Tíminn - 13.09.1986, Blaðsíða 14

Tíminn - 13.09.1986, Blaðsíða 14
14 Tíminn Eftirtaldar greinar eru í boöi á haustönn 1986, ef þátttaka leyfir: TUNGUMÁL: íslensk málfræði og stafsetning. íslenska fyrir útlendinga (1. einu sinni í viku 80 mín., 2. tvisvar í viku 60 mín., 3. tvisvar í viku 80 mín. 4. framhaldsflokkur) Danska 1.-4. flokkur. Norska 1.-4. fl. Sænska 1.-4. fl. Enska 1.-6. fl. Þýska 1.-3. fl. Þýska samtalsfl. ítalska 1.-4. fl. ítalskar bókmenntir. Spænska 1.-4. fl. Spænskar bókmenntir. Spænska samtalsfl. Franska 1 .-4. fl. Portúgalska. Hebreska. Gríska. VERSLUNARGREINAR: Vélritun, bókfærsla. Tölvunámskeiö. Stæröfræöi (grunnskóla- og fram- haldsskólastig). VERKELEGAR GREINAR: Sníöar og saumar. Myndmennt. Formskrift. Postulínsmálun. Mynd- vefnaður. Leikfimi. NÝTT: Námskeið í myndbandagerð (video) Danska, sænska og norska fyrir 7-10 ára börn, til aö viðhalda kunnáttu þeirra barna sem kunna eitthvað fyrir í málunum. í almennri deild er kennt einu sinni eöa tvisvar í viku, ýmist 2, 3 eöa 4 kennslustundir í senn í 11 vikur. Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla, Lauga - lækjarskóla, Geröubergi og Árseli. Námskeiðsgjald fer eftir kennslustundafjölda og greiðist við innritun. ATHUGIÐ: Félög og hópar sem óska eftir kennslu í einhverri grein geta farið þess á leit aö Námsflokk- arnir haldi námskeið um efnið og verður þaö gert svo fremi sem hægt er. INNRITUN fer fram 17. og 18. sept. kl. 17-20. Kennsla hefst 29. sept. IIIIOSSABÆNDA BÆNDAHÖLLINNI HAGAT OHGI 107 REVKJAVlK ISLAND Félag hrossabænda auglýsir eftir móttöku slátur- hrossa sem flutt veröa út til slátrunar í byrjun október. Greitt veröur grundvallarverð innan 2 mánaða. Skráning fer fram hjá markaðsnefnd, formönnum deilda, kaupfélögum og búvörudeild SÍS í síma 91-28200. Markaðsnefnd F.H.B. LAUSAR STÖDUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Staöaforstööumannsfélagsstarfs aldraöra í Selja- hlíö viö Hjallasel er laus til umsóknar. Hér er um heilsdagsstarf aö ræöa. Upplýsingar um starfið gefur María Gísladóttir, forstöðumaður í síma 73633 alla virka daga milli kl. 10-12. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar Pósthússtræti 9, 6. hæö, á sérstökum umsóknareyðublöðum, sem þar fást fyrir kl. 16.00 föstudaginn 26. sept. n.k. Bíll óskast Óska eftir aö kaupa Ford Fiesta, eða einhverja aðra tegund af smábíl. Má ekki vera eldri en ’84 módel og verður aö vera vel meö farinn, góð útborgun ef vel semst. Upplýsingar í síma 18614 á kvöldin og um helgar. Laugardagur 13. september 1986 Sigurður Jónsson aöstoðaryfirlögregluþjónn Fæddur 18. mars 1929 Uáinn 8. sept. 1986 Skarð hefur verið höggvið í sveit lögreglumanna á Selfossi. Að kvöldi 8. þ.m. lést á heimili sínu Sigurður Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á 58. aldursári. Við lögreglumenn þekkjum vel hversu snögglega maðurinn með Ijáinn getur brugðið amboði sínu. Hann gerir ekki ætíð mun á þeim sem aldraðir eru og hinum sem ætla má lengri lífdaga. Við erum ekki óvanir að sjá á eftir félögum okkar á besta aldri yfir móðuna miklu. Þar teljum við að eigi nokkurn hlut hin óreglulega vinna, vaktavinnan svo- kallaða fyrst og fremst. En einnig það líkamlega og andlega álag sem starfinu fylgir. Samt stendur maður agndofa hverju sinni sem starfsbróð- ir á góðum aldri fellur frá, og á það ekki síður við um fráfall félaga míns Sigurðar Jónssonar. En þetta er það sem við vaktavinnumenn getum reiknað með. Sigurður vann vakta- vinnu nær allan sinn starfsferil, eða frá árinu 