Tíminn - 09.09.1986, Side 11

Tíminn - 09.09.1986, Side 11
Þriðjudagur 9. september 1986 Tíminn 11 Hálf rar aldar prentverk Prentsmiöjan Edda hf. 50 ára í dag í dag. þriðjudaginn 9. scptem- ber. á Prentsmiðjan Edda hf. hállr- ar aldar afmæli. Þeir munu margir. er á einhvern hátt hafa á liðnum árum tengst Framsóknarflokknum eða samvinnuhreyfingunni, sem eiga sér minningar úr Edduhúsinu við Lindargötu. Þar hafði Eddan lengi aðsetur, og í því lnisi var miðstöð fyrir flest það sem prentað var og látið á þrykk út ganga á vegum þessara tveggja félagsmála- hreyfinga. Meðal annars var Tím- inn prentaður þar urn áratugi, eða allt þar til Blaðaprent kom til sögunnar, og ritstjórnarskrifstoíur blaðsins voru þar raunar einnig lengi vel undir sama þaki. Frá bæjardyrum Tímans skoðað cr það því aðcins ánægjulegt skylduverk- efni að minnast þessara tímamóta í nokkru máli. Árið 1981 þótti Edduhúsið orðið óhentugt miðað við þær kröfur sem þá var farið aðgera til húsnæð- is fyrir prentsmiðjur. Þá var keypt nýtt hús að Smiðjuvegi 3, í Kópa- vogi og flutt þangað. Þar er Eddan nú á um 1400 fermetra gólffleti og í hentugri aðstöðu. Þorbergur Eysteinsson er framkvæmdastjóri prentsmiðjunnar. og hann sagði okkur að húsnæðið væri vel fallið til starfsemi sem þessarar, allt á einu gólfi og breytingin væri mikil frá gamla Edduhúsinu. Nú er Inns vegar svo komið að tímabært er orðið að fara að liuga að stækkun hússins við Smiðjuveginn. Á því eru miklir möguleikar, svo að það er alls ekki inni í myndinni að flytja prentsmiðjuna um stað. Stofnun og aðdragandi Hinn 9. septcmber 1936 komu 13 mcnn saman til fundar og stofn- uðu þar fyrirtækið Prentsmiðjan Edda hf. Enginn af þessum mönn- um var prentari, en þó mun einn þeirra, Guðbrandur Magnússon forstjóri. hafa lært prentverk á yngri árum sínum. Hluthöfunum fjölgaði síðan fljótt, og urðu þeir flestir 50. Aðalhvatamaðurinn að stofnun þessa fyrirtækis mun hafa verið Sigurður Jónasson forstjóri í Reykjavík. Hann mun hafa undir- búið stofnun hlutafélagsins og haft forystu um söfnun hlutafjárins, en hann var lögfræðingur og með talsverða reynslu að baki í fjármál- um og stofnsetningu fyrirtækja. Annað fyrirtæki má þó telja eins konar forföður þessarar prent- smiðju. Það var prentsmiðjan Acta, sem var stofnuð 1917. Eig- endur hennar voru fimm prentarar og einnig þeir Thorsbræður, Ólafur og Richard. Þeir voru báðir þjóð- kunnir og þóttu þá búa yúr mikilli' reynslu í stofnun og rekstri fyrir- tækja. Tíminn var m.a prentaður í Acta um árabil. en árið 1936 töldu eigendur þeirrar prcntsmiðju ekki fært að reka hana lengur vegna halla á rekstrinum. Um lcið varð ljóst að nokkur óvissa ríkti um það hvort hægt yrði að fá Tímann prentaðan áfram. Þetta mun hafa ýtt mjög undir stotnun Prentsmiðj- unnar Eddu, enda var prentsmiðj- an Acta til sölu á tiltölulega vægu verði. Fyrsta verk hins nýja fyrir- tækis var því að kaupa prentsmiðj- una Acta. Söfnun hlutafjár mun hafa geng- ið allvel. því að hlutaféð varð fljótt