Tíminn - 13.11.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.11.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 13. nóvember 1986 ÚTLÖND FRÉTTAYFIRLIT HAAG — Eiturefnin frá sviss- neskri efnaverksmiöju munu enn auka á þá miklu mengun sem ! Noröursjónum er og við strendur Hollands. i Bonn sagöi vestur-þýskur sér- fræðingur að eiturefnin sem bárust út í Rín frá svissneskri verksmiðju hefði fært milljóna. dollara áætlun um hreinsun Rínarfljóts mörg ár aftur í tímann. GENF — Samningaviðræð- um stórveldanna um kjarn- orkuvopnamál og geimvop- namál var frestað fram á næsta ár eftir fundi sem mörkuðust af óvæntum leiðtogafundi og til- lögum um verulega takmörkun kjarnorkuvopna. PARÍS — Francois Mitter- rand Frakklandsforseti afneit- aði öllum hugsanlegum frönsk- um hernaðaraðgerðum til að flæma lýbíska herinn á brott frá norðurhéruðum Chad. Hann neitaði hinsvegar ekki að franska stjórnin myndi veita Hissene Habre Chadforseta einhvern stuðning í sambandi við flutning á vopnum og vistum. JÓHANNESARBORG — Svartur maður var brenndur til bana og svört kona arýtt tll bana I ofbeldisaðgerðum I byggðum svartra I Suður-Afr- íku. Þar með er tala látinna frá því að neyðarástandslögin voru sett á þann 12. júní síð- astliðinn komin upp I 320. KARIÓ — Hosni Mubarak forseti Egyptalands sagði nauðsynilegt að hrist yrði upp I efnahagslífi landsinsog hvatti alla landsbúa til að berjast fyrir aukinni fjárhagslegri vel- gengni. LUNDÚNIR — Háttsettur efnahagssérfræðingur innan stjórnar Reagans Bandaríkja- forseta sagðist búast við að hinn gífurlegi viðskiptahalli landsins myndi minnka veru- lega á næsta ári og spáði áframhaldandi efnahagsbata. PARÍS — P. W. Botha forseti Suður-Afríku, sem nú er I heimsókn I Frakklandi, sagði að land sitt væri efnahagsleaa sterkt og alþjóðlegar refsiao- gerðir gegn Suður-Afríku myndu einungis koma sér illa fyrir nágrannaríki þess. Breska þingiö formlega sett í gær: Fátt óvænt í stefnuskrá íhaldsstjórnar Thatchers Líkur á aö forsætisráðherrann boöi til kosninga strax á næsta ári Lundúnir - Kcutcr Breska ríkisstjórnin lofaði í gær að halda áfram sölu á ríkisreknum fyrirtækjum og minnka skattaálög- ur. Auk þess staðfesti hún núverandi utanríkisstefnu sína í áætlunum fyrir næsta ár. Það var Elísabet Bretadrottning sem las upp helstu stefnumarkmið ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár og kom þar fátt á óvart. Drottningin tilkynnti um stefnumiðin í opinberri setningu breska þingsins, athöfn sem á sér djúpar rætur í breskri sögu. Stjórnmálaskýrendur sögðu stefnuskrána ekki rista mjög djúpt sem styrkir þá trú manna að Margrét Thatcher forsætisráðherra og íhalds- stjórn hennar muni efna til kosninga á næsta ári eða fyrr en kjörtímabil hennar rennur út. Stjórnin lofaði í stefnuskrá sinni að halda áfram baráttu gegn hryðj- uverkamönnum og lýsti jafnframt yfir stuðningi sínum við afvopnunar- viðræður allskonar. Breska þingið var formlega sett í gær með mikilli viðhöfn að hætti innfæddra f innanlandsmálum var skatta- lækkun og sala á ríkisreknum fyrir- tækjum helstu málin. Á næstu tólf mánuðum hyggst stjórnin halda áfram að selja ríkis- rekin fyrirtæki og falla Breska flugfélagið (British Airways), fyrir- tækið Breskt gas, Rolls-Royce fyrir- tækið og breska flugmálastjórnin öll undir þá áætlun. Þá hyggst stjórnin halda fast við áætlun sína að skera niður ríkisút- gjöld. Þau eru nú 44% sem hlutfall af þjóðartekjum en eiga að verða 41,5% á árinu 1989-90. Þannig er gert ráð fyrir að skattar verði lækk- aðir. Drottningin notaði tækifærið í ræðu sinni í gær til að skýra frá því að hún myndi halda til Vestur-Ber- línar á næsta ári og vera viðstödd hátíðarhöld í tilefni af 750 ára afmæli borgarinnar. Þá munu bæði Hassan konungur Marrokó og Fahd konung- ur Saudi-Arabíu heimsækja Bret- land á næsta ári. Svíþjóð: Morðingi Palmes er enn innan landsins - er trú