Tíminn - 22.07.1986, Page 9
8 Tíminn.
Illlllllllllllllllllllllllll (ÞRÓTTÍR
Tíminn 9
íslandsmótið í knattspyrnu - 2. deild:
Mikil markasúpa
Selfyssingar skoruðu sex en Völsungar gerðu 11 stykki gegn Sköllunum
Gylfi Sigurjónsson - Golt mark á
Selfossi
Vilhelm Fredriksen: Fjögur í Borg-
arnesi
í B-riðli 3. deildar fóru fram
nokkrir leikir um helgina en í A-riðli
var leikið á föstudagskvöldið og
birtust þau úrslit á laugardag. Tinda-
stóll og Leiftur virðst ætla að stinga
af í B-riðlinum eftir að Þróttarar
töpuðu stigum á Eskifirði.
Austri-Þróttur ...............2-2:
Þróttarar máttu ekki við þessum
stigamissi. Ólafur Viggósson skoraði
bæði mörk þeirra en Bjarni Kris-
tjánsson skoraði fyrir Austra.
Valur-Leiftur.................2-5:
Leiftursmenn halda sínu striki. Ósk-
ar Ingimundarson skoraði tvívegis
fyrir þá en Hafsteinn Jakobsson,
Halldór Guðmundsson og Friðgeir
Selfyssingar standa nokkuð vel að
vígi í 2. deild eftir góðan sigur 6-1 á
Njarðvíkingum um helgina. Selfyss-
ingar, sem komu úr 3. deild í fyrra,
eru í öðru sæti í deildinni, stigi á eftir
KA en fjórum á undan Víkingum og
Völsungum í 3.-4. sæti. Selfoss á að
leika gegn Víkingi á föstudagskvöld-
ið í Reykjavík á meðan Völsungar
fá KA í heimsókn á Húsavík.
Sigur Selfyssinga á Njarðvíkingum
var síst of stór. Liðið sótti allan
leikinn og voru Njarðvíkingar ekki
nálægt því að ógna marki fyrr en
alveg í lokin. Fyrsta markið kom á
7. mínút'i er Jón Gunnar Bergs
skorar með föstu skoti af stuttu færi
eftir undirbúning Tómasar Pálsson-
ar. Strax á næstu mínútu átti lands-
liðsbakvarðarefnið Sveinn Jónsson
góðan sprett upp kantinn og gaf fyrir
á Tómas sem framlengdi á Björn
Axelsson sem skoraði með skalla.
Rétt fyrir lok hálfleiksins tók svo
Þórarinn Ingólfsson góða auka-
spyrnu sem Jón Gunnar hamrar í
netið - glæsimark.
f síðari hálfleik héldu heimamenn
áfram yfirburðum sínum og Tómas
skorar úr víti á 50. mínútu og stuttu
síðar skorar Björn með fallegu skoti,
5-0. Strax á eftir rennir Gylfi Sigur-
jónsson sér í gegn með Maradona
tilburðum og skorar 6-0 með yfirveg-
un. Nú var sem Selfyssingar vildu
hlífa aðkomuliðinu við fleiri mörkum
og Ragnar Hermannsson skoraði
arsson og Bryngeir Stefánsson skor-
uðu fyrir heimamenn.
Magni-Leiknir ...............7-0:
Léttur sigur heimamanna. Heimir
Ásgeirsson skoraði þrennu, Sverrir
Heimisson gerði 2 og Hringur
Hreinsson og Jón Ingólfsson eitt
hvor.
Tindastóll-Reynir Á..........1-0:
Það var Þórhallur Ágústsson sem
skoraði beint úr hornspyrnu fyrir
,Sauðkrækinga í mikilvæguni sigri.
Tindastóll er nú efstur í deildinni
með 21 stig eftir 9 leiki en Leiftur
hefur 20 eftir sama leikjafjölda.
Þróttarar eru þriðju mcð 17 stig
einnig eftir 9 leiki. ÖÞ/þb
fyrir Njarðvíkinga undir lokin. Sel-
fossliðið átti góðan leik. Sveinn
spilaði frábærlega í bakvarðarstöð-
unni og er að verða með betri
táningum í þeirri stöðu. Gylfi lék
stórvel á miðjunni ásamt Þórarni og
frammi voru bæði Tommi og Jón
Gunnar ógnandi. Það stefnir í ævin-
týri á Selfossi.
