Tíminn - 14.08.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.08.1986, Blaðsíða 1
KÍNVERSK stjórnvöld hafa tekiö vel í boö Sovétstjórnarinnar um aö leita leiöa til aö bæta samskipti þessara tveggja stórvelda. Wu Xueqian utanríkis- ráöherra Kína sagöi í samtali viö sovéska ráöamenn aö Kínverjar vildu koma á eölilegum samskiptum sem allra fyrst. Hann bætti því þó viö aö enn væri langt í land aö öll deilumál ríkjanna væru komin á hreint og tiltók sérstaklega veru víet- namskra herja í Kambódíu en Víetnam- stjórn nýtur stuðnings Sovétstjórnarinnar. SVISSNESKUR lögreglumaður drukknaði í fyrrinótt er hann reyndi aö bjarga önd frá því að lenda í hringiðu í á skammt utan viö borgina Basel. Maöurinn var góöur sundmaður en straumurinn náöi samt tökum á honum rétt áöur en hann gat teygt sig í andarskömmina. LEYFISBRÉF til verðbréfamiðl- unar hafa veriö gefin út til 9 aðila, en nú eru komin til framkvæmda lög um verö- bréfamiðlun. Samkvæmt þeim eróheimilt að starfrækja veröbréfamiölun nema for- stöðumaður hennar hafi fengið leyfi viö- skiptaráöherra. Til þess þurfa þeir aö uppfylla skilyrði um menntun, og leggja fram 2ja milljóna bankatryggingu. Þeir níu aðilar sem fengið hafa leyfisbréf eru: Davíð Björnsson, Kaupþing hf; Guö- mundur Hauksson, Sparisjóður Hafnar- fjarðar; Gunnar Helgi Hálfdánarson, Fjár- festingarfélag íslands hf; Jóhann Sigur- jónsson, Glitnir hf; Ólafur S. Sigurðsson, Sparisjóður Kópavogs; Siguröur Geirs- son, Útvegsbanki Islands; Sveinn Hann- esson, lönaöarbanki íslands; Tryggvi Pálsson, Landsbanki Islands; Vilborg Lofts, lönaðarbanki íslands. RÆÐISMENN íslands munu funda í Reykjavík 31. ágúst til 4. septem- ber. Slíkir fundir hafa verið haldnir tvisvar áður og er gert ráö fyrir aö til landsins komi á þriðja hundraö manns vegna fundarins. Island er meö ræöismenn í 162 borgum í rúmlega 50 löndum. Þeir eru nær undantekningarlaust ólaunaðir kjörræöismenn. KENNSLUHÆFNI veröur hér eftir metin meira en áöur viö mat á umsóknum um kennarastöður viö land- búnaðarháskóla á Norðurlöndum. Að þessari niöurstööu komust rektorar land- búnaöarháskólanna á fundi á Hvanneyri um síöustu helgi. Fram aö þessu hefur aöaláhersla verið lögö á rannsókna- og vísindastörf umsækjenda en nefndarálit lá fyrir sem mælti meö meira tilliti til kennsluhæfni. HASSSMYGLARI var handtek- inn á Keflavíkurflugvelli á mánudag en á honum fundust 2 kíló af hassi viö tollskoð- un. Maöurinn, sem er tæplega tvítugur, var aö koma frá Luxemborg. Stúlka um tvítugt var handtekin í framhaldi af þessu og krafðist fíkniefnalögreglan gæsluvarö- halds yfir þeim tveim. Söluverömæti hass- ins mun vera um 1,5 milljónir króna á markaði hérlendis. ÞINGVALLAFERÐIN fræga, sem SUJ og ÆFAB ætluöu aö fara í um næstu helgi, virðist vera úr sögunni eftir aö Jón Baldvin Hannibalsson ákvaö aö taka ekki áskorun um aö kappræöa viö Svavar Gestsson í Valhöll á laugardag. Þar meö eru sumarferðin og kappræöurn- ar úr sögunni aö því er Davíð Björnsson formaður SUJ segir í DV í gær. KRUMMI ...hefði þótt gaman að sjá Jón Baldvin og Svavar skegg- ræða í Valhöll... Mætir áætlanaflug British Midland andstööu á íslandi? Midland ætlar að fljúga daglega og lækka gjöld Frá fréttaritara Tímans í London, David Keys Breska flugfélagið British Mid- land gæti mætt andmælum þcgar umsókn þess um áætlunarflug til íslands verður lögð fyrir íslensk flugmálayfirvöld á næstunni. en menn sem vel eru inni í flugmálum telja að íslenskir ráðamenn muni hreyfa mótbárum við áætlanir fé- lagsins. Ráðamenn Midland neita að tjá sig um málið. Tíminn hefur upplýsingar um að British Midland, annað stærsta flugfélag