Tíminn - 23.11.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.11.1986, Blaðsíða 4
4 Tíminn Walraff fór um garð Hér fór nýlega um garð v-þýski blaðamaðurinn Gtinter Walraff, sem getið hefur sér mikið orð fyrir rannsóknarblaðamennsku í heimalandi sínu. Hann varð víðfrægur er hann gerðist blaðamaður við tímaritið Bild, sem gert er út af blaðajötninum Springer, og afhjúpaði eftir á þau all óvöndu meðul sem á blaði þessu tíðkast og afla því risavaxins lesendahóps á kostnað alls þess sem menn hefðu einhvern tíma talið sæmilegt og heiðarlegt. Fleiri strik hefur Walraff gert af sér, sem ekki hafa öll verið þökkuð af hvers kyns samtökum, fyrirtækjum eða einstaklingum og heilum þjóðfélögum, sem ýmist af vana eða nauðsyn þola illa að þreifað sé ofan í pokahornið hjá þeim. Þar hringar sig ósjaldan snákur lygi og yfirdrepsskapar, sem best er að látast ekki vita af og lofa að sofa. Síðasta afrek Waraffs er sem kunnugt er að hann hefur sýnt löndum sínum og fleirum sem í skuggsjá viðskipti sjálfra þeirra viö útlendan öreigalýð, tyrkneska gestaverkamenn. Sú mynd er ekki mjög skemmtileg og þurfti engum að koma á óvart. P*ó ekki væri nema vegna þess að þrátt fyrir allt er Walraff ekki fyrsti þýski blaðamaðurinn, sem leikið hefur alveg sama bragð og vakið athygli fyrir. Bók hans, Niðurlægingin, hefur hlotið mikla umræðu og það kann að hugsast að þær vonir hans rætist að hún stuðli að einhverri hugarfarsbreytingu meðal landa hans. Samt má ekki gleyma að þarna liggur djúptækari vandi að baki en svo að „góður vilji“ einn fái á nokkurn hátt úr honum leyst. Þaðan af síður bók og það þótt í fjögurra milljón eintaka upplagi sé. Sú væri blekkingin verst að halda það. Veldur því þar eitt með öðru að í atvinnuleysisbælum Evrópu er hætt við að hinir innfæddu „Tyrkir“ verði aftarlega á blaði meðal kaupenda „Niðurlægingarinnar,“ - unglingar sem finna hjá þjóðfélaginu enga þörf fyrir starfskrafta sína og gróið starfsfólk sem fleygt er umsvifalaust í þúsundatali út á götuna, eins og nú gerist t. d. um ríkistarfsmenn í Frakklandi. Einnig þetta fólk á sér formælendur fáa líkt og námamenn Walraffs. Kjör þess eru annar snákurinn í pokahorninu sem allir vita af, en vilja ekki að haft sé of hátt um. „Góður vilji“ stendur þeim aftur á móti líka til boða í ótæpilegu magni og þó enn ótæpilegra magn af „niðurlægingu“. Sjálf háðungin hefur stillt svo til að einmitt þarna eru komnir bitrustu andstæðingar “hinna Tyrkjanna.“ Og það er ein hræsnin til að látast vera hissa á því. í allri umræðunni um fordóma má líka spyrja hvort það sé ekki örlítill tvískinnungur í því fólginn, þegar rætt er um hina tyrknesku gestaverkamenn t.d. í Þýskalandi sem nærri ósjálfbjarga fólk, sem einhverja volæðinga, þótt að þeim sé þrengt nú. Tyrkir eru gömul og harðgerð þjóð, og verða örugglega einfærir um að sækja sinn rétt, þótt það taki tíma. Það mun verða þeim erfið barátta, en þrátt fyrir allt geta engir unnið stríð þeirra fyrir þá, hversu mikið sem einhverja langar. En það ber að fagna útkomu bókar Walraffs á íslensku. Hún vekur athygli á vanda sem mönnum er gott að íhuga hér. Sér í lagi ef hún