Tíminn - 17.10.1986, Side 6
6 Tíminn
Föstudagur 17. október 1986
FRÉTTAYFIRLIT
MOSKVA — Talsmaöur so-
véska utanríkisráðuneytisins
Gennady Gerasimov sagði
Moskvustjórn ekki skrifa undir
samninga um meðaldrægar
kjarnorkuflaugar við Banda-
ríkjastjórn nema sem hluta af
heildartillögum. Orð hans
gerðu afstöðu sovésku stjórn-
arinnar skýrari eftir mismun-
andi yfirlýsingar um þetta efni
frá Mikhail Gorbatsjov Sovét-
leiðtoga og helsta samninga-
manni hans.
MOSKVA — Dagblaðið
Pravda sagði það nu vera
komið undir Bandaríkjastjórn
að stíga næsta skrefið í af-
vopnunarviðræðum stórveld-
anna í kjölfar Reykjavíkurfund-
arins.
BONN — Max Kampelman
helsti samningamaður Banda-
ríkjanna í afvopnunarviðræð-
um stórveldanna sakaði
Moskvustjórn um að gefa út
tviræðar yfirlýsingar í afvopn-
unarmálum og sagðist vonast
til að hún myndi ekki falla frá
því að ræða tillögur þær sem
ígrundaðar voru í Reykjavík
um síðustu helgi.
DAMASCUS - Skæruliða-
hópur sem hefur höfuðstöðvar
sínar í Damascus (Marxíska
lýðræðishreyfingin fyrir frelsun
Palestínu) sagði eina deild
hóps síns hafa staðið fyrir
árásinni á ísraelska hermenn
og fjölskyldur þeirra í Jerúsal-
em þar sem einn maður lét lífið
og 65 særðust. Talsmaður
Frelsishreyfingar Palestínuar-
aba (PLO) sagði hana hins-
vegar bera ábyrgð á verknað-
inum.
SAN SEBASTIAN -
Skæruliðar úr Aðskilnaðar-
hreyfingu Baska (ETA) sögð-
ust hafa komið fyrirbílsprengj-
unni í Barcelóna sem drap
einn lögreglumann og særði
átján manns.
WASHINGTON — Búist
var við að bandaríska öldunga-
deildin myndi fjalla um fjárlögin
fyrir 1987 þar sem gert er ráð
fyrir ríkisútgjöldum er hljóða
upp á 576 milljarða dollara,
hæstu útgjöld í bandarískri
sögu.
AÞENA - Helsti kommún-
istaflokkur Grikklands dró til
baka stuðning sinn við Pasok-
flokk Andreasar Papandreou
forsætisráðherra í Aþenu sem
gerir vonir flokksins um að
vinna forkosningar næsta
sunnudag fyrir borgarstjórnar-
kosningar síðar meir nánast
engar.
BALLYNAHINCH,
Norður-írland - 78 ára
gömul kona og sonur hennar
voru skotin til bana yfir morg-
unverði og lýsti mótmælenda-
hópur yfir ábyrgð á verknaðin-
um.
Dauður
hamstur
sigraði
Dawlish, England-Keuter
Dauður og uppstoppaður
hamstur, nefndur Gumble, var út-
nefndur sigurvegari í gæludýra-
keppni sem fram fór í Dawlish,
litlum baðstrandarbæ á suðurströnd
Englands, í vikunni. Gumble sigraði
þrátt fyrir að dóntarinn í keppninni
vissi að eitthvað meira en lítið væri
að hegðan hamstursins.
Skólastúlkan Jeanette Birch sem
er sautján ára gömul tók við verð-
laununum fyrir hönd Gumble og
sagði eftir á: „Það stóð ekkert um
það í reglunum að gæludýrin þyrftu
að vera lifandi".
Jeanetta lét stoppa upp hamstur-
jnn eftir að hann hafði dáið fyrr á
þessu ári: „Ég gat ekki hugsað mér
að skilja við hann," sagði hún.
Dómarinn í keppninni; Kristófer
Henwood sagði: „Ég vissi að eitt-
hvað var að þegar ég sá Gumble sitja
rólegan eins og mús.“
Enrile varnarmálaráðherra Filippseyja hefur gagnrýnt Corazon Aquino linnuiaust upp á síðkastið og kynnt þannig
undir sögum um byltingartal og óeiningu.
Filippseyjar:
Enrile deiliráAquino
Er forsetinn í ókristilegu bandalagi viö varnarmálaráðherrann?
Bacolod, Filippscyjar-Reutcr
Haft var cftir Corazon Aquino
forseta Filippscyja í gær að hún væri
fórnarlamb ókristilegs bandalags við
Juan Ponce Enrile varnarmálaráð-
herra sem hjálpaði henni að komast
til valda í febrúarmánuði síðastliðn-
um.
Rómversk-kaþólski biskupinn
Antonio Fortich hafði orðrétt eftir
Aquino að „hún væri orðin fórnar-
lamb ókristilegs bandalags við Enr-
ile“. Biskupinn neitaði að gefa nán-
ari útskýringar á þessum ummælum
forsetans sem fylgja í kjölfar frétta
um mikið samkontulagsleysi milli
hennar og varnarmálaráðherrans.
Fortich tók þó fram að Fidel
Ramos yfirhershöfðingi landsins
reyndi að miðla málum og styddi
Aquino.
