Tíminn - 16.07.1986, Page 6
6 Tíminn
Tíminn
MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjóri:
Aðstoðarritstjóri:
Fréttastjóri:
Aðstoðarfréttastjóri:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
NíelsÁrniLund
OddurÓlafsson
Guðmundur Hermannsson
Eggert Skúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og
686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans.
Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306
Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.-
Á villigötum
Að undanlörnu hafa fjölmiðlar mikið rætt mál-
efni Guðmundar J. Guðmundssonar alþingismanns
og Alberts Guðmundssonar, iðnaðarráðherra.
Svo sem öllum er kunnugt um snýst það um
réttmæti þess að Albert útvegaði Guðmundi fjár-
muni, sem Guðmundur taldi að kæmu persónulega
frá Albprt. Staöreyndin virðist hins vegar vera sú
að þessir peningar komu að hluta til frá Hafskip
sem nú er gjaldþrota.
Hafskipsmálinu hefur þannig verið drepið á dreif
en þess í stað hefur umræðan snúist um rúmar 100
þúsund krónur sem reyndar komu frá Hafskip að
hluta til, en teljast ekki vera nema agnarsmátt brot
af því stóra og margslungna máli. Þetta minnir
óneitanlega á sögu H.C. Andersen um fjöðrina
sem varð að mörgum hænum.
Því hefur yerið haldið fram að gjaldþrot Hafskips
sé það stærsta í sögu lýðveldisins. Hundruð manna
misstu atvinnu sína og að öllum líkindum mun
Útvegsbankinn, einn af ríkisbönkum landsins,
aldrei bera sitt barr, vegna gífurlegra fjármuna sem
hann tapar og miklar umræður eru nú í gangi um
að leggja niður starfsemi hans í núverandi mynd.
Ásakanir eru uppi um stórfelld fjársvik, falsað
bókhald og rangar upplýsingar til viðskiptabanka.
Þau mál eru enn í rannsókn og skal ekki fullyrt
hér hver niðurstaðan verður.
Hafskip naut mikilla fyrirgreiðslna og á það var
litið sem tákn fyrir mátt einkaframtaksins í landinu.
Gjaldþrot fyrirtækisins er því að hluta til dómur
yfir hinu frjálsa einkaframtaki, eða a.m.k. dæjrni
um hvernig farið getur sé ekki gætt varúðar.
Almenningur í landinu hlýtur að spyrja hverjir
beri ábyrgðina á því hvernig fór.
Alþingi kýs bankaráð Útvegsbankans sem á að
fylgjast með að allt sé með felldu í viðskiptum hans.
Einhverra. hluta vegna áttuðu þeir sig ekki á því
hvert stefndi fyrr en of seint, og það sama má segja
um starfsmenn bankans. Afleiðingin er sú að
bankinn tapar stórfelldum fjármunum.
Rannsóknþessa máls er í fullum gangi m.a. á
þætti stjórnarmanna Hafskips. Þaðhlýturað
vera eðlileg krafa landsmanna að rannsóknin taki
sem stystan tíma og að gerð verði nákvæm grein
fyrir því sem hún leiðir í ljós. Það er nefnilega
almenningur í landinu sem borgar brúsann.
Alla vega er Hafskipsmálið svo stórt og umfangs-
mikið að með öllu er ófært að það falli í skuggann
af litlu atriði sem engu máli skiptir.
Miðvikudagur 16. júlí 1986
GARRI
Hljóðir og hógværir menn
Tíu klukkustunda fundi mið-
stjóruar Alþýðubandalagsins, |>ar
sem haldnar v«ru ekki færri en
fjörutíu ræður. virðist hafa lokið
með sigri Cuðmundar J. Guð-
mundssonar, sem tilkynnti fyrir
fundinn, að hann niyndi iialda
áfram setu sinni á Alþingi, hvað,
sem saniþykkt yrði á niiðstjórnar-
fundinuni.
Andstæðingar Guðmundar J.
höl'ðu birt stóryrtar yfirlýsingar
fyrir fundinn og mátti hclst á
þeim skilja, að þess yrði kralist af
niiktum meirihluta fundarnianna,
að Guömundur lcti af þing-
meniisku. Engin ályktun var þó
gerð um þetta og ekki einu sinni
borin fram tillaga, sem gekk í þessa
átt. í þess staö var lýst vanþóknun
á Hafskipsniálinii, sein Guðmund-
ur J. tengist ekkert frekar, sam-
kvænit lögreglurannsókn, en t.d.
