Tíminn - 16.07.1986, Qupperneq 11
Tíminn 11
Miðvikudagur 16. júlí 1986
lllllllllllllllllHllllll MINNING
Sigurlaug Guðnadóttir
Fædd 31. okt. 1901
Dáin 8. júlí 1986
„Tilverá okkar er undarlegt ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar erjörðin.
T.G.
Einn gestanna, Sigurlaug Guðna-
dóttir föðursystir mín, lagði upp í
sína hinstu för þriðjudaginn 8. þ.m.
áttatíu og fjögurra ára að aldri. Ekki
mun fráfall hennar hafa komið þeim
á óvart sem vissu hvernig heilsu
hennar var háttað, en samt var
haldið í vonina um að við mættum
njóta samfunda við hana enn um
sinn. Og þótt okkur sé ljóst að „eitt
sinn skal hverr deyja" er sérhver
frestur hins óumflýjanlega okkur
kærkominn.
Ekki man ég fyrir víst hvenær ég
sá Sigurlaugu í fyrsta sinn, hygg þó
að það hafi verið sumarið 1930 að
hún og maður hennar, Edvard
Bjarnason bakarameistari, hafi
komið í heimsókn að Prestsbakka í
Hrútafirði, sem var á þeim tíma
heimili mitt. En ég man glögglega
ilminn sem með þeim barst, ilm
llBillllllll UMSAGNIR
nýbakaðra vínarbrauða sem þau
höfðu í farteski sínu. Slíkt „bakk-
elsi“ var okkur, mér og systkinum
mínum, þá með öllu óþekkt. Og
hvílíkt hnossgæti það var. Jafnve!
löngu seinna kom vatn upp í munn-
inn á mér við tilhugsunina eina. Ég
fékk þá strax einskonar matarást á
þeim hjónum og heimsóknir þeirra
voru mér æ síðan mikið tilhlökk-
unarefni. Og ekki spillti það, þegar
Ragnar sonur þeirra varð „sumar-
strákur" á næsta bæ, Hrafnadal, og
tók þátt í leikjum okkar, uppátækj-
um og „veiðiferðum", þegar aðstæð-
ur leyfðu. En þessi veruleiki lifir nú
aðeins í minningum um löngu liðinn
tíma.
Ég kann lítt að rekja æviatriði
Sigurlaugar frænku minnar. Hún var
tvíburi og var á fyrsta árinu er
móðursystir hennar og nafna, Sigur-
laug Jónsdóttir húsfreyja í Glerár-
skógum í Hvammssveit í Dölum og
maður hennar, Magnús Jónsson
bóndi þar, tóku hana til sín og ólu
hana sfðan upp sem sína eigin
dóttur.
Eftir að foreldrar mt'nir iluttust til
Reykjavíkur vorið 1948 bar fundum
okkar Sigurlaugar oftar saman en
áður. Pað sem ég man best úr fari
hennar voru kvikar hreyfingar, til-
svör hennar og athugasemdir, fynd-
ist henni eitthvað athugavert við það
sem sagt var og nær ótrúlegt minni
um liðna atburði.
Pað hlýtur að hafa fengið mikið á
hana er hún missti mann sinn í júní
1969, svo samrýmd sem þau hjón
voru. En ég hygg að hún hafi sótt sér
styrk í að raða saman brotasilfri
minninganna um þær hamingju-
stundir sem hún hafði með honum
átt.
Sigurlaug hafði mikið yndi af ljóð-
um og kunni heilu Ijóðabálkana
utanað. Á síðustu stundum lífsins
hafði hún yfir ljóð eftir Guðmund
Böðvarsson skáld á Kirkjubóli, sem
hún hélt mjög uppá, m.a. Völuvfsu,
lokaljóðið í Landsvísum Guðmund-
ar:
„ Eitt verð égað segja þér ádurenég dey.
enda skalt þú börnum þínum kenna
Tilraunir til súrrealisma
Sjón:
Leikfangakastalar sagði hún það er ekkert til
sem heitir leikfangakastalar, Einhver djöfull-
inn, Reykjavik 1986, Medúsa.
Pessi litla Ijóðabók hefur legið á
boröi mínu nú um riokkrar vikur, en
sannast sagna er að ég er enn litlu
nær en í byrjun um skáldskaparlegt
gildi hennar. í henni cru ein ellefu
Ijóð. bókin er í nokkuð stóru broti,
og á hverri opnu eru tvær gagnhverf-
ar myndir af ungum manni (höf-
undi?) með skanimbyssu í hendi og
rniðar hann á andstæðing sinn á
hinni síðunni.
