Tíminn - 09.09.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.09.1986, Blaðsíða 1
SKAFTÁRHLAUPIÐ er nú komið í hámark að því er talið er og mun þetta hlaup vera það stærsta frá 1972. Lítið jakahlaup fylgir og því hafa vegir á Skeiðarársandi ekki skemmst og brýrnar eru ekki í neinni hættu. VIÐSKIPTAVIÐRÆÐUR Rússa og íslendinga hófust í daa í Reykjavík og standa út vikuna. Aoal- áherslan er lögð á það af hálfu íslendinga að gengið verði frá síldarsölusamningi, en einnig verður rætt um olíuviðskipti og kaup Rússa á ullarvörum. Mjög mikið hefur dregið úr þessum viðskiptum undanfarin ár. LOÐNUVERÐ er nú umræðuefni kaupenda og seljenda en verksmiðjueig- endur sögðu loðnuverðinu upp í síðasta mánuði. Fyrsti samningafundurinn var haldinn í gær og varð enginn árangur af honum og verður næsti fundur haldinn á miðvikudag. BYLGJAN var vinsælasta útvarps- rásin í síðustu viku samkvæmt könnun sem Hagvangur gerði að beiðni Sam- bands íslenskra auglýsingastofa. Hringt var í 250 manns á fimm mismunandi tímum og spurt hvort verið væri að hlusta á útvarp og ef svo var hvaða útvarpsstöð. 56,7% höfðu ekki opið fyrir útvarp en 57% hinna hlustuðu á Bylgjuna. SÍA viðurkennir að þessi könnun sé varla marktæk þar sem Bylgjan var nýhafin útsendingum þegar könnunin var gerð og auk þess voru ekki teknir með þeir tímar dagsins þegar mest er hlustað á Rás 2, þ.e. frá 9-12 oa ekki kvöldfréttatími rásar 1. SÍA ætlar að gera hlustendakannanir reglulega í framtíðinm. PÁLL MAGNÚSSON hefur verið ráðinn fréttastjóri nýju sjónvarpsstöðvar- innar, Stöðvar 2, sem ætlar að hefja útsend- inaar um næstu mán- aoamót. Páll hefur undanfarið verið vara- fréttastjóri sjónvarps- ins. LÆKNAR eru allt of margir til í heiminum er skoðun margra þátttakenda í alþjóðlegri ráðstefnu sem nú stendur yfir í Acapulco í Mexíco á vegum WHO. Af 16 þjóðum sem taka þátt í ráðstefnunni telur aoeins ein, Sri Lanka, að læknar þar í landi séu ekki nógu margir, þrjár þjóðir telja að læknar þeirra séu nógu margir og 12 þjóðir telja að þar sé of mikið af því góða. Þar á meðal eru Bandaríkjamenn en þar í landi eru 197,3 læknar á hverja 100 þúsund íbúa. SPRENGJA sprakk í miðborg Stokkhólms í qær þar sem hið útlæga suður-afriska þjóðkirkjuráð er til húsa og miklar skemmdir urðu á byggingunni en engin slys á mönnum. Sænski kommún- istaflokkurinn er i sama nusi og atrisKa þjóðarráðið. Ekki er vitað hver var ábyrgur fyrir þessari sprengingu. KVENNALISTINN stóð fyrir ráðstefnu um atvinnumál á Suðurnesjum um helgina og var þar samþykkt ályktun þar sem bent er á að mikilvægt sé að konur taki þátt í mótun stefnunnar í atvinnumálum. Konur á Suðurnesjum eru þar hvattar til að eiga frumkvæði og standa vörð um kjör sín þannig að þær verði í raun fullgildir þátttakendur með mannsæmandi laun. KRUMMI ...og svo voru menn að tala um að nýju húsnæðislánin væru hagstæð. Það þarf þó að borga af þeim... Mikill efnahagsbati samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Svigrúm til að verja kaupmátt og jafna kjör segir Steingrímur Hermannsson Hagvöxtur í ár verður meiri en vinnutekna verður meiri en nokkru gert hafði verið ráð fyrir, aukning sinni fyrr, atvinnuástand í landinu þjóðartekna er með því mesta sem er gott, verðbólga verður innan við þekkist í Evrópu, kaupmáttur at- 10% frá upphafi árs til loka þess. Steingrímur Hermannsson á blaðamannafundi þar sem hann gerði grein fyrir efnahagsástandinu. ('límamynd-Gísii Kríii) Ársverk að troða flóknum lögum inn í tölvukerfi: VEÐDEILDIN AFÞAKKADI AFBORGANIR „Við höfum orðið fyrir þcirri furðulegu reynslu í hátt í ár að hafa ekki fengið rukkanir vegna hús- næðislánanna -og að Veðdeild Landsbankans hefur ekki viljað taka við afborgunum frá okkur. Skýringarnar sem við fáum eru þær, að tölvurnar hafi ekki getað reiknað út hvað við eigum að borga,“ sögðu ung hjón sem frétta- maður Tímans hitti að máli um helgina. Þau eru í hópi þeirra 500-600 skuldara samtals um 1500 húsnæð- islána sem í fyrrahaust sóttu um greiðslujöfnun samkvæmt lögum sem þá voru