Tíminn - 17.10.1986, Qupperneq 3

Tíminn - 17.10.1986, Qupperneq 3
Föstudagur 17. október 1986 Tíminn 3 Alþjóðlegur matvæladagur FAO: Föðurland vort hálft er hafið - sagði forseti Islands m.a. í aðalræðu dagsins Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti það sitt um ntikilvægi sjávarins fyrir íslands hélt í gær aðalræðuna á þjóðina. sjötta alþjóða matvæladegi Mat- Vigdís vék einnig að íslendinga- væla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) í Róm. Yfirskrift dagsins að þessu sinni er „Fiskimenn og fiskveiðasamfélög". í ræðu sinni fjallaði Vigdís um mikilvægi sjávarins fyrir land og þjóð á íslandi. Flún sagði frá því að sjórinn hefði mótað landið sem hefði risið úr sjó og einnig fólkið sem byggði landið. Sem dæmi um það nefndi hún að íslendingar ættu sér lofsöng er héti „Föðurland vort hálft er hafið“. í raun mætti segja að á Islandi geti fiskurinn sungið, rétt eins og fuglinn og hljóðið sem hann gæfi frá sér væri tónlist fyrir mannkynið alls staðar. íslensk tunga ætti sennilega fleiri orð yfir sjóinn en nokkur önnur þjóðtunga, og segði sögunum og sagði m.a. frá Hrafna- Flóka, þegar hann kom til landsins og varð svo hrifinn af fiskigengd við landið að hann og menn hans gleymdu sér við fiskveiðar allt sumarið en áttuðu sig ekki á því að safna þurfti öðrum forða fyrir vetur- inn. Síðan kom harður vetur og ekki hægt að sækja sjó, sem kom sér mjög illa. Þá hafi Hrafna-Flóki gefið land- inu nafnið ísland. En Vigdís talaði ekki eingöngu um fiskveiðar á fs- landi til forna, heldur ræddi hún um fiskveiðar íslendinga nú til dags og þá stefnu að vernda fiskistofnana gegn ofveiðum. f því efni hafi 200 mílna landhelgin verið sett og ís- lendingar hafi lent í þorskastríði við Breta. Nú séu 10 ár liðin frá lokum þeirrar deilu. Bæði fslendingar og aðrar þjóðir séu nú búnar að læra að sjórinn er ekki botnlaus hráefnalind og menn hugsi nú sífellt meira um hvernig nýta má haftð á sem hag- kvæmastan hátt án þess að ganga of nærri fiskistofnunum. Meðan forsetinn dvelst á Ítalíu hittir hún að máli ýmsa forvígis- menn. Á miðvikudag hitti hún for- sætisráðherra Ítalíu, Craxi, að máli og að lokinni hátíðaathöfn í höfuð- stöðvum Matvæla- og landbúnaðar- stofnunarinnar, bauð framkvæmda- stjóri stofnunarinnar Dr. Edouard Saouma forsetum íslands og ftalíu til hádegisverðar. í gær gekk hún á fund Jóhannesar Páls páfa II, og síðdegis í gær átti hún fund með Cossiga, forseta Ítalíu. Forseti íslands heldur frá Róm laugardaginn 18. október og kemur hcirn til íslands föstudaginn 24. október. ABS Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands. Á að selja Rás 2? Kemur ekki til greina -segir Páll Péturssorr „Þessi hugmynd fjármálaráð- herra er fráleit að mínu rnati," sagði Páll Pétursson formaður þingflokks framsóknarmanna þegar Tíminn bar undir hann hvort framsóknarmenn væru sammála þeirri hugmynd Por- steins Pálssonar að selja Rás 2. „Það kemur ekki til greina að selja Rás 2 eða að banna auglýs- ingarí ríkisútvarpinu, Rás2 heyr- ist nú um allt land og þjónar öllum landsmönnum ekki síður en rás I ogslíku hefði einkafram- takið aldrei komið á laggirnar. Við komum til mcð að standa vörð um ríkisútvarpið og koma í veg fyrir að gróðaöflin eyðileggi það,“ sagði Páll Pétursson. Drög aö lögum um námslán: Námsmenn undirbúa viðræður við Sverri „Þak á námslán leysir ekki