Tíminn - 17.10.1986, Side 15
Tíminn 15
Föstudagur 17. október 1986
lilliilllllllllllllllll MINNING lÍÍlllHli
Laufey Guðjónsdóttir
Fædd 18. júní 1919
Dáin 9. október 1986
Á haustdögum fyrir fjörutíu og
fimni árum réðist ung og myndarleg
stúlka vestan af landi í mötuneyti,
sem Kaupfélagið á Hvolsvelli rak í
þáverandi kaupfélagsbústað, sem
nefndur er Arnarhvoll.
Hún hafði þá um sumarið verið
kaupakona að Stóru-Sandvík í Sand-
víkurhreppi og líkað vistin vel á
Suðurlandi. Austur í Hvolsvellí
átti hún þá góðar frændkonur, sem
réðu hana sem ráðskonu á stærsta og
umsvifamesta heimilið sem þá var í
kauptúninu. Parna var í fæði flest
starfsfólk Kaupfélagsins og lang-
ferðabílstjórar settust að matborð-
um daglega. Gestir komu og fóru,
næturgestir voru tíðir. Borðstofan
varð að svefnskála á síðkvöldum.
Það voru komnir miklir vaxtar-
verkir í Kaupfélagið, en í fá hús að
venda með beina.
Glaðlynda og þekkilega stúlkan
vestan úr Dýrafirði skapaði góðan
anda á erilsömu heimili. Þannig að
fólki þótti gantan að koma í Arnar-
hvol, þar sem ráðskonan hafði eink-
ar næmt auga fyrir hinurn björtu
hliðum tilverunnar. Þar var ekkert
verið að fárast fyrir þrengslum og
þægindaleysi.
Þarna var samankomið ungt og
glaðsinna fólk og eins og skáldið frá
Hlíðarendakoti orðaði það: Þá var
ntorgunn um himin og lönd.
Laufey Guðjónsdóttir var fædd að
Fremstuhúsum í Mýrarhreppi í
Vestur-lsafjarðarsýslu 19. júní 1919.
Foreldrar hennar voru þau heiðurs-
hjón Borgný Hermannsdóttir og
Guðjón Davíðsson, lengi organisti í
Mýrarkirkju.
Eftir almennt barnaskólanám nam
Laufey í tvo vetur við Héraðsskól-
ann að Núpi í Dýrafirði og lauk
þaðan prófi. Henni varð námið að
Núpi notadrjúgt, eins og svo mörg-
um og menningaráhrif frá hinum
snjöllu skólamönnum að Núpi voru
mótandi og traust. Einn af hinum
ungu mönnum, sem komnir voru til
starfa í Hvolsvelli 1941 var Magnús
Kristjánsson frá Seljalandi í Vestur-
Eyjafjallahreppi, sem lokið hafði
verslúnarprófi frá Samvinnuskólan-
um þá um vorið.
Laufey og Magnús felldu hugi
saman og gengu í hjónaband 26.
desember 1942. Magnús var þá full-
trúi í Kaupfélaginu í Hvolsvelli, en
varð árið 1946 kaupfélagsstjóri og
gegndi því ábyrgðarmikla starfi með
giftu til hausts 1965 að hann varð að
hætta vegna heilsubrests.
Magnús gegndi og mörgum trún-
aðarstörfum öðrum á þessum árum,
sat meðal annars í sveitarstjórn.
I kaupfélagsstjóratíð Magnúsar
var byggt m.a. stórmyndarlegt versl-
unarhús, sem hýsti kjörbúð, eina
meðal hinna fyrstu á landinu og
myndarlegt bílaverkstæði og vél-
smiðja var og reist á þessum árum.
Ungu hjónin hófu búskap í svo-
nefndu „Erlingshúsi" og fluttu eftir
fá ár í áðurnefndan Arnarhvol, sent
varð heimili þeirra í meira en áratug.
Þá byggðu þau myndarlegt íbúðar-
hús þar sem áfram var gott að koma
í kokkhús og stórar stofur.