sett til að leiðrétta hið iilræmda misgengi launa og»láns- kjaravísitölu frá 1983 og koma í veg fyrir að slíkt endurtæki sig í framtíðinni. Það fólk hefur ekki fengið innheimtuseðla vegnagjald- daga, sem áttu að vera þrír í ár og horfir nú með vaxandi kvíða til þess að fá einhverntíma'- rukkun um stóra fjárfúlgu, sem þá geti reynst erfitt að borga á einu bretti. Það staðfestist raunar í samtali við Þórð B. Sigurðsson, forstöðu- mann Reiknistofu bankanna að þetta fólk á þá hremmingu í vænd- um nú að verða rukkað um alla summuna í þessum mánuði. En Reiknistofan sér m.a. um tölvuút- reikninga fyrir Veðdeildina og á hana skellir „kerfið“ skuldinni af þessum langa drætti. sem er til kominn vegna þess að afar flókið reyndist að forrita tölvurnar sam- kvæmt laganna hljóðan. „Þetta er mjög flókið helv... - flóknir útreikningar og við auk þess liðfáir að taka þetta að okkur. Þess vegna hefur þetta tekið mun lengri tíma en til stóð“, sagði Þórður. Spurður hvort „greiðslujöfnun- arlögin" séu kannski dæmigerð um lagasetningu sem ekki væri aðgætt fyrirfram hvort með góðu móti væri hægt að framkvæma, svaraði Þórður: „Þeir mættu gjarnan at- huga það, sem eru að setja hin og þessi Iög, að það er ekki nóg að segja að allt sé hægt bara af því að það eru til tölvur. Sigurður E. Guðmundssson, framkvæmdastjóri Húsnæðisstofn- unar var spurður hvernig viðkom- andi greiðslur verði vaxtareiknaðar allt frá því í febrúars.l. -hvort fólk mætti kannski búast við dráttar- vöxtum á alla súpuna? Hvernig með það dæmi og ýmiss önnur framkvæmdaatriði í sambandi við þetta verði farið sagði Sigurður að til stæði að ræða á stjórnarfundi Húsnæðisstofnunar nú í dag. -HEI en það er minnsta ársverðbólga í 15 ár, viðskiptahallinn verður minni en reiknað var með og erlendar skuldir sem hlutfall af landsfram- leiðslu fara minnkandi. Þessar upp- lýsingar er að finna í endurskoð- aðri þjóðhagsspá Þjóðhagsstofnun- ar, sem Stcingrímur Hermannsson forsætisráðherra ásamt fulltrúum Þjóðhagsstofnunar og efnahags- ráðgjafa ríkisstjórnarinnar kynntu í gær. Að sögn Steingríms Hermanns- sonar ber einkum að þakka þennan efnahagsbata hagstæðum ytri skilyrðum þjóðarbúsins, bættum viðskiptakjörum og auknum afla, ásamt því að atvinnuveitendur, launþegar og stjórnvöld höfðu vit á því að færa sér í nyt bættar ytri aðstæður við gerð almcnnra kjara- samninga í febrúar sl. Forsætisráðherra sagði í gær að skynsamlegast væri að nota það svigrúm sem efnahagsbatinn gæfi til þess að ná fjórum megin rnark- miðum: Að jafna kjörin, sérstak- lega að bæta kjör hinna lægst launuðu, þar sem Ijóst væri að aukinn kaupmáttur atvinnutekna skilaði scr misjafnlcga til hinna ýmsu hópa í landinu, að verja þann kaupmátt sem þegar hefur náðst, að grynnka á erlendum skuldum og loks að stefna að sama verð- bólgustigi og í nágrannalöndum okkar. Á baksíðu eru birtar hclstu niðurstöður þessarar nýju þjóð- hagsspár. -BG Frúin í óvenjulegri flugferð í gær, hangandi neðan úr þyrlu LandhelgÍSgæslunnar Tímamynd: Pétur. Ómar Ragnarsson nauölenti Frúnni uppi á Esju: „SNILLDARVERK" - sagöi Ómar þegar Gæsluþyrlan bjargaöi vélinni „Þetta var alveg frábærlega unnið starf hjá strákunum hjá Gæslunni og ég vil nota tækifærið og láta í ljósi þakklæti til allra sem stóðu í þessu,“ sagði Ómar Ragnarsson fréttamaður eftir að tekist hafði að ná flugvél Ómars, TF-FRÚ, niður af Esjunni, en þar varð Ómar að nauðlenda vélinni á sunnudaginn. Landhelgisgæslan var fengin til að bjarga vélinni ofan af Esju og var notuð þyrlan TF-SIF. Flug- stjóri var Benóný Ásgrímsson og „hann var með þetta upp á senti- metra þegar hann tók hana,“ sagði Ómar. „Svona flugvél er ekkert nema pjátur og viðkvæmir stjórnfletir og hún vill feykjast til í straumn- um frá þyrlunni, en það var snilldarverk hvemig var staðið að flutningunum og það kom ekki skráma á vélina,“ sagði Ómar. Ómar sagði að við nauðlend- inguna hefði nefhjól vélarinnar skemmst, annað skrúfublaðið og hlífar á nefi Frúarinnar. -phh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.