Tíminn - 22.07.1986, Page 5

Tíminn - 22.07.1986, Page 5
Tíminn 5 Þriöjudagur 22. júl í 1986 Stóð þar til hann stóðst ekki mátið Jakarta-Reuter Bandaríkin: Kennedy deilir á Reaga n Nýja Jórvík-Reuter Edward Kennedy öldungadeildar- þingmaður demókrata gagnrýndi í gær Reagan Bandaríkjaforseta fyrir að styðja stjórn Suður-Afríku og sagði þennan stuðning hafa komið í veg fyrir að Bandaríkin gætu þrýst á um endurbætur í landinu. „I hvert skipti sem hann hefur verið spurður unt málefni Suður- Afríku síðan hann kom til valda hefur Reagan Bandaríkjaforseti var- ið stjórn hvíta minnihlutans," sagði Kennedy í grein sem birt var í Nýju Jórvíkurtíðindum (New York Times). Kennedy er talsmaður harðari að- gerða gegn Suður-Afríkustjórn en tillögur þar að lútandi verða einmitt ræddar í öldungadeild bandaríska þingsins nú t vikunni. Kennedy sagði stjómvöld í Pretor- íu taka yfirlýsingar Reagans sem sönnun fyrir því að bandarísk stjórn- völd hefðu samúð með hvítu minni- hlutastjórninni. „Stuðningsyfirlýsingar hans hafa að mestu gert óvirkan þann þrýsting sem þingið hefur reynt að beita til að ná fram gurndvallarbreytingum...," Edward Kennedy er áhrifamikill þingmaður í heimalandi sínu. Hér sést hann ásamt svörtu baráttukonunni Winnie Mandela. Kennedy sendi Reagan forseta tóninn í grein í gær. sagði í grein Kennedys. Þingmaðurinn benti einnig á að þrýstingur stjórnvalda fyrir breyting- um í Suður-Afriku gæti ekki orðið áhrifamikill fyrr en forsetinn tæki þátt í slíkum aðgerðum. Reagan mun halda ræðu í dag þar sem hann mun fjalla um málefni Suður-Afríku en stjórn hans hefur að undanförnu unnið við að endur- skoða og gera stefnumótandi afstöðu sína til málefna Suður-Afríku. Bílar frá Ford til Bahrein Bahrein-Reuter Bandaríska bílafyrirtækið Ford hyggst innan skamrns hefja aftursölu á Fordbílum í Bahrein. Ríki Arababandalagsins settu fyrirtækið á svartan lista árið 1975 fyrir að selja farartæki til ísraels til samsetningar. Arababandalagið aflétti banni þessu á síðasta ári eftir að fulltrú- ar þess höfðu komist að þeirri niðurstöðu að Ford hefði farið að reglum bandalagsins með því að meina fyrirtækjum sínum að gera slíka samninga við ísraelska að- ila. Heilsíðuauglýsing frá Ford birtist nýlega í blaði í Bahrein og var þar gefinn upp söluaðili Ford- bifreiða í landinu. Talsmaður söluskrifstofunnarsagði innflutn- ing og sölu á Fordbílum hefjast innan tveggja mánaða. Kína: Blaðamaður í sviðsljósinu Handtaka fréttaritara Nýju-Jórvíkurtíðinda veldur úlfúð Pekíng-Reuter Einn af ritstjórum stórblaðsins bandaríska Nýju Jórvíkurtíðinda (New York Times) varaði stjórnvöld í Kína við því í gær að ímynd landsins gæti stórversnað yrði mál blaðamannsins John Burns ekki leyst innan tíðar. Burns, fréttaritari bandaríska blaðsins í Kína, var tek- inn fastur í síðustu viku og sakaður um njósnir. A.M. Rosenthal átti hálftímafund með Burns í gær og eftir hann sagði ritstjórinn á blaðamannafundi að málið gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir samskipti Bandaríkjamanna og Kínverja. „Það sem er að gcrast hér er ekki gott fyrir samskipti Kína og Banda- ríkjanna og því lengur sem það stendur yfir því verra mun það vera,“ sagði Rosenthal. Burns, sem cr breskur ríkisborg- ari, var handtekinn á flugvellinum í Pekíng síðastliðinn fimmtudag er hann var að halda í sumarleyfi með fjölskyldu sinni. Hann var yfirheyrð- V-Þýskaland: Flóttamaðurinn sem snéri heim aftur Bonn-Rcutcr Vestur-þýsk stjórnvöld leyfðu í gær austur-þýska hagfræðingnum Herbert Meissner að snúa til síns heima. Par með var endi bundinn á sex daga deilu milli þýsku ríkjanna tveggja um mál Meissners sem virðist hafa snúist hugur um að flýja Austur-Þýskaland rétt er hann var nýkominn yfir til Vestur-Þýska- lands. Friedhelm Ost talsmaður vestur- þýsku stjórnarinnar sagði á blaða- mannafundi í gær að stjórnvöld hefðu gefið honum leyfi til að yfir- gefa landið eftir að hann hefði fullvissað þau um að það myndi hann gera af frjálsum vilja. Meissner yfirgaf Bonn um leið og leyfið fékkst. Stjórnir þýsku ríkjanna tveggja hafa deilt hart vegna þessa máls sem Sovétríkin: Mannfólkinufjölgar Yfirvöld hafa áhyggjur af hlutfallslegri fækkun slava Moskva-Rculer Samkvæmt manntali í Sovétríkj- ununi sem gert var þann 1. júlí síðastliðinn búa alls 280,1 milljón manna í landinu. Þetta kom fram í frétt Tass fréttastofunnar nú nýlega. Alls hefur Sovétmönnum því fjölgað um þrjár