Tíminn - 23.11.1986, Síða 14

Tíminn - 23.11.1986, Síða 14
14 Tíminn Súnnudagur 23. nóvember 1986 EB Polanski slær í gegn áný - hin rándýra mynd hans „Sjóræningj- arnir“ virðist ætla að vekja feikna athygli Ævi hans er eins og besta spennukvikmynd. Hann er fæddur 1933 í Póllandi og mátti litlu muna að hann yrði drepinn af þýska hernámsliðinu í stríðinu, en þá hafðist hann við í gettóinu í Kraká. Þá varð hann fyrir árás morðingja meðan svartamarkaðsbraskið geisaði sem ákafast og enn 1969 fór hnífur morðingjans nærri honum: Ofstækisklíka myrti konu hans, Sharon Tate, í Hollywood. Árið 1977, þegar hann vann að kvikmyndaupptökum í Hollywood var honum stungið I tugthús í 42 daga, þar sem 13 ára stúlka hafði kært hann fyrir ósiðlegt samneyti við sig. Hann er kunnur af myndum á borð við „Hnífurinn í vatninu,“ „Þegar Katelbach kemur“ og „Dans blóðsugunnar“ og telst meðal allra fremstu leikstjóra í Evrópu. Nú er hann aftur tekinn til starfa eftir sjö ára hvfld og hefur lokið við gerð kvikmyndarinnar „Sjóræningjarnir“, þar sem Walter Matthau fer með aðalhlutverkið. Hér má segja að verið sé að gera gaman að gömlum og góðum ævintýrasögum á borð við „Skytturnar þrjár“ og annað í þeim dúr, en vart er gamanið jafn græskulaust. Hér fer á eftir viðtal blaðamanna þýska blaðsins Stern við leikstjórann, en það var tekið í París fyrir skömmu. O Æ. Æ.erra Polanski. Eftir erf- iðleika við að koma „Tess“ á framfæri 1979 munt þú hafa strengt þess heit að snerta ekki við kvikmyndagerð meir. En nú kemur þú fram með myndina „Sjóræningjarnir.“ Sv: „Sjóræningjana“ ætlaði ég að kvikmynda þegar fyrir tíu árum. Þegar framleiðandi minn hvatti mig nú til þess að dusta rykið af þeim áformum þá hikaði ég ekki eitt andartak. Sp: Hvers vegna vakti þetta verk áhuga þinn? Sv: Mér leist vel á handritið og andrúmsloftið í sögunni. Ég kunni vel við rauða kuflinn hans Rauðs skipistjóra. Sp: Og trélöppina? Sv: Já, og trélöppjna. Þetta tengist allt ást minni í æsku á kvikmyndunum. Eftir stríðið sá ég fyrstu amerísku kvikmynd- irnar í Kraká, myndir eins og Hróa hött og fleiri. Þá varð mér Ijóst hvað hægt er að gera með kvikmyndinni, þegar maður ger- ir ekki annað en sitja á tréstól og horfa á þessa flöktandi skugga á tjaldinu. Maður féll alveg í stafi. Én hvað „Sjóræningjana“ varðar, þá getur vel verið að áhorfendur verði fyrir vonbrigð- um með þá, að þeir leiti að einhverri dýpri merkingu, sem ég hef aidrei ætlað mér að leynd- ist í myndinni. Sp: Hvernig er það svo að sjá eigin æskudrauma á tjaldinu? Sv: Það er tómlegt. Þegar maður er búinn að ljúka verkinu og horfa yfir það er allt gamanið búið. Því miður. Löngu síðar gctur það þó gerst að maöur fari að hafa gaman af eigin myndum. Oftast er mér það þó hálfgerð raun. Ég vil alltaf vera að breyta einhverju sem mér þá finnst barnalegt og vildi hafa öðru vísi. Eina myndin sem þetta á ekki við um er „Dans blóðsugunnar.