Tíminn - 07.08.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.08.1986, Blaðsíða 8
Svifflugfélagiö 50 ára: Svifflug og sögusýning í tilefni af 50 ára afmæli Svif- flugfélags fslands gengst félagið fyrir svifflugdegi ú Sandskeiði þann 10. ágúst næstkomandi. Dagskráin hefst kl. 14.00. Allar svifflugur félagsins verða til sýnis ásamt nokkrum svifflugum sem félagsmenn eiga. Á dagskránni verður listflug á svifflugum og velflugum, mynd- bandasýning, fyrirlestrar um hvað svifflug er og um upphaf svifflugs á íslandi, sögusýning, kynningarflug og veitingasala. Á sögusýningunni verða sýndar myndir frá starfi félagsins í gcgnum árin, hluti af fyrstu renniflugunni sem notuð var á íslandi, gömul svilfluga: Grunau Baby árgerð 1954 og samantekt á þróun Íslandsmeta í svifflugi. Svifflugfélag íslands var stofnað 10. ágúst 1936 og hefur starfað af miklum þrótti alla tíð síðan. U.þ.b. 50.000 svifflug Jhafa verið flogin hjá félaginu frá upphafi. Einn af stofn- endum félagsins, Sigurður H. Ólafs- son, flýgur enn af fullum krafti. Félagsmenn eru nú u.þ.b. 100. Flog- ið er á Sandskeiði öll kvöld og allar helgar þegar viðrar. Hver sem cr getur komið við og fengiö að fara í kynningarflug eða fengið kennslu í svifflugi. Timann AUGLÝSINGAR 1 83 00 ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun • Bókband PRENTSM IDJAN édddt Cl HF. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÖPAVOGUR SÍMl45000 Listasafn HÍ: Nýtt sýningarsvæði íOdda Listasafn Háskóla íslands hefur nú fengið bjart og rúmgott sýningar- svæði á efstu hæð Odda, hinnar nýju byggingar háskólans, sem cr beint upp af Norræna húsinu og næst ncðan Árnagarðs. Laugardaginn 6. júlíkl. 1.30 verður opnuð þar sýning á 90 verkum úr eigu safnsins, bæði úr frumgjöf þeirra hjóna, Ingibjarg- ar Guðmundsdóttur og Sverris Sig- urðssonar, og öðrum er safnið hefur síðan keypt. Verður sýningin opin daglega fram eftir sumri milli kl. 1.30 og 5.00, og er aðgangur ókeyp- is. Safnið hefur látið prenta snotra og vandaða skrá yfír verk sín, og fæst hún hjá gæslukonu á sýningunni. Eru í henni upplýsingar um safnið og htprentanir margra verkanna. Stjórn Listasafns Háksóla íslands skipa þeir dr. Gylfi P. Gíslason prófessor, formaður, Sverrir Sig- urðsson fyrrum iðnrekandi og Björn Th. Björnsson listfræðingur, sem er umsjónarmaður safnsins. Alþýöuleikhúsiö: Sama leikrit önnur tónlist í tengslum við sýningar Alþýðu- lcikhússins á verki Augustar Strindberg „Hin sterkari" hafa ver- ið haldnir tónleikar sem hefjast u.þ.b. hálfri klukkusund fyrir sýn- ingu. Hingað til hafa komið fram tónlistarmennirnir Kolbcinn Bjarnason flautuleikari og Kristinn Árnason gítarleikari. Fimmtudag 7. ágúst og föstudag 8. ágúst niun Snorri Örn Snorrason leika cinleik á lútu og samanstendur efnisskráin af ýmsum lútuverkum frá Endur- reisnartímanum. Sýningarnar sem haldnar eru f Hlaðvarpanum. Vesturgötu 3, hafa verið mjög vel sóttar og undan- tekning ef ekki hefur verið uppselt. Húsið opnar kl. 20.30 en tón- leikarnir hefjast kl. 21 .OOogstanda með stuttu kaffihléi fram til kl. 21.30, eða þar til leiksýningin hefst. Upplýsingar um iniðasölu eru í síma 19560 frá kl. 14.00 daglega. 