Tíminn - 16.07.1986, Qupperneq 10

Tíminn - 16.07.1986, Qupperneq 10
10 Tíminn lllilllllllllllllll BÆKUR Miövikudagur 16. júlí 1986 Smásagnasafn Listahátíðar Smásögur Listahátíðar 1986, Almenna bókafélagið, Reykjavík, 1986. Væntanlega höfum við leyfi til að líta svo á að hin mikla og almenna þátttaka í smásagnasamkeppni l.ista- hátíðar nú í vor beri þess vitni aö smásagan sem listform eigi sér enn góðan grundvöll með þjóðinni. Það var talað mikið um það hér fyrir ekki ýkja mörgum áruni að smásögur væru ekki lengur lesnar og að ekki þýddi að gefa þær út. Þetta hcfur verið að breytast á síðustu árum, með útkomu margra góðra smá- sagnasafna, og ekki hefur farið sög- um af öðru en að lesendur hafi tekið þeim vel. Og 370 sögur, sem sendar eru inn í samkeppni af þessu tagi, bera þess vissulega vitni að margir hafi hér áhuga. Þessi fjöldi sagna hlýtur hins vegar að hafa sett þá sem um áttu að dæma í allmikinn vanda. Skipan dóm- nefndarinnar hefur áðurverið gagn- rýnd á opinberum vettvangi, og undir það skal tekið hér. í nefndinni sátu þrcmenningar, allt valinkunnir sómamenn, en þó cnginn af reynd- ustu bókmenntafræðingum okkar, til dæmis enginn frá Háskólanum og enginn af þeim sem hafa það að atvinnu að fjalla um bókmenntir hér í dagblöðunum. Sagnafjöldinn, ásamt lítt reyndum dómnefndarmönnum. hlýtur því að vekja spurningar um það hvort raun- verulega hafi tekist hér að velja það nýstárlegasta úr innsendum sögum og það sem raunvcrulega cndur- speglar hinn ciginlega vaxtarbrodd sem þarna var að finna. Skáldverk túlka alltaf, cða nær alltaf, það þjóðfélag sem þau eru sprottin upp úr. Eins og drepið er á í formála dómnefndarmanna er það áberandi í verðlaunasögunum þreniur að þar er fjallað um sársauka og erfiðleika í lífsbaráttu. Einnig er mikið um það í allri bókinni að tekist sé á við þann vanda sem nútímamaður á í við að finna sér stað í lífsbaráttunni og koma sér í sátt við veruleikann umhvcrfis sig. En því cr ekki svarað hvort þetta var einkenni á öllum sögunum 370, hluta þcirra cða ein- ungis þeim sem nefndin valdi til birtingar. Slíkt væri raunar forvitni- legt að fá að vita, og enda fróðlegt rannsóknarefni, bæði að því er varð- ar þróun nútímabókmennta og nú- tímaþjóðfélags hér hjá okkur. Fjórtán úrvalssögur í bókinni eru fjórtán sögur sem nefndin hefur valið til birtingar og viðurkenningar. Svo er skemmst frá að segja að allar eru þessar sögur góðar og engin léleg. Þær eru allar skrifaðar á vönduðu máli, og í þeim öllum er tekist á við afmörkuð viðfangsefni eða vandamál, sem reynt er að varpa á nýju Ijósi. Um verðlaunasögurnar þrjár, Ice- niaster eftir Sveinbjörn I. Baldvins- son, Afmæli eftir Guðmund Andra Thorsson og Sunnudag eftir Úlf Hjörvar, er það í einu orði að segja að þær eru allar bráðgóðar og vel að verðlaunum koninar. Sagan Iceniaster er þó tvímæla- laust best gerð þcirra þriggja og verðlaunasaga með réttu. Þar er beitt ríku hugmyndaflugi til að tengja saman fortíð og nútíð, jafnvel notaðir yfirnáttúrlegir atburðir, og; lesanda smáskotið inn í frásögnina með spotta hér og spotta þar þangað til hann stendur uppi mcð allt í fanginu í sögulok. ísskápurinn, sem orðið hefur föður sögumannsins að bana, er þarna miðlægt tákn fyrir þær refsingar sem menn kalla yfir sig með því að gera hluti sem ekki má gcra. Og vel að merkja þá er það frost og kuldi sem verður til þess að framkvæma rcfsinguna, í góðum takt við þær hugmyndir um kvalir og syndagjöld sem lifað hafa með norðurhvelsþjóðum á öllum tímum. Aftur er það galli á sögunni að ekki er nægilega vel undirbyggt eða skýrt hvers vegna sögumaður leiðir hug- ann að því að farga sjálfum sér í sögulok. Bætirhann fyrirhugsanlega sök á dauða föður síns með því að sálga sér með sama hætti? Því svarar sagan ekki. Afmæli er ákaflega vandlcga skrif- uð og hnitmiðuð. Efnið í henni er raunar verulega þröngt, þetta er mynd af einangrun hálffertugs manns í Reykjavík sem býr einn og á við að stríða þá erfiðleika sem leiða af sambandsleysi við annað fólk. Þcssi saga bregður