Tíminn - 14.08.1986, Qupperneq 12

Tíminn - 14.08.1986, Qupperneq 12
12 Tíminn S.U.F.- þing Sambandsþing SUF hiö 21. verður haldið í Hrafnagils- skóla í Eyjafirði 29.-30. ágúst 1986. Dagskrá: Föstudagur 29. ágúst. 1. kl. 16:00 Mæting 2. kl. 17:00 Þingsetning, Finnur Ingólfsson formaður SUF. 3. kl. 17:15 Kosning starfsmanna þingsins: a. Þingforsetar (2) b. Þingritarar(2) c. Kjörnefnd(8) 4. kl. 17:20 Skýrslastjórnar a. Formanns b. Gjaldkera 5. kl.17:45 Ávörp gesta 6. kl. 18:00 Framsóknarflokkurinn. Afl nýrratíma. a. Staða Framsóknarflokksins í íslenskum stjórnmálum. b. Niðurstöður þjóðmálakönnunar SUF c. Megináherslur Framsóknarflokksins í stjórnmálum næstu árin. 7. kl. 19:00 Kvöldverður 8. kl. 20:00 Kynning á drögum að ályktunum. a. Stjórnmálaályktun b. Megináherslur Framsóknarflokksins í íslenskum stjórnmálum næstu árin. 9. kl. 20.30 Almennarumræður 10. kl. 22:30 Kvöldvaka Laugardagur 30. ágúst. 1. kl. 8:00 Morgunverður 2. kl. 8.30 Nefndarstörf a. Stjórnmálanefnd b. Flokksmálanefnd 3. kl. 12:00 Hádegisverður 4. kl. 13:00 Knattspyrna, sund 5. kl. 14:00 Kynning á álitum nefnda, umræður og afgreiðslamála. 6. kl. 17:30 Kosningar 7. kl. 18:00 Önnurmál 8. kl. 19:30 Þingslit 9. kl. 20:00 Kvöldskemmtun. Sunnudagur 31. ágúst 1. kl. 10:00 Morgunverður 2. kl. 12:00 Lagt af stað frá Hrafnagilsskóla. Stjórnin Blaðberar óskast STRAX / eftirtalin hverfi. H Skerjafjörð Hafnarfjörð Garðabæ Tirninn SIÐUMULA 15 © 686300 Fimmtudagur 14. ágúst 1986 Óskar Bjartmarz. 95 ára afmæli Óskar Bjartmarz, fyrrv. forstööumaö- ur Löggildingarstofunnar, verður 95 ára á morgun, þ. 15. ágúst. Hann tckur á móti gcstum kl. 16.00- 18.00 (4-6) á afmælisdaginn í Seljahlíð, heimili aldraðra í Breiðholtshverfi, þar sem hann er búsettur nú. 80 ára afmæli Benjamín Markússon, fyrrv. bóndi, Ystu-Gördum í Kolbeinsstaðahreppi veröur áttræöur þann 18. ágúst næstkom- andi. Hann tekur á móti gestum laugar- daginn 16. ágúst kl. 16.00 (4 síöd.) í félagsheimilinu Lindartungu í Kolbeins- staöahreppi. Bæjarleiðir og Safnaðarfélög Langholtskirkju bjóða öldruðum í Langholts- sókn í ferð Bifreiðastjórar Bæjarleiða og fjölskyld- ur þeirra bjóða öldruðum velunnurum Langholtskirkju i ferð miðvikudaginn 20. ágúst n.k. Haldið er kl. 13.00 austur yfir fjall að skólasetrinu Skógum undir Eyjafjöllum. Leiðsögumaður í ferðinni er Jón Árnason skólastjóri. Byggðasafnið verður skoðað undir leiðsögn l'órðar fræðaþular Tómas- sonar. Félagar úr Kven- og bræðrafélögum safnaðarins aðstoða eftir föngum og bjóða til kaffidrykkju í Skógum. Munið, að það er lagt af stað frá Safnaðarheimilinu stundvíslega kl. 13.00. Áratuga reynsla sannar að þessir ferða- dagar hafa alltaf verið sólskinsdagar - hvernig sem viðrar. Bæjarleiðir og safnaðarfélög Lang- holtskirkju. Grímnir Grímuvinnustofa Leikhús og sállækningar 5 kvölda námskciö byggt á grímugerö, Itinuni forna seið, leikrænni tjáningu og nútíma sállækningum. Undirskrift grímuvinnustofunnar ntá vera þessi gamla setning, maður þekktu sjáifan þig, (já og listin er leikur). Kynningarkvöld að þrídrangi Tryggvagötu 18. þann 15. ágúst '86 kl. 20.00. Leiðbeincndur: Tryggvi Hansen og Sig- ríður