Einna helst er líklega að segja um
bókina að hún flytji tilraunir til
súrrealískrar ljóðagerðar. Það felur
í sér að ljóðin túlki hughrif skáldsins
í draumi eða draumkenndu ástandi,
eða með öðriim orðum að hún lýsi
sýnum af aðskiljanlegum toga sem
fyrir hann ber á meðan svefnórar
hafa yfirhöndina yfir heilbrigðri og
kaldri skynsemi. Petta verður eigin-
lega að skýra með því að taka dæmi,
og má grípa upp eitt Ijóðið sem
heitir Herbergi Z:
Svo mörg
kyrr
eins og múmíur
meðan nýtálguð andlitin
skipta litum
undir sárabindunum
metrum neðar:
A Ibínóanegrinn
leitar að systur sinni
dreifir huganum
með blóðmettuðu loftinu
safnar leir á stígvélin
í grafh velfingunni
metrum neðar:
Herbergi Z.
En þetta er þó ekki algilt því að
þarna eru líka ljóð sem eru miklu
nær vökunni og raunveruleikanum.
Til dæmis er þarna lítið Ijóð sem
heitir Varalitur og er hreint ekki
langt frá því að geta kallast ástaljóð
af gamla skólanum:
Þetta cr í raunjnni alls ekki illa
kveðið, en þó cr cngu líkara en í það
vanti snerpuna og heiídarstefnuna.
Þcgar menn yrkja súrrealískt þá
verða þeir að gæta þess að hafa reglu
á óreglunni, setja sér ákveðin mark-
mið og stcfna beint að þeim.
Líka geta rím og stuölasetning
farið vel í slíkum kveðskap, og mega
skáld alls ekki kasta slíku fyrir róða
þó að þeir kjósi að yrkja nútímalega
og byltingarkennt. Dálítið af slíku
hefði snerpt á hlutunum hér, enda
getur rím farið mjög vel viö hinn
draugalega hugtnyndahcim súrrcal-
ismans.
Ég held þess vegna að Sjón cigi að
reyna betur á þessu sviði, og aö hann
geti enda gert töluvcrt hetur. Það
eru ýmsir skcmmtilegir hlutir þarna
inni á milli, þó að heildarfágunina
vanti.
-esig
Ljósrauðir munnar opnast - Bláar varir birtast
Til hliðar við blint landsvæðið - Varir þínar
Þú blístrar í Ijósaskiptunum - Sniglana dreymir
Þar sem sólir fara út af veginum eru varir þínar
Varir þínar skilja dag frá nóttu
Kvölds og morgna á ég stefnumót við varir þínar
Fangar júlímánaðar
Mannréttindasamtökin Amnesty
International vilja vekja athygli al-
mennings á máli eftirfarandi sam-
viskufanga í júní. Jafnframt vonast
samtökin til að fólk sjái sér fært að
skrifa bréf til hjálpar þessum föngum
og sýna þannig í verki andstöðu sína
við að slík mannréttindabrot eru
framin. íslandsdeild Amnesty hefur
nú einnig hafið útgáfu póstkorta til
stuðnings föngum mánaðarins, og
fást áskriftir á skrifstofu samtak-
anna.
Tékkóslóvakía: Pavel Krivka og
Pave! Skoda eru menntamenn á
þrítugsaldri, sem eru í fangelsi vegna
friðsamlegrar gagnrýni á stjórnvöld.
Pavel Krivka er náttúrufræðingur,
og var dæmdur í 3ja ára fangelsi
21.11. 1985 vegna bréfs sem hann
skrifaði vini sínum sem var á leið til
Júgóslavíu, en öryggislögreglan fann
það. Hann var einnig ákærður fyrir
að festa upp landakort þar sem bent
var á vanrækslu umhverfisverndar-
mála, og fyrir að búa til krossgátur.
sem „rægðu" stjórnvöld og fulltrúa
þeirra; ennfremur fyrir að skrifa
grínstælingu á tékkneskri jólamessu
þar sem hann ku hafa nítt niður
forsetann og sett fram óvæga gagn-
rýni á stjórnarstefnuna. Vinur hans,
Pavel Skoda, aðstoðarmaður við
vísindarannsóknir, var dæmdur í 20
mánaða fangelsi fyrir að vera með-
höfundur að hinu síðastnefnda.
