Tíminn - 23.11.1986, Page 12

Tíminn - 23.11.1986, Page 12
12 Tíminn Sunnudagur 23. nóvember 1986 Hann fann upp lotukerfið sem hver menntaskólanemi verður nú að kunna skil á. ÞÚSUND- ÞJALA- SMIÐUR - sagt frá Rússanum Lomonosov, sem samdi vísindaleg ljóð, uppgötvaði andrúmsloft Yenusar og lagði grunn , að hagfræðilegri landafræði og var gagnmerkur málfræðingur Iíka. LYGILEGUR o .JL. J^ann fæddist í Norð- ur-Rússlandi, í þorpi við strönd Hvítahafsins, 19. nóvember 1711. Á þeim slóðum þekktu menn hvorki bændaánauð né innrásir tatara. Þar bjuggu hug- rakkir og frjálshuga menn sem vanist höfðu hættulegum veið- um á ísköldu hafinu. Faðir Mikhaíls Lomonosovs, Vasilí, var vel stæður bóndi og sótti einnig sjóinn. Náttúran var ekki nísk við Mikhaíl, gaf honum bæði kraft, hug og vilja. Hann missti snemma móðursína. Hann sótti sjóinn með föður sínum, kynnt- ist óveðrum og erfiðu starfi sjó- mannsins. Þó hefur hann líklega þurft á enn meiri andlegum kröftum að halda þegar hann kaus að feta braut vísindanna. Tvítugur að aldri stígur sjó- mannssonurinn örlagaríkt skref. Veturinn 1731 fer hann í grimmdarfrosti með sleðalest fiskkaupmanna til Moskvu. Samferðamenn hans sneru aftur heim þegar þeir höfðu selt fiskinn, en Mikhaíl varð eftir í Moskvu og settist í Slanvesk- grísk-latnesku akademíuna haf- andi logið til um uppruna sinn og þóst vera aðalsmaður. Skólapiltarnir hlógu að honum, þessum tvítuga risa sem kominn var til að læra latínu. En hann sló þeim öllum við í nám- inu og var sendur til Pétursborg- ar,' í Vísindaakademíuna. í Moskvu hafði hann lifað við þröngan kost, en í Pétursborg var honum veittur námsstyrkur. Þegar hann fékk styrkinn í fyrsta sinn fór hann samstundis og eyddi honum nánast öllum til að kaupa „Nýtt háttatal rússneskt" eftir skáldið Vasilí Trediakovskí sem frægur var á þeim tíma. Fyrir góðan námsárangur var hann sendur til Þýskalands í framhaldsnám og keypti þar margar bækur um stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði, læknis- fræði, tækni, málvísindi, mælskulist og heimspeki. Bækur voru í efsta sæti á lista yfir útgjöld hans. En hann neyddist einnig til að borga fyrir kennslu í skylmingum, dansi, teikningu og frönsku. Stúdent- arnir í Marburg voru uppi- vöðslusamir fjörkálfar og á- flogaseggir. En þeir kusu að láta rússneska risann afskiptalausan, enda var hann ör í skapi og lét ekki deigan síga fyrir þeim sem áreittu hann. Sjálfur reyndi Á síðustu öld, þegar upp komu í Rússlandi nöfn manna á borð við Nikolaj Lobachevskí, höfund óevklíðskrar rúmfræði, Dmitri Mendelejev, höfund lotukerfisins, Faddei Wellingshausen og Mikhaíl Lazarév, heimskautakönnuði og Karl Ber, líffræðing, var litið á það sem kraftaverk á Vesturlöndum, þar sem menn höfðu vanist því að líta á Rússland sem land er upplýsingarstefnan hefði verla snert. Nú hafði allt í einu kviknað þar menningarblossi sem lýsti upp heilan hóp af vísindamönnum og einnig bókmenntasniilingum: Alexander Púskín, Nikolaj Gogol, Lév Tolstoj og Fjodor Dostojévskí. Albert Einstein sagði að sem vísindamaður ætti hann Dostojevskí mest að þakka. Og það var reyndar Dostojévskí sem fyrstur notaði orðið „spútnik“ sem síðar varð að aiþjóðlegu orði á geimferðaöld... En þarna var reyndar ekkert kraftaverk á ferð. Á Vesturlöndum höfðu margir gleymt að heill hópur af rússneskum upplýsingarmönnum hafði plægt akur rússneskrar menningar fyrir hina nýju öld. Fremstur í þeim flokki var Mikhafl Lomonosov. Eitt fyrsta nákvæma og vísindalega kortið sem gert var af Norðurheimskautssvæðinu. Það er verk Lomonosovs. hann að forðast léttúðugan fél- agsskap og kaus heldur að eyða tímanum í bókalestur. Hann varð hrifinn af laglegri 18 ára stúlku, Elísabetu Zilch. Og skyldi það ekki hafa verið henn- ar vegna sem hann „kom ekki upp orði fyrir sorg og gráti“ einsog sjónarvottur orðaði það, þegar hann hélt til framhalds- náms í Freiburg? í Freiburg lagði Lomonosov stund á efnafræði og málmfræði. Hann var fljótur að tileinka sér námsefnið