Tíminn - 16.07.1986, Síða 16

Tíminn - 16.07.1986, Síða 16
ÍSLENSKA karlalandsliöiö I handknattleik vann sinn fyrsta leik á Friöarleikunum í gær eftir tvö töp. Það voru Pólverjar sem uröu fórnarlömb okkar manna og varö sigurinn eins naumur og hægt var aö hafa hann eöa 22-21. Sigurður Sveinsson var at- kvæðamestur íslensku leikmannanna og geröi 8 mörk en Guðmundur Hrafn- kelsson markvöröur varöi sem óöur væri í markinu og hjálpaöi verulega til. | Miðstjómarfundur Alþýðubandalagsins: Afsögn Guð- mundar felld - með 44 atkvæðum gegn 20 og þar með telur Alþýðubandalagið að máli Guðmundar sé lokið Miðstjórnarfundi Alþýðubanda- lagsins lauk um kl. 6 í gærmorgun, eftir 10 tíma umræður. Fundurinn sendi frá sér ályktun eftir fundinn þar sem segir að höfuðhlutverk flokksins sé að beita sér gegn auð- hyggjunni og afleiðingum hennar. Hafskipsmálið hafi varpað skýru ljósi á eðli auðvaldsþjóðfélagsins og „leitt í ljós þær hættur sem. geta fylgt því að trúnaðarmenn launafólks og sósíalískrar hreyfi:.gar tengist hags- munaböndum við forráðamcnn auð- fyrirtækja og áhrifamikla einstakl- Ínga í forystusveit íhaldsaflanna". Fundurinn tilnefndi síðan 5 menn til þess að fara á fund Guðmundar J. Guðmundssonar og skýra honum frá niðurstöðum fundarins og að- draganda þeirra. „Af hálfu Alþýðubandalagsins er máli Guðmundar J. Guðmundsson- ar lokið,“ sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins. Svavar sagði ennfremur að tillögu Kjartans Guðmundssonar hefði ver- ið vísað frá með 44 atkvæðum gegn 20, en í henni hefði falist krafa um afsögn Guðmundar. Þarsem afdrátt- arlaus meirihluti fundarmanna hefði vísað þeirri tillögu frá, þá þyrfti ekki frekari vitna við í því máli. Aðspurð- ur um framtíð Alþýðubandalagsins sagði Svavar að hann teldi enga ástæðu til að óttast um framtíð þess, það hefði áður gustað í kringum Alþýðubandalagið en það hefði hingað til staðið slíkt af sér og myndi halda því áfram. Miðstjórnarfundur- inn hefði staðfest þá skoðun sína. f sama streng tók Ólafur Ragnar Grímsson og sagði hann að fundur- inn hefði sýnt innri styrk Alþýðu- bandalagsins, þar sem æðsta stofnun þess hefði getað komist að afdráttar- lausri niðurstöðu. Hvorki Svavari né Ólafi fannst trúlegt að um nokkurn klofning yrði að ræða í flokknum, heldur þvert á móti. Guðmundur J. Guðmundsson sagði í samtali við Tímann að hann hefði ákveðið að gefa kost á sér áfram sem þingmaður Alþýðu- bandalagsins og taka við trúnaðar- störfum að nýju hjá Dagsbrún. Þessi ákvörðun kæmi í kjölfar niðurstöðu saksóknara sem er á þann veg að Guðmundur tengist ekki Hafskips: málinu með neinum hætti. „Vilji Alþýðubandalagsins er einnig skýr í þessum efnum þar sem tillagan um að ég ætti að segja af mér var felld með 44 atkvæðum gegn 20." Þá setningu í tillögunni sem samþykkt var á miðstjórnarfundinum um hætt- ur þess að trúnaðarmenn launafólks tengist hagsmunasamböndum við forráðamenn auðfyrirtækja sagðist Guðmundur ekki geta tekið til sín, eftir að 5 sendimenn af fundinum hefðu komið til sín og ekki getað gefið honum neinar skýringar á þess- ari setningu aðrar en þær, að þær væru almennskoðunflokksins. „Þeir gátu ekki nefnt mér eitt dæmi þess að ég hefði tengst slíkum böndum,“ sagði Guðmundur. -ABS Fimm leituðu læknishjálpar Stangaveiðimenn í Borgarfirði: - flugan í andliti eða afturenda Fimni stangaveiðimenn urðu að leita á náðir læknis í heilsugæslustöð- inni í Borgarnesi um helgina. Allir áttu þeir það sameiginlegt, að hafa fest fluguna, annaðhvort í andliti eða jafnvel í afturendanum. Pétur Hannesson læknir á heilsu- gæslustöðinni í Borgarnesi sagði í samtali við Tímann í gær að þetta væri ekkert óvanalcgt, þar sem mikil veiðisvæði væru í Borgarfirðinum, og því væri ekki mikið þó að nokkur meiðsl hlytust af. „Flestir taka þetta úr sér sjálfir en einn og einn kemur hingað til okkar," sagði Pétur. Nokkurt hvassviðri