Ólafur Kagnar Grínisson og Krist-
ín Ólafsdóttir. Til viðbótar var svo
samþykkt, að fimm valdir mcnn,
þar sem in.a. væri að finna Svavar
Gestsson, Kagnar Arnalds og Ólaf
Kagnar Grímsson. skyldu ganga á
fund Guömundar J. og skýra hon-
um frá umræðum á lundinum.
Nokkuð óliætt er aö fullyröa, að
eftir allan gauraganginn verði það
hljóðir og hógværir nienn, sem
ganga á l'und Guðmundar J., ef
hunn þá telur það ómaksins vert að
vcita þeim nióttökii.
Þögn um hermálið
og lof um markaðshyggju
í síðasta siinnudagshlaði I»jóö-
viljans hirtust nokkrar greiuar um
lierstöðvamálin eftirað l'jóðviljinn
liaföi látið sig þau nær engu skipta
um langt skeið. Viðtalið viö for-
mann herslöðvaandstæðinga, Ingi-
hjörgu liaraldsdóttur, har líka
fyrirsögnina: Hermálið þagað í hel.
Hér niun ekki síst átt við það, að
á sjöuiida landsfundi Alþýöu-
handalagsins, sem haldinn var í
Sammála um ágseti markaðshyggjunnar og þögn i hermálinu.
nóvcmhcrmántiöi síðastliðnum,
var í fyrsta sinn á landsfundi Al-
þýðubandalagsins látið hjá líöa að
minnast nokkuð á öryggismálin
eða herstöðvaniáliö í ályktun fund-
arins. Um þetta náðist algert sam-
koinulag milli svokallaðs fiokkseig-
endufélags og svokallaðrar lýöræð-
ishreyfingar. Um þetta tókust í
licndur Ólafur Ragnar Grímsson
og Þröstur Ólafsson, Kristín Ólafs-
dóttir og Svavar Gestsson.
I»aö náðist samkomulag uiii
fieira milli þcssura aðila. í stjórn-
málaályktun þingsins var stefnan í
iiinanlandsmáliiin færð stórlega i
liægri átt. I>etta var orðað á þennan
liátt:
„Tengja þarf saman heildar
áætlanir í efnaliagsmálum og at-
vinnuuiáluni og starfsemi markað-
arins þannig aö hvorti tveggja skili
viðuiiaiuli árangri."
i’annig iná scgja, aö sjöundi
landsfundur Alþýðubandalagsins
liali einkenust af þögn uin her-
stöövamálin og eins konar lofi um
markaðshyggju.
Skýringin var sú, að þaö vakti
jafnt fyrir flokkscigendafélaginu
og lýðræðishreyfingunni aö nálgast
Sjálfstæöisflokkinn.
Mið-Ameríka
Ekki voru allir fulltrúar á lands-
fundi Alþýðuhandalagsins ánægðir
yfir því, að ekkert skyldi minnst á
hermálin og íslensk utanríkismál í
ályktun fundarins. Því varö sam-
komulag inilli llokkseigcnda og
lýðræðissinna aö veita þeiin
nokkra úrlausn. Borin var Irain og
samþykkt ályktun um Mið-Ainer-
íku. Hún var birt á hálfgerðum
felustað á hlaðinu 13. nóvember.
Efni þessarar ályktunar var að
lýsa andúö á stuöningi Bandaríkj-
anna við spilltar valdastéttir í El
Salvador, Guatemala og Nicarag-
ua.
Um öiinur utanríkismál var ekki
ályktað á sjöunda landsfundi Al-
þýðubandalagsins og var það liarla
ólíkt því, sem áður var. Garri
VÍTTOG BREITT
Áríðandi f undur um ekki neitt
Miðstjórn Alþýðubandalagsins
var kölluð saman af skyndingu til
að kljást við og marka stefnu
varðandi „stjórnmálaviðhorfið og
atburði síðustu vikna". Nær hundr-
að rnanna- og kvennalið mætti á
fundinn og sat næturlangt við að
flytja og hlusta á 40 ræður. Síðan
var samþykkt tillaga þess efnis að
sósíalístar eigi ekki að tengjast
hagsmunaböndum við auðvaldið,
og kemur fáum á óvart.