Laufey Guðjónsdóttir var félags-
lynd kona. Hún var velvirkur félagi
í Kvenfélaginu „Einingu" og formað-
ur um skeið. Lengi í sóknarnefnd
Stórólfshvolskirkju og í stjórn
kirkjukórsins. Hún söng í kirkjunni
sinni í næstum aldarfjórðung. Hún
hafði blæfagra millirödd, sent hún
beitti af músikalskri smekkvísi.
Fólki þótti notaleg návist hennar.
Hún hugsaði fallega og lagði gott til
mála, velviljuð og jafnán full af fjöri
og yl. Laufey var Ijóðelsk og gerði
sjálf vísur á góðum stundum.
Magnúsi og Laufeyju varð fjög-
urra barna auðið. þrjú eru á lífi cn
þau eru: Kristján Örn bifreiðastjóri
hjá Kaupfélagi Rangæinga f. 30.
september 1942. Hann er kvæntur
Erlu Jónsdóttur, verslunarstjóra frá
Nesjavöllum. Svanfríður hjúkrun-
arfræðingur f. 18. febrúar 1946. Hún
er gift Njáli Sigurðssyni tónlistar-
manni og námsstjóra frá Krossi og
Guðjón Borgþór doktor í líffræði f.
21. febrúar 1952. Hann átti Sigur-
laugu Höskuldsdóttur, en þau hafa
slitið samvistir.
Laufey og Magnús lluttu til
Reykjavíkur fyrir um tveimur ára-
tugum þar sem Magnús gerðist fljót-
lega aðalbókari hjá Dráttarvélum
h/f.
Fyrir átján árum dró dökka bliku
yfir heimili þeirra að Safantýri 34.
Laufey veiktist hættulega og var frá
þeim tíma rúmföst lengst af á Landa-
kotsspítala.
Vonirnar um bata rættust ekki.
Lífsglaða konan úr Dýrafirðinum
gekk ckki framar út í sólskinið. Hún
komst ekki austur þar scm börnin
hennar áttu sín bernskuspor. Hún sá
ekki eftir það fjöllin háu og svip-
miklu við fjörðinn sinn fyrir vestan.
þar sem dalir eru grónir. Hún var
fjötruð við rúmið, þar sem hún bcið
lausnarstundarinnar svo lengi. Eig-
inmaðurinn létti hcnni lífið með
þeirri umhyggju og þeirri alúð, sent
mest og best hann gat. Hann las fyrir
hana og flutti henni tíðindi af því
sem gerðist utan hinna þykku veggja
sjúkrahússins, þar sem lífið heldur
áfram. Við Margrét og börnin okkar
sendum ástvinum öllum samúðar-
kveðjur.
Það er þakkarvert að hafa átt
samleið með Laufeyju Guðjónsdótt-
ur meðan lífssól skein í heiði og að
eiga um hana minningar, sem allar
eru góðar.
Pálmi Eyjólfsson
Friðrik Kristjánsson
rafveitustjóri, Höfn, Hornafiröi
Fæddur 6. maí 1943.
Dáinn 6. októbcr 1986.
Það varð brátt um hann Friðrik.
Hress að vanda lagðist hann til
hvílu, gestkomandi í föðurhúsum,
aðfaranótt 6. þ. mánaðar, en látinn
að morgni í rúmi sínu aðeins 43 ára
að aldri.
Ég ætla ekki að rekja hér æfi- né
starfsferil Friðriks Kristjánssonar,
það munu aðrir gera. Ég hefi haft
nokkur kynni af Friðrik allt frá því
að hann var unglingur og um nokk-
urt árabil all náin kynni eða frá þeim
tíma er hann réðist sem rafveitu-
stjóri að Höfn í Hornafirði í október
1970 á vegum Rafmagnsveitna rfkis-
ins. Fyrstu árin var hann undir
beinni stjórn Rekstrardeildar
Rafmagnsveitnanna í Reykjavík en
með breyttu skipulagi var Horna-
fjarðarsvæðið sameinað Austfjarð-
arsvæðinu. Austur-Skaftafellssýsla
er tiltölulega einangruð sem raf-
veiturekstrarsvæði. Umfang svæðis-
ins nær frá Lóni, eystra til Öræfa-
sveitar, syðra. Það hefur því reynt
æði mikið á þá hæfileika rafveitu-
stjóranna að standa meira og minna
á eigin fótum til úrlausnar þeim
margvíslegu verkefnum sem fylgja
þessu starfi. Þarna var Friðrik réttur
maður á réttum stað. Hann reyndist
mjög fær stjórnandi. Hann kunni að
velja sér samstarfsmenn til hinna
ýmsu verkþátta. Hann var úrræða-
góður þegar vanda bar að höndum,
sem æði oft skeður í rafveiturekstri.