að töluverðri fjárhæð á þess tíma mælikvarða. Þess vegna leið ekki Þóra Þorleifsdóttir, sem er einn elsti starfsmaður Prentsmiðjunnar Eddu, með þeim Hilmari Bjartmars (í miðið) og Sigurði Gíslasyni. í bókbandi, Birna Ólafsdóttir, Þórunn Kristinsdóttir og Grétar Sigurðsson verkstjóri. M aríus Sölvason við nýjan pappírsskurðarhníf. Tímamyndir: Pciur og Gísií Egiii. langur tími þar til ráðist var í það verk að byggja Edduhúsið og kaupa vélar. Til gamans má geta þess að þegar í byrjun voru keyptar tvær nýjar setningarvélar og tvær nýjar prentvélar, sem kostuðu samtals 82.000 krónur. Húsbyggingin gekk einnig fljótt og vel fyrir sig, og nægði hlutafé hins nýja fyrirtækis furðu vel og dugði fyrir meginhlutanum af véla- kaupunum og húsbyggingarkostn- aðinum. Það var þröngt um pcn- inga á þcssuni árum, og þeir urðu ekki sóttir í banka eða aðrar lána- stofnanir líkt og síðar varö og nú er. Því má scgja með réttu að þegar í upphafi hafi stofnun Prent- smiðjunnar Eddu fremur verið dæmi um áhuga og fórnfýsi en að gróðasjónarmið hafi ráðið þar ferðinni. Stjórnendur í stjórn Eddunnar hafa margir merkir menn setið um lengri eða skemmri tíma og er of langt að telja þá alla hér. Stjórnarformcnn hafa liins vegar verið þeir Sigurður Jónasson forstjóri í 6 ár, Sigurður Kristinsson forstjóri í 15 ár, Erl- endur Einarsson forstjóri í 3 ár, Ólafur Jóhanncsson prófessor og ráðherra í 19 ár. og Steingrímur Gísli B. Kristjánsson skrifstofu- stjóri. Þorbergur Eysteinsson framkvæmdastjóri. stjóri. Hcrmannsson núvcrandi forsætis- ráðherra sl. 7 ár. Framkvæmdastjórar prent- smiðjunnar hafa verið þcssir: Jón Þórðarson og Óskar Jónsson fyrsta árið, Eggert P. Briem í 5 ár, Eysteinn Jónsson í 5 ár, Þorstcinn Thorlacius í 13 ár, Stcfán Jónsson í 20 ár og Þorbergur Eysteinsson sem gegnt hefur starlinu síðustu 6 árin. í Eddu starfa nú 45 manns. Elsti starfsmaðurinn þar í dag cr Gísli Kristjánsson skrifstofustjóri scm hefur starlað þar frá 1944. Núver- andi yfirverkstjóri er Magnús Ingi- marsson sem tók við starfinu 1981 af Stefáni heitnum Traustasyni, cn hann hafði aftur starfað í Eddu allt frá árinu 1940. Sverrir Svcinsson er aðstoðaryf- irverkstjóri og verkstjóri í sctn- ingu. Jóhann Guðmundsson er verkstjóri í prentsal, Halldór Ein- arsson er verkstjóri í filmu- og plötugerð og Grétar Sigurðsson verkstjóri í'bókbandi. Gjaldkeri Eddu er Sveinn Sigmundsson. Litaprentun mest ráðandi Við spurðum Þorbcrg Eysteins- son um hclstu verkefni prcntsmiðj- unnar nú í dag. Hann sagði: ' - Verkefni prentsmiðjunnar hafa breyst mikið frá því scm áður var, þegar stærsta viðfangseíni hcnnar var að prenta Tímann, en hún sinnti auk þess mjög fjölbrcytilcg- um öðrum verkefnum fyrir marga viðskiptavini. Nú síðustu árin hef- ur litaprentun vcrið mest ráðandi hér hjá okkur, og hún á örugglega eftir að aukast enn í framtíðinni. í dag felst meginhluti starfsem- innar í því að veita margs konar viðskiptafyrirtækjum þjónustu við prentun upplýsinga- og auglýsinga- rita, auk