Eyþórsdóttir. Tími: Fimm næstu miðvikudagskvöld kl. 19.23 20. ág. - 27. ág. - 3. sept. - 10. sept. - 17. sept. Verð: 3000 kr. Staður: Þrídrangur Tryggvagötu 18 og (sjá nánar tilkynnt um síma þ.e. stundum á verkstæði og undir berunt himni). Skráning: Þrídrangur stma 622305 dag hvern milli kl. 14 og 81. Opið hús i Norræna Ihúsinu - Fyrirlestur umkirkjusögu íslands Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskupverð- ur næsti fyrirlesari í Opnu húsi, dagskrá fyrir norræna ferðamenn, fimmtudaginn 14. ágúst kl. 20.30. Fyrirlesturinn nefnist „Úr kirkjusögu íslands" og verður fluttur á sænsku. Eftir kaffihlé veröur sýnd kvikntynd Ósvalds Knudsens „Sveitin milli sanda" með norsku tali. Nú fer senn að líða að lokum þessarar sumardagskrár Norræna hússins, en að- sókn hefur verið mjög góð að Opnu húsi í sumar, og góður rómur gerður að fyrir- lestrunum. Síðasti fyrirlesarinn í Opnu húsi, fimmtudag 21. ágúst verður sr. Heimir Steinsson, þjóðgarðsvörður og talar hann um Þingvelli. Bókasafn og kaffistofa Norræna húss- ins verða opin til kl 22, eins og venja er á fimmtudögum, þegar Opið hús er á dagskrá. Sumarsýning Norræna hússins er opin daglega kl. 14-19 og lýkur sunnudaginn 24. ágúst. Ættarmót í Njálsbúð Afkomendur Sigríðar Oddsdóttur og Þorsteins Ólafssonar frá Álfhólahjáleigu í Vestur-Landeyjum, föstudaginn 15. ágúst. Það hefst kl. 20.00 og stendur til laugardagskvölds 16. ágúst. Sumarferð Átthagasamtaka Héraðsmanna Átthagasamtök Héraðsmanna efna til hópferðar að Veiðivötnum laugardaginn 30. ágúst n.k. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að hafa samband við Hrein Kristinsson í síma 84134 sem fyrst. Sumarleyfisferðir Ferðafélagsins 1) 14.-19. ágúst (6 dagar): Fjörður - Hvalvatnsfjörður - Þorgeirsfjörður. Flugleiðis til og frá Akureyri. Gist í svefnpokaplássi á Grenivík, dagsferðir þaðan í Fjörðu. 2) 15.-19. ágúst (5 dagar): Fjallabaksleiðir og Lakagígar. Ekið um Fjallabaksleið nyrðri, gist í Landmannalaugum, næst er gist á Kirkjubæjarklaustri og farin dags- ferð um Lakagígasvæðið. Frá Kirkju- bæjarklaustri er ekið um Fjallabaksleið syðri til Reykjavíkur. 3) 15.-20 ágúst (6 dagar): Landmanna- laugar - Þórsmörk. Gengið milli göngu- húsa F.í. Fararstjóri: Dagbjört Öskars- dóttir. 4) 21.-24. ágúst (4 dagar): Núpsstaða- skógur. Ekið austur fyrir Lómagnúp í tjaldstað við fossinn Þorleif míganda. Gönguferðir um nágrennið, Núpsstaða- skóg og víðar. 5) 22.-27. ágúst (6 dagar): Landmanna- laugar - Þórsmörk. Gengið milli göngu- húsa F.l. Fararstjóri: Jóhannes I. Jónsson. Ferðafélagið býður upp á ódýrar og öruggar sumarleyfisferðir. Skoðið ísland og ferðist með Ferðafélagi íslands. Ferðafélag íslands. Helgarferðir F.í. 15.-17. ágúst 1) Álftavatn - Laufafell - Skaftártungur. Gist í sæluhúsi F.í. við Álftavatn. öengið á Laufafell. Ekin er Fjallabaksleið syðri að Álftavatni og síðan til baka um Skaftártungur. 2) Landmannalaugar - Eidgjá. Ekið um Jökuldali í Eldgjá og gengið að Ófæru- fossi. Gist í sæluhúsi F.l. í Laugum. 3) Þórsmörk. Gist í Skagfjörðsskála. Fólk sem á eftir sumarleyfi ætti að athuga dvöl í Þórsmörk. 4) Hveravellir - Þjófadalir - Hvítárnes. Gist í sæluhúsi F.