Hann reyndist mjög framsýnn um
þörfina fyrir eðlilega endurnýjun og
uppbyggingu kerfis og orkuöflunar-
þátta svæðisins.
Auk góðra meðfæddra hæfileika
naut Friðrik þess að kynnast raf-
veitumálum allt frá barnæsku. Faðir
hans Kristján Kristjánsson hefur ver-
ið rafveitustjóri við rafveituna á
Eskifirði allt frá því að Rafmagns-
veitur ríkisins tóku við rekstri henn-
ar 1957 og öðlaðist Friðrik þar
góðan skóla í rafveiturekstri hjá
föður sínum.
Friðrik var mjög vel látinn af
starfsmönnum og viðskiptavinum
Rafmagnsveitnanna. Hann varákaf-
lega félagslyndur og tók m.a. mikinn
þátt í félagsstarfi starfsmanna fyrir-
tækisins, heima og heiman.
Hann starfaði einnig mikið að
almennum félagsmálum í byggðalag-
inu. Þá tók hann og mikinn þátt í
starfi framsóknarmanna á Austur-
landi.
Friðrik var einn af þessum traustu
hornsteinum Rafmagnsveitna ríkis-
ins úti á landsbyggðinni og hvar
væru Rafmagnsveitur ríkisins stadd-
ar án þeirra?
Hornfirðingar hafa átt því láni að
fagna í gegnum árin að störf rafveitu-
stjóra hafa frá upphafi verið í hönd-
um úrvalsmanna bæði áður en Raf-
magnsveitur ríkisins yfirtóku rekst-
urinn, árið 1959 og eftir þann tíma.
Fram til ársins 1969 gegndi Gísli
Björnsson, sá aldni heiðursmaður,
þessu starfi. Þá gegndi Sigurður
Eymundsson starfinu í eitt ár, þar til
Friðrik tók við því og gegndi því til
dauðadags, með miklum ágætum.
Eiginkonu, börnum og öldruðum
foreldrum sendi ég mínar samúðar-
kveðjur.
Guðjón Guðmundsson.
Þeim, sem óska birtitigar
á afmælis- og eða
minningargreinum í
blaðinu, er benl á, að
þær þurfa að berast
a.m.k. tveim dögum
fyrir birtingardag. Þær
þurfa að Véra vélritaðar.
Umboðsmenn Tímans:
Nafn umboðsmanns Heimili Sími
Hafnarfjörður Anna Jóna Ármannsdóttir Suöurbrautá 651141
Garðabær Anna Jóna Ármannsdóttir Suöurbrautá 651141
Keflavík Hjalti Guöjónsson Hlíðargötu 22 92-7782
Keflavík GuöríöurWaage Austurbraut 1 92-2883
Sandgerði Guöbjörg Haraldsdóttir Holtsgötu 35 92-7795
Garður Benedikt Viggósson Eyjaholti 16 92-7217
Njarðvik Kristinn Ingimundarson Faxabraut4 92-3826
Akranes Aöalheiöur Malmqvist Dalbraut55 93-1261
Borgarnes Inga Björk Halldórsdóttir Sæunnargötu4
Stykkishólmur Erla Lárusdóttir Silfurgötu 24 93-8410
Grundarfjörður Þórunn Kristinsdóttir Grundargötu43
Ólafsvík GuönýH.Árnadóttir Gunnarsbraut 93-6131
Rif Ester Friöþjófsdóttir Háarifi 49 93-6629
Búðardalur Sólveig Ingvadóttir Gunnarsbraut7 93-4142
ísafjörður Jens Markússon Hnifsdalsvegi 10 94-3541
Bolungarvík Kristrún Benediktstdóttir Hafnargötu115 94-7366
Súðavík Heiöar Guöbrandsson Neöri-Grund 94-4954
Flateyri Guörún Kristjánsdóttir Brimnesvegi 2 94-7673
Patreksfjörður NannaSörladóttir Aðalstræti 37 94-1234
