Tíminn - 17.10.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.10.1986, Blaðsíða 8
Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Fteykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjóri: Aðstoðarfréttastjóri: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason NíelsÁrni Lund OddurÓlafsson Guömundur Hermannsson Eggert Skúlason Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.-. Framtíðin lofar góðu Forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi í gærkvöldi. í ræðu sinni kom hann inn á hinar hörðu lögbundnu aðgerðir sem ríkisstjórnin beitti sér fyrir á árinu 1983 og minnti á að þrátt fyrir allar hrakspár stjórnarandstöðunnar hefðu þær skilað þeim árangri í viðureigninni við verðbólguna að hún lækkaði strax á því ári úr 130 niður í 20 af hundraði. Atvinnu og kjörum fólks var með þessu móti bjargað frá hruni og þetta tókst vegna skilnings og vilja almennings á nauðsyn þess að koma stjórnun á efnahagsmál þjóðarinnar. Forsætisráðherra minnti einnig á það víðtæka samkomulag sem náðist um kaup og kjör á þessu ári milli aðila vinnumarkaðarins. Það samkomulag náðist ekki síst fyrir forystu forsætisráðherra. Hann vissi að svo víðtækir samn- ingar næðust ekki nema með aðild ríkissjóðs. Þrátt fyrir þá stefnu Sjálfstæðisflokksins að ríkið eigi ekki að koma nálægt samningamálum viðurkenndi fjár- málaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, Þor- steinn Pálsson að þetta væri nauðsynlegt, og féllst á þessa leið. í samtali við útvarpið fyrir nokkru ítrekaði fjármálaráðherra réttmæti þess að ríkið hefði gripið inn í samningaviðræðurnar og staðfesti þar með um leið að frjálshyggjustefna íhaldsins sem hefur til þessa fortekið afskipti ríkissjóðs af kjarasamningum aðila vinnumarkaðarins á ekki við rök að styðjast. í ræðu sinni nefndi forsætisráðherra þau markmið sem ríkisstjórnin stefnir að á næsta ári en þau eru: 1. Verðhækkanir frá upphafi til loka árs 1987 verði ekki meiri en 4-5 af hundraði. 2. Atvinna verði næg, en betra jafnvægi og minni spenna verði á vinnumarkaðnum. 3. Vöxtur þjóðarframleiðslu og þjóðarútgjalda haldist í hendur og verði nálægt 2 af hundraði á árinu 1987. 4. Viðskipti við útlönd verði sem næst hallalaus og hlutfall erlendra skulda af landsframleiðslu og gjald- eyristekjum lækki. Síðan sagði forsætisráðherra: „Takist að ná þessum markmiðum má verja þann kaupmátt ráðstöfunartekna og þau góðu lífskjör sem náðst hafa á árinu 1986. Ríkisstjórnin telur jafnframt að innan þessa ramma rúmist lagfæring á kjörum þeirra sem búa við lakari kaupmátt kauptaxta og lökust kjör og á það beri að leggja áherslu.“ Þá ræddi forsætisráðherra þau umfangsmiklu skattsvik sem hér eru stunduð og boðaði að frumvörp um það efni yrðu lögð fram á Alþingi í vetur. Forsætisráðherra lauk stefnuræðu sinni með þess- um orðum: „Ég er sannfærðari nú en nokkru sinni fyrr að framtíð lands og þjóðar getur orðið góð og björt ef við föllum ekki í þá gryfju að fórna langtíma farsæld fyrir skammtíma ágóða.“ 8 Tíminn Föstudagur 17. október 1986 S3§ ■t%ga ^^Sk*** £—■— «■ < VGzsr- Illllllll GARRI llllllllllilllllllllllllilÍilillllllll llllilllllll llllllllill llliillll llilllllllllUllllillll Illlllllllllllllllllllllllillllllllll lliillllilll „The big four“, - Hinir fjóru stóru I Morgunblaöiö birlir í gær mynd- j ir af fjórum leiðtogum Sjálfstæöis- flokksins eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Þeir eru: Dagskrárstjóri hans í Sjónvarpinu, forinaöurhans, borg- arstjóri hans í Kcykjavík og vika- piltur hans í ríkisfjármálum. Ósagt skul lálið hvort Morgun- blaöið er undir svo sterkum áhrif- um af frammistöðu Gorbatsjovs í fjölmiðlum að myndunum sé raðað upp að sovéskri fyrirmynd en at- hygli vekur að dagskrárstjóri Flokksins cr fremstur í upptalning- unni og í austantjaldslöndum gefur slíkt glögga mynd af raunveruleg- um áhrifuin innan Flokksins. Ljóst er af þessari grein sem er skrifuð til stuðnings vikapiltinum í ríkisfjármálum í prófkjöri því sem fyrir dyrum stendur og eru formað- ur Flokksins og borgarstjóri hans að koma þeim boðuni til FJokks- manna að þeir eigi að styðja hann. Þeir eiga hins vegar óhægt um vik að ganga fram fyrir skjöldu þar sem flciri sækjast eftir hnossinu og. sumir þeirra eru þýðingarmiklir í valdataflinu innan Flokksins. (Sumir þeirra urðu ekki hrifnir í gær, urðu ciginlega alveg stjöraubrj...) Hinir fjóru stóru hafa sýnilega gert um það samkomulag við dag- skrárstjóra Flokksins til að ríða á foraðið og með myndbirtingunni er skilaboöunum komið áleiðis jafnvel þótt fólk nenni ekki að