Tíminn - 11.12.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn
BRUSSEL — George
Shultz utanríkisráðherra
Bandaríkjanna sagðist hafa
sannfært ráðherra Vestur-Evr-
ópuríkja um að vopnasala
stjórnar sinnar til írans væri
ekki efni f annað Watergatem-
ál og myndi ekki hafa áhrif á
stefnu hennar.
JERÚSALEM - Andófið
gegn ísraelskum yfirráðum
færðist frá Vesturbakkanum
yfir á Gazasvæðið. Þar skutu
ísraelskir hermenn sextán ára
stúlku í handlegginn og höfðu
áður sært palestínskan
ungling.
MANILA — Vopnahléið milli
skæruliða kommúnista og hers
stjórnar Corazonar Aquino
forseta tók gildi en það á að
standa í sextíu daga. Ekki
gekk þó allt áfallalaust fyrir sig
og t.d. var einn liðsmanna
skæruliða skotinn til bana í
bænum Davao er hann ásamt
öðrum kommúnistum gekk
fylktu liði um stræti bæjarins.
MAGHDOUSHEH, Líb-
anon — Skæruliðar Palest-
ínumanna hófu að færa sig í
burt frá Maghdousheh, hern-
aðarlega mikilvægum bæ í
Suður-Líbanon. Þetta voru
fyrstu merki um að tilraunir
Irana og Líbýumanna til að
koma á vopnahléi milli Palest-
ínumanna og múslima úr hópi.
shíta væru að bera árangur.
Þessar tvær fylkingar hafa bar-
ist hatrammlega siðustu tíu
vikurnar í kringum flóttamann-
abúðir við Beirút og í Suður-
Líbanon.
TEGUCIGALPA — Herir
stjórnar Sandinista í Nicarag-
ua, sem fóru inn í Hondúras til
að berjast við Contra skærulið-
ana sem Bandaríkjastjórn
styður, hafa snúið aftur til síns
heima eftir loftárásir Hondúr-
asmanna á stöðvar þeirra um
síðustu helgi. Þetta var haft
eftir talsmanni Hondúras-
stjórnar.
PARÍS — Verðbólga í helstu
kaptíalísku ríkjum heims var
lægri í októbermánuði en
nokkurn tímann síðustu tut-
tugu og tvö árin. Þetta kom
fram á fundi samtaka um efna-
hagslega þróun og sam-
vinnu(OECD).
LUSAKA - Allt var með
kyrrum kjörum í Zambíu í gær
eftir óeirðir síðustu daga þar
sem að minnsta kosti þrjár
manneskjur létu lífið. Ólætin
brutust út í kjölfar mikilla hækk-
ana á matvöru.
Fimmtudagur 11. desember 1986
HHIIillHIIIIII útlönd ' :s]IIHIHIIIII!llllllllllllllllilllllllli;;|.:.. ... ■■j'iillllllllllllillillll!;;: - ,,'!!!'i::il!ill!llllllllllllllli;. :,:!:i!!llllllllllllllllllll
Bretland:
Kjarnorkulaus Kinnock
kynnir varnarmálastefnu
Eru breskir kjósendur fylgjandi kjarnorkuvörnum?
Lundúnir - Reuter
Verkamannaflokkurinn í Bret-
landi skýrði formlega í gær frá stefnu
sinni í varnarmálum þar sem kveðið
er á um kjarnorkulausar varnir.
Flokkurinn neitaði að stefna sín
myndi veikja Atlantshafsbandalagið
(NATO).
Öruggt má telja að varnarmála-
stefna Verkamannaflokksins muni
verða eitt helsta málið í komandi
kosningum.
Neil Kinnock leiðtogi Verka-
mannaflokksins sakaði reyndar
stjórn íhaldsflokksins um að veikja
NATO með því að draga úr hefð-
bundnum hernaðarmætti með því
að kaupa ný og dýr kjarnorkuvopn:
„Valið er á milli raunverulegra varna
og yfirborðsmennsku í formi kjarn-
orkuvopna," sagði formaðurinn.
Kinnock neitaði því á
blaðamannafundi að stefna flokksins
að láta eyðileggja öll Polariskjarn-
orkuvopn, fresta nýjum 14 milljarða
dollara samningi við Bandaríkja-
menn um uppsetningu nýrra Trident
kjarnorkuflauga og loka öllum
kjarnorkustöðvum Bandaríkja-
manna í landinu myndi veikja
NATO.
„Verkamannaflokkurinn trúir því
að varnarmálastefna sín muni, sér-
staklega ef svipaðar ákvarðanir eru
teknar í öðrum ríkjum, auka hefð-
bundinn hernaðarmátt NATO í
Evrópu og koma í veg fyrir hernað-
arlegar árásir“, sagði talsmaður
flokksins í utanríkismálum, Denis
Healey.
Stefna Verkamannaflokksins hef-
ur verið harðlega gagnrýnd af ríkj-
andi valdhöfum f Bretlandi og af
mörgum erlendum áhrifamönnum
t.d. Caspar Weinberger varnarmála-
ráðherra Bandaríkjanna.
Stefnan virðist líka ekki eiga upp
á pallborðið hjá breskum almenn-
ingi, a.m.k. um þessar mundir.
