Tíminn - 22.08.1986, Blaðsíða 15

Tíminn - 22.08.1986, Blaðsíða 15
Tíminn 19 Föstudagur 22. ágúst 1986 lllllllllllllllllllllll HELGIN FRAMUNDAN llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllll STELLA í ORLOFI Kvikmyndafélagið UMBI hefur nýlokið við að taka kvikmyndina STELLA í ORLOFI. Myndatakan hófst í byrjun júnímánaðar og var myndin að mestu leyti tekin í Reykjavík og nágrenni. Rúmlega eitt hundrað manns koma fram í myndinni, en stærstu hlutverkin eru í höndum Eddu Björgvinsdóttur, Þórhalls Sigurðs- sonar (Ladda), Gests E. Jónasson- ar og Ásu Hlínar Svavarsdóttur, en auk þeirra koma fram fjölmarg- ir aðrir íslenskir gamanleikarar. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifs- dóttir og handrit er eftir Guðnýju Halldórsdóttur. Áætlað er að frumsýna myndina 18. október n.k. Það er líf í tuskunum í gamanmyndinni „Stella í orlofi“. Það er aðalleikkona myndarinnar, Edda Björgvinsdóttir sem sést hér í góðum félagsskap. Tónlistarfólkið fyrir utan Landakotskirkju. TOÐUGJOLD í Landakotskirkju Sunnudaginn 24. ágúst verða haldnir söng- og hljómsveitartónleikar í Landakotskirkju. Á efnisskránni eru: Winternacht eftir Hans Abra- hamsen, Lieder eines fahrenden Gesellen eftir Mahler og Klarinettkons- ert Mozarts. Einsöngvari á tónleikunum er Ragnheiður Guðmundsdóttir og ein- leikari á klarinett er Guðni Franzson. Hljómsveitinni stjórnar Hákon Leifsson. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. KALDILÆKUR í Ólafsvík MYNDLISTAR- SÝNING Um síðustu helgi var opnuð sýn- ing á verkum Kjartans Guðjónsson- ar í Kaldalæk i Ólafsvík. Kjartan var lengi í stjóm Norræna listbanda- lagsins og hefur sýnt á vegum þess í öllum höfuðborgum Norðurlanda og víðar. Myndimar er Kjartan sýnir á Kaldalæk em grafík- og vatnslita- myndir. Sýningin er opin kl. 15.00-23.00 fimmtudaga til sunnudaga og . stendur til 7. september. - Þessi hlið upp. SUMARSÝNING Listasafns A.S.Í Sumarsýning Listasafns A.S.Í. lýkur á sunnudag, 24. ágúst. Á sýningunni eru 40 verk í eigu safnsins. Opið er kl. 14.00-18.00 virka daga, en kl. 14.00-22.00 laugardag og sunnudag. Þetta er síðasta sýningarhelgi Sumarsýn- ingar. Alda Sveinsdóttir (Tímamynd-Sverrir) ALDA SÝNIR í Ingólfsbrunni Alda Sveinsdóttir sýnir vatns- lita- og Akrylmyndir í Ingólfs- brunni, Aðalstræti 9 dagana 9. ágúst til 12. september kl. 09.00- 18.00, en lokað er um helgar. I I I I I I I I I I I I Ij I I I I I I I I I I I Í I I I I I I I I I I I Halla Haraldsdóttir, myndlist armaður. MYNDLISTARSÝNING í Hótel Örk Halla Haraldsdóttir myndlist- armaður sýnir 19 glerverk og nokkur málverk í Hótel ÖRK í Hveragerði. Hér er um að ræða verk sem unnin voru á síðustu tveimur árum og eru öll verkin til sölu, en þeim hefur verið komið fyrir í veitingasölum og anddyri. Listamaðurinn er Hvergerðing- um að góðu kunnur þar sem gluggi í Hveragerðiskirkju er eft- ir Höllu. Árið 1978 fengu hinir kunnu D.H. Oidtman-bræður Höllu Har- aldsdóttur til samstarfs við sig, í Hveragerði en þeir eru þekktir víða um heim sem eigendur eins virtasta gler- og listiðnaðarverkstæðis Þýska- lands. Mesta viðurkenning sem Halla Haraldsdóttir hefur hlotið ytra er þegar ein mynda hennar „ Hvít rós “ var valin á jólakort af hálfu Kiefel-forlagsins, sem gef- ur út kort fyrir lútherstrúar- menn. Valið var úr þúsundum mynda. Sýningin stendur í nokkrar vikur og öllum heimill aðgangur. - Þú veröur nú aö senda Snata í megrun! STUÐ- MENN á Norðurlandi Stuðmenn hafa að undanförnu verið á ferð um Norðurland og skemmt fólki þar, þeir halda því áfram um þessa helgi, en áætlun þeirra er sem hér segir: Þeir leika í Víkurröst á Dalvík á föstudags- kvöld, en það er í fyrsta skipti sem hljómsveitin leikur fyrir Dalvíkinga. Á laugardagskvöld leika þeir að Skjólbrekku í Mývatnssveit. Á sunnudagskvöld verða Stuðmenn i Sjallanum á Akureyri, en á mánudagskvöld í Dynheimum á Akureyri, á þriðjudagskvöld í Hrísey og miðvikudagskvöld á Vopnafirði. STUÐMENN (Tínuunynd-Pétur)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.