vandann" segir Eyjólfur Sveinsson formaöur Stúdentaráös Hér má sjá nokkra þá sem unnið hafa að málefninu um stofnun unglingageðdeildar. F.v. Oddur Bjarnason geðlæknir, Páll Ásgeirsson geðlæknir, Anton J. Kaiser kjörforseti hinnar alþjóðlegu Kiwanislireyfíngar, Arnór Pálsson umdæmisstjóri Kiwanishreyfíngarinnar á íslandi, Þorsteinn Sigurðsson formaður K-lykils nefndar, og Tómas Helgason prófessor. (Timamynd: Pjetur) Samstarfsnefnd námsmanna- hreyfinganna hel'ur undanfarna daga fundað um drögin að lögum um námslán og munu fundahöld halda áfram þar til viðræður hefjast við menntamálaráðherra um drögin. Að sögn Eyjólfs Svcinssonar for- manns Stúdentaráðs H.í. hefursam- starfsnefndin veriö að fara lið fyrir lið í gegnum drögin og taka saman þá punkta sem þykja jákvæðir og þá sem neikvæðir eru og í framhaldi af því að vinna skýrslu um það sem hægt er að gera til þess að breyta því til betri vegar scm neikvætt er i drögunum. „Þak á námslán le.kur ekki á þcim vandamálum sent eru fyrir hendi varðandi námslán en skapar mörg ný vandamál. Menntamálaráðherra hefur talað um að lánvcitingar fari úr böndunum, en þessi þakshug- K-lykillinn seldur í dag: Unglingageðdeild getur bjargað mannslífum Kiwanis vill loka gati í heilbrigðiskerfinu „Á unglingageðdeild er fyrirhug- uð sú sérhæfða þjónusta, ergeðsjúk- ir unglingar þurfa á að halda. Þennan hlekk hefur til þessa vantað í geð- heilbrigðisþjónustu landsins. Um síðustu áramót var notuð heimild í fjárlögum til kaupa á húsnæði fyrir slíka deild og makaskipti á eignum í því sambandi. Reykjavíkurborg mun rýma húsnæðið á næstunni og gert er ráð fyrir að starfsemin hefjist á þessu ári, a.m.k. verði göngudeild opnuð, en legudcild á árinu 1987.“ Þessi orð er m.a. að finna í ávarpi Ragnhildar Helgadóttur heilbrigðis- ráðherra til íslensku þjóðarinnar í tilefni þess að Kiwanishreyfingin á Islandi efnir til sérstakrar fjár- öflunarherferðar með sölu K-lykils- ins. Söfnunarféð mun renna til stofn- unar unglingageðdeildar við Land- spítalann. Húsnæði það sem ríkið hefur keypt af Reykjavíkurborg í þessu skyni er að Dalbraut þar sem borgin rak áður vistheimili fyrir börn. og er í sama húsi og barnageð- deild Landspítalans starfar nú. Á fundi sem Kiwanismenn boð- uðu til í gær með geðlæknum, skipu- leggjendum söfnunarinnar og blaða- mönnum, kom fram að um 5,5 milljónir þarf til þess að koma því húsnæði sem fyrir hendi er í það horf að unnt sé að opna þar legudeild fyrir 6-8 sjúklinga. Að sögn Þor- steins Sigurðssonar formanns söfn- unarnefndar K-lykilsins er stefnt að því að safna að minnsta kosti fyrir þessari upphæð ineð sölu lyklanna í dag, föstudag og á morgun, laugar- dag. Þorsteinn sagði að það yrðu fyrst og fremst félagsmenn í Kiwan- isfélögunum og fjölskyldur þeirra um allt land sem myndu ganga í hús og vinnustaði og bjóða lyklana til sölu, þó að á einstaka stöðum úti á landi hafi nemendur 9 bekkjar grunnskóla verið fengnir til liðs við hreyfinguna. Hver lykill kostar ein- ungis 100 kr. og því þurfa að seljast 55.000 lyklar til að koma unglinga- geðdeildinni á laggirnar, en vonir standa þó til að enn fleiri lyklar seljist og þannig megi tryggja að bæði legudeild og dagdeild unglinga- geðdeildar komist upp sem fyrst. Eins og áður segir er þetta í fimmta sinn sent Kiwanishreyfingin gengst fyrir sölu á K-lykli og nú eins og í öll fyrri skiptin er kjörorð