8 Tíminn Fimmtudagur 7. ágúst 1986 Fimmtudagur 7. ágúst 1986 Tíminn 9 ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR Molar... ■ Franska knattspymuliðið Racing Club París hefur fest kaup á enn einum útlendingnum. í þetta sinn var það Uruguaymað- urinn Ruben Paz sem spilaði lítillega með landsliði Uruguay í Mexíkó. Fyrir hjá Racing eru tveir aðrir Umguaymenn. Þeir Ruben Umpierrez, sem reyndar er nú kominn með franskt vega- bréf og telst því ekki útlendingur á skýrslu knattspyrnuliðsins, og Enzo Francescoli sem var aðal- stjarna Umguay í Mexíkó. Þá spilar Pierre Littbarski frá V- Þýskalandi með Racing svo nokkuð Ijóst er að einn þeirra verður að vcra á bekknum þar sem lið í Frakklandi mcga bara hafa tvo erlenda leikmenn inn á í einu. ■ Tékkneska hlaupadrottning- in Jarmila Kartochvilkova sem varð tvöfaldur heimsmeistari í Helsinki árið 1983 getur ekki keppt á Evrópumótinu í frjálsum sení hefst í Stuttgart seinna í þessum mánuði. Ástæðan eru meiðsl sem hún varð fyrir á móti í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári. ■ Einn efnilegasti spjótkastari Bandaríkjanna, Bob Roggv, dó með nokkuð skrýtnum, hætti í Houston í Bandaríkjunum í fyrra- dag. Hann var í bíl með félögum sínum og þar sem þetta var sendi- bOI þá lagði hann sig aftan í hon- um. Skyndilega féll hann niður og var látinn er komið var með hann í sjúkrahús. Roggy hafði náð mjög góðum árangri í spjóti og var sá besti árið 1982 til að mynda. ■ Skoski knattspyrnumaðurinn Richard Gough, sem spilaði vel með skoska landsliðinu í Mexíkó, hefur farið fram á að verða seldur frá liði sínu, Dundee United í Skotlandi. Gough segist vilja breyta til og prófa sig annarstað- ar. Tottenham Hotspur í ensku 1. deildinni hefur þegar sýnt honum áhuga. ■ Fjórfaldur Ólympíumeistari árið 1984 á ÓL í Los Angeles í Bandaríkjunum, Carl Lewis, hef- ur látið hafa það eftir sér að hann hyggist hætta keppni eftir að ÓL í Seoul 1988 eru afstaðnir. Lewis varð að draga sig út úr keppni á móti í Houston á dögun- um vegna meiðsla og mun hann ekki geta keppt á sérstökum minningarleikum um Jesse Ow- ens sem fram eiga að fara um svipað leyti og Evrópumótið í Stuttgart. Tennis: íslandsmótið |- hefst í næstu viku Dagana 8.-16. ágúst verður haldið líslandsmót í tennis og er það þriðja 'árið í röð sem mótið er lialdið. Keppt verður í einliða- og tvíliðaleik karla og kvenna auk tvenndarleiks. Þá verður jafnframt keppt í flokkum unglinga 14-16 ára, 11-13 ára og 10 ára og yngri. Keppnin mun fara fram á þremur stöðum, þ.e. fyrri hluti keppninnar verður haldinn á völlum Þrekmið- 'stöðvarinnar í Hafnarfirði og á Vall- argerðisvöllum í Kópavogi, en | undanúrslita- og úrslitaleikir verða j háðir á hinum nýju tennisvöllum Hótel Arkar í Hveragerði dagana 15. og 16. ágúst. Reiknað er ineð góðri þátttöku á mótinu en í fyrra kepptu rúmlega 60 manns á íslandsmótinu í tennis. Fjöldi fólks sem stundar tennis- íþróttina hefur farið vaxandi á undanförnum árum, enda er nú allsæmileg aðstaða til þess að iðka íþróttina á Reykjavíkursvæði Vík- ings í Fossvoginum en enn vantar tennismenn tilfinnanlega aðstöðu til þess að spila innandyra á veturna. Þátttaka tiikynnist í síma 82266 (TBR) fyrir kl. 20 í kvöld. Littbarski og Fransescoli komu ekki í veg fyrir aö Racing tapaöi í Frakklandi í fyrradag. „Fiskileikur“ á Skaganum: Tjallarnir fiskuðu betur Enska knattspyrnuliðið Gtimsby er hér á ferðalagi um þessar mundir í boði Þróttar frá Neskaupstað. í gærkvöldi lék liðið vináttuleik gegn Skagamönn- um á Skaganum og var sá leikur frægur fyrir það að Pétur Pétursson lék með Skagamönnum og skoraði. Guðjón Þórðarson skaut í stöng úr víti og markvörður Skagamanna varði víta- spyrnu. Ekki má þó gleyma að þeir Grímsbæingar skoruðu úr einu víti. Leikurinn endaði síðan 5-2 fyrir Grímsbæinga og var hinn skondnasti á að horfa og höfðu menn gaman af. Enskir gerðu út um leikinn á smá kafla í síðari hálfleik er þeir skoruðu þrívegis eftir að hafa verið undir 1-2 í leikhléi. Pétur Pétursson spilaði á ný með sínum gömlu félögum af Skaganum og skoraði gott mark auk þess sem hann lagði upp annað fyrir Valgeir Barða- son. Skagamenn komust þannig í 2-0 en þeir Grímsbæingar gáfust ekki upp og Cumming skoraði fyrir leikhlé. Rétt eftir upphaf síðari hálfleiks beit ærlega á hjá þeim ensku og þcir fiskuðu þrjú mörk á nokkrum mínútum. Fyrst skoraði Hodgeson úr víti og hann skoraði aftur og loks gerði Wallace mark. Undir lokin var komið að fram- kvæmdastjóranum að skora. Mick Lyons gerði fimmta markið. Frjálsar íþróttir: Met hjá Kristiansen Norska hlaupadrottningin Ingrid Kristiansen náöi besta tínia sem náðst hefur í 5000 m hlaupi kvenna á móti í Stokkhólmi í fyrradag. Kristiansen hljóp á mjög góðum tíma sem mældist 14:37,33. Hún bætti met Zolu Budd frá Bretlandi sem haföi hlaupiö á 14:48,07 í ágúst á síðasta ári. Krist- iansen á einnig besta tínia í heiminum í bæði 10000 in hlaupi og maraþon- hlaupi. Hún er því ókrýnd drottning langhlaupara á meðal kvenfólks. Knattspyrna: Víðismenn vinna kæruna gegn ÍBK Kæran skilarþeim þremur stigum og nokkrum mörkum Héraðsdómstóll Suðurnesja dæmdi í fyrradag Keflvikingum tapaðan leikinn gegn Víði sem Keflvík- ingar unnu 1-0 fyrr í sumar. Víðismenn kærðu á þeirri forsendu að Sigurður Björgvinsson hefur verið í leikbanni í þeim leik en hann lék með ÍBK. Lokatölur leiksins verða því 3-0 fyrir Víði og liðið er nú með 16 stig á meðan Keflavík hrapar í þriðja sætið ■ deildinni með 22 stig. Keflvíkingar geta áfrýjað dómnum til dómstóls KSI innan tveggja vikna. Pétur Pétursson kominná Skagann -mun líklegaspilameö ÍAgegn FH á morgun Pétur Pétursson, knattspyrnumaðurinn síðhærði, er kominn aftur í raðir Skagamanna. Hann mun væntanlega spila með í A gegn FH á föstudagskvöldið. Liðið sem „á“ Pétur er Antwerpen í Bclgíu og hefur það lið gefiðjPétri grænt Ijós á að leika með Skagamönnum í sumar. Þegar er liðinn mánuður frá því að beiðni um félagaskipti voru lögð inn til KSÍ og því ætti ekkert að verða því til fyrirstöðu að Pétur leiki með f A gegn FH á föstudags- kvöldið. Þetta vcrður fyrsti leikur Péturs síðan fyrir átta árum 'en þá skoraði Pétur 19 mörk í 1. deild og setti markamet sem enn stendur. Pétur Pétursson spilar með Skagamönnum á ný eftir átta ára útilegu Bjply Wf Franska knattspyrnan hafin: Stjörnur skinu á öllum völlum Marseilles byrjar best meö alla nýju leikmennina aði Jean-Pierre Papin tvívegis og sigurinn varð Marseilles. Af öðrum leikjum má nefna að Franska 1. deildin í knattspyrnu hófst í fyrrakvöld mcð heilli umferð. Franska