Tíminn - 13.11.1986, Side 16

Tíminn - 13.11.1986, Side 16
Húsnæðisstofnun ríkisins Auglýsing um dráttarvexti Af lánum, sem verðtiyggð eru með lánskjaravísitölu, eru reiknaðir dráttarvextir á 15. degi frá gjalddaga. Af lánum, sem verðtiyggð eru með byggingarvísitölu, verða reiknaðir dráttarvextir einum mánuði eftir g'alddaga. Reykjavík, 7. nóvember 1986. c§p liúsnæ(Msstofnun ríkisins Auglýsing um nýjan frest til að skila kröfu um endurgreiðslu á gjaldi af kjarnfóðri sem keypt var á tímabilinu 23. júní 1980 til 2. október 1981. í framhaldi af dómi hæstaréttar 23. desember 1985 verður gjald af kjarnfóðri sem keypt var á tímabilinu 23. júní 1980 til 2. október 1981 endurgreitt. Þeir aðilar sem telja sig eiga endur- greiðslurétt skulu framvísa kröfum sínum til fjár- málaráðuneytis eða landbúnaðarráðuneytis í síð- asta lagi 15. desember 1986. Með kröfunum skulu fylgja gögn sem sýna það kjarnfóðurgjald sem kröfuhafi telur sig hafa greitt á umræddu tímabili. Fullnægjandi gögn teljast; frumrit af sölunótum eða afrit af sölunótum sem löggiltur endurskoðandi fóðursala hefur staðfest. Þar sem kjarnfóðurgjald er ekki sérgreint í verði fóðurs á sölunótu verður kröfuhafi að afla staðfestingar fóðursala um þátt kjarnfóðurgjalds í verði einstakra fóðurtegunda og fóðurblandna sem krafist er endurgreiðslu á. Reykjavík, 10. nóvember 1986. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir októbermánuð er 15. nóvember. Ber þá að skila skattinum til innheimtu- manna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið 10. nóvember 1986 t Þökkum innilega auösýnda samúö við andlát og jarðarför Jóns Eiríkssonar frá Skeiðháholti Jóhanna Ólafsdóttir Ólafur Jónsson Bjarni Jónsson Gunnlaugur Jónsson Vilmundur Jónsson Sigríður Jónsdóttir og barnabörn. Jóhanna Jónsdóttir Kristín Skaftadóttir Bergþóra Jensen Kristín Hermannsdóttir 16 Tíminn c lllllllllll OAGBÓK Fimmtudagur 13. nóvember 1986 Hallgrímskirkja - starf aldraðra Starf aldraðra í Hallgrímssókn heldur opið hús í dag, fimmtudag, í safnaðarsal kirkjunnar og hefst kl. 14.30. Ungt tón- listarfólk: Friðrik Stefánsson, Inga Rut Karlsdóttir og Rósa Jóhannsdóttir leika á fiðlu, flautu og píanó létt lög. Bjarni Tómasson flytur erindi. Kaffiveitingar. Fundur Kvenfélags Kópavogs Kvenfélag Kópavogs heldur fund í kvöld, fimmtudagskvöldið 13. nóv. í félagsheimilinu kl. 20.30. Ostakynning. Bubbi, Haukur og Megas á djasskvóldi á Borginni Bubbi, Haukur og Megas koma allir fram saman f kvöld, fimmtudagskvöldið 13. nó- vember efnir Jazzvakning til hljómleika á Hótel Borg. Nú verður ekki aðeins spunn- ið af fingrum fram á hefðbundin hljóð- færi, heldur koma þrír landsfrægir söng- varar fram einnig. Það eru þeir Bubbi Morthens, Haukur Morthens og Megas. Þeir munu syngja hver í sínu lagilögum) s og saman munu þeir syngja „leyninúmer kvöldsins við undirleik hljómsveitar Guð- mundar Ingólfssonar. Má kalla þá „stjörnuþristinn" og má fullyrða að annað eins söngtríó hefur vart heyrst hér á landi. Að auki munu spila ýmsar sveitir djassmanna, tríó