á Gamía og Nýja Garði. Mikil eftirspurn var þar eftir herbergjum en lítið framboð herbergja. ABS Tivolibatar a Leirutjorn Tvíburarnir á Leirutjörn. Akureyri: sér í tívolífarkostunum Tímamyndir HÍÁ Á svonefndri Leirutjörn á Akur- eyri hefur í suntar verið starfrækt bátaleiga. Það er Magnús Ólafsson og Ijölskylda sem ciga og reka bátaleiguna. Unt er að ræða litla Tívolíbáta með utanborðsmótor. sem börn á aldrinum 10 ára - tíræðs geta leigt sér og siglt unt á afmörk- uðu svæði á Leirutjörn. Byggð hcfur verið lítil trébryggja, og að sögn Láru Magnúsdóttur cru fyrir- hugaðar frekari framkvæmdir. „Við fórum útí þctta bæði vegna þcss að okkur fannst vanta svo margt í bæinn scm fólk gæti stytt sér stundir við, og einnig til að skapa atvinnu fyrir fjölskylduna. Þetta hefur Itins vegar gengið svo vel að það verður byggð upp ein- Itver aðstaða hérna, og siglinga- svæðið stækkað. En það cr þó ckkert fastákvcðið cnnþá." Bátalcigan cr opin frá 14-22 daglcga, og verður svo fram eftir hausti cftir því scm veður leyl'ir. Veitingahús: Breytingar á Klúbbnum — nýir eigendur taka við Veitingasögu Klúbbsins cr lokið. Eftir 27 ára langa sögu hefur verið ákveðið að lcggja Klúbbinn niðurog taka upp nýtt nafn á nýjum skemmti- stað. Nýir cigendur liafa kcypt húsiö af Sigurbirni Eiríkssyni. Þcir cru Vilhjálmur Ástráðsson, Gunnar H. Árnason og Arnc Vcst Andcrscn. Frá því í apríl hafa brcytingar á húsnæðinu staðið yfir og hafa l'imm tugir manna unnið við þær. Búist cr við að staðurinn vcrði tilbúinn föstu- daginn 25. júlí. í fréttatilkynningu frá nýju cig- endum staðarins segir að eingöngu verði notast við vinsælustu skcmmti- krafta landsins hvcrju sinni, og ciga eigcndurnir von á því að staðurinn muni hleypu nýjungum og fersk- leika í íslenskt skemmtanalff þegar hann kcmst í gagnið. Framkvæmdir við breytingar á hús- næðinu hafa staðiö yflr frá því í april. Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar (l.t.v.) ásamt öðrum forráða- mönnum fyrirtækisins, við opnun tilboða í gær. (Tímamynd Svcrrir) Sex stórfyrirtæki gera tilboö: Nýr kerf isráður Landsvirkjunar Sér um fjarstýringu og fjargæslu raforkukerfisins Tilboð í nýjan kerfisráð Lands- virkjunar voru opnuð í gær. Kcrfis- ráður er tækjabúnaður til að stjórna raforkukerfi landsins og aflstöðvum, og mun hann einniggefa upplýsingar um ástand kerfisins og bilanir. Álls gerðu sex aðilar tilboð í tækjabúnað og uppsetningu hans, en í útboðs- gögnum var reiknað nteð þrcntur valkostum. Valkostur A, gerir ráð fyrir stjórn- kcrti með 2 stjórnstöðvum staðsett- um í Reykjavík og á Akureyri. Valkostur B ráðgerir cina stjórnstöð staðsetta í Reykjavík en valkostur C, miðast við eina stjórnstöð í Reykjavík og fjarvinnsluborði stað- scttu á Akureyri. Fyrirtækið Landis & Gyr AG. frá Sviss var með lægstu tilboðin í alla þessa þrjá þætti. Tilboð þeirra í valkost A, hljóðaði upp á 158.640.603 kr. sem er 40,7% af því verði sem ráðgjafafyrirtæki Lands- virkjunar hafði áætlað kostnað. Til- boð þeirra í valkost B, hljóðaði upp á 134.510.347 kr., en 152.778.053 kr. í valkost C. Önnur fyrirtæki sem gerðu tilboð voru Westinghouse Systems, Eng- landi, CAE Electronics, Kanada, Harris Corp., Bandarfkjunum, ASEA, Svíþjóð og Brown Boveri & Cie frá Sviss. Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar sagði að þeir væru ánægðir með þessi tilboð. Hins vegar á cftir að meta þau og hefur Lands- virkjun til þess sex mánaða umhugs- unartíma. Mun nýja stjórnkerfið taka viö af gamalli stöð á Geithálsi, en hún hefur yfirlit yfir SV-land, og stöð á Akureyri sem sér unt NA- land. Phh Esjuberg: Glanni tekur við rekstri Nýir aðilar hafa tekið við rekstri veitingarstaðarins Esju- bergs, að Hótel Esju í Reykjavík. Það er hlutafélagið Glanni sem nú annast reksturinn, en að því standa þeir Kristinn Daníelsson og Völundur Þorgilsson. Veit- ingastaðurinn verður opinn frá klukkan átta á morgnana og fram til klukkan 22 að kvöldi. Fyrirhugaðar eru ýmsar breyt- ingar á Esjubergi og koma þær til framkvæmda í haust. Salurinn tekur 180 manns í sæti. MENGELE fjölhnífavagnar Einn háþróaðasti fjölhnífavagn sem framleiddur er í dag Til afgreiðslu strax Sem dæmi um búnað: Sérstakt vökvakerfi í vagni (óháð traktor). Sjálfvirk hleðsla = hámarks afköst Rafstýrð mötun í blásara úr traktor Öll færibönd ganga í báðar áttir Hálfsjálfvirkar bremsur á öllum hjólum og margt margt fleira Mjög góð greiðslukjör Allar nánari upplýsingar hjá sölumönnum okkar í síma 91-651800. KAPLAHRAUNI 18 220 HAFNARFIRÐI: S-91.651800

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.