Tíminn - 09.09.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.09.1986, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 9. september 1986 Tíminn 3 MIKLA ATHYGLI Tímamynd: Pétnr Þetta er langbesta pizza sem að ég hef bragðað. Dýrt heimsmet hjá Marska á Skagaströnd: Kostaði það sama og 3100 bökur út úr búð Albert telur þetta bestu pizzu sem hann hefur smakkað Eitt dýrasta heimsmet sem sett hefur verið, var sett í Laugardalshöll um helgina. Stærsta sjávarréttabaka sem bökuð hefur verið varð til á þremur tímum. Bakan var um tíu fermetrar að flatarmáli og nákvæm- lega eins og þær bökur sem Marska á Skagaströnd framleiðir reglulega. Heimsmetið er talið kosta um 650 þúsund krónur, en það er andvirði um 3100 baka út úr búð. Hinsvegar voru notaðir botnar úr 343 bökum við gerð hennar. Raflia sá um hitaelementin í botni pönnunnar og var ekki annað að sjá en að Albert Guðmundsson iðnaðar- ráðherra kynni vel að meta afrakst- urinn þegar upp var staðið, en hann sagði að þetta væri besta pizza sem hann hefði smakkað. Reiknað var með að milli fimm og sex þúsund manns gætu gætt sér á bökunni. Utanríkisþjónust an í Asíu til endurskoðunar Utanríkisráðherra hefur látið skipa sérstaka nefnd sem ætlað er að gera sérstaka athugun á fyrirkomu- lagi utanríkisþjónustu Islendinga í Asíu. Er þetta gert öðru fremur, til að greiða fyrir viðskiptum Islendinga í þessum heimshluta, en talið er að markaðir í Japan og öðrum Asíu- Iöndum, eigi eftir að reynast mjög mikilvægir í framtíðinni. Reyndar er Japansmarkaðurinn okkur þegar mikilvægur, en horft er til frekari viðskipta og samstarfs við Japani, einkum á sviði orkuvinnslu og há- tækni. Formaður nefndarinnar er Davíð Ólafsson, fyrrv. Seðlabankastjóri, en aðrir nefndarmenn eru Pétur J. Thorsteinsson, sendiherra, Guð- mundur Bjarnason alþingismaður, Hreinn Loftsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og Þórhallur Ás- geirsson, ráðuneytisstjóri. Nefndinni, sem tekur til starfa 1. október, er sérstaklega ætlað að hafa samráð við samtök útflytjenda og Útflutningsráð íslands, og er henni ætlað að skila niðurstöðum sínunt innan sex mánaða. -phh Sauðárkrókur: KENNSLA HAFIN í FJÖLBRAUT Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki var settur 1. sept. sl. Nemendur á haustönn verða 280 og er það svipað- ur fjöldi og undanfarin ár. Kennsla hófst strax 2. sept. Að sögn Jóns Hjartarsonar, skólameistara hefur tekist að fá kennara í flestar stöður við skólann. Þó verða tvær kennara- stöður lcystar með stundakennslu. Skólinn býr sem fyrr við þröngan húsakost, en kennsla fer m.a. fram í gagnfræðaskólanum og verslunar- og skrifstofuhúsnæði Kaupfélags Skagfirðinga, en þar hefur skólinn haft nokkrar kennslustofur undan- farin ár. Nú verður í fyrsta sinn tekin upp kennsla vélavarða og skipstjórnar- manna, og mun það veita réttindi til að stjórna skipum upp að 80 rúm- lesta stærð. Þá er stefnt á að hefja kennslu á sjúkraliðabraut eftir ára- mót, og er það ný kennslugrein við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki. Kennsla í öldungadeild mun hefjast fljótlega. _phh Örnólfur Thorlacíus tók út verkið, og verður niðurstaðan skráð á spjöld Guinnes-bókarinnar, en að því var stefnt frá upphafi. íslendingar eiga þar með orðið heimsmetið í böku- bakstri. En spurningin sem eftir stendur er: Hvað verður gert við pönnuna, að afloknu heimsmetinu? Steindór Haraldsson framleiðslustjóri Marska sagði í samtali við Tímann að þegar væri farið að huga að gerð pönnukakna, en eftir væri að ákveða um stærðina sem þær yrðu bakaðar í. Hann sagði að fólk yrði síðan að geta í eyðurnar. -ES Kalamazoo er falleg og friðsæl borg í suðvesturhluta Michiganfylkis í Bandaríkjunum. Borgin státar af fimm háskólum, tveimur stórum og þekktum sjúkrahúsum, tugum kirkna og einu stærsta lyfjafram- leiðslufyrirtæki í heiminum, The Upjohn Company. í Kalamazoo og nágrenni búa sex íslenskar og hálfíslenskar fjölskyld- ur, og er ntikill samgangur og vin- skapur á milli þeirra. Að vanda hefur verið viðburðaríkt sumar hér í Kalamazoo og tilefni til mannfunda mörg. Á ntinningardaginn, sem haldinn er síðasta mánudag í maí, en þa minnast Bandaríkjamenn fall- inna hermanna, var kontið saman í grillveislu hjá Ingu (Ólafsson) og Perry Wilson, og 17. júní var garð- veisla hjá undirrituðum og konu hans, Margréti Ágústsdóttur. Ávallt þegar fslendingarnir hittast er glatt á hjalla og íslensk lög kyrjuð við raust. Margir góðir gestir lögðu leið sína til Kalamazoo í suntar, ættingjar og vinir. Þá dvaldi Björgvin