verður til þess að menn setjist ekki niður til að brynna músum, en hleypi í sig kjarki til að kíkja eftir snák yfirdreps- skaparins í eigin poka, minnugir þess að á honum kunna að vera fleiri höfuð en eitt. Umsjón Helgarblaðs: Atli Magnússon Þór Jónsson >5aCi5 LEIÐARI ERLEND Sunnudagur 23. nóvember 1986 Þórarinn Þórarinsson skrifar um: MALEFNI Thatcher gæti orðið hált á því að of- treysta skoðanakönnunum Hún treystir enn á misskilinn þjóðarmetnað Breta SÁ ORÐRÓMUR hefur magnast, að Margaret Thatcher muni efna til þingkosninga í maí næstkomandi eftir að skoðana- kannanir sýndu, að íhaldsflokk- urinn hcfur orðið meira fylgi en Verkamannaflokkurinn, en samkvæmt nýlega gerðri Mar- plankönnun fékk hann 41%, Verkamannaflokkurinn 37,5% og bandalag jafnaðarmanna og Frjálslynda flokksins 19%. Ef úrslit yrðu á líka leið í kosningununt myndi íhalds- flokkurinn vinna hreinan þing- meirihluta, eins og kosninga- fyrirkontulaginu er háttað í Bretlandi, en þar er kosið í mismunandi fjölmennum ein- menningskjördæmum. Ihalds- flokkurinn á mest fylgi í fámenn- ari kjördæmunum. Thatcher mun þö vafalítið bíða eftir lleiri skoðanakönnun- um, áður en hún ákveður sig. Breskum forsætisráðherrum hefur reynst hált á því að fara eftir skoðanakönnunum. Bæði Wilson og Heath cfndu til kosn- inga vegna niðurstaðna þeirra og urðu fyrir miklum vonbrigð- unt. Heath meira að segja svo miklum, að Thatcher felldi hann í næstu formannskosningu í íhaldsflokknum. Fyrir Thatcher er það líka nokkur viðvörun, að í auka- kosningu, sem fór fram í kjör- dænii í nágrenni Liverpool fimmtudaginn 13. þ.m. fékk frambjóðandi íhaldsflokksins hörmulega útreið. Verkamannaflokkurinn fékk 56.3% atkvæðanna, bandalag jafnaðarmanna og frjálslyndra 34.6% og íhaldsflokkurinn 6.3%. í kosningunum 1983 voru hliðstæðar tölur 64.5%, 14.3% og 20%. Þennan samanburð má þó vart taka of alvarlega. Ástæð- an er sú, að frambjóðandi bandalagsins var talinn sigur- vænlegri en frambjóðandi íhaldsflokksins og því hafa íhaldsmenn fylkt sé um hann í verulegum mæli. Eigi að síður eru þau nokkur viðvörum fyrir Thatcher. Tap Verkamannaflokksins á sér eðlilegar rætur. Félagsskap- ur Verkamannaflokksins í kjör- dæminu var búinn að velja sér frambjóðanda úr róttækasta armi flokksins. Kennock, for- maður Verkamannaflokksins beitti því valdi sínu í flokks- stjórninni til að hafna honum og velja miðjumann til framboðs. Róttækustu kjósendur flokksins hafa svarað með því að kjósa frambjóðanda bandalagsins. Það nægði þó ekki. Það mun styrkja Kinnock yfirleitt að hann hafnaði róttæka frambjóðand- anaum. Hann er á góðum vegi með að kveða niður mesta öfga- aflið í flokknum. ANNAÐ en skoðanakannan- irnar bendir öllu meira til, að Thatcher sé að undirbúa kosn- ingar fljótlega. Hún gerir sér bersýnilega ljóst hvernig ber er að ná hylli margra kjósenda. Hún telur vænlegt að tefla eins og Bretland sé ennþá stórveldi. Thather hefur nýlega gert tvær ráðstafnir til að sanna þetta. Hið fyrra var, þegar hún ákvað að Falklandseyjar skyldu fá 200 mílna fiskveiðilandhelgi, en í fyrstu verður þó aðeins framfylgt 150 mílna fiskveiði- landhelgi. Ætlunin