ýmissa smáverkefna. Einnig er mikið um tímarita- og ■hókaprcntun hér hjá okkur, og líka er jólakortaprentun allstór liður hérna. Þá framleiðir prcntsmiðjan samanhangandi tölvueyðublöö og hefur orðið áratuga reynslu í þvL Á því sviði erum við mjög vel tækjum búnirogþvível samkeppn- isfærir. Einnig erum við með bók- band sem getur annast fjölþætta starfsemi við margvíslegan frágang prentverka. " - En hvað er um tækjabúnað ykk- ar að segja? ■ - Prentsmiðjan hefur endurnýjað tækjakost sinn mjög mikið á undanförnum árum. og nú í dag má tclja að við séum ágætlega tækjum búnir. Hins vegar eru stöðugt að koma fram nýjungar á þessu sviði, þannigaðfylgjast verð- ur vel með og halda áfram endur- nýjuninni. Viö gerum miklar kröfur til gæða, og til dæmis erum við nú í setningunni að skipta út innan við fimm ára gömlum ágætum vélum og taka í notkun það fullkomnasta á þessu sviði. Viö erum með okkar cigin filmu- og plötugerö, og við prentum bæði í offset og hæðar- prent á góðar vélar sem henta vcl til þcirrar prentunar sem hér er mest þörf fyrir, og þar er ég jafnt að tala um prcntun á einföldum verkum sem flóknari litaverkefni í miklu upplagi. •- Hverjir cru eigendur Eddunnar í dag? - Núverandi eigendur eru Sam- bandið, Framsóknarflokkunnn og nokkrir einstaklingar scm eiga hlutafé frá gamalli tíð. Viö vinnum mikið fyrir samvinnuhreyfinguna, en annars cru vcrkefni tckin hér fyrir fjöldamarga aðila alls staðar aö úr þjóðfélaginu. ■- Hver myndir þú segja að væri þörf núvcrandi cigenda fyrir að reka prentsmiðju af þessari gerð? •- Þcir hafa eilífa þörf fyrir slíkan rekstur og það breytist ckki í áranna rás. í því sambandi vil ég minna á það að yfirgnæfandi meiri- hluti alls prcntverks er unninn á þjónustugrundvelli með vcrðcftir- liti, cn ckki eftir útboðum. Þcss vegna er þessum aðilum nauðsyn að eiga vel búna prentsmiðju sem gctur fyrst og frcmst svaraö tækni- lcgum kröfum og jafnframt veitt þjónusiu, til dæmis að því er varðar tímamörk á cinstökum verkefnum. Þetta er meira virði heldur en útboðskcrfiö, scm er í dag tiltölu- lega lítið notað í raun. Það sem skiptir máli í þcssu sambandi eru þau innbyrðis tengsl sem skapast á milli prentsmiðju og viðskiptavina hennar, og sú þjónusta sem þar fylgir í kjölfarið. •- Hvernig hefur afkoma prent- smiðjunnar verið? - Afkoman hér hefur verið í járn- um ems og hjá fleiri íslenskum fyrirtækjum. Hér hafa til dæmis verið erfiðleikar með fjármagn, og fjármagnskostnaður hjá okkur hef- ur verið mjög hár. En á hinn bóginn er efnahagur fyrirtækisins traustur, og eiginfjárstaðan er ágæt. Hins vegar vil ég leggja áherslu á annað, sem er að starfsemi fyrir- tækisins nær til flestra þátta prent- verksins, og það er mjög hagkvæmt. Við hljótum því að líta björtum augum til framtíðarinnar, enda höfum við hér innan dyra reynt starfsfólk sem leggur alla áherslu á vandvirkni, og allur rekstur okkar hér grundvallast á þjónustu og sannvirði. - esig

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.