Tíminn - 13.11.1986, Page 7

Tíminn - 13.11.1986, Page 7
Tíminn 7 Fimmtudagur 13. nóvember 1986 Ráöherra Breta yfir málefnum Norður-lrlands: Júgóslavía: BESTA TRIMMIÐ Sérfræðingur um útflutning Ástralíumanna: Beinið augum að Evrópu í stað óstöðugrar Asíu Syndey - Reuter Markaðssérfræöingur á vegum áströlsku ríkisstjórnarinnar sagði í gær að Ástralir ættu að reyna að auka markaðsáhrif sín í Evrópu cn ekki í Asíu. Peter Frankel, sem lekk það hlutverk að útbúa skýrslu fyrir stjórnvöld um markaðshorfur í vestri, sagði Evrópumarkaði vera stöðugari en þá í Suö-austur Asíu og á Kyrrahafssvæðinu. Frankel sagði á fundi með við- skiptafrömuðum að þróunarríki á þessu svæði hefðu aðeins takmark- aða getu til innflutnings í saman- burði við þjóðir á borð við Breta, ítali, Frakkaog Vestur-Þjóðverja. Hann bætti við að ástralskir viðskiptafrömuðir hefðu ekki beitt sér í nógum mæli að Evrópu- mörkuðum vegna þess að fram að þessu hefðu þeir verð alltof upp- teknir við áætlanir um aukin umsvif í Asíu þar sem markaðir breyttust eftir cfnahagsástandi hverju sinni. Frankel hvatti ástralska við- skiptaaðila til að notfæra sér þá möguleika á útflutningi til Evrópu sem opnast hafa vegna viðskipta- bannsins gegn Suður-Afríku. Sérfræðingurinn benti einnig á að flutningskostnaður á vörum til Evrópu væri langt í frá að vera mikið dýrari en til landa í Asíu. Tbtniim DJÚÐVIUINN ■s. 686300 S.681866 S.681333 Blaðburður er Skorar á prestinn Paisley að leggja niður borgaraherinn Sovéski skóiðnaðurinn stígur skref fram á við Moskva - Reulcr Sovéski skóiðnaðurinn, sem margir óánægðir viðskiptavinir segja hafa 'allt á hælunum, er kominn með fótinn inn fyrir þröskuld helstu skóframlciðanda hcims. Þctta kom fram í frétt Prövdu í gær. Blað kommúnistaflokksins sagöi ítalska verslunarmenn nýlega hafa komið til Moskvu og kcypt þar gönguskó og íþróttaskó ætlaða konum. Ekki gaf blaðið nánari upp- lýsingar um þessi kaup. í opinberum fjölmiðlum í Sovét- ríkjunum má reglulega finna gagn- rýni á gæði innlcndra vara sem ætlaðar eru sovéskum neytcndum og liafa skóframlciðendur mátt þola mikið í þessu sambandi. Viðskipta- vinir hafa kvartað yfir að skó sé erfitt að fá og séu auk þess rándýrir. ogborgar sig! Belfast-Reuter Tom King, ráðherra Bretlands- stjórnar yfir málefnum Norður- írlands, hvatti í gær harðlínumann- inn og prestinn Ian Paisley til þess að leggja niður hinn nýstofnaða „borgaraher" sem hann sagði enn auka á hatrið í landinu. Borgaraherinn (Ulster and- spyrnuhreyfingin svokallaða), sam- tök með hernaðarlegu sniði, voru sett á stofn síðastliðinn mánudag til að mótmæla samkomulagi Bret- landsstjórnar og írlandsstjórnar sem gert var fyrir ári síðan. Það sam- komulag gefur stjórn kaþólikka í Dyflinni takmörkuð völd í stjórnun Norður-írlands, sem að meirihluta er byggt mótmælendum. Um það bil þúsund harðlínumenn í hópi mótmælenda, er vilja að N-írland verði áfram hluti Stóra- Bretlands, gengu um götur fiskibæj- arins Kilkeel í fyrrinótt í fyrstu aðgerðum hins nýja borgarahers. Aðrar mótmælaaðgerðir eru ráð- gerðar nú í þessari viku en á laugar- daginn er nákvæmlega eitt ár liðið síðan skrifað var undir áðurnefnt samkomulag, hinn svokallaða ensk- írska sáttmála. King sagði í samtali við breska útvarpið BBC: „Slík samtök geta haft truflandi áhrif. Það er mjög auðvelt að auka á trúarbragðahatrið. Það eru mörg illmennin sem eru svo óumburðarlynd að þau nota hvert tækifærið sem býðst til að ráðast á fólk með aðrar trúarskoðanir". Trúarbragðaofbeldi á Norður-írl- andi hefur nú staðið í sautján ár og er tala fórnarlamba komin yfir 2500. Nýjasta fórnarlambið var lögreglu- maður sem var skotinn til bana fyrir utan hús kunningja síns í Belfast í þessari viku. Mótmælendapresturinn Paisley er leiðtogi Lýðræðislega sameiningar- flokksins og mikill andstæðingur ensk-írska sáttmálans sem hann lítur á sem sölu bresku stjórnarinnar á Norður-írlandi. Presturinn sagði í Yfirvöld hyggja á aðgerðir gegn áfengi Mótmælendur á Norður-írlandi eru reiðir Thatcher og stjórn hennar vegna ensk-írska sáttmálans sem skrifað var undir fyrir ári síðan, enginn þó sem presturinn Paisley. gær að venjulegir kaþólikkar þyrftu ekkert að óttast hinn nýja borgara- her sinn. „Það eru þeir sem taka þátt í morðum á mótmælendum, stjórn- leysingjar og ráðherrar sem skipul- eggja eyðileggingu Ulsters sem hafa eitthvað að óttast", bætti Paisley við. Mikil spenna ríkir nú á Norður-' frlandi og er óttast að mótmælaað- gerðir á laugardaginn, sem skipu- lagðar eru vegna ársafmælis ensk- írska sáttmálans, geti orðið verulega ofbeldisríkar. Belgrad • Reuter Heilbrigðisyfirvöld í Júgóslavíu huga nú að aðgerðum sem ætlað er að draga úr áfengisneyslu. Þetta kom fram í dagblaði í Belgrad í gær. Blaðið Politika Ekspres sagði að yfirvöld ætluðu sér að stytta opnun- artíma áfengisbúða og banna áfengisdrykkju á skrifstofum og í verksmiðjum. Drykkja við vinnu er algeng í Júgóslavíu ogertalinn einn þáttur- inn í aukinni fjarvcru frá vinnu. Um 35 þúsund manneskjur eru meðhöndlaðar vegna áfengis- neyslu í landinu á ári hverju en óopinber tala áfengissjúklinga er talin nema hundruðum þúsunda. Vinsælustu drykkirnir í Júgó- slavíu eru Slivowitz og Rakiya. Þessir drykkir er gerðir úr plómum og ntikið bruggaðir í heimahúsum þannig að styttri opnunartími Síðumúla 15 S 68 63 00 Nú verða júgóslavneskir áfengissjúklingar að fara að hugsa ráð sil( áíengisbúða mun að líkindum að- eins hafa takmörkuð áhrif á áfeng- isneyslu Júgóslava. Hlíðarvegur 31-62 Hrauntunga 31 og út Vogatunga Laufbrekka Hjallabrekka Lyngbrekka Nýbýlavegur 38-78 Hamraborg Álfhólsvegur 1-1 Kleifarás Lækjarás Malarás Mýrarás Þverás Hafðu samband við okkur

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.