Tíminn - 14.08.1986, Qupperneq 5
Fimmtudagur 14. ágúst 1986
Tíminn 5
ÚTLÖND
lllllllllllll!
25 ár liöin frá byggingu Berlínarmúrsins:
MINNISMERKIUM
MISKUNNARLEYSI?
- eða mannvirki sem bjargaði friðnum í Evrópu
Kcrlín-Rcutcr
Helmut Kohl kanslari Vestur-
Þýskalands kallaði Berlínarmúrinn í
gær minnismerki um miskunnarleysi
en hinum megin við hinn hvíta vegg
var haldin hersýning í tilefni þess að
25 ár eru liðin síðan austur-þýsk
yfirvöld létu byggja þenna 160 kíló-
metra langa múr.
„Við viljum manréttindi og frið
við landamærin í miðju Þýskalands.
Veggur með vír og skipanir um að
skjóta þurfa að víkja,“ sagði Kohl á
fundi í Vestur-Berlín.
í Austur-Berlín hélt Erich Hon-
ecker leiðtogi Austur-Þjóðverja
ræðu og sagði þar byggingu múrsins,
er hófst þann 13. ágúst 1961 og var
lokið á örskömmum tíma, hafa
bjargað friðnum í Evrópu.
Margar herdeildir Austur-Þjóð-
verja þrömmuðu eftir Karl-Marx-
stræti í tilefni dagsins og börn veif-
uðu þjóðfánanum.
Það voru einmitt hermenn sem
hlóðu rnúrinn árið 1961 þegar efna-
hagslíf Austur-Þýskalands var í mol-
um vegna flótta tæknimenntaðs fólks
yfir til Vestur-Þýskalands.
í gær voru 25 ár liðin síðan Austur-
Þjóðverjar hófu að reisa Berlínar-
múrinn.
Reagan á fréttamannafundi sem sjónvarpað var um Bandaríkin:
Minnið brást forsetanum
Nefndi svartan biskup sem enginn kannaðist við -
Reagan vongóður um að af leiðtogafundi verði á þessu ári
Chicago-Rcutcr
Minnið brást Ronald Reagan
Bandaríkjaforseta á fréttamanna-
fundi sem sjónvarpað var unt Banda-
ríkin í fyrrinótt. Þar varði hann
andstöðu sína við efnahagslegar
refsiaðgerðir gegn Suður-Afríku og
sagði marga hófsama svertingjaleið-
toga í landinu vera sammála sér í
þessu efni m.a. svartan biskup sem
hafði sagt honum persónulega frá
samþykki sínu.
Reagan var beðinn um að nefna
biskupinn á nafn en virtist ekki
koma því fyrir sig: “...Þið hafið
aldrei heyrt hans getið en ég held að
það sé Moreno eða Moranerema,"
sagði forsetinn og bætti því við að
hann væru leiðtogi fjögurra og hálfr-
ar milljónar kristinna svertingja.
Sérfræðingar um málefni Suður-
Afríku í Washington stóðu á gati og
gátu ekki komið fyrir sig þessu
nafni. Talsmaður suður-afríska
sendiráðsins í borginni kom hinsveg-
ar með líklegustu skýringuna. For-
setinn átti hér líklega við Barnabas
Lekganyane leiðtoga kirkju Zíon-
ista. Höfuðstöðvar kirkjunnar eru
aftur á móti í Mount Moria og þarna
gæti misskilningurinn legið.
Indland:
Nýja Dclhi-Rcuter
Rajiv Gandhi forsætisráðherra
Indlands sagði í gær að Mikhail
Gorbatsjov Sovétleiðtogi myndi að
öllum líkindum koma í opinbera
heimsókn til Indlands á þessu ári.
Það var indverska fréttastofan PTI
sem skýrði frá þessu og hafði eftir
Gandhi að heimsókn Gorbatsjovs
hefði „næstum fengist staðfest".
Gandhi sagði væntanlega heim-
sókn hafa verið rædda á óopinber-
um fundi sem hann átti við ráða-
kemur
menn í Moskvu síðastliðinn mánu-
dag. Forsetinn var þá á leið heim
frá Tékkóslóvakíu en þurfti að
lenda í Moskvu vegna vélarbilunar
sem varð í flugvél hans.
