Tíminn - 11.12.1986, Blaðsíða 16
16 Tíminn
Athugið
Þeir aðilar sem ætla sér að setja inn tilkynningar
undir liðnum Flokksstarf, verða framvegis að
skila þeim inn til blaðsins í síðasta lagi á hádegi,
daginn fyrir birtingu þeirra.
Rangæingar
Spilakvöld verður í Hvolnum sunnudaginn 14.
Ágústsson flytur ávarp. Góð kvöldverðlaun.
Framsóknarfélag Rangæinga
i
Hörpukonur Hafnarfirði
Garðabæ og Bessastaðahreppi
Jólafundur Hörpu verður haldinn í Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði
þriðjudaginn 16. des. kl. 20.30.
Dagskrá: Jólahugvekja, séra Einar Eyjólfsson.
Kór Flensborgarskóla syngur.
Upplestur Sigurveig Hanna Eiríksdóttir.
Jólaveitingar.
Freyjukonur í Kópavogi eru boðnar á fundinn.
Allir velkomnir.
Stjórnin
Ðorgnesingar - Nærsveitir
Spilum félagsvist í samkomuhúsinu í Borgarnesi, föstudaginn 12.
des. Allir velkomnir.
Framsóknarfélag Borgarness
Suðurland-happdrætti
Dregið hefur verið í skyndihappadrætti KSFS. Vinningurinn, Opel
Corsa bifreið kom á miða nr. 1612. Upplýsingar í síma 99-1247 og
99-6388.
Fimmtudagur 11. desember 1986
lllllllllllllllllllllllll DAGBÓK ~
Ian Partridge hefur um skeið verið talinn
einn hinn ágætasti Ijóðraenna tenórsöngv-
ara í Bretlandi og hefur komið fram á
mjög mörgum alþjóðiegum tónlistarhát-
íðum þar og víðar, og á tónleikum í
fjölmörgum stórborgum austan hafs og
vcstan. Hann hefur einnig sungið inn á
margar hljómplötur.
Peter Coleman-Wright er fæddur og
uppalinn í Ástralíu og hlaut menntun sína
þar. Hann fluttist til Lundúna 1980 og
hefur siðan sungið með ýmsum óperu-
flokkum, m.a. hlutverk nautabanans í
„Carmen" og dr. Faike ■ „Leðurblök-
unni“ o.fl.
Sinfóníuhljómsveit Islands og
Pólýfónkórinn flytja „MESSÍAS“
í Hallgrímskirkju
Sinfóníuhljómsveit fslands og Pólýf-
ónkórinn, undir stjórn Ingólfs Guð-
brandssonar, flytja MESSÍAS eftir G.F.
Hándel í Hallgrímskirkju í kvöld,
fimmtud. 11. desember.
Georg Friedrich Hándel fæddist í Halle
1685, sama ár og H.S.Bach.Hann samdi
Messías á tímabilinu 22.ág. til 14. sept.
1741, sem er ótrúlega skammur tími.
Textinn er úr heilagri ritningu. Verkið
var fyrst flutt í Dyflinni 13. apríl 1742 og
var tekið með mikilli hrifningu, sem fylgt
hefur verkinu alla tíð síðan.
Stjómandinn, Ingólfur Guðbrandsson
stofnaði Pólýfónkórinn 1957 og hefur
stjómað honum síðan við góðan orðstír
bæði hér á landi og erlendis. Hann
stundaöi tónlistarnám samhliða kennara-
námi og síðan háskólanám í tungumálum.
Einnig var hann við framhaldsnám við
Guildhall tónlistarskólann í Lundúnum
og Tónlistarskólann í Köln, fór auk þess
námsferðir víða, svo sem til Söngskólans
í Augsburg og einnig var hann í Mílanó
og Róm. Hann var fyrsti námsstjóri í
tónlist á íslandi, en siðan 1963 hefur hann
unnið að ferðamálum og ferðaskrifstofu-
rekstri.
Sigríður Ella Magnúsdóttir hóf snemma
fjölþætt nám í Tónlistarskólanum í
Reykjavík og síðan framhaldsnám um
árabil í Vínarborg. Hún hefur unnið til
verðlauna í alþjóðlegum söngkeppnum,
og nú i haust fór hún í tónleikaferð með
Konunglegu óperunni í Covent Garden
til Kóreu og Japan. Sigríður Ella er búsett
í Englandi en er jafnan kærkominn gestur
þegar hún Iætur til sín heyra hér heima.
Maureen Brathwaite hlaut tónlistar-
menntun á Barbados og í Lundúnum,
siðast við Guildhall tónlistar- og leiklistar-
skólann. Hún hefur m.a. starfað við
Glyndeboume óperuna.
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd byggingar-
deildar óskar eftir tilboöum í aö byggja dagheimilið og
leikskólann Kvarnarborg v/Árkvörn.
Um er aö ræöa fullbúið hús og eru helstu magntölur:
Flatarmál 1. hæö, 446m2, flatarmál kjallara, 42m2.
Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3,
Reykjavík gegn kr. 15.000.- skilatryggingu. Tilboöin verða
opnuö á sama stað þriðjudaginn 30. desember n.k. kl. 14.
