Tíminn - 13.09.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.09.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjóri: Aðstoðarf réttastjóri: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason NielsÁrni Lund OddurÓlafsson Guðmundur Hermannsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.- Aukin samvinna Islands, Grænlands og Færeyja Samvinna íslendinga, Grænlendinga og Færeyinga, svonefnds norðaustursvæðis, er að aukast á ýmsum sviðum. Ástæðan fyrir þessu er m.a. aukið sjálfstæði Græn- lands og Færeyja auk þess sem samgöngur milli landanna hafa batnað til muna. Petta er ánægjuleg þróun sem eflaust á eftir að skila árangri á margan máta. íslendingar eru fjölmennastir þessara þjóða og liggur landið milli Færeyja og Grænlands þannig að við gegnum miklu hlutverki í þessu samstarfi. Sjálfsagt er fyrir okkur að sinna því vel og leiða það eftir því sem kostur er á. í þessum mánuði verður haldin hér á landi fyrsta sameiginlega ferðamálakaupstefna þessara þriggja þjóða. Hún er ætluð sem alþjóðlegt kynningarátak og markmiðið með henni að vekja áhuga erlendra ferða- skrifstofa á hinum margþættu og fjölbreytilegu ferða- möguleikum á íslandi. Erlendar ferðaskrifstofur hafa fagnað þessu framtaki en það auðveldar allan undirbúning alþjóðlegs átaks í sölu- og kynningarmálum fyrir næsta ár. Alþjóðlegar ferðakaupstefnur, sem þessi eru mjög algengar um allan heim og hafa mikil áhrif á ferðamáta og ferðasölu víðast hvar. Fví má ætla að þessi muni skila árangri og auka ferðamannastraum til þessara landa. íslendingar ætla sér í framtíðinni að hafa miklar tekjur af ferðamönnum og mikið hefur verið gert til að bæta aðstöðu ferðamanna. Fjöldi nýrra hótela hefur risið sem treysta á aukna þjónustu við ferðamenn. Þá hefur ferðaþjónusta út um sveitir gefið góða raun og verður án efa til að styrkja þjónustuna. Áhugi meðal þjóðarinnar fyrir ferðaþjónustu hefur aukist á síðari árum m.a. hefur það færst í vöxt að ungt fólk velji sér hana til náms, sem er af hinu góða. Margoft hefur verið bent á að ísland býr yfir séreinkennum sem ferðamenn sækjast eftir að skoða. Hins vegar er það staðreynd að margir útlendingar vita lítið eða ekkert um ísland og því nauðsynlegt að kynna það sem landið hefur upp á að bjóða. , Þátttaka í sýningum kostar ærna fjármuni og hlýtur að vakna sú spurning hvort ekki sé skynsamlegt að taka upp meira samstarf við aðrar þjóðir á þeim vettvangi. Sú ferðakaupstefna sem áður er greint frá miðar að því. Vonandi skilar hún góðum árangri. Er Bandaríkja- markaðurinn í hættu? í viðtali við Tímann í gær greindi Eysteinn Helgason framkvæmdastjóri Iceland Seafood Corporation frá því að eftirspurn eftir fiski á Bandaríkjamarkaði sé ein hin mesta í áratug. Þetta eru góðar fréttir fyrir ísland sem byggir afkomu sína verulega á fisksölu þangað. Vegna þessarar miklu eftirspurnar eru nú birgðir litlar þar vestra og á sumum stöðum það litlar að markaðir geta verið í hættu. Ljóst er að síaukinn útflutningur á gámafiski til Evrópu á þarna hlut að máli. Þær spurningar hljóta að vakna hvort hann komi niður á Bandaríkjamarkaðnum og ef svo er hvaða afleiðingar það muni hafa. Full ástæða er til að þessi mál verði skoðuð í heild sinni áður en að í óefni er komið. Laugardagur 13. september 1986 MENN OG MALEFNI