Verði af heimsókn Gorbatsjovs
er það í fyrsta skipti sem Sovét-
leiðtogi heimsækir Indland síð-
an Leonid Brezhnev heitinn heim-
sótti landið árið 1980. Indland og
Sovétríkin skrifuðu undir vináttu-
sáttmála árið 1971.
„Ég held að það sé náunginn,"
sagði talsmaðurinn. “Kirkja hans
telur um 4,5 milljónir manna,“ bætti
hann við.
Reagan tók annars nokkuð harða
afstöðu gegn viðskiptaþvingunum á
Suður-Afríku og taldi slíkar tillögur
vera að mestu runnar undan rifjum
vinstrisinnaðra hreyfinga í landinu
og átti þar greinilega við Afríska
þjóðarráðið (ANC) sem leitt er af
hinum fangelsaða Nelson Mandela.
Forsetinn kom víða við á fundi
þessum og sagði skoðanir sínar á
mörgum málefnum. Hann var t.d.
nokkuð vongóður um að af leiðtoga-
fundi milli hans og Mikhail Gorbat-
sjovs yrði á þessu ári. Bandarískir
embættismenn hafa haldið því fram
að Gorbatsjov sé fús til að semja um
afvopnunarmál við Reagan hið
fyrsta vegna lélegrar efnahagslegrar
afkomu Sovétríkisins.
Kína:
Svíþjóð:
Eyðni er
að aukast
Stokkhólmur-Rculer
Fjöldi manna í Svíþjóð sem
ber í sér eyðnisveiruna alræmdu
er kominn yfir þúsund. Þetta
kom fram í upplýsingum Veiru-
rannsóknarstofu ríkisins þar í
landi.
Veiran HTLV-3 var fundin í 59
einstaklingum í síðasta mánuði
og alls hafa því starfsmenn rann-
sóknarstofunnar fundið veiruna í
1.035 manns.
Veiran, sem berst aðallega
milli manna við samfarir eða nteð
nálum sem eiturlyfjasjúklingar
deila með sér, veldur í suraum
einstaklingunum hinum banvæna
sjúkdómi eyðni (AIDS) er brýtur
niður varnarkerfi líkamans.
Eyðni hefur hingað til orðið 35
manns að bana í Svíþjóð en alls
hafa 65 einstaklingar fundist með
sjúkdóminn.
Nicaragua:
SJÁLFBODALIDAR
í ÖRUGGARA SKJÓL
Frjálsar ástir fara
ekki vel í yfirvöld
„Börn Guðs“ rekin úr landi á þeirri forsendu
Manaj>ua-Rcutcr
Stjórnin í Nicaragua kom mörgum
á óvart í gær er fréttist að hún hefði
ákvcðið að allir erlendir sjálfboða-
liðar í landinu yrðu fluttir frá hættu-
svæðum til öruggari staða. Nýlega
létu þrír Evrópubúar lífið í árás
hinna svokölluðu Contraskæruliða
sem Bandaríkjastjórn styður.
„í síðustu viku ákvað forsetinn að
flytja alla erlenda sjálfboðaliða frá ■.
svæðum þar sem yfir vofir hætta á
árásum skæruliða," sagði einn evr- • ,
ópskur sendiráðsstarfsmaður í sam-
tali við fréttamann Reuters í gær.
Ákvörðun þessi kom erlendum
stjórnarerindrekum í landinu nokk-
uð á óvart en hún fylgir í kjölfar
beiðni vestur-þýskra stjórnvalda um
flutning erlendra sjálfboðaliða til
öruggari svæða.
í síðasta mánuði létust þrír evr-
ópskir sjálfboðaliðar í árás skæruliða
á farartæki þeirra. Einn mannanna
var Vestur-Þjóðverji og annar var
svissneskur. Alls hafa því sex Evr-
ópubúar látið lífið f Nicaragua vegna
stríðs stjórnarhersins við „frelsis-
hetjur" Reagans Bandaríkjaforseta,
hina svokölluðu Contra-skæruliða
sem hafa bækistöðvar sínar innan
landamæra Hondúras.
Vestur-þýska stjórnin hefur sakað
hina vinstri sinnuðu stjórn í Nicarag-
ua um ábyrgðarleysi fyrir að leyfa
sjálfboðaliðum að starfa á svæðum
þar sem stríðsátök eiga sér stað.