Kosningar verða að líkindum haldn-
ar á næsta ári og samkvæmt nýjustu
skoðanakönnunum segist nærri einn
þriðji hluti kjósenda ekki ætla að
krossa við Kinnock og félaga á næsta
ári vegna andstöðu þeirra við kjarn-
orkuvarnir.
Níutíu börn deyja
á hverjum klukkutíma
Dhaka-Keuter
Kinnock er á móti kjarnorkuvopnum en kjósendur eru hinsvegar nokkuð
kjarnorkusinnaðir um þessar mundir
Dhaka-Reuter
Rúmlega átta hundruð þúsund
börn í Bangladesh deyja árlega af
siúkdómum og næringarskorti.
Astæðuna má fyrst og fremst rekja
til mjög bágborins efnahagsástands.
Þetta var haft eftir háttsettum emb-
ættismanni í landinu í gær.
Anwarul Karim Chowdhury, rit-
Leiðtogi franskra þjóðernissinna:
Hugar að heimsókn
til arabaríkjanna
París-Reuter
Jean-Marie Le Pen, leiðtogi
franskra þjóðernissinna sem komist
hefur til áhrifa vegna áróðurs um að
arabískum og afrískum innflytjend-
um verði vísað burt frá Frakklandi,
segist vonast til að geta heimsótt
arabaríki við Persaflóa innan tíðar.
Þetta kom fram í viðtali sem
saudi-arabíska vikublaðið Al-Ma-
jalla átti við leiðtoga frönsku Þjóð-
ernsfylkingarinnar nú nýlega. Le
Pen sagðist þar hafa hug á að ferðast
til ríkja við Persaflóann með
flokksfélaga sínum og Evrópuráð-
sþingmanninum Michel de Camaret
sem hefur góð sambönd við áhrifa-
menn í þessum ríkjum.
Le Pen, sem ætlar að bjóða sig
fram til forseta í kosningunum árið
1988, hefur að undanförnu verið að
auka víðsýni sína og heimsótt nokk-
ur lönd í þeim tilgangi þ.á.m. Fil-
ippseyjar, Grikkland og Japan.
í viðtalinu við Al-Majalla gagn-
rýndi þessi fyrrum fallhlífarhermað-
ur stefnu frönsku stjórnarinnar í
málefnum Mið-Aust,urlanda. Sagði
hann Frakklandsstjórn halda uppi
samskiptum við „öfgasinnuð araba-
ríki“ á kostnað samskipta við hóf-
samari stjórnir á þessu svæði.
Le Pen taldi nauðsynlegt fyrir ríki
Evrópu að efla samskiptin við ríki
við sunnanvert Miðjarðarhafið til að
sporna við áhrifum stórveldanna
tveggja. Vildi hann að Frakkar
leiddu áðurnefnd samskipti.
Þjóðernisfylking Le Pens vann 35
sæti í þingkosingunum í Frakklandi
í mars og var eitt helsta stefnumál
fylkingarinnar þá að dregið skyldi
stórlega úr innflytjendastraumi frá
Norður-Afríku.
ari utanríkisráðuneytisins, kallaði
barnadauðann í landinu „hið þögla
neyðarástand“ og sagði við frétta-
menn að níutíu börn létu Iífið á
hverri klukkustund, aðallega af
völdum stífkrampa, mislinga, niður-
gangssýki og næringarskorts.
Anthony Kennedy, fulltrúi Barna-
hjálpar SÞ í Bangladesh, sagði sam-
tök sín nú fjármagna þriggja ára
áætlun þar sem gert er ráð fyrir
bólusetningu fjögurra milljóna
barna.
Samkvæmt tölum frá stjórnvöld-
um er um það bil 48 milljónir af þeim
100 milljónum manna sem Bangla-
desh byggja undirfimmtán ára aldri.
Le Pen leiðtogi franskra þjóðernissinna vill verða næsti forseti Frakklands og
ferðast nú víða til að kynnast siðum, háttum og skoðunum annarra
þjóða. Svo virðist sem kappinn sé eitthvað að mildast í skoðanaflutningi sínum
ef marka má nýlegt viðtal.
Pólland:
NAKINN
PÖNKARI
TEKINN
ísAn
Varsjá - Reuter
Helsta punkhljómsveit Pól-
verja, Lady Pank, sem bannað
var að koma fram eftir að aðal-
söngvari hennar klæddi sig úr
öllum fötunum á barnahljómleik-
um mun verða leyft að spila að
nýju í næsta mánuði. Það var
blaðið Zycie Warszawy sem
skýrði frá þessu í gær.
Söngvarinn Jan Borysewicz var
dæmdur í þriggja mánaða fang-
elsi eftir að hann afklæddist fyrir
framan fimmtán þúsund börn og
foreldra þeirra á hljómleikum í
borginni Wroclaw þann 1. júní á
þessu ári. Að sögn blaðsins fær
Borysewicz að kyrja aftur með
grúppunni.
Lady Pank er víðfrægasta
punkhljómsveitin í Póllandi og
hefur ferðast víða til hljómleika-
ferða og má nefna bæði Sovétrík-
inogBandaríkin íþví sambandi.