í Englandi, áætli að fljúga daglega á milli Heathrow, Glasgow og Keflavíkur og ætli að bjóða lægri flugfargjöld en Flugleiðir. Hvorttveggja mun koma upp á fundi sem fyrirhugaður er fljótlega milli fulltrúa Midland og íslenskra stjórnvalda. Sérfræðingar um flugmál telja líklegt að íslensk flugmálayfirvöld telji daglegar áætlunarferðir, til bæði Heathrow og Glasgow. á niðursettu verði, vera ógnun við hagsmuni Flug- leiða, sem nú fljúga daglega til Heathrow (fjórum sinnum á viku yfir vetrarmánuðina), og þrisvar í viku til Glasgow. Islensk yfirvöld skilgreina ferðir til Glasgow og Heathrow sem tvær aðskildar flugleiðir, og líklegt er að bresk og íslcnsk stjórnvöld verði að komast að samkomulagi um túlkun á núgildandi flugþjón- ustusamningi milli landanna tveggja, áður en British Midland getur hafið sínar áætlunarferðir. Ef þessi hugsanlegu vandamál leys- ast er líklegt að Midland reyni að hefja áætlunarflug snemma í apríl á næsta ári. Til flugsins yrðu notað- ar DC-9 vélar, sem taka allt að 85 farþega. British Midland er stærsta flugtelugið í einkaeign í Bretlandi. Það er með yfir 100 áætlunarferðir á dag og flytur 1,7 milljónir farþega á ári. Félagið á 17 flugvélar, þar af 8 DC-9 vélar og flýgur til 11 flugvalla utan Bretlands, þar á meðan Amsterdani, París og Brussel. Á flugleiðinni London- Amsterdam eru fargjöld félagsins 25% ódýrari en keppinauta þess, og félagið er þekkt fyrir lág fargjöld í innanlandsflugi. Veðurbliðan í gærmorgun lokkaði umsjónarmenn morgunþáttar útvarpsins út fyrir dyr og settust þau að niður á Austurvclli ásamt gcstaplötusnúð þáttarins Ragnhildi Gísladóttur Stuðmanni, sem sést hér lengst til vinstri. Við hlið hennar eru Kolbrún Halldórsdóttir og Gunnlaugur Helgason. * (Timamynd-Gísli F.gilii Okurmáliö: Fyrsti dómurinn kveðinn upp í gær Fyrsti dómurinn í okurmálinu var kveðinn upp í Sakadómi Reykjavíkur í gær. Björn Pálsson, ungur Reykvíkingur, var dæmdur í 1.400 þúsund króna sekt fyrir að taka okurvexti af Hermanni Björg- vinssyni að upphæð 350 þúsund krónur. Pétur Guðgeirsson saka- dómari kvað upp dóminn. Björn er dæmdur til að greiða fjögur hundruð þúsund krónur í ríkissjóð en hinn hluti upphæðar- innarerskilorðsbundinn til þriggja ára, sem þýðir að geri hinn dæmdi ekkert saknæmt af sér næstu þrjú ár fellur sektin niður. Um er að ræða eina milljón sem er skilorðs- bundin og er forsenda skilorðsins sú að talið er vonlaust að hann fái greidda ávísun þá sem hann fékk frá Hermanni en ekki hefur fengist innleyst. í dómsorði segir ennfrem- ur að hinn dæmdi hafi ekki notfært sér neyð annarra og þvingað til greiðslu okurvaxta, heldur hafi hann látið Hermann hafa pening- ana sem hann síðan notaði í út- lánastarfsemi og tekið þar vexti sem voru umfram hæstu lögleyfðu vexti Seðlabankans. Þarsegireinn- ig að Seðlabankinn hafi brugðist þeirri lagaskyldu sinni að auglýsa hámarksvexti á árinu 1984 þegar lánastarfsemi Hermanns fór fram og á þeirri forsendu er hinn dæmdi einnig sýknaður að hluta. Eftir er að kveða upp alla hina dómana í okurmálinu, en nú bíða mál 70 aðila eftir úrskurði Saka- dóms Reykjavíkur í okurmálinu. ABS Þyrla Landhelgis- gæslunnar: Náðií slasaðan mann - til Akraness Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti mikið slasaðan mann til Akraness seinnipartinn í gær og var hann lagður inn á Borg- arspítalann í Reykjavík. Mað- urinn hafði verið fluttur frá Borgarfirði með sjúkrabíl til Akraness þar sem þyrlan tók við honum. Lögreglan í Borgarnesi neit- aði að gefa upplýsingar um hvernig maðurinn slasaðist eða tildrög slyssins. ABS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.