Tíminn - 14.08.1986, Qupperneq 3

Tíminn - 14.08.1986, Qupperneq 3
Fimmtudagur 14. ágúst 1986 Tíminn 3 Umferðarteppa í Borgartúni dagleqa: STÍFLA VEGNA HOLRÆSAGERDAR - losnar tímabundið 18. ágúst Vegna holræsagerðar er Sætún nú lokað frá Klöpp og inn að Kringlumýrarbraut og hefur verið í allt sumar. Umferð út úr hringtorgi við Skúlatorg, sem áður fór um Sætún, fer því nú um Borgartún. At þessu leiðir hin mesta umferðar- teppa í Borgartúninu á álagstimum dags og dæmi eru um að menn scu hálftíma að komast frá Skúlatorgi og inn á Kringlumýrarbraut, þegar mest umferðin er. Að sögn gatnamálastjóra mun holræsagerðinni ekki Ijúka fyrr en í október og verður fólk því að taka á þolinmæðinni þangað til. Hinsvegar verður opnað tímabundið í aðra áttina fyrir afmælisdag Reykjavíkur og verður þá hægt að aka í vestur frá Kringlumýrarbraut og að Skúla- torgi, en síðan verður Sætúnið ekki opnað fyrir umferð fyrr en í október. Holræsagerð gengur samkvæmt áætlun að sögn gatnamálastjóra. ABS Þolinmæðisvegur: - Svona var umferðin í Borgartúninu milli kl. 16.00 og 17.00 í gær. Samfelld bflaröð var frá Skúlatorgi og inn að Kringlumýrarbraut. (Tímamynd: Gísli Egill) Stuðmenn skemmta á krá Veitingahúsinu Duus við Fisc- hersund virðist vera að vaxa fiskur um hrygg. í fyrrakvöld héldu þar Stuðmenn tónleika í nýjum sal veitingahússins, en þeim var mynd- varpað af þremur skjám víða um húsið, því að færri komust að í tónleika- og danssalnum, en vildu. Eftir stækkun rúmast um 300 manns í Duus-húsi. Þar eru vín- veitingar og á matseðlinum má finna ýmsa nýstárlega rétti á ís- landi, svo sem svínarif, að amerísk- um hætti, sagði Már Guðlaugsson, framkvæmdastjóri staðarins. Hann sagði ennfremur að í bfgerð væru fleiri tónleikar, en lét ekki uppi eftir hvaða hljómsveitum hefði vcr- ið leitað í það. Stuðmenn riðu því á vaðið við að skapa hefð, að því er forráða- menn Duus-húss vona. Aðgangseyrir var 500 krónur, en varla dugir það til að greiða stór- hljómsveit sem Stuðmönnum? Þeir taka að sjálfsögðu ekki 2,5 milljónir hér,“ svaraði Már. Þj Umferðar- átakið dregur úr slysum Verulega dró úr slysum í um- ferðinni í júlí síðastliðnum miðafi við júlí í fyrra, samkvæmt bráða- birgðaskráningu lögreglu um um- ferðarslys. Þannig fækkaði slysum úr 76 í 51 og slösuðum úr 121 í 76. Sérstaklega fækkaði slysum i Reykjavík mikið, úr 19 í 8. Umferðarátak lögreglu og Um- ferðarráðs gegn of hröðum akstri og ölvunarakstri hófst í júlí og stendur enn, og má reikna með að þessi fækkun slysa standi í sam- bandi við það átak. Mun færri slys með meiöslum hafa orðið í umferðinni það sem af er ársins en í fyrra. Þannig telur lögreglan 258 slys með meiðslum það sem af er ársins, og 389 slasaða, en í fyrra slösuðust 549 í 357 slysum. Dauðaslys eru þó ívið fleiri í ár en í fyrra eða 15, þar sem 17 hafa látist, en í fyrra höfðu 13 látist í 13 slysum. Egill Ólafsson og Ragnhildur Gísladóttir fóru á kostum, þrátt fyrir að þau eigi að venjast stærra sviði. (Tímamynd: Pclur) Duus hús: Magnús Finnsson, framkvæmdastj. Kaupmannasamtakanna: Sama smásöluálagning nú og sex-mannanefnd ákvað - en bændafyrirtækin hækkuðu heildsöluálagninguna „Ég vil leiðrétta þá rangfærslu Gunnars Guðbjartssonar, þar sent hann segir í Tímanum í dag að hátt kartöfluvcrð sé kaupmönnunum að kenna. Ég vil benda honum og öðrum á að smásöluverslunin sem slík hefur núna hlutfallslega sömu álagningu og á meðan sex-manna- nefndin skammtaði álagninguna - eða frá 15-20%, samkvæmt könnun sem verðlagsstofnun gerði nýlega og annarri sent við gerðum í gær hjá okkar félagsmönnum," sagði Magn- ús Finnsson, framkvæmdastjóri Kaupmannasamtakanna í samtali við Tímann í gær. „Það kemur hins vegar í ljós við fyrstu verðlagningu á nýjum kartöfl- um í haust, að heildsöluálagningin