lesa greinina. Öðruvísi verður myndaserían ekki skýrð þarscm einungis tíðkast hjá dagblöðum að birta mynd af greinarhöfundi einum með smá Kjöllurum. Augljúst er því að mikið tiggur við að boðskapurinn komist til skila og að almenningur fari ekki í grafgötur með hver vilji Flokksins er. Vafalítið hefur dagskrárstjórinn talið þetta Ijúfa skyldu sína enda spillir tæplcga fyrir að gott sain- band ku vera milli vikapilts ríkis- fjármálanna og formanns útvarps- ráðs sem dagskrárstjórinn þarf endilega að hafa góð samskipti við. Hvort sem öðrum frambjóðend- um Flokksins líkar það betur eða ver hafa þeir nú fengið sinn dóm hjá forystunni og verða að sjálf- sögðu að hlíta honum. Nú geta þeir pakkað santan aug- lýsingum og hætt að skrifa - línan hefur verið gefin. Garri IIHIIIIIIIIIIIIII VITTOGBREITT !!«gl....................................................................................................................................................... ......................................... - :.::iilllllllllllllllli:ii;;:: .......................... -.......................................Illll Sálarheill að veði Uppdráttarsýkin í Alþýðu- bandalaginu er komin á það stig að flokksmenn vita ekki í hvers konar flokki þeir eru, forystan er einangr- uð og ráðvillt og verkalýðssinnar skima um eftir hvar vænlegast er að ná stjórnmálalegum áhrifum,, en þeir eru tortryggnir af flokksfor- ystunni og þeir tortryggja hana, og áhrifamenn innan flokksins eru orðnir „vandamál". í Helgarpósti er viðtal við Einar Karl Haraldsson, fyrrum ritstjóra Þjóðviljans og framkvæmdastjóra Alþýðubandalagsins. Þar kemur fram hörð gagnrýni á flokkinn, störf hans og einræðistilhneigingar þeirra sem með flokksvöldin fara. Það eru þeir Svavar og Hjörleifur sem eiga við „vandamálin" að stríða, þ.e. allra þeirra sem líka vilja hafa einhver áhrif innan flokksins. Um vandamálin segir Einar Karl m.a. „... það er mjög óklókt að flokkurinn nýti sér ekki sitt besta fólk. Hvað sem segja má um Ásmund þá er hann í æðstu stöðu ASÍ og ákveðið afl í þjóðfélaginu og það væri óðs manns æði ef Alþýðubandalagið nýtti sér hann ekki. Það er tilhneiging í Alþýðu- bandalaginu að líta á Ásmund sem eitthvað vandamál. Sömu sögu er að segja af viðhorfum margra al- þýðubandalagsmanna til Ólafs Ragnars Grímssonar, hann er tal- inn vandamál." Pólitískir langhlauparar Einar Karl er spurður hvcrs vegna fólkið flýji Alþýðubandalag- ið. „Ég held að fólk finni að því sé ekki treyst. Fólk er orðið þreytt á því að berjast við pólitíska lang- hlaupara. í flokksátökum gilda ákveðnar, óskráðar reglur. Það eru ákveðin mörk sem ckki má stíga yfir, því þá er flokkurinh í leifur. Trúnaðurmilli mannaeyðist í deilum og að lokum er öll umræða drepin í flokknum. Þá er ljóst af orðum Einars Karls að rógurinn getur orðið upplýsingatæki. Það sem hér má lesa á milli línanna, er að eitt helsta vopn kommanna fyrr og síðar, rógurinn, er farinn að hitta þá sjálfa fyrir. Róginum hafa þeir beitt ótæpt gegnum tfðina, en gegn pólitískum andstæðingum. Nú er sú breyting á að farið er að beita þessu gamal- kunna vopni gegn raunverulegum og ímynduðum andstæðingum inn- an flokksins. Gamli andstyggilegi kommúnistaáróðurinn er orðinn að sjálfsmorðsvopni. Pólitískar skoðanir glataðar Um ritstjóraferil sinn segirEinar Karl að hann hafi ekki verið rit- stjóri Þjóðviljans, heldur blaðafull- trúi hreyfingarinnar. Þá er lýsing á því hvernig var að vera framkvæmdastjóri Alþýðu- bandalagsins. „Ég var búinn að 'vera miðjumaður í Alþýðubanda- laginu, milligöngumaður og sálar- gæslumaður og þar af leiðandi hafði ég glatað öllum pólitískum skoðunum. Ég var hættur að gera greinarmun á skoðunum annarra og minna eigin. Það var orðin spurning um eigin sálarheill að komast í burtu.“ „Kalinn á hjarta þaðan slapp ég“, orti Grímur Thomsen um vistina við hirð Goðmundar á Glæsivöllum. Ritstjóranum og .framkvæmdastjóranum fyrrver- andi virðist vera svipað innan- brjósts þegar hann minnist þess tíma er hann gegndi ábyrgðarstöð- um fyrir Alþýðubandalagið. Ög pólitísku langhlaupararnir halda áfram að streða_við sín „vandamál.“ OÓ Pólitísku langhlaupararair með öll sín vandamál. Einar Kari Haraldsson. hættu. Deilurnar í Alþýðubanda- laginu eru komnar langt yfir þessi hættumörk. Samt tel ég að ekki sé klofningshætta í Alþýðubandalag- inu. Það er miklu heldur hætta á að það fjari undan flokknum.“ í Ijós kemur að pólitísku lang- hlaupararnir eru Svavar og Hjör- eftirH rafti . rtiíSSi* fW'"' tostsw' 'íSsrrtífi \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.