Tíminn - 22.07.1986, Side 2
2 Tíminn
Þriðjudagur22. júlí 1986
Þorskafurðir hækka í Bandaríkjunum
Verðhækkun hjá lce-
land Seafood í gær
Minnkandi magn ýtir verðinu upp
Verðhækkun hefur orðið á ís-
lenskum þorskafurðum á Banda-
ríkjamarkaði. Iceland Seafood
Corporatipn, sölufyrirtæki Sam-
bandsins og Sambandsfrystihús-
anna, hækkaði verðið og tók það
gildi í gær, mánudag.
Guðjón B. Ólafsson frkvstj. Ice-
land Seafood Corp. sagði að eins og
venja hefði verið þá hefðu sölufyrir-
tækin þar vestra haft með sér samráð
um verðbreytingar á flökum. Því
hefur Coldwater, fyrirtæki Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna, einnig
hækkað verð sitt jafn mikið frá sama
tíma.
Sem dæmi um hækkunina má
nefna að fimm punda flakapakkn-
ingar hækkuðu um 7 sent, úr 1,90 í
1,97 dollara. Þá var þorskblokk
hækkuð úr 1,35 upp í 1,40 dollara.
Reglugerð um stjórn mjólkur- og
sauðfjárframleiðslu fyrir verðlagsár-
ið I986-’87 verður væntanlega undir-
rituð af Jóni Hclgasyni landbúnaðar-
ráðherra í dag.
Samkvæmt nýju reglugerðinni er
svæðaskipting framleiðslunnar
nokkuð breytt frá fyrra verðlagsári.
Svæðin verða nú 26 í stað 25.
Gullbringu- og Kjósarsýsla er nú eitt
svæði, Evjafjarðarsýsla, Akureyri
Dalvík, Olafsfjörður og S-Þingeyj-
arsýsla vestan Ljósavatnshrepps er
nú eitt svæði. Húsavík er nú með
öðrum hreppunt í S-Þingeyjarsýslu
en að ofan eru taldir, en var áður
með Ljósavatnshrepp. Skeggja-
staða- og Vopnafjarðarhreppar
verða eitt svæði. Norður-Múlasýsla,
(nema Skeggjastaða- og Vopna-
fjarðarhr.) Seyðisfjörður, hreppar í
S-Múlasýslu á Héraði, ásamt Helgu-
staða-, Reyðarfjarðar-, Búða- og
Fáskrúðsfjarðarhreppum og Eski-
firði verður eitt svæði.
Norðfjörður, Neskaupstaður og
Guðjón sagði að skýringin á þess-
ari hækkun væri sú að undanfarna
mánuði hefði verið meiri eftirspurn
heldur en framboð á fiski þarna
vestra. Sérstaklega hefðu þeir misst
of mikið af fiski yfir til Evrópumark-
aða, ýmist í ófrostnu eða frostnu
formi.
Þetta hefur valdið því að sölufyr-
irtækin í Bandaríkjunum hafa átt t'
erfiðleikum með að standa við gerða
samninga um að sjá reglubundnum
viðskiptavinum fyrir hráefni. Þannig
hefur þetta orsakast af sterkum Evr-
ópumarkaði og af því fyrst og fremst
að dollarinn hefur misst verðgildi
gagnvart Evrópumyntunum.
Aðspurður um það hvort eftir-
spurnin á Evrópumarkaði væri í
raun að hækka verðið í Bandaríkj-
unum sagði hann það ekki vera bara
Mjóifjörður verður eitt svæði og
síðan Stöðvar-, Breiðdals-, Berunes-
Búlands-, og Geithcllnahreppar á
einu svæði.
Svæðaskipting verður óbreytt í
Skaftafellssýslum, Rangárvalla-
sýslu, Árnessýslu og Selfossi. Einnig
er óbreytt í N-Þingeyjarsýslu og frá
Borgarfjarðarsýslu utan Skarðsheið-
ar og Akraness vestur og norður að
Eyjafjarðarsýslu að Skagafirði,
Sauðárkróki og Siglufirði meðtöld-
um.
Búið er að ákveða búmark hvers
svæðis og 2,2% skerðingu á mjólk-
urframleiðslu frá fyrra ári á hverju
svæði. Búið er að semja við ríkis-
stjórnina um fullt verð fyrir 11.800
tonn af dilkakjöti og 106 milljón
lítra af mjólk.
Ekki er endanlega búið að ákveða
skiptingu fullvirðisréttar til hvers
framleiðanda fyrir sig en það er
væntanlegt á næstunni.
eftirspurnina heldur líka það að
dollarinn hefði veikst og Evrópu-
myntirnar styrkst. Aftur staðfesti
hann að það, sem hér væri á ferðinni,
„Við erum búnir að selja tæki fyrir
8 milljónir í þessari ferð og erurn
hæstánægðir með það,“ sagði Jón
Ólafsson, sölumaður hjá Simrad hér
á landi, en það fyrirtæki sérhæfir sig
í sölu á tækjabúnaði fyrir fiskiskip.
væri það að minnkandi magn, sem
færi til Bandaríkjanna, væri að
Sölumenn fyrirtækisins eru nú í
sölu- og kynningarferð um landið og
hafa selt útbúnað í 14 fiskiskip.