er að selja leyfi til fiskveiða innan hinnar nýju landhelgi og afla Falklands- eyjunt þannig tekna til að rísa undir herkostnaði þeim, sem fylgir yfirráðum Brcta. Þctta hefur að sjalfsögðu gert Argent- ínumenn æfa og vafalítið verður þessari ákvörðun harðlcga mót- mælt af bandalagi Ameríkuríkja og Sameinuðu þjóðunum. Stjórnarandstæðingar í Bret- landi lýsa einnig yfir andstöðu. Misskiíið þjóðarstolt margra Breta ntun samt verða vatn á ntyllu Thatchers, því að það samræmist því að Bretland hagi sé eins og það sé enn nýlendu- veldi og stórveldi. Annað verður þó sennilega rneira vatn á myllu Thatchers. Breska leynilögreglan telur sannað, að sýrlensk stjórnarvöld hafi stutt Palestínumanninn, sem reyndi að granda ísraelskri farþegaflugvél á leið frá London til Israels með því að koma fyrir sprengju í farangri vinstúlku sinnar. Þótt það sé vart fullsannað, að sýriensk stjórnarvöld hafi verið hér að verki, greip Thatc- her til þess að nota þetta tilefni til að slíta stjórnmálasambandi við Sýrland og hefur skorað á önnur ríki að gera slíkt hið sama. Með þessu hefur Thatcher skipað Bretlandi í forustu þeirra ríkja sem berjast gegn hryðju- verkum. Hún hefur enn ekki fengið nema takmarkaðar undir- tektir, m.a. frá Bandaríkjunum, sem hafa viljað kenna Líbýu um öll hryðjuverk. En þetta dregur ekki úr því, að þessi verknaður Tahtchers hefur að nýju gert hana að þjóðhetju í augum margra Breta og aðalleiðtoga gegn alþjóðlegum hryðjuverk- um. Til viðbótar þessu kenrur svo það, að í hásætisræðu drottning- ar, sem jafnan er flutt í þingbyrj- un og samin er af ríkisstjórninni, var boðuö frekar hófleg stefna í innanlandsmálum, a.m.k. í samanburði við ýmsar fyrri yfir- lýsingar Thatchers. Hún telur bersýnilega heppilegt að fara gætilega í þeim efnum, en tefla meir fram utanríkismálunum. THATCHER mun vafalítið hugsa sig vel um áður en hún ákveður kosningadaginn. Kjör- tímabilinu lýkur ekki fyrr en í maí 1988. Þangað til mun hún þó ekki bíða, heldur velja þann tíma, sem hún telur heppilegast- an. Hún verður m.a. að hafa sér- staka gát á stöðu bandalags jafnaðarmanna og Frjálslynda flokksins, en það er talið líklegra en Verkamannaflokkurinn til að ná fylgi af íhaldsflokknum í fámennu kjördæmunum. Bandalagið hefur verið í lægð vegna ágreinings innan þess unt kjarnorkuvopnin. Nú virðist það vera búið að ná santkomulagi um þau, sem er mitt á milli stóru flokkanna. Það vill viðhalda óbreyttum kjarnorkuvopnum fyrst um sinn, en bíða þangað til síðar að taka endanlega ákvörð- un, þegar ljósara verður hver verður þróunin í viðræðum um afvopnunarmálin. Fái þessi stefna bandalagsins hljómgrunn, verðurThatcher að hugsa ráð sitt að nýju. Sögulega séð hefur Thatcher til nokkurs að vinna. Verði hún enn forsætisráðherra 1. febrúar 1988 verður hún búin að gegna þeirri stöðu samfleytt lengur en nokkur annar á þessari öld, og raunar allt síðan á 18. öld, þegar Walpole hélt stöðunni samfleytt í meira en 20 ár. Á hún að hafna þessu til þess að reyna að verða fyrsti forsætisráðherrann, sem vinnur þingkosningar þrisvar í röð?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.