Tíminn - 22.08.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.08.1986, Blaðsíða 4
4 Tímínn Föstudagur 22. ágúst 1986 hef tckið þátt í!“ Borgarstjórafrúin í keng af hlátri yfír bröndurum prinsins, - en Díana gefur þeini auga - og er ekki hlátur í hug. Borgarstjórafrúin í Vín skyggði á Díönu prinsessu Nýlega voru prinsinn af Walcs og Díana prinsessa í þriggja daga heimsókn í Vín vegna breskrar sýningar þar. Pað var tckið á móti þeim með viðhöfn og einkum var innileg móttakan hjá borgarstjóra- hjónunum þar í borg. Borgarstjórafrúin er þekkt leik- kona, Dagmar Koller, og hún hef- ur m.a. leikið stjörnuhlutverkin í „My Fair Lady“ og „Hello Dolly“ í Vín. Hún er 45 ára, Ijóshærð og létt í skapi. Frúin gat ekki orða bundist, þegar hún heilsaði Karli prinsi og sagði að sér þætti hann svo sætur. Hún gæti vel hugsað sér að verða skotin í honum. Prinsinn roðnaði, en kona hans skcmmti sér yfir hvað hann varð vandræðaleg- ur. Þeir sem fylgdust með þessu sögðu. að svo hafi verið farið að dofna yfir Díönu, því það var enginn endir á aðdáun borgar- stjórafrúarinnar á prinsinum. Hún horfði í augu hans og hló að hverju orði sem hann sagði. „Hann ersvo skemmtilegur!" sagði frúin. Borg- arstjórinn og Díana voru sessu- nautar og töluðu saman í rólegheit- um og létu sem þau sæju ekki það sem gerðist við hlið þeirra. arstjórafrú. LOU VAN BURG SKILDI LÍTIÐ EFTIR SIG Þau halda tryggð við Lou út yfír gröf og dauða: Julchen (fyrri kona Lous), Hans bróðir hans, Christa Wiegand (bjó með honum síðustu árin) og Mipie (kona hans). Fyrir 15 árum, þegar þessi mynd var tekin, voru þau Marianne og Lou van Burg enn lukkulega gift. Svona kom Lou van Burg aðdáend- um sínum fyrir sjónir í sjónvarpinu. Lou van Burg var lengi einn vinsælasti skemmtikraftur Þýska- lands. Hann dó í lok apríl sl. af völdum blóðkrabba, en það er því líkast sem hann haldi áfram að skemmta þýsku þjóðinni út yfir gröf og dauða. Lengi vel höfðu aðdáendur hans grun um að kvennamál hans væru í skrautlegra lagi, en nú er komið á daginn að konurnar í lífi hans ætla seint að segja skilið við minn- ingu hans. Hafið er mikið stríð út af reytunum sem hann lét eftir sig og í þeim slag lætur hæst í síðari eiginkonu hans, Marianne, sem þó vildi ekkert af honum vita síðustu ár ævi hans og meinaði dætrum. þeirra að hafa samband við föður sinn í banalegunni. Einustu eigurnar sem Lou lét eftir sig var lúxusvilla í Brússel, sem Marianne býr í ásamt dætrum þeirra Lous. En í erfðaskrá, sem Lou lét eftir sig, lagði hann svo fyrir að villan yrði seld fyrir skuldum. „Skuldirnar nema a.m.k. 350.000 þýskum mörkum“, segir Marianne örg, „og þar af á sambýl- iskona Lous síðustu árin, Christa Wiegand að fá 50.000 mörk!“ Og Marianne heldur áfram í viðtali við hollenskt blað: „Lou var sadisti sem ég varð að deila með vini hans og vinkonu. Hann var alkóhólisti og var margsinnis búinn að fara í meðferð. Einu sinni var hann að því kominn að svipta sig lífi“. Hún klykkir út með því að segja að sér finnist hún svikin af fyrrum eigin- Lou van Burg var mikill pabbi stelpnanna sinna, en mamma þeirra kom í veg fyrir að þær heimsóttu föður sinn í banaleg- unni. vildi ekkert hafa með að gera síðustu 7 árin og lýsti reyndar yfir að sér byði við!