Tíminn - 22.08.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.08.1986, Blaðsíða 5
Föstudagur 22. ágúst 1986 Tíminn 5 UTLÖND lllllll! I Deng Xiaoping 82 ára í dag og enn ótvíræður leiðtogi Deng Xiaoping heldur upp á 82 ára afmæli sitt í dag, við þokkalega heilsu og ótvíræður leiðtogi fjöl- mennustu þjóðar heimsins. Vestrænir diplómatar í Peking gera ekki ráð fyrir miklum veislu- höldum í tilefni dagsins, sem er ólíkt því sem gerðist þegar fyrirrennari hans í embætti, Mao heitinn formað- ur hélt upp á sitt síðasta afmæli. Þá birtust myndir af hinum mikla leið- toga á forsíðum allra blaða og þau kepptust við að birta nýjustu ljóðin hans og lofa visku hans. Nú er öldin önnur og Deng Xiaoping hefur forð- ast sviðsljósið og skurðgoðsímynd Forvextir lækkaðir í Bandaríkjunum - tilraun til að örva hagvöxt Bandaríski seðlabankinn (Feder- al reserve) tilkynnti í fyrradag um lækkun forvaxta, úr 6% í 5%. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar frétta af síversnandi efnahagsástandi í Bandaríkjunum. Skömmu áður en seðiabankinn tilkynnti um vaxta- lækkunina höfðu verið birtar tölur um 1,8% samdrátt í byggingariðnaði í Bandaríkjunum í júlí og er það þriðji mánuðurinn í röð sem sam- dráttur er í þessari grein. Ef til vill reyndist þó mikilvægara varðandi þessa ákvörðun seðlabankans að fyrr í vikunni var tilkynnt að hag- vöxtur í Bandaríkjunum á tímabil- inu apríl-júní var einungis 0,6%. íkjölfar lækkunar forvaxtá, sem eru þeir vextir sem seðlabandinn tekur at lánsfé til annarra banka, er vonast til að almenn vaxtalækkun fylgi og því verði auðveldara fyrir fyrir- tæki og einstaklinga að taka fé að láni. Þannig hyggjast þeir auka eftirspurn og örva hagvöxt. Talið er næsta víst að flestir bank- ar fylgi í kjölfarið og lækki vexti, og jafnframt er talið líklegt að vextir á alþjóðlegum peningamarkaði komi á eftir. Viðbrögðin á gjaldeyrismörkuð- um í Evrópu og Japan við lækkun forvaxta í Bandaríkjunum voru ekki mikil, og að sögn fjármálasérfræð- inga þar var búist við þessari vaxta- lækkun. Talsmenn japanska seðla- bankans sögðu í gærmorgun að eng- in ástæða væri til að lækka vexti í Japan og talsmaður þýska seðla- bankans sagðist ekkert vilja segja um vangaveltur um hvort vextir yrðu lækkaðir í Þýskalandi. Spákaupmenn og fjármálasér- fræðingar telja þó líklegt að vextir verði lækkaðir í báðum þessum lönd- um á næstunni. UTLOND Birgir Guömundsson Stokkhólmsráöstefnan: EFTIRUT NÁI EKKITIL LOKAÐRA SVÆDA - Sovétmenn Sovéska sendinefndin á Afvopn- unarráðstefnunni í Stokkhólmi hefur nú dregið nokkuð úr áhrifa- mætti viðurkenningar sinnar á að leyfa „eftirlit á staðnum" með heræfingum Sovétmanna. Fyrr í vikunni sögðust þeir reiðubúnir til að leyfa slíkt eftirlit tvisvar á ári, en nú hafa þeir túlkað það þannig að slíkt eftirlit næði ekki til svokall- aðra „lokaðra svæða“, en þau ná til víðáttumikilla landsvæða austan járntjaldsins. Vestrænir hernaðarsérfræðingar hafa sagt að tilraun Sovétmanna til að halda lokuðu svæðunum utan hugsanlegs samkomulags þýddi í raun, að ekkert gagn yrði af slfku samkomulagi. Nefna þeir í því sambandi, að t.d. nái lokað svæði yfir u.þ.b. 2/3 hluta Austur-Þýska- lands, á sama tíma og sambærileg „lokuð svæði" hjá versturveldun- um nái ekki yfir nema hluta flug- valla. Embættismenn hjá NATO draga í land sögðu í gær að þessi tilraun Sov- étmanna til að halda lokuðum svæðum utan samkomulagsins um upplýsingaflæði og eftirlit kæmi ekki á óvart og að þeir væru tilbúnir til að viðurkenna slíka hugmynd, svo framarlega sem þessi lokuðu svæði væru ekki stór. Einn embættismanna NATO sagði: „Við höfum ailtaf gert okkur grein fyrir því að þetta yrði vanda- mál, því sérhver þjóð hefur á að skipa viðkvæmum búnaði sem ekki er hægt að leyfa öðrum að skoða. Vandinn er að ná samkomulagi um stærðargráðu þessara svæða.