“ Þar er tónninn sá rétti. Myndin er létt og skemmtileg og minnir mig á mjög skemmtilegt skeið á ævi minni. En samt er þetta áreiðanlega ekki besta mynd mín. Sp: Hverja telur þú besta? Sv: „Þegar Katelbach kemur." Þar hefur mér tekist að ná mestu út úr kvikmyndinni sem miðli. Sp: Hverjar af myndum þín- um mundir þú líta á sem „mála- rniðlun," þ.e. myndir þar sem þú hefur ekki komið nema hluta af hugmyndum þínum til skila? Sv: Það verður stöðugt að gera málamiðlanir. Höfuðbar- áttumál leikstjórans er þó að hafa þær sem allra fæstar og láta þær ekki breyta endanlegu út- komunni. Sp: Jean Luc Godard hefur sagt að kvikmyndagerðarlist sé sú list að kría út peninga. Sv: Það er rétt. Hárrétt. Nú á dögum eru hæfileikarnir ekki nema tíu prósent, en viðskipta- mennskan níutíu prósent. Þetta er eilíf barátta. Þú gengur með hugmynd í kollinum og vilt að aðrir fái að sjá hana, en til þess þarftu skara af fólki og einhvern sem borgar þessu fólki kaup. Allt er þetta lið þér fjandsamlegt á einn eða annan hátt og versti óvinurinn er sá sem borgar. Sp: Þú hefur kallað leikara óþolandi toppidjóta og samsafn af apaköttum. Sv: Já, og ætli þeir séu það, eða hvað? Reynið að gefa þeim banana og sjáið hve þeim smakkast þeir vel. En ef satt skal segja þá hef ég hitt gáfaða leikara, þótt ekki séu þeir margir. En óþolandi eru þeir. Vegna starfs síns komast þeir í þá aðstöðu að eftir nokkurra mánaða vinnu við kvikmyndun- ina geta þeir kúgað mann, eins og þeim sýnist. Sp: í hverju birtist þetta? Sv: Þeir fara að gera sig erfiða, henda hlutum frá sér, koma of seint og reyna almennt að sýna vald sitt. Svo er það hitt að þeir leika margar stundir á dag, stundum of margar og það verð- ur til þess að þeir fara að verða annað en þeir eru. Þetta hefur áhrif á kollinn á þeim. Sp: Hvernig þá? Sv: Við skulum segja að þú Sért mánuðum saman njósnari í ókunnu landi og látist vera halt- ur allan tímann. Eftir að heim kemur er eins víst að þú haldir áfram að haltra, eða gerir það að minnsta kosti í huganum. Já, þetta er hættuleg atvinna. Ég kynntist þessu sjálfur, þegar ég var leikari í París og Varsjá og lék þar tvær stundir á dag í Amadeus. Sp: Er þetta ástæða þess að þú vilt helst fá byrjendur til þess að leika í myndum þínum? Sv: Ég vil gjarna vinna með þeim, því þeir eru svo hrifnæm- ir, ferskir og óspilltir. Takist vel til er líka gaman að sjá hvernig sérhver af þeim breytist. Ef til vill ætti ég að eignast börn. Sp: Hefur þú það í hyggju? Sv: Já. Ég gæti hugsað mér að eignast að minnsta kosti eitt, - stúlku. Sp: Sem barn kynntist þú óttalegum hlutum, þegar Þjóð- verjar hersátu Pólland. Hefur þér dottið í hug að gera kvik- mynd um þessa reynslu? Sv: Þegar ég geri kvikmyndir styðst ég óneitanlega alltaf við Walter Matthau er aðalleikarinn í mynd Polanski „Sjóræningjun- um“. einhverja reynslu. En sjálfsæfi- sögulega mynd? - nei, það vil ég ekki gera. Myndir mínar eru byggðar á hugarflugi, vísvitandi lygum. í ævisögum verða menn að halda sig við bláberar stað- reyndir. Það á ekki við í “show- business.“ Sp: Skil ég þig rétt. Lítur þú á verk þitt sem „showbusiness"? Sv: Það er rétt. Kvimyndir eru „showbusiness.