hefursett strik í reikninginn hjá fluguveiðimönnum og hafa nokkrir misst vald á flugunni og hún lent á óæskilegum stöðum. Þeir fimm veiðimenn sem þurftu að leita ásjár í Borgarnesi. héldu allir aftur til veiöa að lokinni aðgerð. Pétur læknir mundi að ein flugan sem fjarlægð var úr kinn cins veiði- manns, var af gerðinni Hairy Mary, en hinar festi hann sér ekki í minni. Pétur vildi benda mönnum á að vera með húfu við fluguveiði, væru þeir ekki vanir. -ES Brunavarnaátaki '86, sem Brunabótafélag íslands hefur staðið fyrir að undanförnu, lauk í gær með æfíngu í Reykjavík. Heimsóttir hafa verið með 60 staðir á landinu þar sem haldnar hafa verið brunaæfíngar á um 80 Stödum. (Tímamynd Sverrir) Þrjú flugfélög í viðbragðsstöðu hætti Arnarflug innanlandsflugi Verði af því að Arnarflug hætti viö áætlunarflug sitt innanlands, liggur Ijóst lyrir aö a.m.k. þrjú fluglélög hafa áhuga á að taka þaö að sér. Þau eru Flugfélag Norður- lands, Flugfélagið Ernir og Lcigu- llug Sverris Þóroddssonar. Sigurður Aðalstcinsson, frkvstj. Flugfélags Noröurlands, sagði í sam- tali við Tímann í gær, að þeir gætu hafið áætlunarflug til staða á Norður- landi og Snæfellsnesi mcö stuttum fyrirvara. Flugflotinn væri nægur en þcir þyrltu að bæta viö sig llugmönn- um. „Ef af þessu veröur munum við sctja upp útibú í Reykjavík og hafa eitthvað af flugvélum þar. Þaö mun auðvclda okkur að lljúga til Snæfclls- ncss, því við teljum að þaö sé ekki nægilcgt að fljúga bara til Blönduóss og Siglufjarðar," sagði Sigurður. „Þetta nægði okkur, en við höfum cngan áhuga á Vcstfjarðaflugi. Við ræddurn viö samgönguráðuncytið í gær og lctum þá vita að viö höfum áhuga á þessu." Hörður Guðmundsson, hjá Örn- um á ísafiröi, sagði að þeir hefðu hug á þcssu flugi og gætu þeir byrjað strax. Þcir hefðu fyrst og frcmst áhuga á flugi til Vcstfjarða cn cinnig gæti flug til Snæfcllsness hentað þeim vel. Aðalstöðvar flugsins yrðu áfram á ísafirði, en einnig kæmi til grcina að hafa flugvélar staösettar annars staðar. „Viö erum í samstarfi viö Flugfélag Norðurlands og Flug- lciðir um miðasölu og annað, og reikna ég mcð að viö gætum jafnvel boðiö upp á betri þjónustu." Sverrir Þóroddsson sagði að fluglclag Itans hefði fullan hug á að taka að sér áætlunarflug til Snæfclls- ness, gæfi Arnarflug þctta liá sér. Til þcss hefði hann bæði vélar og mannafla. Það er því Ijóst að áhuginn er fyrir hendi og að til samkeppni gæti komið um flugleiðirnar á Snæfells- nesi. Og þá má ckki glcyma fjórða aðilanum, scm er hugsanlega nýtt flugfélag mcð þátttöku Arnarflugs. En forsenda alls þessa er auðvitað hvort Arnarflug hættir innanlands- fluginu. Ákvörðun um það verður væntanlcga tckin á stjórnarfundi fé- lagsins scm haldinn verður á morgun. phh Lending DC-8 þotu meö 190 farþega: Björgunarlið með viðbúnað Flugstjóri hélt að sprungið hefði hjólbarði, en svo reyndist ekki vera Mikill viðbúnaður var á Kefla- víkurflugvelli rétt fyrir kl. 8.00 í gærmorgun þegar flugstjóri DC-8 þotu Flugleiða sem var að koma frá Chicago tilkynnti um hugsan- lega sprunginn eða sprungna hjól- barða vélarinnar. Þotan var með 190 farþega innanborðs. Flugstjór- inn taldi að sprungið hefði á vélinni við flugtak í Chicaco vegna þess að hann taldi sig heyra óveniu mikla skruðninga í flugtaki. Aður en þotan lenti á Keflavíkurflugvelli var send flugvél á loft á móti þotunni til að athuga hvort áverkar sæjust á hjólbörðum þotunnar en ekkert slíkt var sjáanlegt. Þotan var þá látin lenda á eðlilegum tíma og við lendingu reyndist hjólabún- aðurinn í lagi og þotan lenti heilu og höldnu. Slökkvilið og lögregla á Kefla- víkurflugvelli, sjúkrabflar og hjálparsveitir á Suðurnesjum voru komin á flugvöllinn, en undirbún- ingur var í fullum gangi í Reykja- vík á sjúkrahúsum og sjúkrabílum, þegar í ljós var komið að allt var f lagi. -ABS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.