Tíminn - 11.12.1986, Blaðsíða 14

Tíminn - 11.12.1986, Blaðsíða 14
14 Tíminn Fimmtudagur 11. desember 1986 UMSAGNIR lillllllll illllillll PLONTUHANDBÓKIN Ný litmyndabók um íslenskar plöntur höfundur Hördur Kristinsson grasafræðingur. Bókaútgáfan öm og örlygur 1986. Á námsárum undirritaðs var Flóra íslands eftir Stefán Stefánsson „bibl- ía“ þeirra sem þekkja vildu íslenskar blómplöntur og byrkninga. Hafði svo verið allt frá aldamótum. Margar teiknaðar svarthvítar myndir voru í bókinni en enginn kostur var þá á litmyndum Næst bættust við bækur Áskels Löve: Islenskar jurtir og Fcrðaflóra. í ferðaflórunni voru miklu fleiri myndir, þ.e. af öllum tegundum bókarinnar. í bæði Stef- áns og Áskels flórum er tegundum raðað eftir skyldleika. Svo urðu þáttaskil, litmyndir komu til sögunnar. Fyrst kom bók Ágústs H. Bjarnasonar: íslenskflóra með litmyndum. Gömlu greiningar- lyklarnir látnir lönd og leið, en í stað skyldleikaeinkenna var nú aðallega farið eftir lit blómanna, og tegund- um skipt í flokka samkvæmt því. Hinar teiknuðu litmyndir í bók Ágústs eru góðar og olli þetta bylt- ingu í aðferðum við greiningu og gerði byrjendum mun léttara að þekkja tegundir. Víkjum nú að hinni nýju bók - Plöntuhandbók Harðar Kristinssun- ar. Þetta er mikið rit, 304 blaðsíður með 382 litmy ndum af 365 tegundum plantna (blómplantna og byrkn- inga). Þetta er fyrsta bókin sem birtir Ijósmyndir í litum af megin- þorra íslensku flórunnar. Allra ann- arra villtra íslenskra jurta er getið í bókinni, þótt myndir vanti. Mynd- irnar eru teknar í eðlilegu umhverfi á vaxtarstöðum tegundanna. Þetta er einnig fyrsta bókin sem sýnir með litprentuðu korti fyrir hverja tegund hvar á landinu hún vex. Bókin er samin fyrir þá sem vilja læra að þekkja íslenskar plöntur án þess að hafa mjög mikið fyrir því - fletta myndum og finna þannig teg- undir. Auk litmyndanna eru ítarleg- ar plöntulýsingar og skýringateikn- ingar af ýmsuni plöntuhlutum, sem einkenna tegundir. Teikningarnar gerði Sigurður Valur Sigurðsson. Flestar litljósmyndirnar hefur Hörð- ur sjálfur tekið, en nokkrar eru fengnar að láni. Fræðslumyndasafn ríkisins hefur áður gefið út talsvert safn af litskyggnum eftir Hörð. Fremst í bókinni eru leiðbeiningar um notkun hennar og fræðiorða- skýringar. Hlutum jurtar, þ.e. rót, stöngli, blöðum og blómi jurtar lýst. Er byrjendum hollt að kynna sér þá kafla fyrst, það léttir mjög notkun bókarinnar. Þegar farið er að fletta bókinni kemur í ljós að í hverri opnu eru plöntulýsingar á fyrri blaðsíðunni, en litmyndir tegundanna á hinni síðari. Á útbreiðslukortunum eru vaxtarsvæðin með rauðum lit. Auð- vitað vaxa tegundir mjög misþétt á vaxtarsvæðunum, sumar nær alls- staðar, en aðrar aðeins á strjálingi. Flestar litmyndirnar eru mjög góðar, skýrar og eðlilegar. En vitan- lega má eitthvað að öllu finna. Sumar smávaxnar tegundir verða óeðlilega stórar að sjá á myndunum. Sömuleiðis blóm fáeinna tegunda. Myndavélin hefur verið svo nærri til að fá skýrt fram viss atriði. Af mjög stórvöxnum tegundum þyrfti helst tvær myndir, það er yfirlitsmynd og hina tekna nær af þeim plöntuhlut- um sem mestu máli skiptir að sýna nákvæmlega. Má ncfna tré og runna og raunar einnig ýmsar starir og grös. Á bls. 25 er cinfaldur, mynd- skreyttur lykill, seni sýnir eftir hvaða einkennum plöntunum er raðað. Þeim sem vilja fá ítarlegri upplýsing- ar um breytileika og afbrigði ein- staka tegunda og um skyldleika þeirra, greiningu í ættir o.s.frv., skal bent á Flóru íslands eftir Stefán Stefánsson og Ferðaflóru eftir Áskel Löve. Hörður