1949, er hann hóf starf sem lögreglumaður í Reykjavík og þar til skömmu áður en hann var skipaður aðstoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi á árinu 1983, eða í um það bil 34 ár. Um það leyti kenndi hann sér fyrst þess meins er að lokum leiddi hann til dauða. Sigurður Jónsson var fæddur 18. mars 1929 að Gili í Fljótum. Foreldrar hans voru hjónin Jón Arngrímsson og Sigríður Jóhannes- dóttir sem þar bjuggu. Á fyrsta aldursári hans flutti fjölskyldan að Lambanes-Reykjum í Fljótum og á fjórða aldursári hans að Brúnastöð- um í sömu sveit. Þar dvaldist hann síðan þar til hann flutti til Reykja- víkur og hóf störf í lögregluliði Reykjavíkur árið 1949. Föður sinn missti hann árið 1942 en öldruð móðir hans býr nú á Sauðárkróki. Alsystkini hans eru fjögur og einn hálfbróðir. Hinn 1. ágúst 1950 kvæntist Sigurður Ingibjörgu Þorgrímsdóttur frá Klöpp í Garði. Þau eignuðust fimrn syni. Þeir eru: Jón Arnar, vélfræðingur f. 1950, kvæntur Önnu Halldórsdóttur. Þau búa á Eyrar- bakka og eiga tvær dætur. Þorgrímur Óli, lögregluþjónn á Selfossi, f. 1952, kvæntur Ásu Líneyju Sigurð- ardóttur. Þau eru búsett á Selfossi og eiga tvær dætur. Þór, húsasmiður, f. 1955, búsettur á Selfossi, Sigurður Rúnar, vélfræðingur, f. 1962, býr á Selfossi og Gunnlaugur Valgarð, húsasmíðanemi, f. 1966, býr í foreldrahúsum. Ég kynntist Sigurði þegar hann um tíma tók að sér löggæslu við Búrfellsvirkjun, sem þá var í bygg- ingu. Hann var þá í lögregluliði Reykjavíkur en var fenginn til að annast sérstaka löggæslu við virkjun- ina. Hann fór ekki aftur til starfa í Reykjavík því frá Búrfelli kom hann í lögregluna á Selfossi. Haustið 1969 fékk ég leyfi frá störfum á Selfossi til að vinna við löggæslu hjá Sameinuðu þjóðunum. Um það leyti var starfi Sigurðar að ljúka við Búrfell og var hann fenginn til að leysa mig af. Hann starfaði hér síðan, fyrst sem varðstjóri, en í ársbyrjun 1983 var hann skipaður aðstoðaryfirlögreglu- þjónn. Um það leyti varð ljóst að hann gekk ekki heill til skógar. Við sem unnum með honum urðum ekki mikið varir við það, enda var honurn ekki tamt að bera tilfinningar sínar á torg. Hann var ætíð léttur í lund en enginn þurfti að efast um að hugur fylgdi máli ef því var að skipta. Hann var farsæll lögreglu- maður sem rækti starfið af sam- viskusemi ogalúð. Ýmissverk okkar lögreglumanna hljóta að orka tví- mælis, oft er snert við viðkvæmum þáttum mannlegra tiifinninga. Ég vil gefa Sigurði þá einkunn að hann gat sýnt hörku þegar nauðsyn krafði en að hinu leytinu var honum einkar lagið að leysa mál með lipurð og réttsýni. Og hann átti auðvelt með að greina þar á milli. Hann var farsæll yfirmaður, vissulega vorum við tveir ekki ætíð á sama máli, en samvinna okkar var mjög góð. Sigurður var mikill atorkumaður. Líkt og ýmsir aðrir lögreglumenn taldi hann ekki klukkustundirnar sem hann vann utan löggæslustarfs- ins til að sjá sér og fjölskyldunni farborða. Ég hefi fregnir af að á meðan hann var í Reykjavíkurlög- reglunni var ekki ætíð farið heim að sofa að loknum vinnudegi. Þá tók við byggingavinna og fleira, m.a. stundaði hann ökukennslu. Hin síð- ari ár hér á Selfossi stundaði hann nokkuð ökukennsluna og í auknum mæli nú að undanförnu. Þau hjón, Sigurður og Ingibjörg áttu fallegt heimili að Vallholti 40, og voru þau mjög samhent að búa sonum sínum gott veganesti út í lífið. Ég vil nota þessar línur til að þakka fyrir þær ágætu stundir sem við Sigurður áttum saman. Eftirlif- andi eiginkonu, sonum og fjölskyld- um þeirra flyt ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Einnig móður hans aldraðri, og ég bið Guð að blessa ástvini hans. Tómas Jónsson Þegar ég svo skyndilega sé á bak vini mínum Sigurði Jónssyni aðstoð- aryfirlögregluþjóni eftir að hafa þekkt hann í fullan aldarfjórðung og verið náinn samstarfsmaður hans í nærri tvo áratugi sækir að mér sár söknuður, sem þó er blandinn gleði yfir því að hafa fengið að njóta samveru með honum svona lengi. Margar skemmtilegar minningar sækja að mér því kring um Sigurð var fyrst og fremst gleði og léttlyndi, þrátt fyrir að hann tók lífinu í heild alvarlega. Hann vildi skila dagsverki sínu eins og til var ætlast og hlífði sér þá hvergi. Ég minnist trúlega lengst ferðar sem við fórumn saman til Bandartkjanna með eiginkonum okkar fyrir nokkrum árum og sem við þreyttumst aldrei á að tala um. Við dvöldum þá á heimili aldraðrar frænku minnar, sem tók ástfóstri við Sigurð. Hún hefur beðið mig að færa Ingibjörgu og öðrum syrgjendum kæra samúðarkveðju sína. Hún sagði við mig: „Er hann Sigurður minn dáinn svona ungur, en ég er að verða 85 ára.“ Sigurður Jónsson var sérstaklega dagfarsgóður maður, sem unun var að vera með, bæði í blíðu og stríðu. Hann hafði ráð undir hverju rifi þegar vanda bar að höndum og átti gott með að sætta menn og koma góðu til leiðar. Oft bar það við að hann leiddi menn frekar til sátta en að skrifa eftir þeirn kærur sitt á hvað og þessir menn urðu af þeim sökum vinir en ekki óvinir. Þetta er vissu- lega starf lögreglumannsins, en mönnum fer þetta misvel úr hendi eins og hvað annað. Fyrir þetta munu margir minnast Sigurðar með hlýhug. Meðan Sigurður var varðstjóri hér á Selfossi var ég í nokkur ár með honum á vaktinni og síðar, er hann varð aðstoðaryfirlögregluþjónn unn- um við saman að rannsóknum margra niála. Við vorum ekki alltaf sammála, en það skyggði aldrei á vináttuna, hún var ósvikin. Sá sem átti Sigurð að vini stóð aldrei einn. Stórt skarð er hoggið í hópinn okkar í lögreglu Árnessýslu við frá- fall Sigurðar, en ég hygg að sjálfur hefði hann sagt að ekki væri um það að fást, það verði annar að taka upp vopn hinna föllnu og halda baráttunni áfram. Hann var ekki fyrir uppgjöf af neinu tagi. Sigurður var búinn að finna til veikinda um nokkurra ára skeið og var oft búinn að tala um það við mig að svona mundi hann fara, án nánari fyrirvara og við því væri ekkert að gera, heldur bara að halda lífsgleðinni fram á síðustu stundu. Við hittumst einmitt síðasta morg- uninn hans á meðal okkar. Þá spjöll- uðum við í glensi eins og svo oft áður. Mín síðasta minning um Sigurð er eins og hann var skemmtilegastur. Það er góð minning. Fyrir hönd okkar lögreglumanna á Selfossi færi ég Sigurði Jónssyni kærar þakkir fyrir samveruna og óska honum góðs í framandi heimi, sem ég er ekki í vafra um að hann verður fljótur að rata um og trúlegt þykir mér að hann muni taka á móti okkur sem síðar förum á eftir honum. Það ergott aðeiga vonáþví. Eiginkonu og ættingjum öllum vottum við okkar dýpstu samúð. Hergeir Kristgeirsson PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða Bréfbera, Póstbifreiðastjóra og Póstafgreiðslumenn til starfa í Reykjavík Nánari upplýsingar verða veittar hjá Póstmiðstöð- inni Ármúia 25. Skipulags- w fræðingur Skipulagsstofa höfuðborgarsvæðisins óskar að ráða skipulagsfræðing til starfa við svæðisskipulag höfuðborgarvæðisins sem fyrst. Frekari upplýsing- ar eru veittar á Skipulagsstofunni, Hamraborg 7, Kópavogi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.