ntilljónir frá sama tíma á síðasta ári og um fimm milljónir síðan 1984. Mannfjölgunin í landinu hefur annars nokkuð ójöfn eftir svæðum. Mest hefur fólki fjölgað í lýðveldum Mið-Asíu en fæðingar- tíðnin er lág á þeim svæðum þar sem múhameðstrú ríkir ekki. Til marks unt þetta má nefna Mið-Asíulýðveldið Uzbekistan þar sem fólksfjöldinn jókst um 13,7% á árunum 1979-'84 á meðan fólksfjöld- inn í Úkraínu jókst aðeins um 1,8% yfir sama tímabil. Sovésk yfirvöld hafa lengi haft talsverðar áhyggjur af hlutfallslegri fækkun slavneska þjóðarbrotsins í landinu og hafa t.d. veitt sérstaka fjárstyrki til slavneskra fjölskyldna þar sem börnin eru fleiri en þrjú. ur í fimmtán klukkustundir og síðan haldið föngnum. Varðhald hans er líklega afleiðing ferðar sem hann fór til Mið-Kína í byrjun þessa ntánaðar. Þar var hann stöðvaður af lögreglu sem tók af honurn filmu og ásakaði hann um að vcra á svæði þar sem ferðir útlcnd- inga eru bannaðar. Burns er fyrsti erlendi blaðamað- urinn sem handtekinn er síðan Deng Xiaoping komst til valda árið 1979 og raunar einn af fáum útlendingum sem handteknir hafa verið af ein- hverjum ástæðum. Ferðaleyfi til handa útlcndingum hafa verið aukin verulega á síðustu árum en enn eru þó stór landsvæði sem eru formlega lokuð erlendum ferðamönnum nema til komi sér- stakt leyfi. Háskólastúdent frá eynni Jövu í Indónesíu stóð eins lengi og hann gat staðið, í 15 klukkutíma og 25 sekúndur nákvæmlega, og komst þar með í heimsmetabók Guinness fyrir að standa kyrr lengur en nokkur annnar. Sunardi heitir náunginn og er tuttugu ára gamall. Hann tók þátt, ásamt 102öðrum, íkeppni íborginni Semarang um helgina þar scm ntark- miðið var að standa í fæturna sem allra lengst. Sunardi tókst það betur en nokkrum öðrum keppendanna og bætti þar að auki heimsmet Englendingsins Willie Nugents í þessari keppnisgrein. Nugent stóð í lappirnar í 13 klukkustundir á síðasta ári. Fulltrúi frá bresku ræðismanns- skrifstofunni í Jakarta var á staðnum á vcgum þeirra sem sjá um heims- metaskráninguna í þá frægu Guinn- cssbók. Keppendurnir þurftu að standa grafkyrrir en máttu þó anda (nokkuð sanngjarnt) og blikka augunum. Ekki máttu þeir matast, drekka ellegar gera þarfir sínar á meðan á keppninni stóð. Mikið hefur verið um alls konar 1 keppnir í Semarangborg á síðustu tvcimur árum. Sem dæmi má nefna keppnir í hlátri, gráti, flauti og skjallyrðum. kom upp þegar Meissner flúðj í sendiráð Austur-Þjóðverja í Bonn aðeins viku eftir að hann hafði beðið hælis á Vesturlöndum. Deilan leystist þó snemma í gær- dag þegar Kurt Rabmann ríkissak- sóknari felldi niður ákæru á hendur Meissner um njósnir og dró til baka heimild um handtöku hans ef hann yfirgæfi sendiráðsbygginguna í Bonn. Ost neitaði fréttum að um eitt- hvert leynimakk milli stjórnvalda ríkjanna tveggja hefði verið að ræða í máli þessu og sagði endurkomu Meissners til Austur-Þýskalands hafa verið mikilvæga fyrir samskipti ríkjanna. Samkvæmt vestur-þýskum heim- ildum ákvað Meissner að biðja um hæli á Vesturlöndum eftir að hafa verið handtekinn fyrir búðarstuld í Vestur-Berlín þann 9. júlí síðastlið- inn. Hann mun hinsvegar hafa skipt um skoðun eftir að hafa verið yfir- heyrður í höfuðstöðvum vestur- þýsku leyniþjónustunnar og flúið til sendiráðs Austur-Þjóðverja í Bonn. Stjórnvöld í Austur-Þýskalandi hafa hinsvegar haldið því fram að Meissner hafi verið rænt af vestur- þýskum leyniþjónustumönnum, dælt hafi verið í hann lyfjum og hann yfirheyrður áður en hann gat flúið til austur-þýska sendiráðsins. Italía: ANDREOTTI GAFST UPP Róm-Rcuter Giulio Andreotti, sem falin hafði verið stjórnarmyndun á Ítalíu, gafst upp á að reyna að mynda nýja ríkisstjórn í gær. Andreotti náði því ekki að leysa stjórnar- kreppuna sem verið hefur í land- inu síðan Bettino Craxi sagði af sér forsætisráðherraembættinu fyrir rúmum þremur vikum. Þær fréttir bárust síðdegis í gær að Francesco Cossiga forseti hefði kallað Craxi, leiðtoga sósíal- ista, á sinn fund og sögðu stjórn- málaskýrendur að Craxi myndi sjálfsagt fá að glíma við stjórnar- myndun á næstu dögum. Á síðustu dögum hefur margt bent til þess að sósíalistar og kristilegir demókratar, tveir stærstu stjórnmálahóparnir á ítal- íu, væru að ræða málamiðlanir sem gætu leitt þessa tvo flokka saman í stjórn. Ekki náði hinn gamli stjórnmála- refur Giulio Andreotti að leysa stjórnarkreppuna á ftalíu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.