Tíminn - 17.10.1986, Page 9
Föstudagur 17. október 1986
Tíminn 9
lllllllllllllllllllllll- VETTVANGUR
illlllllllllllllli
Nýting heimavistarhúsnæðis
í þágu aldraðra
Fram er komin á Alþingi þings-
ályktunartillaga tveggja þing-
manna Framsóknarflokksins, Guð-
mundar Bjarnasonar og Stefáns
Guðmundssonar, um nýtingu
heimavistarhúsnæðis skóla í þágu
aldraðra. Þessi þingsályktunartil-
laga var lögð fram á síðasta þingi
en varð ekki útrædd. Tillagan er
svohljóðandi: Alþingi ályktar að
fela menntamálaráðherra og heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra
að láta gera úttekt á möguleikum
og hagkvæmni þess að nýta ónotað
heimavistarhúsnæði í grunnskól-
um, héraðsskólum og hússtjórnar-
skólum sem dvalarheimili fyrir
aldraða.
Jafnframt verði könnuð félags-
leg viðhorf til sambýlis barna og
unglinga annars vegar og aldraðra
hins vegar í heimavistum þessum.
í greinagerð kemur m.a. fram
eftirfarandi:
Á undanförnum árum hafa verið
byggðar heimavistir við fjölmarga
grunnskóla í landinu. Breytt við-
horf hafa síðan leitt til þess að
nokkuð af þessu húsnæði er ekki
lengur nýtt til fulls. Heimanakstur
hefur aukist, þ.e. börnum er ekið
til og frá skóla á hverjum degi,
skólum hefur fjölgað og skólar í
þéttbýli stækkað þannig að börn
eru ekki lengur send úr kaupstöð-
um og kauptúnum í heimavistar-
skólana. Illa nýtt skólahúsnæði,
ekki síst þar sem einnig er um að
Stefán Guðmundsson
ræða dýr og vandað heimavistar-
húsnæði með mötuneyti og annarri
tilheyrandi aðstöðu, verður óhag-
kvæmt í rekstri og getur orðið
nánast ofviða fámennum og fjár-
hagslega veikbyggðum sveitar-
félögum.
Skólarnir eru yfirleitt vel í sveit
settir, víða er jarðhiti fyrir hendi,
sundlaugar á mörgum stöðum og
möguleikar til að koma upp þjálf-
unar- og endurhæfingaraðstöðu
sem vel gæti hentað öldruðum.
Víða hafa risið þéttbýliskjarnar
kringum skólana og er þar nú
þegar margvísleg þjónusta fyrir
hendi.
Á síðari árum hefur þörfin fyrir
dvalarheimili aldraðra orðið æ
brýnni og mun samkvæmt spám
aukast enn að miklum mun á næstu
árum. Þótt víða hafi risið upp
heimili fyrir aldraða eru biðlistarn-
ir langir og margir eiga ekki kost á
öðru en reyna að leita dvalar fjarri
sínum heimahögum, ættingjum og
vinum.
I ljósi þessa er hér flutt tillaga til
þingsályktunar um könnun á
möguleikum þess að nýta ónotað
heimavistarhúsnæði í þágu
aldraðra. Gert er ráð fyrir að
nienntamála- og heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherrar standi
sameiginlega að gerð þessarar
könnunar þar sem málefni aldraðra
heyra undir heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytið og huga þarf
Guðmundur Bjarnason
vandlega að því að húsnæði það
sem hugsanlega kæmi til greina að
nýta í þessu skyni, þarf að uppfylla
ýmis skilyrði til að henta öldruð-
um. Einnig er í tillögunni gert ráð
fyrir þeim möguleika að samnýta
húsnæðið fyrir unga og aldna og
þarf sjálfsagt að kanna ýmislegt
sérstaklega í þvt' sambandi. Má vel
vera að hér sé ein leið til að brúa
hið svokallaða kynslóðabil og
skapa aftur að einhverju leyti það
félagslega umhverfi sem áður ríkti
á fjölmennum heimilum cn hvarf
þegar stórfjölskyldan, sem stund-
um er nefnd svo, fjölskylda margra
ættliða er bjuggu saman, leið und-
ir lok.