Jóhanns- sön, forstöðumaður Skálatúnsheim- ilisins í Mosfellssveit, hér í fjóra mánuði við nám og þekkingaröflun vegna starfs síns: Einsöngur við frábærar undirtektir Hæst ber þó heimsókn Sigrúnar V. Gestsdóttur söngkonu frá' Reykjavík, sem kom hingað í boði Fontana félagsskaparins og söng ein- söng 17. ágúst við frábærar undir- tektir. í blaðadómi var henni m.a. líkt við Elizabeth Schwarzkopf og Rita Streich, og sagt að hún hafi undurfagra rödd, fullkontinn tón og djúpa leikræna tjáningu, og að rödd hennar hafi sama skírleika og hita og rödd Elizabeth Schwarzkopf hatði. Á meðan Sigrún dvaldi hér bjó hún á heimili Önnu Ágústsdóttúr og rnanns hennar, Robert Severson. Ég Sigrún V. Gestsdóttir söngkona. átti þess kost að kynnast Sigrúnu og lieyra hana syngja, og er ekki nokkur vafi á að hér er á ferðinni sópran- söngkona á heimsmælikvarða. Ljúf- ur og sterkur persónuleikinn kemur einmitt svo vel fram í fáguðum söng hennar og elskulegri sviðsfram- komu. Það þarf að stuðla að því að hæfileikafólk eins og Sigrún V. Gestsdóttir fái tækifæri til að rækta sönglist sína svo að sent flestir fái að njóta hennar og sem oftast. Sigrún og eiginmaður hennar, Sig- ursveinn Magnússon, stjórna og kenna við Tónskóla Sigursveins. Þau dvelja nú í ársfríi í Vínarborg til að afla sér nteiri tónmenntunar, ásamt dætrum sínum tveim. Aðalsteinn Ólafsson í Kalaniazoo. NYR LIFSSTILL BETRA ÞJÓÐFÉLAG Um næstu helgi mun Landssam- band framsóknarkvenna halda ráð- stefnu á Glóðinni í Keflavík, sem þær nefna Nýr lífsstíll - betra þjóðfélag. Af því tilefni snéri Tíminn sér til Unnar Stefánsdóttur, formanns LFK, og fékk að vita nánar hvað um væri að vera: Á þessari ráðstefnu verður fjall- að um það hvað hægt er að gera til þess að bæta andlega og líkamlega velferð fólks í nútíma þjóðfélagi. Það er ljóst að þjóðfélagsgerðin hefur breyst mjög á síðustu áratug- um. Vinnutími hefur styst, vel- megun aukist, fjölskyldan minnk- að og frítími aukist. ísland er komið í þjóðbraut menningar og viðskipta og tækni og hraði setja svip sinn á nútímann. Telur þú að ekki hafí tekist að hlúa að hinu mannlega í tækniþjóð- félagi nútímans? Það hefur ekki verið gert nægj- anlega að mínu mati. Fjölskyldan hefur minnkað og fjölskylduformið breyst vegna vinnu beggja foreldra utan heimilis. Þjóðfélagið ætlast til að báðir foreldrar vinni utan heimilis, en býður ekki þá mikil- vægu þjónustu á móti fyrir alla, sem eru dagvistarheimili fyrir börn á forskólaaldri og samfelldur skóla- dagur fyrir börn á grunnskólaaldri. Engu að síður teljum við heimilið og fjölskylduna áfram hornstein þjóðfélagsins. Verða þessar þjóðfélagsbreyt- ingar ræddar á ráðstelhunni? Margt bendir til þess að fram- undan séu breytingar sem eru meiri en við höfum áður þekkt. Tilgangurinn með ráðstefnunni er að átta sig á þessu og finna nýjar leiðir, sem geta auka velferð ein- staklingsins í þessu breytta samfé- lagi. Verða margir fyrirlestrar fluttir á ráðstcfnunni? Þeir verða alls níu og verða fluttir af sérfróðu fólki á hverju sviði. Þeir eru eftirfarandi: „Næring og heilsa" Laufey Stein- grímsdóttir, næringarfræðingur. „I formi æfilangt" Anna Lea Björnsdóttir, íþróttafræðingur. „íþróttaþjálfun“ Þráinn Haf- steinsson, íþróttafræðingur. „Áhrif nútíma lifnaðarhátta á unglinga" Sigtryggur Jónsson, sál- fræðingur. „Konan og reykingarnar" Sveinn Magnússon. heilsugæslulæknir. „Fjölskyldan, áhætta og mögu- leikar" Þorvaldur Karl Helgason, prestur. „Veljum íslenskt" fulltrúi frá Fél. ísl. iðnrekenda. „Framtíðarþróun í ísl. þjóðfélagi" Magnús Ólafsson, þjóðhag- ræðingur. Verða hópumræður að loknum fyrirlestrum? Það verður unnið í fjórum hópum, sem kynna sín sjónarmið í lok ráðstefnunnar. Yfirskrift hóp- anna verður: „Breytt fjölskyldu- form". „Neyslustefna". „íþróttir fyrir alla“. „Breytt heilbrigðis- stefna.“ Neyslustefna, hvað eigið þið við með því? Það hlýtur að vera grundvallar- atriði fyrir öryggi þjóðarinnar og heilbrigði að matvælaneysla bygg- ist eins og mögulegt er á innlendri framleiðslu. Við teljum það tíma- bært að úttekt fari fram á því að hve miklu leyti það er mögulegt. Er ráðstefnan öllum opin? Já, við hvetjum alla sem áhuga hafa á „Nýjum lífsstíl - betra þjóðfélagi," til að koma á Glóðina í Keflavík næsta laugardag og taka þátt í þessari ráðstefnu. Hún hefst kl. 10:00 og henni lýkur kl. 18:00. Á það skal bent að tilkynna þarf þátttöku sem fyrst til Þórunnar s. 91-24480, sem veitir allar nánari upplýsingar. Kalamazoo í Bandaríkjunum: ÍSLENSK SÖNG KONA VEKUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.