Nicaraguastjórn hefur aftur á móti
varpað sökinni á Bandaríkjastjórn
fyrir að fja'rmagna baráttu Contra-
skæruliðanna.
Hoiijí Kong-Reuter
Rúmlega tuttugu manns sem eru
meðlimir trúarsafnaðar í Kína hefur
verið vísað úr landi fyrir þá sök að
boða frjálsar ástir. Það var dagblað
í Hong Kong sem skýrði frá þessu í
gær.
Dagblaðið, Ta Kung Pao scm er
hlynnt stjórninni í Pekíng, sagði
meðlimi safnaðarins „Börn Guðs“ í
Pekíng, Shanghai og Canton hafa
verið gert að yfirgefa landið á síðustu
tveimur vikum.
Blaðið hafði eftir embættismönn-
um í Pckíng að trúarsöfnuðurinn
Á timabilinu 1. mai til 30. sept.
hefði sett á stofn hinn „Yndislega
hljómlistarklúbb" í Canton til þess
eins að fá ungmenni í kynsvall og
klámmyndagláp.
Rúmlega 200 kínverskir unglingar
hafa að undanförnu gengið í söfnuð
þennan en að sögn embættismann-
anna hafa þeir nú farið í gegnum
„endurmcnntun" og slitið öll tengsl
sín við „Börn Guðs“.
Kínversk stjórnvöld gáfu ekki upp
nöfn og þjóðerni þeirra sem reknir
voru úr landi. Þau munu hinsvegar
vera að huga að því að banna það
sem þau kalla „falstrú".
A timabilinu 1. juni til 31. agust
Manudaga: Frá Stykkishólmi kl 09.00 Frá Brjánslæk kl 14.00 Til Stykkishólms kl 18 00 fyrir brottför rútu til Rvk 'Fimmtudaga: Samatimataflaog mánudaga Föstudaga: Frá Stykkishólmi kl 14.00. eftirkomu rútu. Viðkoma i inneyjum Frá Brjánslæk kl. 19.30 Til Stykkishólmskl. 23.00 Þriðjudaga Fra Stykkisholmi kl 14 00 eftir komu rútu. Fra Brjánslæk kl. 18.00 Til Stykkishólms kl. 21-30 Laugardaga Frá Stykkishólmi kl. 09.00 Sigling um suðureyjar Fra Brjánslæk kl. 15.00 Til Stykkishólms kl. 19 00
A tímabilinu t. iúlí til 31. áqúst
Miðvikudaga: Frá Stykkishólmi kl. 09 00 Frá Brjánslæk kl. 14.00 Til Stykkishólms kl. 18.00. fyrir brottför rútu
Viðkoma er avallt i Flatey á báðum leiðum
Bilaflutninga er nauðsynlegt að panta með fyrirvara.
Frá Stykkisholmi: Frá Brjánslæk:
Hjá afgreiðslu Baldurs Hjá Ragnari GuðmundssynL *
Stykkishólmi, s.: 93-8120 Brjánslæk, s.: 94-2020. *
Lestunar-
áætlun
Skipadeild Sambands-
ins mun ferma til ís-
lands á næstunni sem
hér segir:
Aarhus:
Alla þriðjudaga
Svendborg:
Alla miðvikudaga
Kaupmannahöfn:
Alla fimmtudaga
Gautaborg:
Alla föstudaga
Moss:
Alla'laugardaga
xLarvik:
Alla laugardaga
Hull:
Alla mánudaga
Antwerpen:
Alla þriðjudaga
Rotterdam:
Alla þriðjudaga
Hamborg:
Alla miðvikudaga
Helsinki:
Hvassafell.... 28-29/8
Gloucester:
Jökulfell....... 4-6/9
New York:
Jökulfell..........8/9
Portsmouth:
Jökulfell..........8/9
St. John’s:
SKIRADEILD
SAMBANDSINS
Sambandshúsinu
Pósth. 180 121 Reykjavík
Sími 28200 Telex 2101
Varahlutir í
MASSEYFERGUSON
ágóðu verði
WÉHJ\IR& •
Jámhálsi 2 Simi 83266 TIORvk
Pósthólf 10180