llllllljlllllliillll HAUSTÞANKAR Það er skoðun margra að haustið sé fegursta árstíðin. Þá bregður fjölbreyttu litskrúði á grænan gróanda sumarsins og fegurðin verður slík á heiðum haustdögum, þegar gránað hefur í fjöll og hvítir tindar gnæfa upp í heiðríkjuna í ofanálag að maður fellur í stafi. Við íslendingar eigum lítt meng- að land, hreinasta loft af okkar nágrönnum samkvæmt nýjustu fréttum, og hafið er lítt mengað. Þctta er auðlegð sem ekki verður metin til fjár og okkur ber að varðveita mcð þeim ráðum sem í okkar valdi standa. Þarna crum við ekki einir um hituna og okkur ber að leggja hönd á plóginn í því alþjóðasamstarfi sem miðar að því að vernda umhverfið gegn mengun og eyðileggingu. Þarna verður að fylgjast að eðlileg uppbygging í okkar landi og náttúruvernd, þar með taldar mengunarvarnir. íslendingar eru þeirrar skoðunar að þessi verðmæti beri að vernda, án þess að öfgar ráði þar ferðinni, eða horfið sé til náttúrunnar í bókstarflegri merkingu. Við eigum að geta byggt upp nútíma iðnaðar- þjóðfélag í landi okkar án þess að valda tjóni, ef aðgát ræður ferð- inni. Kjarnorkuslysið í Chernobyl setti mengunarvandann frá nútíma orku og iðjuverum í óhugnanlegt Ijós. Þar réð vindátt og loftstraum- ar mestu um hverjir urðu fyrir mestum skakkaföllum. Tæplega er við því að búast að hætt veröi við að nýta kjarnorkuna, þess vegna verða allir að leggjast á eitt, hvar sem er og á hvaða vettvangi sem er, um að alls öryggis sem í mann- lcgu valdi stendur sé gætt, eftirlit með kjarnorkuverum sé sam- kvæmt alþjóðasamkomulagi. Þessi hugsun um mengunarmál cr einkar áleitin á fögrum haust- dögum í sól og hciðríkju, en hún má aldrei víkja úr huganum. Kólnandi sambúð? Sambúð íslands og Bandaríkj- anna hefur lengst af verið árekstra- Iítil og þorri íslensku þjóðarinnar óskar þess að svo megi áfram verða. Því verður ekki neitað að nú cru blikur á lofti í þessu efni, og andrúmsloftið er með öðrum hætti en áður var. Það var árekstrum veldur eru einkum tvö málefni, flutningar til varnarliðsins og sala hvalaafurða. Bandarískt skipafélag hefur hafið siglingar með vörur til Bandaríkja- hers í skjóli gamalla laga um einka- rétt innlendra skipafélaga á flutn- ingum til herstöðva Bandaríkja- manna víða um heim. Ekki hefur um þokast að fá fram breytingar á þessum flutningum. Þetta mál hefur vakið upp urn- ræður um það hvort ekki sé rétt að beita ákvæðum laga um innfiutning kjöts frá 1928, sem banna slíkan innflutning til landsins, láta hart mæta hörðu, og banna innflutning á kjöti til varnarliðsins. I hvalamálinu urðu íslendingar varir við óbilgirni af hálfu Banda- ríkjamanna oggekk viðskiptaráðu- neyti þeirra svo langt að hóta viðskiptaþvingunum. Var þá flest- um nóg boðið. meira að segja Morgunblaðinu, en þar á bæ hafa mcnn hingað til viljað rækta góð samskipti við Bandaríkin. Varnarsamningurinn og veran í Nato Allt þetta leiðir hugann að varn- arsamningnum við Bandaríkin frá 1951 sem cr afdrifaríkasta plagg í samskiptum þessara þjóða og um- deildasti gerningur stjórnvalda á síðustu áratugum. Það stafar m.a. af almennri andúð íslendinga á hernaði og hernaðarumsvifum. íslendingar gengu í Nato árið 1949 og fullyrða má að sú stefna nýtur stuðnings yfirgnæfandi meiri- hluta þjóðarinnar að vera í banda- laginu. Hlutleysi íslands eða úr- sögn úr