í á Hveravöllum.Heitur pottur til baða og afar góö aðstaða. Farmiðasala og upplýsingar á skrifstof- unni, Öldugötu 3. Ferðafélag Islands. Útivistarferðir Helgarferðir 15.-17. ágúst 1. Núpsstaðarskógar - Brottför föstudag kl. 18.00. Gönguferðir m.a. að Tvílitahyl og Súlutindum. Berjaland og veiði. Kynnist þessu tilkomumikla svæði vestan Skeiðarárjökuls. Tjöld. 2. Þórsmörk Gist í skálum Útivistar í Básunt á Goðalandi. Gönguferðir við allra hæfi. Munið sumardvöl í heila eða hálfa viku. Kynningarverð í ágúst. 3. Skógar - Fimntvörðuháls - Básar 8-9 klst. ganga yfir hálsinn. Brottför laugar- dag kl. 08.00. Gist í Útivistarskálanum Básum. Sumarleyf isferðir 21 .-24. ágúst Lakagígar - Holtsdalur - Leiðólfsfell (4 dagar). Óvenju fjölbreytt ferð með góð- um gönguleiðum. Ekki of langur akstur. Gist við Blágil og Eldgjá. Heim um Eldgjá og Laugar. Upplýsingar og farm. á skrifstofunni Grófinni 1. Símar 14606 og 23732. S.H. Draumur: Guðjón S. Birgisson gítar (t.v.) þá Gunnar Hjálmarsson, söngur, bassi og Birgir Baldursson, trommur. Ameríski draumurinn í Roxzý í kvöld Hér á landi cru nú stödd þau Paul Lydon og Laura Valentino, sem saman mynda hljómsveitina GOLDBOX. Þau eru frá San Fransisco þar sem þau hafa að undanförnu getið sér góðan orðstír í „undirheimatónlistarlífi" borgarinnar. í kvöld leika þau í veitingahúsinu Roxzý ásamt íslensku svcitunum S.H. Draum og Prófessor X. Tónleikarnir hefjast kl. 10 (22.00). ÓKUÞÓR - málgagn FÍB Nýtt hefti Ökuþórs, málgagns FIB, 2.-3. tbl. kom út s.l. mánud. Meðal efnis má geta greina um bifreiðaferðalög er- lendis. Annars vegar nteð bílafcrjunni „Norröna" eftir Sigurjón Valdimarsson og hins vegar þar sem vinsæll ferðamáti „flug og bíll" er valinn. Greinarhöfundur er Hilntar Viktorsson. Auk félagslegs efnis má sérstaklega bcnda á athyglisverða grein um aurhlífar eftir Svein Torfa Sveinsson verkfræðing, sem hann kallar „Aurhlífar - in mcmor- iam". Kafli úr greinarflokki Andra Árnason- ar hrl., lögfræðilegs ráðgjafa FÍB um réttarstöðu bifreiðacigenda birtist cnn- fremur í þessu hefti. Fyrirhuguð er sér- prcntun þcssa greinarflokks í heild. Ökuþór cr stærsta bílablað landsins. Blaðið er scnt frítt til allra félagsmanna FÍN og er ekki selt í lausasölu. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Jónas Bjarnason. Vikan Fremst í þessu tölublaði Vikunnar er 2. grein um hótel á íslandi, Það er Hótel Stykkishólmur sem þarna cr kynnt í máli og myndum. Þá er sagt frá ýmsum uppákomum í borginni: Borgin að lifna. Viðtal er við Kolbrúnu Halldórsdóttur leikkonu, sem margir þekkja af rás2. Sagt er frá N'ART og grein er unt Maureen Reagan, dóttur Bandaríkjaforseta, sem nýlega var á ferð á íslandi. Píanóleikarinn og grínistinn Angus Rollo segir frá hvern- ig það sé að vera „íslandsfrelsaður". Islenska útvarpsfélagið tekur til starfa bráðlega. Einar Sigurðsson útvarpsstjóri segir frá í Vikuviðtali. Margt fleira er í blaðinu, svo sem mataruppskriftir, um Ijósmyndasamkeppni um bestu Rcykja- víkurmyndina og smásaga o.ll. Útgefandi er Frjáls fjölmiðlun hf., en ritstjóri Þór- unn Gestsdóttir.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.