Tíminn - 23.11.1986, Qupperneq 11
Sunnudagur 23. nóvember 1986
Tíminn 11
/
DASAMLEGT
SAM-
/
LIF
Ég var tíu ára þegar ég var
lánaður sem smali upp í Kjós.
Bóndinn var bláfátækur maður
og ég átti að gæta tuttugu frá-
færukinda sem hann átti. Þarna
var ég tvö sumur og fékk síðbor-
ið lamb í verkalaun síðara
sumarið. Eftir það var ég kúa-
smali austur í Ölfusi í tvö sumur.
Ég gerðist þá sendisveinn hjá H.
Andersen og Sön fyrir fimmtán
krónur á mánuði, en var svo það
heppinn að mér bauðst starf hjá
konditör Theódór Jónssyni, sem
seldi fínar kökur í húsinu á milli
Hótel Reykjavíkur og ísafoldar-
prentsmiðju. Þar fékk ég tuttugu
og fimm krónur á mánuði og þá
sagði mamma að ég gæti gefið
sér kommóðu. Hér var um að
ræða kommóðu sem var til sölu
hjá Guðmundi nokkrum stórsm-
ið svokölluðum, en hann gerði
nokkuð af því á vetrum að
smíða ýmis húsgögn, sem hann
seldi ódýrt. Kommóðan kostaði
12.50 og ég held að hún sé enn til.
Fimmtán ára fór ég svo að
vinna við uppskipun úr togurum
hjá Sigurjóni Péturssyni, sem þá
var verkstjóri hjá Th.Thor-
steinsson og byrjaði síðan á
sjónum sextán ára, sem kyndari
á Jarl Hereford, sem Elías Stef-
ánsson gerði út. Það varð upp-
hafið að löngum sjómannsferli.
Þegar ég var í sveit í Ölfusinu
hafði ég kynnst stúlku sem hét
Hólmfríður, kölluð Fríða. Það
fór ákaflega vel á með okkur og
ef átti að fara í berjamó sagði
ég: „Ég fer ef Fríða fer,“ og hún
sagði: „Ég fer ef Svenni fer.“
Hún var átta árum eldri en ég,
en nú varð það úr að við rugluð-
um reitum okkar og giftumst.
Ég var þá 26 ára.
Eftir að ég gifti mig keypti ég
bát, sem kostaði 250 krónur.
Þetta var tveggja manna far og
ég stundaði á honum hrogn-
kelsaveiðar í þrjú sumur við
Sveinn Sveinsson
og Helga Jónsdótt-
ir: „Ég sá hann í
borðsalnum og
ákvað að taka
hannálöpp," segir
hún.
(Tímamynd: Pjetur)
- komin að níræðu fundu þau Helga Jóns-
dóttir og Sveinn Sveinsson hvort annað og
þau horfa björtum augum fram á veginn
.. I
y
annan mann, Andrés Jónsson
frá Grímsstöðum.
Sjaldan hlekktist mér á en þó
man ég að einu sinni þegar
Símon bróðir minn og ég vorum
að koma af sjó í vitlausu veðri lá
við að það færi illa. Þarna á
Skerjafirðinum er tvöfaldur
skerjagarður og sund á milli,
sem kallað var Guddusund eftir
móður minni, en hún hét Guð-
björg Símonardóttir. Sundið hét
svo af því að þegar húsið okkar
bar í gömlu Skólavörðuna, var.
örugg leið á milli skerjanna. Nú,
en þegar kom að skerjunum
hafði bróðir minn haldið of fast
við seglið, svo bátinn flatrak og
upp í vestasta halann á skerjun-
um. Símon sat alveg stífur, en
ég tók það til bragðs að fleygja
öllu grjóti sem við notuðum
fyrir kjölfestu í bátnum og fyrir
vikið færðist báturinn alveg upp
á skerið. Ég sagði Símoni að
koma út úr bátnum og draga
hann yfir skerið með mér og tók
síðan niður seglið. Eftir það
tókst okkur að berja í land á
árunum. Fjöldi manns var í
fjörunni og fylgdist með okkur
og ég held að menn hafi talið
okkur af. „Nú var eins gott að
báðir voru jafn góðir,“ sögðu
menn við mig. Ég held að það
hafi verið kraftaverk, sem stýrði
höndum mínum þegar ég fleygði
út grjótinu og tók niður seglið.
Það varð okkur til lífs.
