Tíminn - 07.08.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.08.1986, Blaðsíða 1
r STOFNAÐUR 1917 SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur nú auglýst breytingar á umferö í Reykjavík sem eru fólgnar í því aö Háteigsvegur er nú orðinn aöalbraut, nema hvaö umferð um hann víkur fyrir umferð um Rauðarárstíg og Lönguhlíð. Umferð um Skaftahlíð á nú aö víkja fyrir umferð um" Bólstaóarhlíö og einstefnu- akstur er nú kominn á Lindargötu til austurs frá Ingólfsstræti að Klapparstíg. Bifreiðastöður á Lindargötu eru heimilar að norðanverðu milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs. Hitaveita Suðurnesja hefur ákveðið að lækka gjaldskrá sína á vatni, sem selt er í gegnum mæli. Lækkunin reiknast frá 1. júlí og er um 22,3%. Áður kostaði vatnstonnið 45 kr., en fer nú niður í 35 kr. hvert tonn. Lækkun þessi kemur til vegna þess að fjárhagsstaða fyrirtækis- ins leyfir hana og að stjórn fyrirtækisins vill leagja sinn skerf til eflingar atvinnulífs á Suðurnesjum. Sprengja eyðilagði skrifstofur Ameríkubankans, flugfélags Saudi Arabíu og flugfélags Kuwait í miðborg Nýju-Delhi á Indlandi í gær. Sprengjan sprakk á jarðhæð í stóru verslunarhúsi þar sem skrifstofur þessar eru. Kona frá Jórdaníu ól stúlkubarn í flugvél jórdanska flugfélagsins Alia Royal í gær er vélin var á leið til Vínarborgar frá Chicago. Þrír læknar voru um borð í vélinni og hjálpuðu þeirtil við fæðinguna. „Við fórum í loftið með 216 farþega innanborðs, nú eru þeir 217,“ sagði furðu lostinn flugstjóri vélarinnar sem var af gerðinni Boeing 747. Fæðingin sjálf átti sér stað þegar vélin flaug yfir Suður- England. Reykjavíkurborg hefurákveðið að gefa starfsmönnum sinum frí frá kl. 13.00 mánudaginn 18. ágúst, en þá verður haldið uppá 200 ára afmæli borg- arinnar. Borgarstjórinn sendi út bréf til forstöðumanna borgarstofnana fyrir helg- ina þar sem þeir voru beðnir að haga fyrirkomulagi verka á þann hátt að sem flestir geti tekið þátt í hátíðahöldunum, og einnig að þeir sem verða að vinna þennan dag fái samsvarandi frí seinna. Umferðarnefnd Reykjavíkur hefur lýst yfir eindregnum stuðningi við aðgerðir lögreglu til að minnka ökuhraða og koma í veg fyrir ölvun við akstur. Þrjú prestaköll eru nú laus til umsóknar, Hruni í Árnesprófastsdæmi, en þar hefurséra Sveinbjörn Sveinbjörns- son prófastur þjónað frá 1944 en lætur nú af störfum sökum aldurs, Hvanneyrar- prestakall í Borgarfjarðarprófastsdæmi, en sóknarpresturinn þar séra Ólafur Jens Sigurðsson, hefur verið ráðinn fangaprestur, og Höfðaprestakall í Húnavatnsprófastsdæmi, en séra Oddur Einarsson hefur fengið lausn frá embætti og gerst bæjarstjóri í Njarðvíkum. Þá er nýtt embætti á Biskupsstofu, fjármálafull- trúi, laust til umsóknar. KRUMMI „Á þessu stigi máls- ins tel ég rétt að hætta við útflutning á hvalkjöti, en hefja influtning á Japön- Starfsmenn Hvals hf. og íbúar á Hvalfjaröarströnd: Mótmæli gegn fulltrúum Atlantshafsbandalagsins „Áður þurfti að bera allt undir kónginn, nú virðist þurfa að bera allt undir Reagan,“ segir sr. Jón í Saurbæ Starfsmenn Hvals hf. og nokkrir íbúar á Hvalfjarðarströnd efndu í gær til mótmæla, við komu hátt- settra fulltrúa Atlantshafsbanda- lagsins, en þeir voru þar á árlegri eftirlitsferð um eignir bandalagsins í Hvalfirði. Báru menn spjöld þar sem afskiptum Bandaríkjanna af hvalveiðum íslendinga var mót- mælt og bent á að 200 atvinnulausir íslendingar samsvöruðu 200.000 atvinnulausum Bandaríkjamönn- um. 1 hópi mótmælenda var sr. Jón Einarsson, prestur á Saurbæ og oddviti. Sagði hann í samtali við Tímann að lítill tími hefði gefist til að stefna fólki saman en