ísfirðingar gerðu sitt sjötta jafn-
tefli í deildinni er Víkingar komu í
heimsókn. Lokatölur urðu 3-3 en
heimamenn höfðu yfir fram á loka-
mínúturnar. Þá jafnaði Elías Guð-
mundsson fyrir Víkingana. Heima-
menn voru fyrri til að skora er
Benedikt Einarsson kom þeim á
bragðið í fyrri hálfleik. Jóhann Holt-
on jafnaði fyrir leikhlé en Ólafur
Petersen náði forystu á ný fyrir
heimaliðið sem spilaði vel í leiknum.
Andri Marteinsson skoraði þá sitt 11.
mark í deildinni og jafnaði leikinn
enn. Rétt fyrir leikslok skoruðu
síðan ísfirðingar er Rúnar Guð-
mundsson skoraði en Elías átti síðan
Spjótkast:
Einar yfir 80m
Einar Vilhjálmsson sigraði á
frjálsíþróttamóti í Kaupmannahöfn
um helgina. Þar kepptu 15 manns í
spjótkasti og sigraði Einar með kasti
uppá 80,19 m sem er hans fyrsta kast
yfir 80 m með nýju gerðinni af
spjóti. íslendingar voru einnig í
öðru og fjórða sæti í spjótkasti.
Sigurður Einarsson varð annar með
75,97 en Sigurður Matthíasson fjórði
með 69,46. Fjöldi annarra íslenskra
frjálsíþróttamanna keppti á mótinu
og var árangur þeirra þokkalegur.
F.inar þeytti spjótinu yfir 80m
HM unglinga í frjálsum:
Heimsmet í
4x400 m hlaupi
Nú stendur yfir í Aþenu í Grikk-
landi heimsmeistaramót unglinga í
frjálsum íþróttum. Mjög góður
árangur hefur þegar náðst á leikun-
um.
Sovétmaðurinn Sasimovic náði
besta árangri unglinga í spjótkasti
með nýja spjótinu. Hann kastaði
78,84 m. Þá setti boðhlaupssveit
Bandaríkjanna í 4x400 m hlaupi
karla nýtt heimsmet. Sveitin hljóp á
3:01,90 mínútum og bætti met sem
önnur bandarísk sveit átti. Bretinn
Colin Jackson setti Evrópumet ungl-
inga í 110 m grind á 13,44 og
Kenýamaðurinn Peter Chumba
hljóp berfættur og sigraði bæði í 10
km og 5 km hlaupum.
Þrír íslendingar eru á meðal kepp-
enda á mótinu. Steinn Jóhannsson
KR hljóp 800 m hlaup á sínum besta
tíma 1:56,72 en varð aftarlega.
Guðrún Arnardóttir frá UBK
keppti í 100 m hlaupi og fór brautina
á 12,61 en náði ekki í úrslit og
Guðbjörg Svansdóttir úr ÍR stökk
1,65 í hástökki sem dugði ekki í
úrslitin.
síðasta orðið í þessum mjög svo
skemmtilega leik. ísfirðingar hafa
skorað heil ósköp af mörkum í
sumar og virðast nokkuð öruggir
með sæti sitt í deildinni. Víkingar
berjast á toppnum og eiga leik gegn
Selfyssingum á föstudaginn.
Völsungar skutust í 3.-4. sætið í
deildinni með sannkölluðum yfir-
burðasigri á Sköllunum í Borgar-
nesi. Þegar upp var staðið var staðan
11-0 fyrir Völsungana og ekki þarf
að hafa fleiri orð um þann leik.
Vilhelm Fredriksen skoraði 5 mörk.
Jónas Hallgrímsson gerði 3 og þeir
bræður Björn og Kristján Olgeirs-
synir 2 hvor.