Egils B. Hreinssonar, hljómsveit Árna Scheving, tríó Guð- mundar Ingólfssonar, hljómsveitin Súld (Symon Kuran, Steingrímur Guðmunds- son og Stefán Ingólfsson) og máske enn fleiri. Tónlistarunnendur eru hvattir til að missa ekki af þessu einstæða tækifæri. Hljómleikarnir hefjast kl. 21.30. Húnvetningafélagið í Reykjavík Kaffisala og hlutavelta Húnvetningafélagið efnir til Kaffisölu (veisluborð) og meiriháttar hlutaveltu í félagsheimilinu Skeifunni 17, laugardag- inn 15. nóvember kl. 15.00. Húsið opnað kl. 14.30. Tekið verður á móti gjöfum (kökum og munum) á föstudag kl. 18.00-22.00 og á laugard. frá kl. 10.00. Kristjana F. Arndal við eitt verka sinna á sýningunni Kristjana F. Arndal sýnir í Hafnarborg Kristjana F. Arndal verður með mynd- listarsýningu í Hafnarborg, Strandgötu 34 i Hafnarfirði 8.-30. nóvember. Á sýningunni eru um 30 verk, meirihlutinn olíumyndir. Kristjana hefur stundað nám í myndlist hér á landi og erlendis, fyrst við Myndlist- arskólann í Reykjavík. en síðan við Listaháskólann í Stokkhólmi 1975-80. Hún hefur haldið 8 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga, bæði hér á landi og þó einkum erlendis. Á síðustu árum hefur hún hlotið allmarga styrki, núna síðast frá sænskum verkalýðssam- tökum og Svensk-norsk samarbetsfond. it Ein af myndum Hlyns Helgasonar Listkynning í Alþýðubankanum Akureyri Listkynning Mcnningarsamtaka Norð- lendinga og Alþýðubankans á Akureyri kynna að þessu sinni 5 málverk eftir ungan myndlistarmann, Hlyn Helgason. Hlynur er fæddur 1961. hann stundaði nám við University of Kansas, School of Architecture 1981-82 og Myndlista- og handíðaskóla (slands 1982-86. Á listkynningunni eru 5 málverk, sem öll eru unnin í akrýlmálningu og viðarkol á spónaplötu. Myndirnar eru allar unnar á árinu 1986. Hlynur er ráðsmaður við Bröttuhlíðar- skóla og kennir málun á kvöldnámskeið- um Myndlistarskólans á Akureyri. Kynningin er í afgreiðslusal Alþýðu- bankans á Akureyri og hófst 3. nóv.. en henni lýkur 9. janúar 1987. ___A Hiynur Helgason Styrkir úr Minningarsjóði Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjáns- sonar Samkvæmt erfðaskrá hjónanna Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar, kaupmanns, var stofnaður sjóður til styrktar efnilegum nemendum í verk- fræði- og raunvísindanámi. Stofnfé sjóðsins var ákveðinn hluti af eignum þeim er þau létu eftir sig, en heimilt er skv. skipulagsskrá að veita styrki af þeim vöxtum sem sjóðurinn ber. Nú hefur verið úthlutað styrkjum úr sjóðnum í þriðja sinn. Úthlutað var 10 styrkjum hverjum að upphæð kr. 80.000.00. Eftirfarandi hlutu styrkina: Eiríkur Álmar Grétarsson, flugvéla- verkfræði, Hilmar Skarphéðinsson, tölv- Kristjana er fædd í Hafnarfirði árið 1939 og uppalin þar í bæ. 1975 fiuttist hún til Stokkhólms og hjó þar í i 1 ár. Sem fyrr segir stundaði Kristjana nám í Myndlist- arskólanum f Reykjavík 1960-63 og 1970- 75, aðallega í teikningu og málun. 