Taiwan: Yang Chin-hai er 54 ára
gamall fyrrum forseti Verslunarráðs
Kaohsiung héraðs, sem hlaut lífstíð-
ardóm í júlí 1976 vegna friðsamlegra
aðgerða í stjórnmálum. Hann var
ákærður þann 31.5. 1976 ásamt 6
öðrum fyrir ráðagerð til að koll-
varpa ríkisstjórninni, ógna öryggi
almennings með ofbeldi, og valda
glundroða með því að skemma orku-
veitur. Rétta ástæðan fyrir handtöku
hans er talin vera beiðni sem hann
og aðrir stjórnmálamenn í stjórnar-
andstöðu sett fram í maí 1976,
um að fá að stofna stjórnar-
andstöðuflokk, en samkvæmt her-
lögum eru slíkir flokkar bannaðir.
Allt frá 1972 hefur Yang Chin-hai
stutt marga frambjóðendur í stjórn-
arandstöðu, og tekið þátt í gagnrýni
á meint kosningasvindl. Hann var í
einangrun í 2 mánuði eftir handtök-
una, og bar við réttarhöldin að hann
hefði verið pyntaður á 19 vegu til að
neyða fram játningu um skipulagn-
ingu hryðjuverka. Hann þjáist af
blæðandi magasári og lungnasýk-
ingu, og er talin hætta á að hann fái
ekki nægilega aðhlynningu.
hnignað varð það ekki greint af fasi
hennar eða tali, hún var svo „lifandi"
í allri framgöngu. Þegar hún svo
fylgdi mér til dyra, kvaddi mig og
þakkaði mér komuna, taldi ég víst
að ég ætti eftir að heimsækja hana á
85 ára afmæli hennar að ári liðnu.
En svo fór að þetta varð hinsta
kveðjustundin.
Ég vil svo Ijúka þessum hug-
leiðingum með tveim erindum úr
Ijóðinu Þakkarorð eftir Guðmund
Böðvarsson, en það er einnig að
finna í Ijóðabók hans Landvísum:
Einn er hver ó vegi
þó með öðrwn fari,
einn í áfanga
þó með öðrum sé,
'einn um lífsreynslu,
einn um minningar,
enginn veit annars Itug.
fræði mín,
sögðu mér það álfarnir í Suðurey,
sögðu mér það dvergarnir i Norðurey,
sögdu mérþaðgullinmura og gleymmérey
og gleymdu þvi ei:
að hefnistþeim ersvíkursína huldumey,
honum verður erfiður dauðinn."
Ég sá Sigurlaugu síðast á
afmælisdegi hennar þann 31. októ-
ber síðast liðinn. Þótt mér væri
kunnugt um að heilsu hennar hefði
Samt er í samfylgd
sumra manna
andblœr friðar
ún yfirlœtis,
úlirif góðvildar,
inntuk hamingju
þeim er njóta nœr.
Með þökk fyrir samverustundirn-
ar.
Torfi Jónsson
Útboð
Byggingarnefnd Flugstöövar á Keflavíkurflugvelli
óskar eftir tilboðum í flugupplýsingakerfi fyrir nýju
flugstöðina í Keflavík og nefnist verkið
Flugstöð á Keflavíkurflugvelli
Flugupplýsingakerfi
FK-14
Verkið nær til:
a) Flugupplýsingakerfis
b) Hönnun og smíði, uppsetningar, prófunar og
viðhalds í flugstöðvarbyggingunni í samræmi við
útboðsgögn.
Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. mars 1987.
Útboðsgögn verða afhent hjá Rafhönnun hf.,
Ármúla 42, Reykjavík, gegn 10.000,- kr. skilatrygg-
ingu frá og með 15. júlí 1986.
Tilboðum skal skila til:
Varnarmálaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins,
Skúlagötu 63, 105 Reykjavík eigi síðar en 2.
september 1986 kl. 14.00.
Reykjavík 9. júlí 1986
Byggingarnefnd Flugstöðvar
á Keflavíkurflugvelli.
X Grunnskóli
w Ólafsvíkur
Kennara vantar í eftirtaldar stöður: Almenna
kennslu, sérkennslu, tónmennt og íþróttir. Nánari
upplýsingar veita skólastjóri í síma 93-6293 og
yfirkennari í síma 93-6251.
Leikskóli Ólafsvíkur
Forstöðumann vantar við Leikskóla Ólafsvíkur,
fóstrumenntun æskileg. Nánari upplýsingar á
bæjarskrifstofu í síma 93-6153.
Bæjarstjóri
Fjósamaður
Að tilraunastöðinni að Möðruvöllum í Hörgárdal
vantar fjósamann frá 1. sept. n.k.
Auk venjulegra fjósverka felst í starfinu fram-
kvæmd tilrauna sem í gangi eru og stjórnun á
aðstoðarmanni við fjósverk.
Umsókn með uppl. um aldur, menntun og fyrri
störf sendist til Jóhannesar Sigvaldasonar, Óseyri
2, 600 Akureyri fyrir 31. júlí nk.