“ Maður er að segja þarna sögu, ekki satt? Sp: En ef till vill svolítið meira. Varla er það nein tilviljun að oft eru olnbogabörn heimsins aðalatriðið í myndum þínum? Sv: Það er vegna þess að ég hef gaman af því viðfangsefni. Sp: Er þetta efni kannske einkennandi fyrir þig? Á sinn hátt varst þú sjálfur olnboga- barn, að minnsta kosti varstu öllum ókunnur, þegar þú fyrst komst til Bandaríkjanna og Frakklands. Sv: Það er erfitt að segja um hvort það að ég nota olnboga- börnin svo mikið eigi sér rætur í því að ég var sjálfur einskonar olnbogabarn. Þið blaðamenn viljið gjarna skilgreina mig eða láta mig sjálfan fara að skil- greina mig. En ég hef ekki minnsta áhuga á því. Hvers vegna hcf ég mætur á eggjaköku með sveppum? Nú, aðeins vegna þess að mér finnst hún góð... Sp: 1 æfisögu þinni segir þú að mættir þú lifa á ný vildir þú fremur verða leikari en leik- stjóri. Hvers vegna? Sv: Ég hef mætur á stöðu leikarans, þessum umsvifalausu viðbrögðum sem hann fær frá áhorfendum. Þegar ég er að gera kvikmynd dettur mér stundum í hug að það væri gott að mega vinna ótruflaður að sínu verki, án þess að vera sítruflaður af vandamálum og deilum. Ég held að sem leikari byðust mér fleiri færi á að gera það sem ég vil. Sp: Þú hefur orðið fyrir mörg- um áföllum um dagana. Er eitthvað það enn til sem gæti komið út á þér tárunum? Sv: Það er enginn vandi að höfða til tilfinningaseminnar hjá mér. Ég hrífst af Slökkviliðs- hljómsveitinni, af lúðrasveitum. Og af alls konar afrekum. Þegar ég heyri um listamann, sem hefur orðið að berjast hart fyrir sínu og nær loks árangri, þá verð ég ákaflega snortinn. Sp: Þú ert orðinn 53ja ára. Líður þér betur nú en þegar þú varst þrítugur? Sv: Já, mér líður betur. Verst var að vera fertugur. Að vera um fertugt er óskemmtilegur aldur. Ef til vill tengist það því að þá hugsa menn um það sem þeir ætluðu að koma í verk og hvað sé í vændum. Þú lítur í spegilinn og telur þig sjá að einhverjar grundvallarbreyting- ar séu að gerast, líkt og þegar Dorian Gray var að rotna í sundur í sögu Wildes. Samt skeður ekkert. En það er ekki gaman að hugsa til þess að maður sé að nálgast grafarbakk- ann og horfa á rúmið, þar sem líklegt er að maður deyi. Ég vil eki deyja í rúminu, heldur fara eins og leikarinn Coluche. Sp: Hann dó í mótorhjóla- slysi. Sv: Auðvitað var það skelfi- legt. En þegar ég fór að hugsa málið datt mér í hug hve glæsi- lega hann kvaddi. Hann var á hátindi ferils síns umlukinn hópi vina sinna, - og skyndilega er allt búið. Sp: En finnst þér ekki of snemmt að deyja fertugur? Sv: Jú, það er sorglegt og enn sorglegra fyrir okkur en hann. En ég held því fram að dauðinn sé ekkert skelfilegur. En það að deyja finnst mér skelfilegt. Ég gæti dáið af skelfingu við hugs- unina um það að deyja. Sp: En nú dó faðir þinn úr krabba fyrir skemmstu... Sv: Já, og ég var ekki vanur dauða af því tagi. Ég hef séð menn deyja voveiflega, en það var ekki fyrr en ég sá föður minn

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.