mun hafa unnið að bók þessari ein fimm ár í hjáverkum, en hann er nú prófessor við Háskóla íslands. Vann við Náttúrugripasafn- ið á Akureyri 1970-1977, enda er hann Norðlendingur, fæddur og uppalinn á nýbýlinu Arnarhóli í Kaupangssveit í Eyjafirði. Hann nam líffræði í Þýskalandi og lauk þar doktorsprófi. Var síðan nokkur ár við nám og rannsóknir við Duke háskóla í Bandaríkjunum. Mikill fengur er að Plöntuhand- bók Harðar. Hefur þurft mikinn áhuga, elju og nákvæmni til að undirbúa og semja hana. Hafi hann þökk fyrir verkið. Ingólfur Davíðsson Fimmtánda bindi vinsæls bókaflokks Aldnir hafa oröið. Frásagnir og fróöleikur 15. bindi. Frlingur Davíðsson skráöi. Skjaldborg 1986. 350 bls. Sögumenn Erlings Davíðssonar í þessu fimmtánda bindi bókaflokks- ins Aldnir hafa orðið, eru sjö: Elín Stefánsdóttir húsfreyja og ljósmóð- ir, Miðfelli 5 í Hreppum, Finnlaugur Pétur Snorrason frá Syðri-Bægisá í Öxnadal, Helga Gunnarsdóttir á Akureyri, Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur, Jóhann Árnason í Rammagerðinni á Akureyri, Sigurð- ur Elíasson iðnrekandi í Kópavogi og Þórarinn Vigfússon skipstjóri á Húsavík. Eins og sjá má af þessari upptaln- ingu sækir Erlingur sem fyrr viðmæl- endur í ýmsar stéttir samfélagsins. Af því leiðir að frásagnirnar í bók- inni verða fjölbreytilegar og skemmtilegar, enda hafa sögumenn lifað margbreytilegu lífi og víða komið við. Kunna þeir allir frá mörgu að segja og svipar engum tveim frásögnum saman, þótt sami maður skrái þær allar. Segir það sitt um hæfni skrásetjarans. Ekki ætla ég mér þá dul að reyna að meta hver frásagnanna í bókinni sé best, eða hvort ein sé betri en önnur. Sjálfum fannst mér þó for- vitnilegast að lesa viðtalið langa við Indriða G. Þorsteinsson rithöfund. Indriði fer þar víða á kostum og lesendur Tímans hygg ég að muni hafa gaman af að lesa frásögn hans af kynnum sínum við formenn Fram- sóknarflokksins og af störfum sínum á Tímanum. Önnur frásögn, sem undirritaður hafði einkar gaman af að lesa er sú, sem skráð er eftir Jóhanni Árnasyni í Rammagerðinni á Akureyri, en hann hefur margt reynt og mörgum kynnst. Varla þarf að hafa mörg orð um gildi bókanna í þessum flokki, enda hafa þær orðið flestum öðrum bók- um vinsælli á undanförum árum. í þeim er mikill fróðleikur saman kominn, ágætlega skráður og þótt sögumenn séu úr mörgum stéttum, hygg ég að hæst beri jafnan frásagnir af daglegu lífi. Þær eru orðnar giska margar í bókunum fimmtán og óvíst að annars staðar sé að finna á prenti jafnmikinn fróðleik um daglegt amstur fólks á þessari öld. Jón Þ. Þór. TÓNLIST HJARTANS MÁL m mál Sóímn <)!> Bcrgþor syngja sigild log unt gledina, sokjHiúiim oji astina „Hjartans mál“ heitir nýútkomin hjómplata þar sem Sólrún Braga- dóttir og Bergþór Pálsson syngja sígild lög um gleðina, söknuðinn og ástina, við undirleik Jónasar Ingi- mundarsonar. Halldór Víkingsson sá um upptöku, en „Tape One“ og „Alfa“ um aðrar tæknihliðar. Sólrún og Bergþór eru við það að Ijúka námi í sönglist vestur í Banda- ríkjunum, og er námsferill þeirra sagður hafa verið glæsilegur - fréttir herma raunar, að Sólrún sé „komin á samning" til tveggja ára við óperuhús í Kaiserslauten í Þýska- landi. Á umslagi plötunnar segir Halldór Hansen m.a. um hið unga söngfólk að þau séu enn svo ung að árum, að blómi lífsins sé framundan; þó hafi þau náð undraverðum ár- angri á sviði sönglistarinnar, árangri sem veki vonir um glæsta framtíð - sem er ekkert smáræði frá slíkum kunnáttumanni sem Halldór er. Á plötunni syngja þau Sólrún og Bergþór, ýmist hvort í sínu lagi