upp sterkri og áhrifaríkri mynd, en sögulausn er engin, vandamálinu aðeins lýst. Sunnudagur er sömuleiðis skrifuð af mikilli alúð og hnitmiðuð og viðfangsefnið þar er aftur undirmáls- maður í þjóðfélaginu, að þessu sinni þroskaheftur. Þetta er sextán ára piltur sem finnur sér andlega full- nægju í því að fá að þvo áætlunarbíl, cn þegar erlendur ferðamaður kem- ur inn í myndina, finnst honum yfirráðasvæði sínu ógnað og bregst til varnar með aðferðum sem fólkið í kring skilur vitaskuld ekki. Listræn vinnubrögð hér einkennast af natni og samúð með smælingja, og árang- urinn getur naumast látið nokkurn ósnortinn. Aftur til fortíðar Þetta voru verðlaunasögurnar, og síst skal úr því dregið að allar eru þær vel að viðurkenningum sínum komnar. En þarna eru fleiri sögur, og máski er hið endanlega val verð- launasagnanna þriggja ekki hafið yfir alla gagnrýni. Þarna er m.a. saga sem nefnist Endurkoma og er eftir Svövu Jakobsdóttur. Sú saga leynir á sér og á raunar ýmislegt sameigin- legt með verðlaunasögunni Icemast- er. Báðar fjalla um afturhvarf úr samtímanum til gamalla endurminn- inga úr fortíðinni sem vekja sársauka hjá þeim sem í hlut á. í báðum er beitt eins konar yfirnáttúrlegum fyrirbærum til að skýra samtímann og tengja hann við fortíðina. Báðar segja frá löngu liðnum atburðum sem enn valda þjáningum hjá fólkinu sem fjallað er um í þessum sögum. Það er máski matsatriði, en þó hygg ég að þar fari ekki á niilli mála að það hljóti að hafa átt að vefjast töluvert fyrir dómnefndinni að velja á milli þessarar sögu og hinnar endanlegu verðlaunasögu. Munur- inn felst kannski einna helst í því að Endurkoma tengist nokkuð ákveðið tímabili sem má vera orðið nokkuð fjarlægt í tíma, það er að segja stríðsárunum. Icemaster er hins veg- ar nútímalegri og ferskari. En það dylst engum, sem vandlega les, að í Endurkomu er beitt mun agaðri fagmannlegum vinnubrögðum og margfalt meiri rithöfundarþjálfun en í Icemaster. Spurningin hér er því sú hvort eigi að meta meira ferskleika eða kunnáttu. Af vali verðlauna- sagnanna er ekki að sjá að dóm- nefndinni hafi flogið þetta í hug, og verður þar að kenna um reynsluleysi jieirra sem um fjölluðu. Þar hefur vcrið farið meir eftir einni saman tilfinningu heldur en ströngu og faglegu mati. Húsbyggingar Og fleira er gott þarna, og er þar einkum að nefna söguna Fagrafold eftir Steinunni Jóhannesdóttur. Sú saga er grimmdargóð og miskunnar- laus lýsing á því erfiða stríði sem fylgir húsbyggingum nútímans. Sem slík er hún gripin beint út úr samtím- anum og fjallar um málefni sem þorri þjóðarinnar þekkir máski allt of vel af eigin raun. f lokin er svo beitt efnisatriði sem sótt er í kross- festingarfrásögn Biblíunnar, og í einu orði sagt fer höfundur þar á kostum. Ég held sömuleiðis að þessi saga hefði vafalaust sómað sér vel sem ein af þeim þrem efstu. Hún er tæknilega mjög vel samin og fæst við efni sem sótt er beint í samtímann. Sem slík hefur hún mikla og vafa- lausa skírskotun tii samfélagsveru- leika þjóðarinnar í dag, og spurning er hvort reynslumeiri dómnefndar- menn hefðu ekki tekið hana fram yfir einhverja af hinum þremur. Hér er raunar um það að ræða hvort menn hafi nægilega glöggt auga fyrir þeirri nauðsyn sem bók- menntum og raunar öllum listum er á því að endurnýjast stöðugt og leitast í sífellu við að sækja sér ný viðfangsefni í þær nýjungar og þau breyttu viðhorf sem hverju sinni eru að koma fram í þjóðfélaginu. Samúð með smælingjum er vissulega klass- ískt efni. og sé vel á því haldið geta úr slíku orðið listrænar perlur. En þegar verið er að dæma verk til verðlauna í keppni sem þessari er samt rétt að horfa ekki síður eftir því hvað þar er nýstárlegast að koma fram. Hinar níu Hinar sögurnar níu, sem ógetið er úr bókinni. eru af ýmsu sauðarhúsi. Aðalbjörg Ólafs Hauks Símonar- sonar er kyndug saga af fráskildum bankaútibússtjóra og kynnum hans af engli. Hugmyndin er frumleg. en úrvinnslan einum of langsótt til að verulega áhrifamikið listaverk verði úr. Næsta saga heitir Anna