en þoldi ekki ráðríki kennara síns. Auk þess saknaði hann sinnar heittelskuðu, og lagði því af stað fótgangandi og peningalaus til Marburg, þangað sem hann kom öllum að óvör- um. Þar gekk þann að eiga Elísabetu sína og dvaldist um kyrrt hjá henni og foreldrum hennar í nokkra mánuði. Síðan fór hann til Rússlands að ganga frá málum sínum og skildi eig- inkonuna eftir í foreldrahúsum á meðan. í nágrenni Dusseldorf lenti Lomonosov í höndum manna sem voru að safna nýlið- um í Prússaher. Hann var helltur fullur á knæpu og síðan fluttur í böndum til Vezel-kastala. Dauðarefsinsg lá við flóttatil- raun. En hann tók áhættuna: um nóttina stökk hann út um glugga varðklefans og niður af kastalaveggnum, synti yfir síkið og flúði síðan eftir skógarstígum og þverbrautum og fór huldu höfði í nokkra daga. Hann lenti einnig í ævintýrum í Pétursborg, en þangað kom hann 1742. Einu sinni réðust á hann þrír ræningjar. Hann lét sér hvergi bregða rotaði einn þeirra með hnefahöggi, nefbraut annan og neyddi þann þriðja til að fara úr yfirhöfninni sem hann hafði á brott með sér sem herfang. Ekki hjálpuðu þó kraftarnir, snarræðið og hugrekkið í öllum þeim kröggum sem biðu hans í Pétursborg. Pétur mikli hafði á sínum tíma fengið marga er- lenda sérfræðinga til Rússlands. En þeir voru ekki allir verðugir sinna akademísku titla, og sumir höfðu með tímanum orðið sér úti um ættingja og vini sem áttu lítið erindi í vísindaheiminn en voru því duglegri að vefa klækja- vefi og koma sér vel við höfð- ingjana. Þannig var andrúms- loftið í Rússnesku vísindaak- ademíunni á þessum tíma. Lomonosov missti ósjaldan þolinmæðina í samskiptum við þessa menn, og gekk berserks- gang. Hann þoldi ekki sjálfsá- nægða, hæfileikasnauða menn. Ákaflyndið kom honum í koll, óvinir hans notfærðu sér það út í æsar. En hvað var til ráða þegar gífurlegir andlegir og lík- amlegir kraftar hans bættust ofan á gríðarlegt skap og ódrep- andi sannleiks- og réttlætis- kennd? Staðfesting þjóðlegrar sjálfsvitundar Allir ævisöguritarar Lomonos- ovs eru sammála um að fram að þrítugsaldri hafi hann drukkið í sig og náð valdi á fornum og nýjum menningararfi Evrópu. Síðan kom tímabil ákafrar sköpunar, bókmenntalegrar og vísindalegrar. Hann lét einnig til sín taka í félagsmálum. Lom- onosov átti ríkan þátt í sköpun og þróun rússneskrar þjóðern- iskenndar og auðgaði rússneska menningu með kynningu á verk- um vestur-evrópskra vísinda- manna, heimspekinga, upplýs- ingamanna og rithöfunda. En fyrst þurfti hann að þróa mál og stíl fyrir rússnesk vísinda- og heimspekirit. Akademían lagði til að hann semdi kennslu- bók í mælskulist á latínu, enda Sjómannssonurinn fróðleiks- fúsi. Lágmynd á minnismerki um Lomonosov í Leningrad. hafði hann þá þegar samið nokk- ur rit á því máli. En Lomonosov samdi kennslubókina á rúss- nesku. Það gerði honum mjög erfitt fyrir. Hann varð að þýða fjölmarga kafla úr ritum hugs- uða frá mörgum löndum sem uppi voru á ýmsum tímum. Árangurinn varð í raun fyrsta rússneska safnritið um heims- bókmenntir og heimspeki (og þýðingarnar voru frábærar). I Akademíunni bjuggust menn ekki við að bókin fyndi sinn lesendahóp. Gefin var út skipun um að prenta hana til þess að prentararnir „ynnu fyrir kaupi sínu“ en sætu ekki aðgerðarlaus- ir. „Mælskulist" Lomonosovs fékk samt sem áður mikla viður- kenningu og kom út í þremur útgáfum. Níu árum eftir að „Mælsku- list“ kom út, eða 1757, birtist „Rússnesk málfræði“ eftir Lom- onosov. í henni var lagður grunnur að ritmáli sem fullnægði kröfum tímans. Hann skapaði einnig nýjan bókmenntastíl í skáldverkum sínum. Púskín mat stíl Lomonosovs mikils, sagði að hann væri „jafn, blómstrandi, litríkur“, og líklega varð Púskín fyrstur til að skilgreina hlutverk þessa mikla rússneska vísinda- manns í mótun þjóðernisvitund- ar landsmanna þegar hann sagði: „hann varfyrsti háskólinn okkar“. Vísindamaðurinn mikli „Lomonosov sameinaði óvenjulegan viljastyrk og

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.