Biskupinn fylgdi Aquino í ferð
hennar til héraðs þar sem áður var
blómleg sykurrækt og þar sem Aq-
uino tilkynnti um nýja landskiptingu
til handa bændum og vinnumönnum
á sykurökrununt.
Enrile og Ramos leiddu bylting-
una gegn Ferdinand Marcos fyrrum
forseta í byrjun þessa árs, byltingu
sem bæði herinn og fólkið í landinu
stóð að og kom Corazon Aquino í
forsetastólinn. Enrile var einnig
varnarmálaráöherra í valdatíð Mar-
cosar.
„Við eruin þakklát fyrir framlag
Enrile og Ramosar í byltingunni,“
sagði Aquino við blaðamenn þegar
hún var spurð um gagnrýni Enriles
sent mikið hefur borið á upp á
síðkastið.
Enrile er harður andstæðingur
skæruliða landsins þar sem kontm-
únistar eru allsráðandi og hefur nær
daglega gagnrýnt Aquino fyrir lin-
kind og að leita samninga við skæru-
liðana. Þessar gagnrýnisraddir hafa
ýtt undir fréttir um að ekki sé allt'
með felldu innan ríkisstjórnarinnar
og Enrile hefur hvað eftir annað
verið tengdur við hugsanlegar bylt-
ingatilraunir gegn Aquino.
Gonzalez forsætisráðhcrra Spánar og leiðtogi þarlendra sósíalista vill meiri
áhrif Evrópulanda í samskiptum austurs og vesturs. —
Gonzalez og Rau:
Afvopnunartillögum má
ekki stinga undir stól
Bonn-Rcutcr
Leiðtogar sósíalistaflokka Spánar
og Vestur-Þýskalands fóru fram á
það í gær að Evrópulöndin hefðu
meira að segja í samskiptum austurs
og vesturs og hvöttu stórveldin til að
halda áfram viðræðum um tillögurn-
ar sem þeir Reagan Bandaríkja-
forseti og Gorbatsjov Sovétleiðtogi
ígrunduðu á fundum sínum í Höfða
um síðustu helgi.
Felipe Gonzalez forsætisráðherra
Spánar sagði á þingi alþjóðasamtaka
sósíalista: „Við Evrópubúar verðum
að berjast fyrir meiri áhrifum í
samskiptum austurs og vesturs.“
Gonzalez sagði að svartsýni sú sem
ríkt hefði strax að afloknum Reykja-
víkurfundinum hefði líklega verið of
mikil því fundurinn hcfði jú markað
ákveðnar framfarir í afvopnunar-
málum.
Jóhannes Rau leiðtogi vestur-
þýska Sósíaldemókrataflokksins tók
undir með Gonzalez og sagði að
auki að ekki mætti stinga tillögunum
sem ræddar voru í Reykjavík undir
stól.
„Það er kominn tími fyrir samein-
aða Evrópu að taka afstöðu ...
möguleikarnir á vopnatakmörkun
sem ræddir voru í Reykjavík mega
ekki gleymast. Þetta er stund
Evrópu," sagði Rau.
Rau og flokkur hans hafa sagst
ætla að vinna að því að koma
meðaldrægum kjarnorkuflaugum í
burt af vesturþýskri jörðu komist
flokkurinn til valda eftir kosningarn-
ar í janúar á næsta ári. Hinsvegar
endurtók Rau fyrri yfirlýsingar um
stuðning við NATO á þingi þessu.
Varnarmálaráðherrann mætti
ekki til ríkisstjórnarfundar síðastlið-
inn þriðjudag og eru sumir á því að
Aquino muni vísa honum úrembætti
í janúar næstkomandi. Þá ntun ný
stjórnarskrá að líkindum taka gildi
og gerir hún ráð fyrir að Aquino sitji
í embætti sínu næstu sex kjörtíma-
bilin.
Ekki er talið líklegt að Enrile
njóti slíks stuðnings að hann geti
kollvarpað ríkisstjórninni, stuðning-
ur hersins jrykir til þess allt of
dreifður á milli Enriles, Aquino og
Ramosar.
Bókmenntaverölaun
Nóbels:
Lokskomað
Afríkubúa
Lagos, Stokkhólmur-Reuler
Leikritaskáldið og rithöfundurinn
Wole Soyinka frá Nígeríu fékk í gær
bókmenntaverðlaun Nóbels og er
hann fyrsti Afríkubúinn sem þann
heiður hlýtur. Soyinka er einn fræg-
asti rithöfundur Nígeríu þótt stíll
hans þyki afar mikill og flókinn.
Sænska nóbelsverðlaunanefndin
var undir nokkrum þrýstingi að velja
rithöfund, frá þriðja heiminum og
val Soyinka, fyrsta Afríkubúans til
að hljóta þessi verðlaun í 85 ára sögu
þeirra, kom því ekki mjög á óvart.
Soyinka er 52 ára gamall og kemur
frá norðurhéruðum Nígeríu eins og
verk hans bera raunar vitni. Verk
sín skrifar hann á ensku en þykir
mjög bundinn ntenningu Yorubaætt-
bálksins þaðan sem hann kemur.
Skáldið sat í fangelsi í tvö ár á
tímum borgarastyrjaldarinnar í Ní-
geríu 1967-'70 og er mikill andstæð-
ingur allskyns herstjórna. Hann þyk-
ir vinstrisinnaður en hefur ætíð verið
frábitinn því að festast í einhverjum
flokk eða ákveðnum farveg í þeim
efnunt.