Nato, sem ekki leiddi af spennuslökun eða gagnkvæmri af- vopnun, muni leiða til þess að tómarúm myndaðist og staða okk- ar á alþjóðavettvangi yrði mjög ótrygg. Þetta er mjög almenn af- staða fólks í öllum stjórnmála- flokkum nema Alþýðubandalag- inu. Hlutverk íslands í Nato er m.a. að ljá land undir tæki og mannafla til þess að líta eftir umferð flugvéla og kafbáta um Norður-Atlantshaf, reka eftirlitsstöð. Það eru hins vegar skiptar skoðanir á því með- al þeirra sem eru fylgjandi aðild að Nato, hve umfangsmikil þessi her- stöð á að vera á tímum sem almennt eru túlkaðir sem friðar- tímar. Þær skoðanir hafa heyrst að hægt sé að draga verulega úr þeim mannafla sem er á Keflavíkurflug- velli, án þess að draga úr gildi herstöðvarinnar sem eftirlitsstöðv- ar. Endurskoðun varnarsamningsins Þeirri skoðun vex nú fylgi að varnarsamninginn verði að taka til endurskoðunar, ekki aðeins þau atriði sem fjalla um flutninga til varnarliðsins, tollfrelsi og innflutn- ingsleyfi á vistum, heldur einnig þau ákvæði sem snerta búnað og mannafla. Varnarsamningurinn er plagg síns tíma og aðstæður nú eru gjörbreyttar. Undir þá skoðun vil ég taka, að farið sé fram á endur- skoðun svo sem segir í 7. grein hans, en þar er að finna skýr ákvæði um hvernig að skuli staðið, og þar segir svo: „7. gr. Hvor ríkisstjórnin getur, hvenær sem er, að undanfarandi tilkynningu til hinnar ríkisstjórnar- innar, farið þess á leit við ráð Norður-Atlantshafsbandalagsins, að það endurskoði, hvort lengur þurfi á að halda framangreindri aðstöðu, og geri tillögur til beggja ríkísstjórnanna um það, hvort samningur þessi skuli gilda áfram. Ef slík málaleitan um endurskoðun leiðir ekki til þess, að rfkisstjórn- irnar verði ásáttar innan sex mán- aða, frá því að málaleitunin var borin fram, getur hvor ríkisstjórn- in, hvenær sem er eftir það, sagt samningnum upp, og skal hann þá falla úr gildi tólf mánuðum síðar. Hvenær sem atburðir þeir verða, sem 5. og 6. gr. Norður-Atlants- hafssamningsins tekur til, skal að- staða sú, sem veitt er með samningi þessum, látin í té á sama hátt. Meðan aðstaðan er eigi notuð tii hernaðarþarfa, mun ísland annað hvort sjálft sjá um nauðsynlegt viðhald á mannvirkjum og búnaði eða heimila Bandaríkjunum að annast það.“ Það er fjölmargt sem styður endurskoðun sem þessa. Varnar- samningurinn á ekki undir neinum kringumstæðum að vera heilagt plagg og fullkomlega er tímabært að endurskoða liann sem heild. Nú nálgast þau tímamót að hægt sé að flytja afgreiðslu farþegaflugs út fyrir svæði varnarliðsins og er það mikil breyting á samskiptum ís- lendinga við varnarliðið, en áríð- andi er fyrir smáþjóð að kunna fótum sínum forráð í þeim efnum. Fjölmennt erlent herlið er ekki það sem smáþjóð óskar helst eftir að sé í landi sínu, þótt tekist hafi að halda þessari starfsemi tiltölu- lega aðskildri frá þjóðlífinu. Atburðir sumarsins og síðustu missera hafa vakið upp umræður um utanríkismál. sem er nauðsyn- leg og sjálfsögð. Við erum mjög háðir samskiptum við erlendar þjóðir og þurfum á því að halda að eiga viðskipti á jafnréttisgrundvelli við þjóðir í austri og vestri. íslend- ingar verða að bera höfuðið hátt í þessum samskiptum og allur undir- lægjuháttur ber dauðann í sér fyrir andlegt og efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.