Staðan í 2. deild:
KA .................. 11 7 4 0 31-7 25
Selfoss.............. 11 7 3 1 24-6 24
Vikingur............. 11 6 2 3 31-13 20
Völsungur............ 11 6 2 3 27-9 20
Einherji............. 10 5 2 3 13-15 17
ÍBl ................. 11 3 6 2 21-16 15
UMFN ................ 11 3 2 6 16-27 11
KS................... 11 2 3 6 15-19 9
Þróttur.............. 10 2 2 6 16-22 8
Skallagrímur......... 11 0 0 11 4-63 0
Markahaastu menn eru:
Tryggvi Gunnarsson, KA................17
Jón Gunnar Bergs, Selfossi .......... 11
Andri Marteinsson, Víkingi........... 11
Vilhelm Fredriksen, Völsungum........ 8
OS/þb
MOLAR
■ Stanley Rous, fyrrum forseti
Alþjóðaknattspyrnusambands-
ins, FIFA, lést á föstudaginn 91
árs að aldri. Rous, sem var
breskur, var forseti FIFA frá
1951 til 1974 og er almennt talinn
upphafsmaður þeirrar knatt-
spyrnu og þeirrar knattspyrnu-
stjórnar sem nú er við lýði. Hann
var upphaflega dómari en snéri
sér síðan að stjórnunarmálum og
var formaður enska knattspyrnu-
sambandsins frá 34 til 1961.
■ Kanadíski kringlukastarinn
Rob Gray var dæmdur í bann
vegna lyfjanotkunar um daginn
og þrátt fyrir að hann hafi farið
með málið fyrir rétt þá breytti sá
dómstóll engu um bann hans sem
kanadíska frjálsíþróttasamband-
ið setti á. Hann mun því ekki
verða með á Samveldisleikunum
í Edinborg í lok mánaðarins.
Gray á Samveldisleikametið í
kringlukasti sem er 67,32m og
verður hann enn einn íþrótta-
maðurinn sem ekki mun keppa á
leikunum en eins og kunnugt er
þá hefur á þriðja tug ríkja ákveð-
ið að mæta ekki vegna stefnu
bresku stjórnarinnar í málefnum
S-Afríku.
■ Bandaríkjamaðurinn Pete
Pfitzinger sigraði í San Francisco-
maraþoninu um helgina. Hann
fékk tímann 2 klst 13,59 mínútur.
■ Bandaríski hlauparinn Ed
Moses og John Walker frá Nýja-
Sjálandi hafa báðir hvatt til þess
að frjálsíþróttafólk geríst at-
vinnumenn í íþrótt sinni. Segja
þeir að atvinnumennska muni
koma í veg fyrir að lönd geti
skipað íþróttamönnum sínum að
sitja heima og taka ekki þátt í
ákveðnum keppnum. Þeir létu
hafa þetta eftir sér í Birmingham
á Englandi er þeir voru spurðir
álits á „skrópi" margra Afríku-
landa á Samveldisleikana.
■ Mexíkanski miðvallarspilar-
inn í knattspymu, Javier Aguirre
hefur skrifað undir samning við
spænska 1. deildarliðið Osasuna
til eins árs.
■ Einhver besti júdómaður
Evrópu, Bretinn Neil Adams hef-
ur ákveðið að hætta keppni í
íþrótt sinni vegna þess að honum
finnst hann ekki finna neina þörf
fyrír að keppa og sigurvilji hans
er enginn að eigin sögn. Adams
er margfaldur Evrópu- og heims-
meistari.
■ Nú er lokið Friðarleikunum í
Moskvu og þótti ekki sérlega vel
til takast. Sovétmenn fengu lang-
flest gullverðlaun á mótinu eða
105 en Bandaríkjamenn komu
næstir með 41. Rúmenar og A-
Þjóðverjar fengu 6 hvor þjóð.
Frá bæjarráöi Garöabæjar:
Vegna gjaldþrots!
Auglýsing um að handknatt-
leiksdeild UMF Stjörnunnar hafi
verið tekin til gjaldþrotaskipta birt-
ist í Lögbirtingablaðinu 16. júlí sl.