knattspyrnan hefur fengið til liðs við sig marga þekkta snillinga í knattspyrnunni og m.a. nokkrar stjörnur frá HM í Mexíkó. Þeir sem hve mestu hafa eytt í stjörnur er lið Marseilles. Meðal stjarna þar eru Karlheinz Förster og Alain Giresse. Eins og við var að búast þá tókst liðinu að sigra Mon- aco, með Sörer Lerby og Manuel Amoros innanborðs 3-1 á opnurtar- deginum. Patrick Cubaynes skoraði fyrst en Amoros jalnaði, síðan skor- Racing Club, með Littbarski og Francescoli í fararbroddi ásamt Luis Fernandez tapaði fyrir Rennes með einu ntarki gegn cngu. PSG, meistar- ar síðasta árs áttu fullt í fangi með Laval. Það var Philippe Jeannol sem skoraði eina mark þessa leiks. Bor- deaux vann nauman sigur á Metz og var það Vercruysse sem skoraði eina mark leiksins fyrir Bordeaux. Nantcs með Burruchaga frá Arg- entínu í aðallilutverki sigraði Lille 1-0 með marki Le Roux. Með Lille leika Belgarnir Vandenbergh og Desmet. Þá spiluðu þeir vel í vörn Brest. Jose Luis Brown frá Argent- ínu og Julio Cesar frá Brasilíu og Best vann LeHavre 2-1. Úrslit í 1. umferð Nice-Toulon .... Nantes-Lille ... Rennes-RC Paris . . Bordeaux-Metz .... Sochaux-St. Etienne Le Havre-Brest . . . Nancy-Auxerre . . . Paris SG-Laval . . . Lens-Toulouse . . . Marseille-Monaco Golf: Landsmót 1987 á Akureyri Frá Gylfa Krístjánssyni á Akureyri: Nú hefur verið ákveðið að Landsmótið í golfi árið 1987 verði haldið á Akureyri. Upphaflega átti mótið að vera í Hafnarfirði, en Hafnfirðingar treystu sér ekki til að taka það. Þá var leitað til GR en vegna vinnu á Grafar- holtsvelli verður ekki hægt að halda mótið þar. Akureyríngar ætla sem sagt að halda Landsmót í golfi 1987 eins og þeir gerðu 1985. í framhaldi af þessari ákvörðun þá ákvað stjórn GA að sækja um að fá að halda NM í golfí fyrir árið 1989. Unglingasveitakeppni Frá Gyifa Krístjánssyni á Akureyri: í morgun hófsl á golfvcllinum á Akureyri svcitakeppni unglinga yngri en 21 árs í golfi. Þetta er í fyrsta sinn sem slfk keppni fer fram og taka 10 sveitir þátt í keppninni. Hún stendur í fjóra daga og verða spilaðar 36 holur á dag. I dag verður 36 holu höggleikur og eftir á verður liðunum skipt í riðla miðað við árangur. Á föstu- dag tii iaugadags verða fyrri 18 holurnar spilar einn gegn einum. ingsfyrirkomulagi en seinni 18 holumar spila einn gegn einum. Margir af bestu kylflngum lands- ins verða með þar á meðal nýbak- aður íslandsmeistari, Úlfar Jóns- son GK. Turnar vann Greg Tumer frá Nýja-Sjálandi sigraði í Opna-skandinavíska meistaramótinu í golfi sem lauk í Ulla í Svíþjóð um helgina. Tumer háði mikið einvígi við Banda- ríkjamanninn Craig Stadler og þurftu þeir að spila bráðabana til að skera úr um hvor hreppti fyrsta sætið. Á fyrstu holu í bráðabananum mistókst Stadler en Tumar fór á pari og sigraði. í þríðja sæti á mótinu varð sigur- vegarínn frá síðasta ári, lan Baker-Finch frá Ástralíu. Leiðrétting Sá hræðilegi misskilningur kom upp í grein um Landsmótið í golfi í blaðinu í gær að sigurveg- arinn Ulfar Jónsson er sagður úr GS. Þetta er bara hreinlega rangt því hann er úr Keili. Úlfar er þó vel að sigri á Landsmótinu kom- inn og vonandi að þessi villa skeinmi ekki gleði hans né ann- arra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.