sem áður fyrr var 20% fór nú í 25% og er 34% nú í dag, eða miklu hærri en smásöluálagningin. Þessi álagn- ing hjá dreifingaraðilunum er allt of há, eðlileg heildsöluálagning væri í kring um 10%. En þarna er um að ræða fyrirtæki bændanna sjálfra sem slíkra, t.d. Ágæti og Þykkvabæjar- kartöflur. Þar við bætist að við fyrstu verð- lagningu núna var verðhækkunin 10-20% framyfir almennar verðlags- hækkanir í landinu. Þetta þýðir það. að bændur sem komu til ráðherra á dögunum og báðu um verndartolla á inntluttar kartöflur, þeir hafa nú ntiðað verðlagningu sína á kartöflum upp úr garðinum við kartöflur með 50% verndartolli og hækkað verðið sem því nemur. Samkvæmt þessu vísa ég algerlega á bug þeim ásökunum að hækkun á kartöfluverði núna sé vegna smá- söluálagningar eða kaupmanna - hún er öll vegna bændanna sjálfra og dreifingaraðila þeirra sjálfra. Bóndinn, sem í blaðinu var að tala um örlagadóm fólksins í landinu, verður síðan að gera sér grein fyrir að hann þarf að borga 5% af heild- söluverðinu á kartöflunum sínum til Framleiðsluráðs, fyrir Gunnar Guð- bjartsson". Magnús Finnsson taldi einnig rétt að benda bændum á það að þau lögmál að þeint væri öllum frjálst að framleiða eins mikið og þeir gætu án tillits til sölu gildi ekki lengur. Þeir væru rétt að átta sig á því varðandi kindakjötið núna, en hljóti einnig að þurfa að átta sig á því með garð- ávextina. Jafnframt vildi hann benda á, að hann hcfði eftir traustum heimildum að innfluttar nýjar kartöflur - með verndartollum og öllu - væri nú hægt að selja fyrir 44-57 kr. kílóið, út úr búð. Hveragerðishreppur 40 ára: Menningardagskrá stendur út vikuna Hvergerðingar halda upp á það í þessari viku að 40 ár eru liðin síðan Hveragerðishreppur var stofnaður, og af því tilefni mun sérstök hátíða- dagskrá standa út þessa viku. Upphafið að stofnun hreppsins má rekja til ársins 1945 þegar íbúar í byggðakjarnanum sem myndast hafði í Hveragerði, stofnuðu félag sem kallað var Hreyfingin, og var fyrsti formaður þess Kristmann Guðmundsson rithöfundur. Hreyf- ingin var vísir að sveitarstjórn og fíngin var vísir að sveitarstjórn og innheimti m.a. 100 króna gjald af íbúum til að kosta sameiginlegt við- hald á hitaveitu, götum og fleiru. Hreyfingin fór síðan fram á það við Ölfushrepp að hann kannaði hvort íbúar Hveragerðis vildu stofna sér- stakan hrepp. Sú skoðanakönnun fór fram þá unt haustið og var stofnun Hveragerðishrepps sam- þykkt með 95 atkvæðum gegn 85. Dagskrá afmælishátíðarinnar, eða menningarvikunnar, hófst s.l. laug- ardag með opnunarhátíð þar sem Vigdís Finnbogadóttir forseti var sérstakur heiðursgestur. Þá voru opnaðar þrjár sýningar í Iþróttahúsinu: blómasýning, mál- verkasýning og handiðnaðarsýning. Þessar sýningar verða opnar kl. 14-21 út vikuna, en á þeim eru eingöngu verk eftir Hvergerðinga. Jafnframt verður Garðyrkjuskólinn á Reykjum opinn almenningi á sama tíma og sýningarnar eru opnar. Á sunnudaginn var hátíðamessa í Hveragerðiskirkju og seinna um daginn var söngskemmtun þar sem karlakórinn Fóstbræður söng. Á miðvikudagskvöldið var skálda- kvöld í Hótel Örk, þar sem lesin voru verk eftir skáld sem sett hafa svip á Hveragerði. I kvöld, fimmtudag, verður tón- listarkvöld í Hveragerðiskirkju, en annað kvöld verða popphljómleikar í Hótel Ljósbrá, (Hótel Hveragerði) þar sem Greifarnir koma fram. Á laugardagskvöldið verður síðan hinn margfrægi Blómadansleikur, þar sem Blómadrottning verður krýnd, °g hátíðinni lýkur síðan á sunnudag- inn 17. ágúst með skemmtidagskrá í íþróttahúsinu, sem hefst kl. 17.00og flugeldasýning í Edengarði slær botninn í vikuna. Hveragerðiskirkja setur sérstakan svip á Hveragerði og þar fara fram nokkrir liðir á hátíðardagskránni.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.