Auglýsing þessi hefur orðið til
þess að fjárhagsstaða félagsins hef-
ur verið til umfjöllunar í fjölmiðl-
um síðustu daga. Vegna þessarar
umfjöllunar vill bæjarráð Garða-
bæjar koma á framfæri eftirfarandi
upplýsingum:
Á árunum 1980-1983 verðaþátta-
skil í sögu félagsins. Á þeim
árum náði handboltadeild þess
þeim stórkostlega árangri að fara
úr þriðju deild og upp í þá fyrstu.
Á þessum árum hafði félagið ekki,
eins og gömul og rótgróin félög,
sterkan bakhjarl sem gamlir leik-
menn og velunnarar eru. Þess
vegna var þess ekki gætt sem skyldi
að afla fjár eins og nauðsyn krafði.
í ársbyrjun 1984 var stjórnskipulag
Stjörnunnar endurskoðað og mikill
fjöldi manna og kvenna kom til
Btarfa við hina félagslegu hlið
starfsins. Á þeim tímamótum sam-
^þykkti bæjarstjórn að gera ráðstaf-
■ ..............................
anir í samvinnu við Búnaðarbanka
íslands til þess að ný stjórn sem
kjörin var í mars ’84 gæti byrjað
með hreint borð. Það ástand sem
nú hefur skapast er vegna þess að
á sínum tíma komu ekki fram allar
kröfur frá þessu tímabili, en sam-
þykkt bæjarstjórnar stendur
óbreytt. Þess vegna munu bæjarráð
og stjórn Stjörnunnar taka á mál-
inu þannig að allar réttmætar kröf-
ur á félagið frá þessum tíma verða
greiddar.
Rétt þykir að taka fram að þeir
aðilar sem setið hafa í aðalstjórn
Stjörnunnar og stjórnum deilda
síðan 1984 hafa rekið félagið af
miklum myndarskap og séð til þess
að ekki eru neinar kröfur nú frá því
tímabili. Þátttaka ungmenna hér í
bænum í starfsemi félagsins er
gífurlega mikil og árangur mjög
góður. Bæjarbúar eru stoltir af því
starfi sem nú fer fram í félaginu og
vænta þess að sú umfjöllun sem
fjármál félagsins hafa fengið síð-
ustu daga í fjölmiðlum skaði ekki
starfsemi félagsins í dag.
Frá bæjarráði Garðabæjar.
íslandsmótiö í knattspyrnu - 3. deild:
Einvígi Leifturs
og Tindastóls
Sigurðsson bættu við. Gústaf Öm-
Þriöjudagur22. júlí 1986
‘ Þriöjudagur 22. júl í 1986
ÍÞRÓTTIR
Guðmundur Torfason undirbýr skot. Mörg þeirra hafa hafnað í neti andstæðinganna. Tímamynd: Svenir
íslandsmótið í knattspyrnu -1. deild:
T orf ason með tvö
- Guðmundur Torfason er óstöðvandi viö markið - Tryggöi Fram sigur á Blikum
Framarar héldu áfram sigurgöngu sinni ■
1 deild Islandsmótsins í knattspyrnu um
helgina. Fram vann UBK 2-1 á Laugardals-
velli í þokkalegum leik. Sigurínn var
sanngjarn. Þrátt fyrir mikla báráttu þá voru
Blikar einfaldlega ekki nógu góðir til að
skáka efsta liðinu.
Það var markakóngurinn Guðmundur
Torfason sem skoraði bæði mörk Fram í
leiknum og hefur hann nú gert 13 mörk í
deildinni og stefnir á markamet Péturs
Péturssonar sem gerði 19 fyrir Skagann árið
1978.
Leikurinn byrjaði nokkuð fjörlega og
greinilegt var að Blikarnir ætluðu ekki að fá
á sig sjö mörk í þessum leik. Þeir voru
sprækir í framlínunni og notuðu hraðaupp-
hlaup sín óspart en Framarar voru mun
meira með boltann. Úr einu hraðaupphlaup-
anna snemma í leiknum fékk Rögnvaldur
Rögnvaldsson boltann inní vinstra teig og
afgreiddi hann skemmtilega í netið, 0-1 fyrir
Blika. Framarar héldu áfram að sækja og
tæpum 10 mínútum seinna var Guðmundur
Torfason á auðum sjó en Magnús Magnús-
son káfaði illilega í hæla hans inní vítateig
og víti varð ekki umflúið. Það er reyndar
rétt að geta þess leiðinlega ósiðar sem
Þrátt fyrir að mörkin vantaði í viðureign
FH og KR á Kaplakrikavelli á laugardaginn
var um nokkuð fjöruga viðureign að ræða.