1975 fékk hún inngöngu í Listaháskólann í Stokkhólmi (Konstakadcmien) og út- skrifaðist þaðan vorið 1979. Lagði hún fyrst og fremst stund á málun, en tók auk þess námskeið í myndmótun, múrtækni (fresco, secco o.fl. ) og glermyndagerð. Vcturinn 1979-80 tók hún viðbótarár við skólann og lagði þá einungis stund á grafik. Sýning Kristjönu F. Arndal í Hafnar- borg í Hafnarfirði eropin kl. 14.00-21.00 alla dagana. unarfræði, Jóhanna Vigdís Gísladóttir, rafmagnsverkfræði, Jón Gunnar Jónsson, vélaverkfræði, Kristján Björn Garðars- son, iðnaðarverkfræði, Reynir B. Eiríks- son, iðnaðarverkfræði, Stefán Guðlaugs- son, byggingaverkfræði, Einar Stein- grímsson, stærðfræði, Eiríkur Stein- grímsson, líffræði, Unnur Styrkársdóttir, líffræði. Fyrirhugað er að veita nokkra styrki úr minningarsjóðnum á næsta ári og verður auglýst eftir umsóknum í júnímánuði n.k. Jólamerki „Framtíðarinnar“ á Akureyri Jólamerki kvenfélagsins „Framtíðin", á Akureyri, er komið út. Merkið er gert af niyndlistarkonunni, Iðunni Ágústsdóttur og er prentað í prentverki Odds Björnssonar, h/f, Akur- eyri. Sölustaðir eru: Póststofan Akureyri, Frímerkjahúsið og Frímerkjamiðstöðin, í Reykjavík. Félagskonur sjá um sölu á Akureyri. Merkið kostar 7 krónur og allur ágóði af sölunni rennur í elliheimilissjóð félags- ins. Rafmagn, vatn, hitaveita Ef bilar rafmagn, hitaveita eða vatnsveita má hringja í þessi símanúmer: Rafmagn: í Reykjavík, Kópavogi og Settjarn- arnesi er sími 686230. Akureyri 24414, Keflavík 2039, Hafnarfjörður 51336, Vestmannaeyjar, 1321. Hitaveita: Reykjavík sími 82400, Seltjarnarnes , sími 621180, Kópavogur41580, en eftir kl. 18.00 og um helgar í síma 41575, Akureyri 23206,' i Keflavík 1515, en eftir lokun 1552. Vestmann- ^aeyjarsími 1088 og 1533; Hafnarfjörður 53445. Sími: Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnárnesi, Ák- ureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í síma05 I Bilanavakt hjá borgarstofnunum (vatn, hita- veita o.fl.) er í síma 27311 alla virka daga frá kl. 17.00 til kl. 08.00 og á helgum dögum er svaraðj ! allan sólarhringinn. Tekið er þar við tilkynningun/ á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum/ þar sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnáná. 12. nóvember 1986 kl. 09.15 Kaup Sala Bandaríkjadollar......40,600 40.720 Sterlingspund.........58,1920 58,3640 Kanadadollar..........29,315 29,402 Dönsk króna........... 5,3037 5,3194 Norsk króna........... 5,4318 5,4479 Saensk króna.......... 5,8442 5,8615 Finnskt mark.......... 8,2303 8,2546 Franskur franki....... 6,1204 6,1385 Belgískur franki BEC .. 0,9639 0,9667 Svissneskur franki....24,1566 24,2280 Hollensk gyllini......17,7177 17,7700 Vestur-þýskt mark.....20.0232 20.0824 ítölsk líra........... 0,02894 0,02903 Austurrískur sch ..... 2,8461 2,8545 Portúg. escudo........ 0,2729 0,2737 Spánskur peseti....... 0,2986 0,2994 Japanskt yen.......... 0,25139 0,25214 Irsktpund................54,627 54,789 SDR (Sérstök dráttarr. ..48,7331 48,8770 Evrópumynt............41,6196 41,7424 Belgískur fr. FIN BEL „0,9522 0,9550

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.