Hans Holmers lögregluforingja er stjórnar rannsókninni Stokkhólmur - Reuter Lögregluforinginn sem stjórnar leitinni að morðingja Olofs Palme fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar sagði í viðtali sem birtist í dag að hann tryði því að morðinginn væri enn innan Svíþjóðar. Hans Holmer yfirmaður lögregl- unnar í Stokkhólmi sagði í viðtali við bandaríska vikublaðið News- week að hann og hans menn væru ennþá bjartsýnir á að geta náð morðingjanum, nú þegar rúmir átta mánuðir eru liðnir frá því að byssu- maður skaut Palme til bana á stræti Stokkhólmsborgar er forsætisráð- herrann gekk heim ásamt konu sinni. Lisbet að aflokinni kvikmyndasýn- ingu. „Það er einfalt, við munum ná honum. Ég er að leita eftir manni um fertugt, 1,80 metrar á hæð, kannski þreknunr. Ég held að hann sé enn í Svíþjóð," sagði Holmer í sínu fyrsta viðtali í nokkra mánuði út af morðmálinu. Að áliti Holmers munu minn- ingarnar um morðið ekki þurrkast út úr minni Svía þrátt fyrir að talsverð- ur tími sé liðinn frá því. „Alveg eins og allir Bandaríkja- menn vissu hvað þeir voru að gera er John Kennedy var skotinn man hver Svíi hvað hann var að gera er Palme var myrtur," var haft eftir Holmer. „Við vitum mun meira nú en við vissum eftir fyrstu vikuna. Erfiðleik- ar okkar aukast ekki þótt tíminn . Iíði“. UTLOBID Olof Palme heitinn fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar. í baksýn má greina Steingrím Hermannsson forsætisráðherra Watson dýra- verndari í viðtali við norska fjölmiðla: Næst kemur roðin að ykkur Osló - Reuter Umhverfisverndarsinnar til- kynntu í gær að þeir hygðu á aðgerðir gegn hvalveiðiiðnaði Norðmanna nú í næstu framtíð. Kanadamaðurinn Paul Watson, leiðtogi samtakanna Sea Shepherd sem sökktu íslensku hvalveiðiskipunum í Reykjavík- urhöfn um síðustu helgi, sagði í viðtölum við dagblað í Osló og norska útvarpið að áætlanir í smáatriðum hefðu verið dregnar upp um væntanleg skemmdar- verk. í viðtali við blaðið Verdens Gang sagði Watson samtök sín bera ábyrgð á aðgerðum þeim sem hafðar voru frammi hér á íslandi um síðustu helgi og bætti síðan við: „Tilgangur okkar er að stöðva allar hvalveiðar og ef Norðmenn vilja ekki fara að alþjóðalögum verðum við að grípa til harðra aðgerða." Norsk stjórnvöld tilkynntu fyrr á þessu ári að þau hefðu lagt af hvalveiðar í gróðaskyni en hygð- ust halda áfram veiðum á hrefnu í Norður- Atlantshafi í vísinda- skynk Hófí missir titilinn í kvöld: DONSK STULKA TALIN LÍKLEGUR ARFTAKI UMSJÓN: Heimir Bergsson BLAÐAMAÐURív Lundúnir - Rcutcr Keppnin Ungfrú heimur fer fram í Albert Hall hljómleikahöllinni í Lundúnum í kvöld og ef marka má breska veðmangara mun keppnin standa á milli dönsku stúlkunnar Piu Larsen og Lyndu McManus frá Nýja Sjálandi. Alls munu sjötíu og sjö keppendur berjast um krúnu þá er nú prýðir höfðuð Hólmfríðar Karlsdóttur og koma þeir alls staðar að úr heimin- um, frá Póllandi til Paraguay. Mikill fjöldi sjónvarpsáhorfenda, um sjö hundruð milljónir manna, mun fylgjast með keppni þessari sem er jafn fræg og hún er umdeild. Kvenréttindakonur munu vafalaust hafa sig í frammi eins og undanfarin ár og vekja athygli á þeirri skoðun sinni að konur séu þarna misnotaðar í gróðaskyni. Að auki hafa breskir fjölmiðlar verið duglegir við að leita uppi hneyksli í sambandi við fyrirkomu- lagið og stúlkurnar sem allt hjálpar til við að auglýsa keppnina um „fegurstu" stúlku heims. Stúlkurnar munu koma fram í þjóðbúningum og sundbolum og ræða við Eric og Júlíu Morley, sem skipuleggja allt umstangið, um vonir sínar og þrár. Framadraumar þeirra eru margvísilegir, sumar dreymir um leikkonuframa, aðrar vilja reyna sig á því sviði sem þær hafa lært eða eru að læra. Líklega hefur þó ungfrú Jómfrúreyjar nokkra sérstöðu í þessu sambandi, hún ætlar sér nefni- lega að verða stjórnandi jarðafara í framtíðinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.