“ Og nú bíður þýskur almenningur eftir frekari fréttum af afdrifum arfsins sem Lou lét eftir sig og gerir sér vonir um meiri krassandi lýsing- ar af munni kvennanna í lífi hans, manni sínum og hann hafi logið að sér. En bróðir Lous tekur upp hansk- ann fyrir hann. „ Allt sem Marianne segir er helber lygi. Pað er hámark ósvífninnar hjá henni að halda því fram að Christa sé að reyna að komast yfir peninga Lous með óheiðarleguni hætti. Christa fórn- aði miklum fjármunum vegna Lous, mannsins sem Marianne því nú virðist stórþvottur á óhreinu líni í uppsiglingu í þeim herbúðum. lillllllllllllli ÚTLÖND lllllllllllllll FRÉTTAYFIRLIT OSLO - Barnavændi og barnaklám færist stöðugt í auk- ana þrátt fyrir strangari lög og reglur, og nota klámglæpa- mennirnir sér hversu máttlaus alþjóðalög eru í þessum efnum að sögn norska barnaréttinda- lögfræðingsins Renee Bridel. MARLBOROUGH Þrjátíu konur, sem eru í sér- trúarhópi tungldýrkenda, hættu í fyrrakvöld við helgiat- höfn sína vegna ágangs 150 áhugasamra karlmanna. Kon- urnar hugðust dansa naktar rétt utan við Marlborough, sem er smábær í Englandi, en treystu sér ekki til þess með alla þess áhorfendur. MOSKVA - Sovéskir emb- ættismenn sögðu í fyrsta sinn opinberlega í gær að sex mis- tök hafi orsakað Cernobyl slysið, og er það jafnframt opinber viðurkennig á því að slysið hafi orðið vegna mann- legra mistaka. LAPAZ -Hið vinstrisinnaða Alþýðusamband í Bolivíu boð- aði í gær til allsherjarverkfalls til að grafa undan ríkisstjórn- inni sem er hægra megin við miðju og til að þrýsta á kröfur um brottrekstur 170 amerískra hermanna sem í landinu eru til stuðnings herferð gegn kókafni. JÓHANNESARBORG- Desmond Tutu biskup sem hefur verið á ferðalagi á undan- förnu og hvatt ríkisstjórnir víða um heim til að beita S-Afríku viðskiptaþvingunum, var for- dæmdur af aðskilnaðarsinnum við heimkomuna í gær. VESTUR-BERLÍN - Lög- reglan í V-Berlín hefur hand- tekið þrjá Líbana sem komu frá A-Berlín sl. þriðjudag. Mennirnir voru handteknir vegna gruns um að þeir væru að undirbúa sprengjutilræði í borginni. Lögreglan greip þá á hótelherbergi seint í fyrra- kvöld. KHARTOUM - Forsætis- ráðherra Súdan, Sadeo Al- Mahdi, sagði í gær að eftir að skæruliðar skutu niður áætlun- arvél frá Súdan Air sl. laugar- dag, væri óhjákvæmilegt að til vopnaviðskipta kæmi milli Súdan og skæruliðanna. Þá sagði hann einnig að ríkis- stjórnin myndi innleiða neyðar- lög til að geta betur tekist á við stuðningmenn Johns Garangs í „Frelsisher súdanska fólksins". LONDON - Það eru 95% líkur á því að kjarnorkuslys af svipaðri stærðargráðu og í Chernobyl verði á 20 ára fresti, samkvæmt útreikningum tveggja vísindamanna sem birtu niðurstöður sínar í tíma- ritinu „Nature" í gær. LONDON - Áhyggjur af því að kaffiuppskeran i Brasilíu hafi skaðast meira en gert var ráð fyrir í þurrkunum í fyrra hafa leitt til þess að verð hefur hækkað verulega á alþjóða- markaði. Kaffikaupmenn búast við að í endurskoðuðum upp- skeruáætlunum stjórnvalda komi í Ijós að uppskeran verði mun minni en gert var ráð fyrir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.