Það sem stóð leiknum helst fyrir þrifum var
firnasterk vörn KR með Ágúst Má Jónsson
sem besta mann vallarins og ágæt mark-
varsla Gunnars Straumlands í marki FH svo
og „markheppni“ KRinga. Liðið hefur varla
skorað mark síðan elstu menn muna og er
reyndar alveg framlfnulaust um þessar
mundir.
KR-ingar fengu bestu færi leiksins og í
fyrri hálfleik fékk Gunnar Gíslason, sem
Magnús og Heiðar vinur hans í vörn Blik-
anna stunduðu í þessum leik og komust of
mikið upp með. Það er sífellt spark aftan á
hæla og kálfa andstæðinganna. Þetta skilaði
þeim engu nema brotum og spjöldum auk
þess að vera hreinn óþarfi og LJÓTT. Nú,
Guðmundur Torfason tók vítið sjálfur en
Örn varði. Boltinn hrökk hinsvegar aftur til
Guðmundar sem skoraði auðveldlega. Fram
Þórsarar frá Akureyri komu til Eyja um
helgina og fóru burt með öll stigin eins og
svo mörg önnur lið hafa gert. Þór sigraði 2-1
í annars jöfnum leik þar sem Eyjamenn
nýttu færi sín illa.
Hlynur Birgisson náði forystu fyrir Þór á
ekki hefur enn skorað mark fyrir KR á
tímabilinu, gullið tækifæri til að skora en
skalli hans fór framhjá. Á öðru sumri hefði
hann sannarlega skorað. Annars var leikur-
ánn. í jafnvægi mestan hluta leiksins en
KR-ingar heldur hættulegri ef eitthvað var.
Mörkin vantaði hinsvegar og því fellur þessi
leikur fljótlega í gleymsku.
' Eins og fyrr segir var stórleikur Ágústs
Más helsta augnayndið. Hann var á stundum
sem eins manns vörn hjá KR. Þá fékk Viðar
Halldórsson gult spjald sem á þessu tfmabili
heyrir til stórfrétta.
að hléi voru Framarar sterkari en Blikar áttu
góðar skyndisóknir inná milli.
Strax á 2. mín síðari hálfleiks gerði
Guðmundur síðan útum leikinn með þrumu-
marki af stuttu færi eftir klafs inní teig.
Skömmu síðar bjargaði Ólafur Björnsson á
línu skoti frá Gauta Laxdal. Framarar héldu
örugglega sínum hlut það sem eftir var og
hafa nú góða forystu í deildinni.
20. mínútu eftir stungusendingu en Bergur
Ágústsson jafnaði metin fyrir hlé með
marki af stuttu færi eftir mikla pressu
Eyjamanna. f upphafi síðari hálfleiks skor-
aði síðan Jónas Róbertsson sigurmark Þórs
eftir homspymu. Eyjamenn áttu sín færi og
í eitt sinn var bjargað á línu eftir góða
hornspyrnu Ómars.
Fátt getur komið í veg fyrir fall Eyja-
manna úr þessu en fátt var um fína drætti í
liðinu. Helst að Sighvatur Bjarnason stæði
sig í vörninni. Þórsarar voru jafnir en
Hlynur þó sprækur.
Staðan í 1. deild:
Fram .................12 9 2 1 27- 7 28
IBK.................. 12 8 0 4 15-14 24
Valur.................12 7 2 3 18- 5 23
ÍA................... 12 5 3 4 21-12 18
Þór.................. 12 5 2 5 16-21 17
KR .................. 12 3 6 3 13- 8 15
EH .................. 12 4 2 6 17-20 14
Viðir................ 12 3 3 6 9-16 12
Breiðablik........... 12 3 2 7 9-22 11
ÍBV................. 12 1 2 7 10-26 5
Markahæstu menn:
Guðmundur Torfason, Fram ............ 13
Guðmundur Steinsson, Fram............. 6
Ingi Björn Albertsson, FH ............ 6
Valgeir Barðason, ÍA.................. 6
íslandsmótið í knattspyrnu -1. deild:
Mörkin vantaði
- í viðureign FH og KR í Kaplakrika
íslandsmótið í knattspyrnu 1 .deild:
Þórssigur í Eyjum
- Eyjamenn svo gott sem fallnir í 2. deild á ný
Frá Sigfúsi Guðmundssyni í Eyjum:
Viðkoma er avallt i Flatey á báðum leiðum,
___________Bilaflutninga er nauðsynlegt að panta með fyrirvara.
Fra Stykkishólmi: Frá Brjánslsk:
Hjá afgreiðslu Baldurs Hjá Ragnari Guðmundssyni
Stykkishólmi, s.: 93-8120 Brjánslæk, s.: 94-2020. (
Heimsmeistaramótið í körfuknattleik:
Sovétmenn sigraðir
Bandaríkjamenn tryggðu sér heimsmeistaratitilinn með sigri á Sovétmönnum
Mánudaga: Frá Stykkishólmi kl. 09.00
Frá Brjánslæk kl. 14.00
Til Stykkishólms kl. 18.00
fyrir brottfór rútu lil Rvk
'Fimmtudaga: Sama limalaíla og
mánudaga.
Föstudaga: Frá Stykkishólmi kl 14 00.
ettirkomu rúlu
Viðkoma i inneyium
Frá Brjánslæk kl. 19.30
Til Stykkishólms kl. 23.00
pnðiudaga: Frá Stykkishólmi kl. 14.00
eftir komu rútu.
Frá Brjánslæk kl. 18.00
Til Stykkishólms kl. 21:30
Laugardaga: Fra Stykkishólmi kl. 09.00
Sigling um suðureyjar.
Frá Brjánslæk kl. 15.00
Til Stykkishólms kl. 19.00
Á timabilinu 1. juli til 31. ágúsl
Miðvikudaga: FráStykkishólmikl. 09 00
Frá Brjánslæk kl. 14.00
Til Stykkishótms kl 18 00.
fyrir brottför rútu.
Á limabilinu 1, mai til 30. sept.
A limabilinu 1. junilim. agusl
Bandaríkjamenn tryggðu sér
heinismcistaratitilinn í körfuknatt-
leik með því að sigra Sovétmenn í
æsispennandi úrslitaleik 87-85 í Ma-
dríd á Spáni um helgina. Sovétmenn
voru heimsmeistarar fyrír en Banda-
ríkjamenn urðu síðast heimsmeistar-
ar áríð 1954 er keppt var í Brasilíu.
„Við vorum allir tilbúnir til að
leika þennan leik. Leikmenn komu
afslappaðir til leiks og við byrjuðum
eins vel og hægt var. Þá spiluðum við
góða vörn sem gerði Rússunum
erfitt fyrir. Okkur tókst að þreyta þá
með þessari góðu vörn og áttum þess
vegna allskostar við þá,“ sagði þjálf-
ari Bandaríkjamanna Lute Óíson
sem var í sigurvímu.
„Bandaríska liðið sýndi í þessum
leik að þeir eru með besta liðið.
Leikmenn mínir voru taugastrekktir
spretti Sovétmanna sem þó varð
ekki nógu góður.
Júgóslavar tryggðu sér þriðja sæt-
ið í keppninni með góðum sigri á
Brasilíumönnum 117-91. Brassarnir
höfðu yfir til að byrja með en Júkkar
höfðu náð 12 stiga forystu í leikhiéi
sem þeir létu ekki af hendi.
Spánverjar náðu sigri á ítölum í
keppninni um fimmta sætið 87-69.
Þeir höfðu yfir í leikhléi sem munaði
sjö stigum í leik sem var grófur og
I harður og voru dæmdar yfir 50 villur
Ií honum.
I ísrael varð í sjöund sæti á mótinu
>með sigri á Kanadamönnum sem
hefur gengið verr og verr með hverj-
um leik. Lokatölur urðu 97-84.
| Kína endaði í níunda sæti eftir
óvæntan sigur á Grikkjum 112-111.