Bíldudalur Tone Solbakk Tjarnarbraut 1 94-2268
Þingeyri Karitas Jónsdóttir Brekkugötu 54 94-8131
Hólmavík Elísabet Pálsdóttir Borgarbraut5 95-3132
Hvammstangi Baldur Jessen Kirkjuvegi 95-1368
Blönduós Snorri Bjarnason Uröarbraut20 95-4581
Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut 27 95-4772
Sauðárkrókur Guörún Kristófersdóttir Barmahlíö 13 95-5311
Siglufjörður Friöfinna Símonardóttir Aðalgötu21 96-71208
Akureyri Jóhannes Þengilsson Kambageröi 4 96-22940
Svalbarðseyri ÞrösturKolbeinsson 96-25016
Dalvik BrynjarFriðleifsson Ásvegi 9 96-61214
Ólafsfjörður Helga Jónsdóttir Hrannarbyggð8 96-62308
Húsavík ÆvarÁkason Garöarsbraut45 96-41853
Kópasker Þóra Hjördis Pétursdóttir Duggugerði 9 96-52156
Raufarhöfn Ófeigurl.Gylfason Sólvöllum 96-51258
Þórshöfn Kristinn Jóhannsson Austurvegi 1 96-81157
Vopnafjörður VeigurSveinsson Lónabraut 21 97-3122
Egilsstaðir Páll Pétursson Árskógum 13 97-1350
Seyðisfjörður Sigriöur K. Júlíusdóttir Botnahlíö28 97-2365
Reyðarfjörður Marinó Sigurbjörnsson Heiöarvegi 12 97-4119
Eskifjörður Harpa Rún Gunnarsdóttir Steinholtsveg 1 97-6316
Fáskrúðsfjörður JóhannaEiriksdóttir Hlíöargötu8 '97-5239
Stöðvarfjörður Stefán Magnússon Undralandi 97-5839
Djúpivogur RúnarSigurösson Garöi 97-8820
Höfn Ingibjörg Ragnarsdóttir Smárabraut13 97-8255
Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Skólavöllum 14 99-2317
Hveragerði ErnaValdimarsdóttir Heiöarbrún 32 99-4194
Þorlákshöfn Guörún Eggertsdóttir Básahrauni7 99-3961
Eyrarbakkí Ragnheiður Marteinsdóttir Hvammi 99-3402
Stokkseyri SteinarHjaltason Heiöarbrun22 99-3483
Hvolsvöllur Bára Sólmundardóttir Sólheimum 99-8172
Vík PéturHalldórsson Sunnubraut5 99-7124
Vestmannaeyjar ÁsdisGísladóttir Bústaðabraut 7 98-2419
tV.V
7 7
w
'6 ISU
Gólfefni á íþróttahús
Tilboð óskast í lagningu íþróttagólfaí íþróttahús
íþróttakennaraskóla íslands, Laugarvatni og
íþróttamiðstöð á Húsavík.
Gólf á Laugarvatni eru um 1700m2 og um 1520 m2
á Húsavík.
Verkunum skal að fullu lokið 15. febrúar 1987.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn
5.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á
sama stað föstudaginn 14. nóvember 1986, kl.
14.00.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
2-
5Í5 7-
w
Útboð
Öskað er tilboða vegna kaupa á eftirtöldum
vöruflokkum árið 1987 vegna Innkaupanefnd-
ar sjúkrahúsa:
Bleiur (dag-nætur-barna)
WC-pappír
Eldhúsrúllur
Miðaþurrkur
Papph- (rúllur) á skoðunarbekki
Útboðsgögn eru seld á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, á kr. 300.- hver
flokkur
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
'*/■?*
CONTINENTAL
s
e z;
Ss
Betri barðar undir bílinn allt árið hjá
Hjólbarðaverslun Vesturbæjar, Ægissíðu 104. Sími
23470