eða saman, 14 söngva, sem nær allir eru alþekktir og vinsælir, mestmegnis lög úr óperettum og söngleikjum - Lehár, Óffenbach, Kern (Ol’ Man Rivero.fl.l. Gershwin, svoeinhverj- ir alþekktir séu nefndir. Einnig eru þarna minna þekkt, en ennþá skemmtilegri lög eftir Kurt Weill, Poulenc og Eric Satie. í stuttu máli afar skemmtileg og geðþekk plata. Sólrún Bragadóttir hefur létta og fallega sópranrödd, sem a.m.k. á þessari plötu ber helst með sér æskulega eiginleika eins og gleði eða trega. Þarna eru ekki lög sem kalla á dramatísk tilþrif, kannski á Lotta Lenya eða aðrar þýskar söngkonur af hennar skóla þátt í því að mér finnst Sólrún syngja „Júkaí“ eftir Weill of fallega. Jafnframt er það ekki Bergþóri að kenna þótt maður hafi heyrt Paul Robeson syngja „Ol’ Man River" og Louis Armstrong „Bess, you is my woman now“ - Bergþór syngur þetta mjög vel og verður fróðlegt að heyra hinn unga barítón takast á við veigameiri verk- efni. Á plötu þessari ber það til tíðinda, auk þess sem söngur þeirra Sólrúnar og Bergþórs heyrist í fyrsta sinn á hljómplötu við ágætan píanóleik Jónasar Ingimundarsonar, að Páll Bergþórsson veðurfræðingur sýnir sig að vera fiman textaþýðanda og söngvaskáld: hann þýðir eða frum- semur (?) langflesta textana sem allir fylgja með á íslensku. Útgefandi er Örn og Örlygur (ÖÖ7), en það fyrirtæki er 20 ára um þessar mundir, og er vel til plötunnar vandað í hvívetna. Auk þess að vera falleg og hrífandi hljómplata, sem áður sagði, verður „Hjartans mál“ 1 væntanlega þegar fram líða stundir 1 merkileg heimild um þroskasögu þessa mjög svo efnilega söngfólks. Sig. St. BÆKUR é Nýr og áhugaverður höf- undur kveður sér hljóðs NÍU lyklar eftir Ólaf Jóhann Ólafsson Níu lyklar heitir smásagnasafn, sem Vaka-Helgafell hefur gefið út eftir ungan höfund, Olaf Jóhann Ólafsson. Smásögur Ólafs Jóhanns eru ljósar og lifandi, bera skarpskyggni höfundarins glöggt vitni og munu teljast umtalsvert framlag til íslenskrar bókmenntaiðju. Þetta er fyrsta bók höfundarins en hér er enginn byrjendabragur á sagnagerð, þvert á móti bera sögumar vott um öguð vinnubrögð, látlausa en listræna framsetningu. Ólafur Jóhann Ólafsson er 24 ára Reykvíkingur. Hann hefur til þessa lagt megináherslu á raunvísindi og gegnir nú ábyrgðarstöðu hjá alþjóðlega stórfyrirtækinu Sony í Bandaríkjunum. En jafnframt hefur hugur Ólafs ætíð hneigst að húmanískum efnum og bókmenntum enda af skáldum kominn og alinn upp á miklu bókmenntaheimili. í forlagskynningu segir að sögumar séu hreinar og tærar í klassísku formi og gerist ýmist á íslandi eða í Vesturheimi. Heiti bókarinnar, Níu lyklar, gefur vísbendingu um að milli bókarspjaldanna finni lesandinn eins konar lykla að ýmsum sviðum mannlegs samfélags, lífsreynslu og mannlegs eðlis. Hér kveður sér hljóðs nýr og einkar áhugaverður höfundur sem veitt verður athygli, segir í bókarkynningu. Bókin Níu lyklar er unnin hjá Prentstofu Guðmundar Benediktssonar en kápuhönmm annaðist Brian Pilkington. Dagatöl 1987 Út eru komin litprentuð dagatöl fyrir árið 1987. Dagatölin em með völdum ritningargreinum, jákvæðum boðskap til hugleiðingar í dagsins önn. Um þrjár gerðir er að ræða: Sköpunin, veggdagatal með myndum úr ríki náttúmnnar. Hverjum degi ársins fylgir ritningargrein og reitur fyrir minnisatriði. Dagatalið kostar 295 krónur. Börn og Vinir. Hér er um að ræða hin vinsælu póstkortadagatöl með barnamyndum. Þessum gerðum er ýmist ætlað að standa á borði eða hanga á vegg. Þessi dagatöl kosta 255 krónur og 215 krónur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.