Tíminn - 07.08.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.08.1986, Blaðsíða 4
4 Tíminn . l*aft þarf ekki tjakk undir bílinn þegar konan cr svona sterk! Það má sjá, að ár-. angurinn af megr- un og líkamsrækt hefur orftið glæsi- legur. „Þaft eru nýjar línur í Lindu í ár,“ . sagfti Ijós- myndarinn, líkt og hann væri að tala um nýtt bílinódel! Það muna áreiðanlega margir eftir henni Lindu Blair, sem varð fræg sem stelpukrakki fyrir leik sinn í galdramyndinni „The Exorc- ist", en sú mynd var ein af þeim fyrstu í langri röð galdra- og hryll- ingsntynda, sent kontust í móð um þetta leyti. Linda Blair hefur haldið áfram að leika og nú er hún orðin fullorðin. kontin yfir tvítugt. En henni gekk ekkert sérlega vel á framabrautinni, ogm.a. varfundið að þvf að hún færi ekki nógu smart í vextinum, hún væri of feit. Nú hefur hún Linda heldurbetur tekið sér tak, því hún hefur á s.l. ári lést um 20 pund og æft sig á hverjum degi til að betrumbæta vaxtarlagið. „Ég hleyp, sippa, geri teygjuæfingar og skokka!' segir hún, og bætir því við, að sár líði stórkostlega vel síðan hún hafi farið að stunda trimmið. Linda fór nýlega í mál við „kroppablað", sem birti nektar- myndir af henni, en þeir höfðu ekki borgað henni uppsett verð fyrir myndatökuna, svo hún gaf ekki leyfi til að þær yrðu birtar. Hún segist hafa lagt blátt bann við því, að tímaritið birti nokkrar myndir af sér. Leikkonan vill fá 11 milljónir dollara í skaðabætur! Joyce er áreiftanlega meft þeini fallegustu sem leggja stund á líkamsrækt og vöftvarnir eru í lagi. HANN ÞARF ENGAN TJAKK! Á þessum myndum má sjá hver það er sem vinnur „þungavinnu-verkin" á þessu heimili. Hin laglega og sterka Joyce Frame lætur sig ekki muna um það að lyfta upp horni Honda Prelude-bílsins, sem vegur á annað tonn á meðan maður hennar vinnur að smáviðgerð undir bílnum! Joyce er 22ja ára, há og grönn (133 pund) og hefur vöðvabyggingu scm scgir sex. Hún er ein af bestu líkamsrækt- arkonum Skotlands og æfir sig í vaxtarræktarstöð á hverjum degi. Joyce hefur sett sör það takmark að verða atvinnumódel, - fyrirsæta og sýningardama. HVOLPALÆTI „Elsku bróðir, ekki bíta af mér hausinn!" gæti aumingja Shar-Pei hvolpurinn á myndinni verið að hugsa. Þessir hvolpar eru af sérstöku kínversku hundakyni, sem er þekkt fyrir það hvernig skinn hund- anna liggur í lausurn fellingum um allan skrokkinn, eins og feldur þeirra hafi verið ætlaður að duga án breytinga allt þeirra líf. Þeir eru eins og krakkar, sem hafa verið klæddir í ný föt vel við vöxt. Það er ekki hægt að kalla þá fallega, þessa kínversku hvolpa, en þeir eru víst ósköp verðmætir. Fimmtudagur 7. ágúst 1986 ÚTLÖND 111 FRÉTTAYFIRLIT Moskva — Sovétstjórnin mun skýra frá því á næstu dögum hvort hún muni fram- lengja hinu ársgamla banni sínu á tilraunir með kjarnorku- vopn. Þetta var haft eftir vara- utanríkisráðherra Sovétríkj- anna. Sænskir varnarsér- fræðingar sögðu í Stokkhólmi í gær að tilraunum með kjarn- orkuvopn hefði fækkað mjög á þessu ári og væri það bein afleiðing banns Sovétmanna. Lusaka — Hömlur Suður- Afríkustjórnar á innflutning gegnum landið til Zambíu munu auka mjög á verulega slæmt efnahagslíf þessarar fátæku þjóðar. Hagfræðingar og bankamenn : Hararesögðu innflutningshömlur stjórnarinn- ar í Pretoríu á Zimbabwe einn- ig hafa slæm áhrif á viðskiptal íf þess lands. Ekki bjuggust þeir þó við að Suður-Afríkustjórn myndi skera algerlega á flutn- inga til og frá landinu. Lundúnir - Sendinefnd stjórnarinnar í Pretoríu, sem nú er í Lundúnum, sagði efna- hagslegar refsiaðgerðir gegn Suður-Afríku verða til þess að hægja á endurbótum og auka viðnámsþrótt hvíta minnihlut- ans í landinu. Jerúsalem - Hæstiréttur í ísrael komst að þeirri niður- stöðu að sakaruppgjöf forset- ans til handa yfirmanni leyni- þjónustu landsins Avraham Shaloms og þriggja aðstoð- armanna hans hefði verið lögleg. Þar með opnaðist leið fyrir aðra leyniþjónustumenn, sem þátt tóku í morðunum á tveimur palestínskum skæru- liðum árið 1984, til að krefjast náðunar. Madríd - Sérfræðingar lögreglunnar og vinstrisinnaðir baskar létu í Ijós efasemdir um að hótun frá Frelsissamtökum baska (ETA) um að íbúar Evrópubandalagsríkjanna á Spáni væru í hættu, kæmu frá samtökunum sjálfum. Helsinki — Embættismenn frá Sovétríkjunum og ísrael munu eiga viðræður í Helsinki 18. og 19. ágúst og ræða þar aukin ræðismannasamskipti. Stjórnmál verða ekki rædd á fundum þessum. Bonn — Stjórn Helmuts Kohl kanslara skýrði frá því að um tíu þúsund flóttamenn hefðu leitað hælis I landinu í síðasta mánuði. Fredrich Zimmermann innanríkisráð- herra sagði stjórnina jafnvel ætla að gera innflytjenda- strauminn að helsta kosninga- málinu í næstu þingkosningum sem fram eiga að fara í janúar á næsta ári. Lundúnir - Margrét Thatcher forsætisráðherra Bretlands var sögð við ágæta líðan eftir að hafa gengist undir vel heppnaða skurðaðgerð á hægri hendi. Bonn — Vestur-þýskt tíma- rit hafði eftir James Baker fjármálaráðherra Bandaríkj- anna viðvörun um að Banda- ríkjastjórn hygðist enn auka verndartollastefnu sína til að hjálpa til að laga hinn gríðar- lega viðskiptahalla Bandarikj-. anna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.