Þeir skoruðu sigurkörfuna er aðeins
12 sekúndur voru eftir af leiknum.
Gríski skorarinn Nikos Gallis gerði
49 stig í þessum leik og varð stiga-
> hæsti leikmaður keppninnar með
337 stig.
Kúba varð í 11. sæti með sigri á
Argentínumönnum í lokaleiknum
85-81. Argentínumenn voru þó eina
þjóðin sem sigraði Bandaríkjamenn
í keppninni.
Samveldisleikarnir:
Nú hafa 24 þjóðir
hætt við þátttóku
Nú hafa um 24 lönd tilkynnt að
þau muni ekki taka þátt í Samveldis-
leikunum í Edinborg í næstu viku.
Það er því Ijóst að leikarnir eru í
mikilli hættu. Það eru 58 lönd sem
hafa þátttökurétt á þessum leikum
og því Ijóst að rétt um helmingur mun
Imæta. Þá hefur það vakið töluverða
| reiði meðal margra keppenda frá
Iþjóðum sem hyggjast senda lið að
|Bretar hafa meinað Zolu Budd að-
jgang að leikunum og önnur íþrótta-
! kona sem fædd er í S-Afríku, Anette
'Cowley sundkona, mun heldur ekki
fá að keppa. Það mun þó skýrast á
næstu dögum hversu miklir leikar
þetta verða.
Zola Budd
og skotnýting var léleg,“ sagði þjálf-
ari Sovétmanna, Vladimir Obukhov
eftir leikinn.
Bandaríkjamenn byrjuðu leikinn
vel og héldu forystunni allan tímann.
Þeir höfðu 10 stig yfir í leikhléi 48-38
og komust mest í 18 stig yfir áður en
Sovétmenn gerðu harða hríða að
þeim undir lok leiksins. Þeim tókst
þó ekki að jafna þó litlu hafi munað.
Bandaríkjamenn voru fljótari í
leiknum og spiluðu sterka vörn. Þá
stálu þeir boltanum 21 sinni af
Rússunum og átti smávaxni bak-
vörðurinn Tyronne Bogues (Wake
Forest) stórleik í þeirri deildinni þar
sem hann stal boltanum 10 sinnum.
Bogues er aðeins 1,60 m á hæð en
ótrúlega snöggur. Hinn bakvörður-
inn í bandaríska liðinu, Kenny Smith
(N-Carolina), varð stigahæstur
leikmanna Bandaríkjanna með 23
stig. Hjá Sovétmönnum var það
bakvörðurinn Valdenaras Khomic-
Kenny Smith varð stigahæstur
Bandaríkjamanna
Magnús Ver þriðji
Magnús Ver Magnússon vann
til bronsverðlauna á Evrópu-
meistaramóti unglinga í kraft-
lyftingum sem fram fór í Manc-
hester í Englandi um helgina.
Magnús keppti í 110 kg flokki og
lyfti samtals 737,5 kg sem er nýtt
unglingamet. Hann setti einnig
nýtt unglingamet í bekkpressu
lyfti þar 182,5 kg. Tveir aðrir
Islendingar kepptu á mótinu en
komust ekki í verðlaunasæti.
Annað mark Guðmundar að verða staðreynd - Firnafast skot. Tímamynd: Svcrrir
Opna-breska í golfi:
Norman sigraði
Ástralinn Greg Norman sigraði
á Opna-Breska meistaramótinu í
golfi um helgina. Mótið fór fram í
Turnberry í Skotlandi og varð
Norman fimm höggum á undan
Bretanum Gordon Brand sem varð
í öðru sæti. Með þessum sigri þá
tókst Norman loks að vinna eitt af
stóru mótunum fjórum. Hann hef-
ur reyndar unnið ein 35 mót en
aldrei fyrr eitt af fjórum stórum,
þ.e. Opna-Breska, Opna-Banda-
ríska, Masters og US-PGA (at-
vinnumannakeppnina). Norman
fór lokahringinn á 69 höggum sem
er jafnt vallarmetinu á vellinum í
Turnberry.
aus sem var stigahæstur með 17 stig
og hann átti stærstan þátt í loka-