Já, ég hef unnið mörg störf
um dagana, var sjómaður,
verkamaður, bryti, kaupamaður
og veitingamaður.
Ég sigldi í stríðinu til
Englands, var á minnstu togur-
unum sem þá voru gerðir út frá
Reykjavík, Ráninni og Þorfinni.
Nei, sem betur fer kom ekkert
fyrir, en menn vissu aldrei hvað
gerst gat. Við vorum einu sinni
að koma úr túr til Englands og
höfðum komið auga á Vest-
mannaeyjar, þegarvið skipstjór-
inn, en hann hét Bjarni, sáum
kafbát skammt frá okkur. Bjarni
var mjög drykkfelldur, en samt
sem áður sérlega duglegur
maður, líklega sá duglegasti sem
ég hef kynnst að Markúsi í
Héðni undanskildum. Okkur
leist ekki á blikuna og Bjarni
sagði við mig:
„Ertu hræddur?“
„Nei,“ segi ég. „Til hvers er
að vera hræddur. Ætli þeir að
skjóta á okkur þá gera þeir það
og við getum ekkert gert.“
„Farðu bölvaður," sagði
Bjarni," skaut sér niður um
lúguna í stýrishúsgólfinu og fékk
sér meira að drekka. En það
gerðist ekkert, kafbáturinn fór í
kaf og við komumst inn til Eyja.
En af því að þú ert frá Tíman-
um verð ég að biðja þig að skila
því frá mér til þeirra að láta
hann Alexander Stefánsson ekki
falla út af þingi. Það er úrvals-
maður. Samt er ég ekki fram-
sóknarmaður, hef alltaf verið
með Alþýðuflokknum. En ég
virði góða menn, sama í hvaða
flokki þeir eru.“
Blaðamaðurinn er orðinn
nokkru nær um lífshlaup þeirra
Helgu og Sveins, og kannske
einkum Sveins, en hann segir
sjálfur að það sé vegna þess að
þótt Helga hafi yfirleitt meira
gaman af að tala en hann, geti
hann orðið miklu skrafhreifnari
en hún, þegar hann er byrjaður.
Þau brosa bæði og Sveinn býður
gulllíkjör í glas. Það er líkjör
þar sem gullkorn dansa í veigun-
um, þegar flaskan er tekin upp.
Þetta er álíka rómantískt og
félagsskapur þeirra Helgu og
Sveins, og í þeirra anda.
Kannske eins og í himnaríki.
Helga segir sig hafa dreymt
himnaríki um daginn og að það
hafi verið ólýsanlega fallegt. O
Sveinn er ekki vafa um það
himnaríki bíður algjör vellíðan,
segir hann.
Vildu þau vera orðin ung
aftur?
Helga hugsar sig um. „Nei, ég
held ekki segir hún svo. „Mér
líður svo vel nú og hlakka til
þess sem framundan er.“
Þar tók Bjarni við stýrinu og allt
gekk eins og í sögu.
Veitingamaður var ég líka,
rak kaffistofu í félagi við Jóhann
Guðnason við Háaleitisveg, sem
við nefndum „Veitingastofu
Sveins og Jóhanns.“ Nú er Háa-
leitisvegurinn ekki til lengur, en
hann var þar sem Síðumúlinn er
núna. Við vorum mjög heppnir
að fá þetta húsnæði leigt og ég
átti dálítinn þátt í því, af því að
konan sem leigði okkur sagði
þegar hún valdi úr umsækjend-
um: „Ég ætla að láta manninn
með fallegu augun fá plássið.“
Já, þær hafa fleiri verið skotnar
í mér en hún Helga!
Nú, þetta gekk vel, við höfð-
um góða viðskiptavini, til dæmis
flesta bílstjórana á Bæjarleiðum
og við auglýstum alltaf „Besta
kaffi í bænurn." En tímarnir
breyttust og ég vildi að við
færðum út kvíarnar og fengjum
okkur smurbrauðsdömu. En
það vildi Jóhann ekki, því
miður. Ég held nefnilega að
hefðum við gert það, væri veit-
ingastofan enn við lýði.
Ég vann um skeið hjá Agli
Skallagrímssyni við afgreiðslu-
störf og síðan hjá veitingahúsinu
Óðali, þar til ég veiktist og varð
að fara að hægja á mér. Loks
komst ég hingað á Hrafnistu og
hér líður mér vel, umhyggjan er
dásamleg.