Flutningsmcnn þingsályktunar-
tillögu þessarar telja vistunarvanda
aldraðra svo mikinn að brýn nauð-
syn sé á skjótum aðgerðum. Þarer
því tvímælalaust rétt að kanna til
hlítar hvort ekki er hér um að ræða
leið til úrbóta sem jafnframt mundi
leiða til betri nýtingar á opinberu
húsnæði í stað viðbótarfjárfesting-
Spartak Beglov:
Glatað tækifæri, en við
ræðurnar halda áfram
Þegar fjórði fundurinn í viðræð-
um leiðtoganna, sem settur var á
dagskrá aukalega, var afstaðinn og
aðalritari miðstjórnar kvaddi for-
seta Bandaríkjanna, sagði svipur-
inn á andlitum þeirra meira en
mörg orð: Ekkert samkomulag.
Það olli vonbrigðum. f marga
klukkutíma á undan þessu höfðu
verið miklar væntingar í lofti og
óbein tákn um mögulegt sam-
komulag á mikilvægum sviðum
voru á sveimi. Það var Ijóst hinu
alþjóðlega samfélagi blaðamanna,
sem höfðu safnast saman í íslensku
höfuðborginni, að sovéski leiðtog-
inn hafði komið til Reykjavíkur
með mikilvægar tillögur, sem voru
til þess fallnar að sníða verstu
flækjurnar utan af þeim vandamál-
um sem lúta að vígbúnaðarkapp-
hlaupinu og upphafi afvopnunar.
En við skulum snúa okkur að
kjarna málsins. Hvað gátu viðræð-
ur Sovétríkjanna og Bandaríkj-
anna haft í för með sér á sviði
raunhæfs og gagnlegs árangurs, ef
tillögur Sovétríkjanna hefðu verið
samþykktar?
í fyrsta lagi hefði öllum kjarn-
orkuhlutum hinnar strategísku
þrenningar - langdrægar kastflaug-
ar á landi, kastflaugar um borð í
kafbátum og kjarnorkukerfi um
borð í sprengjuflugvélum fækkað
um helming á næstu fimm árum.
Þá hefði meðaldrægum eldflaug-
um Sovétríkjanna og Bandaríkj-
anna í Evrópu verið fækkað um
helming.
Að lokum hefði samningurinn
um eldflaugavarnir, undirstaða
hins strategíska stöðugleika,
styrkst í stöðu með sameiginlegri
yfirlýsingu um að ekki yrði hvikað
frá þessum samningi næstu tíu árin.
Þetta sögulega tækifæri er
glatað. Og það er ekki Sovétríkj-
unum að kenna. Þau komu til móts
við Bandaríkin í öllum atriðum,
sem Washington og bandamenn
Bandaríkjanna höfðu mestar
áhyggjur af.
Reagan og Gorbatsjov á tröppunum á Höfða.
Tímamynd: Svcrrir
Sovétríkin tóku skref til viðbótar
með það í huga að ná fram um-
fangsmiklu samkomulagi um strat-
egísk vopn, sem átti að ná til allra
kjarnorkukerfa sem náðu til land-
svæðis hins aðilans og gera þau þar
með óþörf, þ.e. meðaldrægar eld-
flaugar Bandaríkjanna og fram-
varðarvopn. Sovétríkin hættu við
að taka frönsk og bresk kjarnorku-
vopn með í reikninginn. Hvað
Sovétríkin varðar lýstu þau sig
reiðubúin til að frysta þegar í stað
taktísk kjarnorkukerfi, sem ná
skemmra en þúsund kílómetra og
setjast niður og semja um framtíð
þeirra þegar í stað. Sovétríkin
sýndu að þau eru reiðubúin til að
fara með kjarnaodda á eldflaugunt
í Asíu niður í 100 og hefja umræður
um þetta atriði þegar í stað, þar
sem fjallað verður jafnframt um
styrk Bandaríkjanna í Asíu.
Hvað varðar samninginn um eld-
flaugavarnir, var uppi sú hugmynd
að hann mundi banna bæði tilraun-
ir með og uppsetningu geimvopna
og takmarka geimvarnaráætlunina
við rannsóknastofur.
