Tíminn - 16.07.1986, Qupperneq 9

Tíminn - 16.07.1986, Qupperneq 9
Miðvikudagur 16. júlí 1986 Tíminn 9 ÍÞRÓTTIR íslandsmótið í knattspyrnu 1 . deild: Naumt á Skaganum - ÍA vann Eyjamenn með marki rétt fyrir leikslok Hann gal varla vcrið naumari sigur Skagamanna á Eyjamönnum í 1. deild á Skaganum í gærkvöldi. Eina mark leiksins skoruðu Skaga- menn þegar aðeins um tvær mínútur voru til leiksloka. Þá höfðu þeir sótt stíft að marki Eyjamanna en ekkert hafði gengið við að skora. Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik og fór að mestu fram á miðjunni. Eyjamenn vörðust þó heldur og er síðari hálfleikur fór af stað þá þyngdist sókn Skagans veru- lega. Það var síðan Valgeir Barða- son sem bjargaði deginum fyrir Skagantenn með marki rétt fyrir leikslok eftir sendingu Hafliða Guð- jónssonar. Áður hafði Þorsteinn Gunnarsson markvörður Eyja- manna verið helsti þröskuldur í vegi Skagamanna en hann varði hvað eftir annað mjög vel. ÍA er því enn- í fjóröa sæti en Eyjamenn neðstir í deildinni. Islandsmótið í knattspyrnu - 2. deild: KA vann Einherja Friðarleikarnir Pólverjar lagðir íslenska karlalandsliðið í hand- knattleik sigraði loks á Friðar- leikunum í Moskvu. Pólverjar voru fórnarlöinbin eftir tvo tap- leiki Islands. Sigurinn varð þó eins nauinur og hægt var að hafa hann eða 22-21. Það var Sigurður Sveinsson sem var atkvæðamest- ur íslensku leikmannanna en liann gerði 8 niörk. Þá varði Guðniundur Hrafnkelsson eins og berserkur í niarkinu. KA tryggði sér cfsta sætið í 2. deild á ný með sigri á Einherja í hörkuleik á Vopnafirði. Körfu hvað! Frestur til að tilkynna þátttöku í íslandsmót Körfuknattleikssam- bands íslands rann út 4. júlí s.l. Einungis þrjú lið hafa tilkynnt þátttöku í Úrvalsdeild og enn færri í aðrar deildir. Þar sem gert er ráð fyrir því að niðurröðun Islandsmóts hefjist strax upp úr 15. júlí þá bendir allt til þess að fjöldinn allur af liðum sem þátt tóku í Islandsmótinu sl. ár verði ekki með þetta árið. Ef fram fer sem horfir þá verður íslandsmótið fremur fámennt. Það var jafnræði með liöunum til að byrja með en KA virtist þó vera heldur sterkara er á leikinn leið. Sóknirnar urðu þyngri og Tryggvi Gunnarsson og Hinrik Þórhallsson skoruðu sitt markið hvor í síöari hálfleik til að tryggja KA sigurinn og efsta sætið í deildinni. KA hefur nú 22 stig eftir 10 umfcrðir en Sclfoss er í öðru sæti með 21 stig. Til tennisáhugafólks Tennisáhugafólki gefst fljótlega kostur á aukinni iðkun þessarar skemmtilegu íþróttar. I byggingu eru 4 tennisvellir á skjólsælum stað innst í Fossvogi á íþróttasvæði Víkings. Samkomulag hefur verið gert við stjórn Víkings um að selja áskriftarkort til 5 ára, einstaklingum á 10 þúsund krónur en fjölskyldum á 12 þúsund krónur. Gjöld þessi fjármagna vallargerðina. Vellirnir verða malbikaðir og afgirtir. Hér er kjörið tækifæri til hollrar hreyfingar og útivistar, en tennis má leika á öllum aldri og aldrei of seint að byrja. Söfnun er í gangi og öllum opin og þeir sem hafa áhuga geta hringt í síma 11879 (Einar Thor- oddsen), 38525 (Börkur Aðalsteins- son), 33137 (Margrét Svavarsdóttir), 31497 (Steingerður Einarsdóttir) eða 17292 (Árni Tómas Ragnars- son). Björn sigraði Frá Gylfa Kristjánssyni á Akureyri: Akureyrarmót í golfi fór fram um helgina og er það skemmtileg- asta við það að einum keppenda tókst að fara holu í