þó hefðu verið þarna um 40 manns. Hefðu mótmælaaðgerðirnar farið frið- samlega fram, en þær hefðu greini- lega komið fulltrúum NATO á óvart og gert þá nokkuð óstyrka. Hefðu þeir reynt að sniðganga mótmælendur, m.a. með því að fara í gegnum lítið hlið til hliðar við hópinn, en það hefði reynst læst. „Þeir vildu ekkert við okkur tala, þessit menn. En þetta er náttúrlega ekkert annað en yfir- gangur í Bandaríkjamönnum að ætla að ráða því hvað Japanar leggja sér til munns, eða þá hvaða rannsóknir við stundum í okkar landhclgi. Það var einu sinni svo að allt þurfti að bera undir kónginn, en nú virðist þurfa að bera allt undir Reagan!” Þá sagði Jón að svo fáir hefðu verið þarna til mótmæla þar sem Bandaríkjamenn væru búnir að hrekja þá úr vinnu og þeir þyrftu náttúrlega að svara til ábyrgðar með það. Menn í hvalstöðinni hefðu fengið frcttir af stöðvun hvalvciða í gegnum útvarpið og taldi sr. Jón það algjört siðleysi að koma þannig fram gagnvart verka- mönnum. „Það er ótækt að menn missi hér atvinnuna út af einu pennastriki úti í Bandaríkjunum," sagði sr. Jón Einarsson. phh Fisksölumál og forstjórastarf Verðandi forstjóri Sambands- ins - í einkaviötali viðTímann Núna um næstu mánaðamót, hinn 1. september, verða forstjóra- skipti hjá Sambandi íslenskra sam- vinnufélaga. Þá lætur Erlendur Einarsson af því starfi. sem hann hefur gegnt frá ársbyrjun 1955, en Guðjón B. Ólafsson við tekur Guðjón B. Ólafsson. Af þessu tilefni birtist hér í blaðinu í dag ýtarlegt viðtal við Guðjón B. Ólafsson. Undanfarin ellefu ár hefur hann verið fram- kvæmdastjóri sölufyrirtækisins Ice- land Seafood Corporation vestur í Bandaríkjunum. I viðtalinu svarar hann spurningum Tímans um ástand og horfur í fisksölumálum þar vestra. Hann svarar einnig ásökunum, sem fram hafa komiö hér heima, um það að sölufyrirtæk- in í Bandaríkjunum skili frystihús- unum ekki nægilega háu veröi, og auk þess ræðir hann viðhorf sín til nýrra verkefna hér heima. Viðtalið er á bls. 10 og 11. Ríkisstjórnin sat á fundi í tæpa þrjá klukkutíina og var megin uniræðuefnið hvalveiðideilan við Bandaríkjamenn. Hvalveiðideilan: Lausn í sjónmáli? Málið skýrist í dag Hvalveiðideilan við Bandaríkja- stjórn var aðalumræðuefnið á ríkis- stjórnarfundi, sem stóð í tæpar þrjár klukkustundir í gær. Halldór Ásgrímsson, sem kom heim nokk- uð óvænt í gærmorgun, kynnti á fundinum hugmyndir sem komið hafa upp í kjölfar viðræðna hans við Baldridge viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, um hugsanlega málamiðlun í þessari deilu. Eftir ríkisstjórnarfundinn fengust engar upplýsingar um efnisatriði þessarar lausnar en hún var kynnt á fundi hjá utanríkismálanefnd Alþingis í gær. Halldór Ásgrímsson sagði eftir ríkisstjórnarfundinn að málið væri á mjög viðkvæmu stigi og deiluaðil- ar hefðu oröið ásáttir um að samn- ingsaðilar Bandaríkjamanna fengju fyrstir að vita hver viðbrögð íslensku ríkisstjórnarinnar myndu verða. Halldór sagði ennfremur að skyndileg heimkoma sín í gær- morgun þýddi ekki að viðræðurnar hefðu siglt í strand, menn væru enn að talast við. Búist var við að svar íslendinga yrði gefið seint í gærkvöldi eða snemma í dag og eftir það myndu málin skýrast. Deilan snýst nú einkum um hvernig túlka beri það ákvæði í ályktun Alþjóða hvalveiðiráðsins að hvalaafurða skuli fyrst og fremst neytt innanlands. Bandaríkjamenn vilja meina að hugtakið „hvala- afurð“ vísi fyrst og fremst til kjötsins, en ekki skepnunnar í heild, en það er einmitt hvalkjötið sem Islendingar hyggjast selja Jap- önum til þess að fjármagna rann- sóknarverkefnið. -BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.