Þegar hingað var komið féll hinn
pólitíski vilji bandarísku foryst-
unnar á prófinu. Bandarískir aðilar
neituðu að staðfesta að samningur-
inn um eldflaugavarnir skyldi ein-
göngu takmarkast við rannsókna-
stofur og kröfðust réttar til þess að
rannsaka og gera tilraunir með
vopnakerfi geimvarnaráætlunar-
innar ekki aðeins innan rannsókn-
arstofunnar, en að fá að fara með
framkvæmdirnar út í geiminn. Það
var ekki hægt að komast hjá því að
niðurstaðan varð sú að forgangs-
verkefnið hjá bandarískum ráða-
mönnum var að fá frjálsar hendur
til þess að vinna á þessu nýja sviði
vígbúnaðarþróunar á meðan So-
vétríkin mundu takmarka fráfæl-
ingarstyrk sinn samkvæmt skuld-
bindingum.
í stórum dráttum líturgcimvarn-
argildran svona út: Um árabil hafa
Bandaríkjamenn átt í höggi við þá
hættu sem stafar af langdrægum
eldflaugum Sovétríkjanna á landi
°g nteðan þær eru fyrir hendi er
öryggi ábótavant. Þeir lögðu til í
Reykjavík að taka langdrægar eld-
flaugar Sovéti íkjanna á landi burt
og setja upp bandarísk geimvopn
til að þjóna áætlunum Bandaríkj-
anna á sviði hernaðaryfirburöa. Á
blaðamannafundi eftir fundinn í
Reykjavík sagði Mikhail Gorbat-
sjov að þetta væri það sem hefðist
af hugmyndinni um hernaðaryfir-
burði.
Hann sagði að Sovétríkin hefðu
gefið verulega undan. Sovétríkin
og Bandaríkin hefðu verið komin
að því að taka sögulegar ákvarðan-
ir. En þar sem bandarískir ráða-
menn hefðu verið fangar hagsmuna
bandarískra hergagnaframlcið-
enda, væru þcir ábyrgir fyrir því að
ekki tókst að ná samkomulagi í
Reykjavík.
Satt að segja cru það ekki aðcins
hinar hernaðarlegu hliðar geim-
varnaráætlunarinnar, sem Sovét-
ríkin hafa áhyggjur af.
Það er alltaf hægt að finna ein-
faldara, ódýrara og áhrifaríkara
tæki til að mæta vopni. Hér er um
allt annað að ræða. Það má ekki
standa gegn mannkyninu með enn
eina vopnategund, sem ekki er
hægt að hafa eftirlit með. Það
mætti rifja upp sögu atómsprengj-
unnar. í fyrstu leit út fyrir að hér
væri um nýja hernaðaraðfcrð að
ræða, en síðar varð ljóst að
mannkynið var búið að missa
stjórn á vopni, sem gat eyðilagt
siðmenningu vora. Það sama á við
um geimvarnaráætlunina, sem er
kynnt sem áætlun um hreint varn-
arvopn. Hér á að neyða heiminn til
að samþykkja nýja tegund vopna,
sem geta reynst slík að ekkert
ráðist við þau. Þetta er eitt dæmið
enn um hversu blind trú á yfirburði
tækninnar gctur grafið undan trún-
aðartraustinu milli Sovétríkjanna
og Bandaríkjanna, svo og öryggi
alls hcimsins.
En sovéski leiðtoginn ætlar ekki
að láta svartsýnina ná tökum á sér
eftir fundinn í Reykjavík. Tækifæri
er glatað, en leitinni verður haldið
áfram. Það starf sem unnið var í
Rcykjavík hefur gert okkur reynsl-
unni ríkari. Sovétríkin taka ekki
tillögur sínar til baká. Hvað varðar
hcimsókn aðalritarans til Washing-
ton, höfum við færst nær þeim
punkti að hans mati, fremur en
fjarlægst hann, en það auðvitað að
því tilskildu að ráðamenn í Banda-
ríkjunum telji mögulegt að skoða
tillögur okkar enn einu sinni og
ráðfæra sig við þá sem þurfa þykir
um áframhaldandi viðræður So-
vétríkjanna og Bandaríkjanna.
Við erum enn á þeirri grundvall-
arskoðun að það sé kominn tími til
fyrir Sovétríkin og Bandaríkin að
hefjast handa og í raun fyrir allar
ríkisstjórnir og þjóðir. Allir í heim-
inum verða að sameinast í viðleitni
til að stöðva vígbúnaðarkapp-
hlaupið og koma í veg fyrir kjarn-
orkuhörmungar. Það ersálærdóm-
ur, sem dreginn verður af fundin-
um í Reykjavík.
Spartak Beglov, pólitískur
fréttaskýrandi APN