höggi. Þetta er önnur helgin í röð sem slíkt gerist. Það var Gunnar Jakobs- son kcppandi í 4. flokki og var að spila á sínu öðru golfmóti sem fór 18. holu á einu höggi. Hann notaði 5 járn og kúlan lenti rétt við holuna og rúllaði ofaní. Sigurvegarar í flokkunum urðu annars eftirtaldir: Mfl. karla: Björn Axelsson, 307 Mfl. kvenna: Inga Magnúsdóttir , 341 1. flokkur: Þorsteinn Halldórsson, 343 2. fiokkur: Birgir Marinósson, 344 3. flokkur: Audunn Þorsteinsson, 346 4. flokkur: Oddur Jónsson, 377 Öldungar: Hörður Steinbergsson, 174 1. fl. kvenna: Sunna Borg, 232 Stúlkur: Andrea Ásgrímsdóttir, 420 Unglingar: Magnús Karlsson, 317 Drengir: Þorleifur Karlsson, 387. Hera Ármannsdóttir og stöllur hjá Val komust áfram en Skaginn er úr leik. Timamynd Pélur Blikar lögðu ÍA 1 fyrrakvöld voru leikirnir í 8-liða úrslitum bikarkeppni kvenna og var mikið skorað þar enda töluverður munur áliðunum. Blikarnir unnu Islandsmeistara Skagans 5-1 í Kópavogi. Ásta B. og Erla Rafns- dóttir gerðu tvö mörk livor fyrir Blikana en Ásta M. gerði citt. Fyrir Skagann skoraði ein Blikastelpan sjálfsmark eftir horn. Valsstúlkurnar eru sterkar um þcsar mundir og Afturelding varð ckki hindrun fyrir þær. Lokatölur 7-0. Brvndís Valsdóttir (komin frá Ítalíu) skoraði tvívcgis og það gcrði Ingibjörg Jónsdóttir einnig. Þá skor- uðu Kristín Arnþórsdóttir, Hera Ármannsdóttir og Arney Magnús- dóttir cinnig. KA vann Fram 6-0 mcð mörkum Hjördísar Úlfarsdóttur sem gerði 4 og Erlu Sigurgeirsdóttur sem skoraði 2. Loks vann ÍBK sigur á KR 4-2 í Kcflavík. Inga Birna Hákonardóttir, Katrín Eiríksdóttir, Svandís Gylfa- dóttirog Anna M. Svcinsdóttir skor- uðu mörk ÍBK en Arna Steinsen gerði bæði mörk KR annað úr víti. Það eru því Blikar, Valur, KA og IBK scm spila í undanúrslitum bik- arkeppni kvcnna. Valsstúlkurnar eru núverandi bikarmeistarar íslandsmótið í knattspyrnu - 4. deild: Afturelding í úrslitakeppnina - hefur unnið alla sína leiki - Bolvíkingar á barmi úrslitakeppninnar- Sverrir varði víti og skoraði E-riðilI Leikmenn í 4. deild sátu ekki auðum höndum um helgina hvað þá að fæturnir væru hvíldir. Hell- ingur af leikjum fór fram og nú þegar hefur eitt lið tryggt sér sæti í úrslitum deildarinnar. Það er Afturelding úr Mosfellssveit. Lít- um á riðlana: A-riðiIl Haukar-Þór Þ 3-2: Haukar komust í 3-0 í þessum leik en gáfu eftir undir lokin og Þórsarar skoruðu tvívegis. Lýður Skarphéðinsson, Jón Örn Stefánsson og Guðjón Sveinsson skoruðu mörk Haukanna en Hall- freð Sveinsson og Jón Hreiðarsson skoruðu fyrir Þorlákshafnarbúa. Augnabl.-Grundarfj. 5-1: Leikur- inn var tiltölulega jafn í fyrri hálf- leik en í þeim síðari áttu „Blikarn- ir“ leikinn. Birgir Teitsson og Jón Einarsson skoruðu tvívegis fyrir Kópavogsbúa en Kormákur Braga- son gerði eitt. Fyrir Grundfirðinga skoraði Gunnar Þór Haraldsson. Skotfélagið-Snæfell 1-2: Góður sigur Hólmara á gervigrasinu og liðið er nú í öðru sæti riðilsins. Snorri Már Skúlason skoraði fyrir „Skytturnar“ en Rafn Rafnsson og Lárus Jónsson náðu sigri fyrir Snæfell. Staðan í A-riðli er sú að Haukar eru efstir með 15 stig eftir 6 leiki en Snæfell er með 14 stig eftir 8 leiki. Augnablik er með 11 eftir 7 leiki og Þór hefur 10 eftir 8 leiki. B-riöill Stokkseyri-Víkverji 0-3: Níels Guðmundsson skoraði tvívegis fyr- ir Víkverja og Tómas Sölvason einu sinni í miklum rokleik niður