og er eftir Gunnar Þorstein Halldórsson. Hún fjallar um tónlistarmann og samband hans við konu sína og dóttur. Hér er aftur frumleg hug- mynd á ferðinni, sem að mörgu leyti cr vel á haldið, en framsetningin er þó full syndandi og draumkennd til að vcrulegt bragð verði að. Sagan Aspadista og erföagóss eftir Iðunni Steinsdóttur er lýsing á því er þrjú systkini skipta arfi eftir móður sína, og inn í það er fléttað boðskap um gildi fórnfýsi og hjálpsemi. Efnið er að sumu leyti ekki nýstárlegt, en snyrtilega á því haldið. Sagan David Bowie heimsækir Elliheimilið Grund eftir Hclga Má Barðason er hrein ganiansaga um mismun kyn- slóðanna og einangrun gamal- menna. Og sér á parti er einnig sagan Elskendurnir i sveitinni eftir Svein Einarsson. Þetta er löng saga, nokkuð forneskjuleg, og sannlcikur- inn er sá að hún minnir að ýmsu leyti. að því er tækni snertir, á skáldsögur Jóns Thoroddsens, Pilt og stúlku og Mann og konu, og önnur verk þeim skyld. Sem slík er hún raunar töluvert mikið út úr takt við samtímakröfur til smásagna og raunar álitamál hvort hún á heima í þessari bók. En hún er þó lipurlega skrifuð og af töluverðri kímni, seni væntanlega er það sem höfðað hefur til þeirra sem völdu. Næst er svo að nefna söguna Himnabrúöur eftir Hrafnhildi Val- garðsdóttur. Það er stutt eintalssaga ungrar stúlku við gamla konu, og heldur hlýlega skrifuð. Sagan ísis eftir Vilhelm Emilsson er hins vegar samin af mun meiri kunnáttu og tæknilegu valdi. Hún fjallar í raun- inni uni þá gjá sem er á milli fátæklinga - andlegra ef ekki efna- legra - og hinna sem meiri auði stýra. Þctta er vel gerð saga og framkallar töluverða íhugun og heilabrot hjá lesanda, en á hinn bóginn er hún dálítið fjarlæg raunveruleikanum allt í kringum okkur og nálgast það kannski þess vegna að mega heita dæmisaga en ekki eiginleg smásaga. Sagan Slossmæjer eftir Viktor Arnar Ingólfsson cr örstutt en vel samin. Hún er framan af friðsæl smámynd af kyrrlátri stund hér í Vesturbænuni, en umhverfist í andstæðu sína í lokin sem vel er á haldið. Síðasta saga bókarinnar er svo Örugglega langur tími eftir Ómar Þ. Halldórsson. Það er löng og nokkuð metnaðarfull saga um læknisfrú í afskekktu þorpi úti á landi og skip- brot hennar. Nánar til tekið er því lýst þar hvernig hún brotnar niður og bilast á sönsum við það að komast að raun um drykkjuskap eiginmanns síns og sjúkleika fólksins í kringum hana. En þó sagan sé að mörgu leyti vel samin þá er engu líkara en að í hana vanti skýringar á því að svo illa fer í lokin og að frá því sé greint nógu rækilega hvað veldur þessu hruni konunnar. Út á frágang bókarinnar kann ég ekki að setja, uppsetning hennar er snyrtileg og prentvillur fáar. Þó hefði kápan mátt vera veglegri, myndin á henni af briminu höfðar ekki til innihaldsins svo aðséð verði. Og í heild verður ekki annað sagt en að fengur hafi verið að útkomu þessarar bókar og smásagnasam- keppninni í heild. Þessi samkeppni hefur leitt það í Ijós að enn er hér á landi mikill áhugi á smásagnagerð og ótrúlegur fjöldi fólks sem er tiíbúið að spreyta sig þar þegar eftir er kallað. Sögurnar í bókinni eru hver annarri ólíkar, og einmitt fyrir þá sök gefst fólki þar kostur á að bera saman hluti sitt úr hverri áttinni og græða á þeim samanburði. I stuttu máli sagt hefur þarna orðið til bók sem hægt er að mæla með til lestrar. Verðbréfa- miðlun M .. Með ákvæðum laga nr. 27/1986 um verðbréfamiðl- un er öllum er hafa með höndum rekstur verðbréfa- miðlunar gert skylt að afla sér leyfis viðskiptaráð- herra til að stunda viðskipti með verðbréf fyrir 1. ágúst næstkomandi. Af því tilefni vill viðskiptaráðuneytið beina því til fyrrgreindra aðila að afla sér tilskilins leyfis við- skiptaráðherra lögum samkvæmt. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu við- skiptaráðuneytisins. Viðskiptaráðuneytið Reykjavík 11. júlí 1986 STAÐAR NEM! Öll hjól eiga að stöðvast algerlega áðuren að stöðvunarlínu er komið. IUMFERÐAR >RÁÐ -esig

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.