söfnunarinnar: „glcymum ekki geð- sjúkum". Kjörforseti alþjóðlegu Kiwanishreyfingarinnar, Anton J. Kaiser, er staddur hér á landi og ávarpaði hann fundinn sem haldinn var í gær og kvaðst stoltur af íslands- deild hreyfingarinnar, sem hefði sýnt nú og áður á eftirminnilegan hátt hvers hún væri megnug. Sagði hann það einsdæmi með þjónustufélög eins og Kiwanis að hinar einstöku deildir í einu landi stæðu allar sem ein saman að stöfnun sem þessari. Á fundinum voru einnig geðlækn- arnir Páll Ásgeirsson, Oddur Bjarnason og Tómas Helgason. í máli þeirra kom fram að þörfin á unglingageðdeild væri brýn, ekki hvað sýst í Ijósi aukinnar fíkniefnaneyslu. í því vandamáli tengdust oftast sam- an geðtruflanir og líkamlcg veikindi. Því væri nauðsynlegt að þessir ung- lingar gætu fengið þjónustu sem greindi alhliða ástand sjúklingsins. líkamlegt og andlcgt og að útbúin yrði fyrir þá meðferðardagskrá senr tæki miö af einstaklingsþörfum þeirra. Þá töldu þeir að staðsetning unglingageðdeildar á Dalbraut, í sama húsnæði og barnageðdeild, væri af hinu góða þar sem báðar deildir lúta sömu yfirstjórn og unnt væri að sameina starfskrafta að ein- hverju leyti. Þó var það undirstrikað að sérstaða unglinganna væri mikil, bæði vegna líkamsstyrks þeirra sent gerði aðrar kröfur til nteðferðar en t.d. á barnageðdeild, og þá ekki sfður að með kynþroska stór aukast sjálfsvígstilhneigingar þeirra. Var bent á að ef unglingageðdeild hefði verið starfandi á liönum árum hefði tvímælalaust verið unnt að bjarga lífum einhverra unglinga sem ekki áttu aðgang að stofnun við hæfi. Scm fyrrsegirmunu Kiwanismcnn hefja sölu K-lykla í dagog mun salan halda áfram á morgun. Tíminn skor- ar á lesendur sína að taka málaleitan þeirra vel og veita lið þessu áríðandi málefni. - BG mynd kemur ekki til með að spani mikla peninga, nema að því leyti að hún tælir lólk frá námi. Sú hugmynd þykir mér vcra varasöm," sagði Eyjólfur. Samstarfsnefndin samanstendur af fulltrúum stúdenta í H.Í.,Sam- bandi íslenskra námsmanna erlend- is, Bandalagi íslenskra sérskóla- nema og Iðnnemasambandi íslands. -ABS Tíu ára afmælisþing Þroskahjálpar I dag og á morgun verður haldið að Hótel Loftleiðum af- mælisþing Landssamtakanna Þroskahjálpar, en fimmtud. 16.10. voru liðin tíu ár frá stofnun samtakanna. Féiögin scm stóðu að stofnun Þroskahjálpar á sínum tíma voru 13 talsins og markmiðið var að sameina í eina hcild þau félög sem unnu að málefnum fatlaðra, ekki síst barna og ungmenna, í því skyni að tryggja þeini fullt jafnrétti og sambærileg lífskjör á við aðra þjóðfélagsþegna. Nú eru aðildarfélög Þrosk- ahjálpar hclmingi fleiri en í upp- hafi eöa 26 talsins, og eru þau fy rst og fremst foreldra- og styrkt- arfélög þeirra sem ekki geta bar- ist fyrir hagsmunum sínum sjálfir, sem og fagfélög fólks sent hefur sérhæft sig í þjálfun og kennslu fatlaðra. Félagar eru um 6500 um land allt. Afmælisþingið verður sett í Kristalsal Hótels Loftleiða í dag, 17. október kl. 13.30. Þema þess er: Hvað hcfur áunn- ist? Hvað er framundan? Fram- sögumenn munu fjalla um efnið, auk þes sem kynntar verða niður- stöður könnunar sem unnin hefur verið á vegum Þroskahjálpar og fjallar um þróun vistunar- og húsnæðismála þroskaheftra und- angenginn áratug, fjárframlög hins opinbera og mat á framtíðarþörf í þessum efnum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.