við sjóinn. Sanngjarn sigur. Víkingur ÓGAftureldnig 04: Þar með er Afturelding búin að tryggja sér sæti i úrslitunum. Gísli Bjarnason skoraði tvívegis og Lárus Jónsson og Óskar Óskarsson bættu við. Fullt hús stiga hjá Mosfellssveit- ungum og markatalan 39-5. Léttir-Hveragerði 1-1: Ólafur Jósepsson náði forystu fyrir Hver- gerðinga en Halldór Jakobsson jafnaði. Staðan í riðlinum er sú að Aftur- elding er með 24 stig eftir 8 leiki en Hveragerði er næst með 14 og Víkverji og Léttir hafa 13 hvort lið. C-riðill Grótta-Eyfellingur 3-0: Með Sverri Herbertsson í markinu þar sem hann varði m.a. vítaspyrnu þá unnu Gróttubúar létt. Bernhard Petersen gerði 2 mörk en Valur Sveinbjörnsson eitt. Hafnir-Grótta 2-3: Aftur sigur hjá Gróttunni í skemmtilegum leik. Hafnir skoruðu fyrst er Guðmund- ur Jónsson kom boltanum í netið en mörk frá Magnúsi Ólafssyni og Val Sveinbjörnssyni komu Gróttu yfir fyrir hlé. Sverrir Herbertsson (kominn úr markinu) skoraði síðan þriðja mark Gróttu áður en Ólafur Sólmundsson minnkáði muninn fyrir Hafnir. Leiknir-Eyfellingur 6-0: Létt hjá Leikni. Konráð Árnason gerði þrennu, Jóhann Viðarsson skoraði tvö og Ragnar Baldursson bætti við marki. Leiknir og Árvakur hafa 13 stig í riðlinum eftir 6 leiki en Grótta er með 12 eftir 6 leiki einnig. D-riðill Stefnir-Bolungarvík 1-4: Bolvík- ingar eru á barmi þess að falla í úrslitakeppni deildarinnar og þurfa reyndar aðeins eitt stig til að tryggja það. Stefnir var engin hindrun. Jóhann Ævarsson skoraði tvö mörk en þeir Jóhann Kristjáns- son og Friðgeir Halldórsson bættu við. Örn Hólm gerði mark heima- manna. Reynir Hn-Höfrungur 2-1: Guðjón Sturluson skoraði stórkostlegt mark í samskeytin af 30 metrum fyrir Reyni en varð síðan fyrir hnjaski og varð að fara af velli. Hjálmar Jóhannsson skoraði líka fyrir Reyni en Karl Karlsson fyrir Höfrung. Geislinn-Badmintonfélagið 5-1: Tvívegis settu þeir Badminton- menn boltann í eigið mark en Flosi Helgason með tvö og Ingvar Pét- ursson sáu um hin mörk Geislans á meðan Pétur Guðmundsson mark- vörður skoraði úr víti fyrir Badmintonarana sitt þriðja mark á tímabilinu. Bolungarvík er efst með fullt hús 24 stig eftir 8 leiki en Geislinn er næstur með 18 stig eftir 8 leiki önnur lið eru langt á eftir. Hvöt-Höfðstrendingur 2-0: Enn hafa Hvatarmenn ekki fengið á sig mark í riðlinum og hafa þó spilað 6 leiki. Garðar Jónsson og Hrafn Valgarðsson skoruðu mörk þeirra. Svarfdælir-Kormákur 4-0: Björn Friðþjófsson skoraði tvívegis fyrir Svarfdæli en Guðmundur Jónsson og Tómas Viðarsson bættu við. Guðmundurskoraði úr víti. Staðan í leikhléi var 2-0. Hvöt er efst í riðlinum með 16 stig en Vaskur er með 13 og Svarfdælir hafa 10. F-riðill Æskan-Núpar 1-1: Ólafur Ólafsson náði að skora fyrir Æskuna en Ingimar Ingimarsson jafnaði fyrir Núpa og þar við sat. Austri R-HSÞb 1-3: Fyrsta mark Austra á tímabilinu skoraði Svein- björn Logason en það dugði ekki til sigurs gegn HSÞb sem svaraði með mörkum frá Herði Benónýs- syni sem gerði tvö og Ólafi Sverris- syni. HSÞb er efst í riðlinum með 18 stig eftir 6 leiki en Tjörnes hefur 15 stig eftir 6 leiki. Ónnur lið mun minna. G-riðill Ekkert var keppt í G-riðli vegna sumarhátíðar ÚIA en þar er Hött- ur f efsta sæti með 15 stig og Sindri hefur einnig 15 stig. Bæði liðin hafa leikið 7 leiki.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.