Fyrirtækið kynnir í þessari ferð nýj-
an stærðargreiningarmæli og lita-
prentara sem greinir hlutfall af heild-
Grandihf. íborgarráði:
Tapið nemur
22 milljónum
-fyrstu fimm mánuðina
I dag er haldinn fundur í borg-
arráði Reykjavíkur, en fundir
eru haldnir jtar að jafnaði einu
sinni í viku. Á síðasta fundi
ráðsins varm.a. fjallaðum rekstr-
aryfirlit Granda hf. fyrir jan. -
maí 1986. Þar kom fram að tap
fyrirtækisins fyrstu fimm mánuði
ársins var u.þ.b. 22 milljónir
króna.
Þrátt fyrir tillögu Kristjáns
Benediktssonar, fyrrverandi
borgarfulltrúa Framsóknar-
flokksins, unt að rekstraryfirlit
Granda hf. yrði birt borgarráði
ársfjórðungslega, þá kaus meiri-
hluti sjálfstæðismanna að bíða
með birtingu yfirlitsins þar til nú.
Enda kemur í ljós að staða fyrir-
tækisins var mjög slæm eftir
fyrstu þrjá mánuðina, en nokkuð
skárri eftir næstu tvo.
Þegar Davíð Oddsson var
spurður um ástæður þess að
rekstraryfirlit var ekki birt fyrr en
eftir fimm mánuði, svaraði hann
því til að Grandi hf. ætti að vera
rekinn eins ogeinkafyrirtæki og
að borgarráð ætti ekki að vera
með nefið ofan í rekstrinum HM
Kveöja frá Japan:
Friður
ajorð
Fulltrúi japönsku friðarsamtak-
anna „The Society of Prayer for
World Peace“, kom hingað nýlega
og afhenti friðarsúlu fyrir hönd fé-
lagsins. Fulltrúi samtakanna, Kum-
iko Moriya, flutti einnig með sér
handskrifaðar kveðjur 2800 Japana
sem allar segja það sama og áletrun-
in á friðarsúlunni. Samtökin sem
beita sér fyrir eflingu friðar í heimin-
um ætla sér að reisa samskonar súlur
í öllum 168 þjóðlöndum heims og
hafa nú þegar verið reistar súlur í 60
löndum. Það var „Friðarhreyfing
íslenskra kvenna“ sem tók við súl-
unni og var henni valinn staður í
garði Hallveigarstaða í Reykjavt'k.
GEH
armagni. Einnig kynnir fyrirtækíð
svonefndan Astec, en það er útbún-
aður í loðnuskip sem gerir kleift að
sjá stöðu loðnutorfunnar og hreyf-
ingar. Verður þessi útbúnaður kom-
inn í 8 skip fyrir loðnuvertíð.
Búmarkssvæöaskipting nýrrar reglugerðar
um mjólk- og sauðfjárframleiðslu:
Svæðum fjölgað
á Austurlandi
-ABS
Sprengisandshlaup:
hækka verðið.
-esig.
Kumiko Moriya stendur hér í garði Hallveigarsiaða við friðarsúluna sem hún
flutti með sér frá Japan. Tímamynd: Gisli Egill.
Simrad fiskileitartæki:
Seldu fyrir 8 milljónir
Hlaupa 50 km
á sólarhring
Vonast eftir 50 aura áheitum fyrir hvern
kílómetra
Nokkrir fyrrum landsliðsmenn í
sundi, sem jafnframt eru lands-
þekktir skokkarar, hafa í Ityggju
að bregða sér yfir Sprengisand,
hlaupandi. Þetta eru þcir bræðurn-
ir Árni og Gunnar Kristjánssynir,
Guðmundur Gíslason, Leiknir
Jónsson og Stefán Friðgeirsson.
Sprengisandshlaupið er áheita-
hlaup, vonast þeir til að áhuga-
menn um framgang sundíþróttar
láti af hendi rakna sem nemur 50
aurum fyrir hvern hlaupinn kíló-
metra. Frá Ráðhústorginu á Akur-
eyri, en þar verður lagt upp, til
Lækjatorgs í Reykjavík, eru 400
km, og styrki mcnn allt hlaupið er
um að ræða 200 kr. upphæð.
Sagði Árni, að hlaupið væri til
komið vegna þess hve illa hann
hefði staðið sig t' fjáröflunarnefnd
Sundsambandsins, og hefði honunt
þvt' dottið þetta t' hug. Verður bíll
með vistum og gistiaðstöðu með í
för, en kapparnir áætla að hlaupa
milli 40 og 50 km á dag.
Sagðist Árni vonast til að fólk
væri duglegt við áheitin því fjár-
hagsstaða sundfélaganna væri
slæm.
Hlaupiðhefsthinn25. júlí. phh
Jan Rasch sölumaður við nýja stærðargreiningarmælinn.
Tímamynd: Gísli Egill