Alþýðubandalagið hefur logað í
illdeilum endanna á milli um all-
langt skeið og takast þar á hópar
með hin ólíklegustu viðhorf og alls
kyns túlkanir á hugmyndafræðinni.
Ágreiningur verkalýðsarmsins og
hámenntaðrar lýðræðiskynslóðar,
sem veit miklu betur en verkalýð-
urinn sjálfur hvað er honum fyrir
bestu, koni hvað berlegast í Ijós
við sfðustu kjarasamninga.
Lýðræðiskynslóðin hefur komið
sér vel fyrir í skotgröfum Þjóðvilj-
ans og þaðan gengur orrahríðin
yfir alla þá sem ekki eru liðinu
þóknanlegir. Eftir kjarasantning-
ana var veist harðlega að forseta
ASÍ og öðrum verklýðsforkólfum
innan flokksins, og þeir taldir hafa
svikið heilagan málstað verkalýðs-
ins og hefur hvergi nærri gróið um
hcilt.
Fyrir borgarstjórnarkosningarn-
ar höfðu nýsósíalistar sig mjög í
frammi og vildu ýta öllum fúnum
fauskum á brott. Varð þeim nokk-
uð ágengt en sigrar unnust engir
hvorki inn eða út á við.
Formanni hafnað
Næsta senna varð er koma átti
skikk á stefnu og skrif málgagns
verkalýðshreyfingar, og setja
flokksformanninn í ritstjórastól.
Æðri stofnanir flokksins lögðu
blessun sína yfir þá ráðagerð. En
uppreisnarliðið harðneitaði að
Mikið talað en engin má! leyst.
vinna undir stjórn slíks manns og
urðu margar skondnar orðahnipp-
ingar í gegnum blöð og fréttastof-
ur í því tilstandi öllu, og mikið rætt
um kommisar og ritskoðun og
fleira í þeim dúr. Engum þótti taka
að minnast á að Svavar Gestsson
starfaði um árabil sem blaðamaður
og ritstjóri á málgagninu og gat sér
gott orð á þeim vettvangi. Og enn
síður að fengur gæti orðið að færni
hans og reynslu við að koma saman
blaði. Formaðurinn varð að láta
sér lynda að vera talinn óbrúklegur
sem starfsmaður Þjóðviljans.
Misklíðin setthjá
Stjórnmálaviðhorfið og atburðir
síðustu vikna var fundarefni nætur-
fundar miðstjórnar Alþýðu-
bandalagsins, og fjallaði í rauninni
ekki um annað en stjórnmálavið-
horfið innan flokksins og allt krist-
allaðist það í meintum misgjörðum
formanns Dagsbrúnar og Verka-
mannasambands, sem atað hefur
auri hinn hrcina skjöld Alþýðu-
bandalagsins.
Svo virðist sem hinum aðkall-
andi miðstjórnarfundi hafi tekist
að leiða hjá sér öll misklíðarefni
sem teygja og toga félagana í allar
áttir. en einbeitt sér að málefni
Guðmundar J. Guðmundssonar.
Allir sýnast sammála um að hann
sé óalandi og óferjandi og ekki í
flokki hafandi en samt var komið í
veg fyrir að neinar ályktanir væru
samþykktar um að víkja honum út
í kuldann. Félagarnir voru aðeins
mismunandi mikið á móti honum.
40 ræðna þula
Tillagan sem samþykkt var undir
morgun eftir japl og jaml og fuður
er sem svosem ekkert annað en
sósíalískir orðaleppar sem hver og
einn félagi getur skilið sínum eigin
skilningi, eða ekki neitt neitt.
Nefnd skipuð fjórum flokks-
broddum og einni konu var falið að
ganga á fund blóraböggulsins og
skýra honum frá innihaldi 40 ræðna
og þeim ályktunum sem fram komu
og voru ýmist ekki látnar ganga
undir atkvæði eða felldar.
Þegar Dagsbrúnarformaður
veitir nefndinni áheyrn býður hann
í nefið.
Öll ágreiningsefnin eru enn á
sínum stað í flokknum og eitt
komið til viðbótar. Hvað er ákveð-
ið að gera í málefnum Guðmundar
J.?
Það verður líklega stutt í næsta
næturfund miðstjórnarinnar þar
sem umræðuefnið verður. Hvað
skeði á fundinum í fyrrinótt og til
hvers var hann haldinn?
OÓ