“ Fulltrúar á ráðstefnunni hafa nú um mánuð til að komast að sam- komulagi en ráðstefnunni lýkur þann 19. september. Hún hófst í janúar 1984 og hefur starfað með hléum síðan, en tilgangurinn er að efla traust og finna leiðir til að forðast kjarnorkustríð í Evrópu af slysni eða misskilningi. fyrirrennara síns. Hinn gamli baráttujaxl, sem tvisv- ar hefur fallið í ónáð flokksins en aftur verið kallaður til forystu, hefur tileinkað sér sinn eigin stíl og leggur mikla áherslu á getu og kunnáttu sér miklu yngri manna til að taka við stjórn landsins þegar hann er allur. Ein kenning Xiaopings, sem sjald- an heyrist, er sú að hann eigi langa lífdaga að þakka köldum sturtuböð- um sem hann fer reglulega í, en sturturnar hafa þó ekki alveg bjarg- að honum frá ýmsurn einkennum ellinnar og er hann nú hálf heyrnalaus og á til að stama svolítið þegar hann heldur ræður opinberlega. Erlendir leiðtogar sem sótt hafa hann heim eru þó sammála um að hann hafi engu tapað af andlegri snerpu. Að undanförnu hefur það af og til borið á góma hvenær hann hyggist draga sig í hlé, og nú síðast í síðasta mánuði voru um þetta vangaveltur þegar hann ásamt fleiri leiðtogum kínverska kommúnistaflokksins voru í sumarfríi í smábænum Beida- ihe. Kommúnískt dagblað í Hong Kong greindi þá frá því, að Xiaoping hafi vakið máls á því að hann hygðist draga sig í hlé, en félagar hans hafi ekki tekið það í mál þar sem hann væri enn við hestaheilsu. Hinn aldni leiðtogi á þá að hafa spurt hvort væri betra fyrir Kína, að hann drægi sig í hlé meðan hann væri enn við sæmilega heilsu eða að hann sæti í leiðtogasætinu þar til hann sofnaði í því svefninum langa. Sérfræðingar í málefnum Kína hafa bent á að Xiaoping muni að öllum líkindum draga sig í hlé á 13. þingi kommúnistaflokksins, sem verður haldið á næsta ári. Jafnframt er bent á að hver svo sem niðurstað- an verði úr þeirri uppstokkun á flokksforustunni sem fylgir í kjölfar- ið sé trúlegt, að áfram verði Xiao- ping einhver áhrifamesti pólitíkus- inn t' Kína. Hyggjast senda „grænhúfur" til að þjálfa Contra* skæruliða Bandaríkjastjórn hyggst senda hersveitir til Mið-Ameríku eftir 1. október, þegar nýtt fjár- hagsár hefst, til þess að þjálfa skæruliða frá Niqaragua, sam- kvæmt uplýsingum sem banda- ríska stórblaðið New York Times hefur aflað sér. Blaðið greinir frá þessu í frétt í gær og segir ennfremur að sérsveitir úr Bandart'kjaher, „grænhúfurnar" svokölluðu, muni verða sendar á vettvang, en þessar sveitir sérhæfa sig í skæru- hernaði. Þjálfunarverkefni þetta verður fjármagnað af þeim 100 milljón dollurum sem þingið hef- ur samþykkt að veitt skuli til aðstoðar Contra-skæruliðunum, þó enn eigi eftir að ganga endan- lega frá þeirri fjárveitingu í þing- inu áður en hún verður að lögum. New York Times hefur eftir háttsettum cmbættismanni í Was- hington að auk þess að þjálfa Contra-skæruliðana í skæruhern- aði verði þeir þjálfaðir í því að reyna að vinna hylli fólks. „Til- gangurinn er að grafa undan stjórn Sandinista, og neyða þá til að deila stjórn landsins nteð fleir- um,“ sagði þessi embættismaður Bandaríkjastjórnar. BOYTHORPE Fóðurturnar og vélbúnaður Ekki er ráð nema í tíma sé tekið BÆND UR Munið að umsóknarfrestur vegna stofnlána rennur út 15. september. Veitum allar upplýsingar og fyrirgreiðslu ^ búnabardeilo SPSAMBflHBSIHS ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.