INNKAUPASTOFNUN reykjavíkurborgar
Fríkifkjuvugl 3 — Simi 25800
VtC J Siúkrohús Skagfiröinga
\/ Sauöárkroki
Sjúkrahús Skagfirðinga, Sauðárkróki, óskar að
ráða hjúkrunarforstjóra. Staðan veitist frá 1. febrú-
ar 1987 og er umsóknarfrestur til 5. jan. 1987. Allar
upplýsingar um starfið veitir hjúkrunarforstjóri á
staðnum og í síma 95-5270.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar
Gústav Sigvaldason
frv. skrifstofustjóri, Blönduhlíö 28,
verðu jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. desember kl.
13.30. Þeim sem vildu minnast hans skal bent á Styrktarsjóð
Tjaldaness. Minningarkort fást í Blóm og Húsgögn, Laugaveg 100.
(Gengið inn frá Snorrabraut.)
Ása Pálsdóttir
Jónína Guðrún Gústavsdóttir
Páll Gústavsson
Sigvaldi Gústavsson.
Jólafundur
Kvenfélags Kópavogs
Jólafundur Kvenfélags Kópavogs verð-
ur í kvöld, fimmtud. 11. des. kl. 20.30.
Venjuleg fundarstörf, ferðasaga frá fsrael
og litskyggnur.
Jólafundur
Húsmæðrafélags Reykjavíkur
Jólafundur Húsmæðrafélags Reykja-
víkur er í kvold fimmtud. 11. des. í
Domus Medica kl. 20.30.
Allar konur velkomnar.
Manneldisfélag íslands:
Fundur um KAFFEIN
Manneldisfélag íslands boðar til al-
inenns fundar um KAFFEIN í kvöld,
fimmtud. 11. des. kl. 20:30 í stofu 101 í
Odda, hugvísindahúsi Háskóla fslands.
Dagskrá fundarins er þessi:
Dr. Jack E. James fjallar um líkamleg
og sálræn áhrif mikillar kaffeinneyslu og
nefnir erindi sitt: THE HEALTH CONS-
EQUENCES OF CAFFEINE USE.
Dr. James er sálfræðingur og starfar
sem senior lecturer in clinical psychology
at the School of Social Sciences, Flinders
University, S.-Astralia. Hannhefurskrif-
að ereinar í alþjóðleg tímarit um kaffein.
Aður en fundurinn hefst verður kaffi-
stofa hússins opin fyrir fundargesti frá kl.
20:00 og verður að sjálfsögðu boðið upp
á kaffi, en einnig heitt kakó, smákökur og
jólastemmningu.
Félagsmenn og aðrir eru hvattir til að
koma á fundinn. Stjórnin
Félag eldri borgara:
Opið hús í Sigtúni
Opið hús er í Sigtúni, Suðurlandsbraut
26 á vegum Félags eldri borgara í Reykja-
vík og nágrenni frá kl. 15.00 í dag,
fimmtud. 11. des.
Þar verður m.a. lesið úr nýjum bókum.
Nú^verður lesið úr bók Ólafs Jóhanns
Ólafssonar: Níu lyklar - smásögur og
Lífssögu Bjarnfríðar Leósdóttur: I sann-
leika sagt.
Félagsvist
Húnvetningaféiagsins
Húnvetningafélagið í Reykjavík heldur
félagsvist laugardaginn 13. desember kl.
14.00 í félagsheimilinu Skeifunni 17 111
hæð. Síðasta skipti fyrir jól. Allir vel-
komnir.
Jólakort Myndlista-
og handíðaskóla fslands
Myndlista- og handíðaskóli íslands sel-
ur jólakort til styrktar ferðasjóði 3. árs
nema M.H.f.
Vinningstölur í
Jóla-almanakinu
1. des. no. 3046
2. des. no. 4129
3. des. no. 3899
4. des. no. 3301
5. des. no. 7097
6. des. no. 7385
7. des. no. 2765
8. des. no. 6018
9. des. no. 3500
10. des. no. 6978
11. des. no. 5317
Aðgerðarannsóknafélag fslands:
Notkun línulegrar bestunar
Fræðin - Nýleg notkunardæmi - Hug-
búnaður
Síðdegi um notkun línulegrar bestunar
verður haldið fimmtud. 11. des. í stofu
157 í VR-2 Hjarðarhaga 4.
Dagsitrá:
16:15-17:00 : Þorkell Helgason heldur
hraðnámskeið í línulegri bcstun fyrir þá
sem kunna lítið eða ekkert í þeim
fræðum. Fjallað verður um gerð og
eiginleika viðfangsefna og simplex-að-
ferðin, sem notuð er til að leysa jtau,
verður reifuð.
17:00-17:15 :Kaffihlé
17:15-18:00 : Fjallað verður um hvernig
nýta megi þessa gerð líkana í íslensku
atvinnulífl. M.a. verður sagt frá dæmum
um hráefnablöndun og afurðasamsetn-
ingu.
18:00- ? : Ýmis hugbúnaður til að leysa
línuleg bestunarvandamál verður skoðað-
ur. Þorkell Helgason og Bjarni Kristjáns-
son munu sýna notkun á TURBO-
SIMPLEX. Umræður. Glögg til glög-
gvunar ? Stofnun áhugahóps um notkun
línulegrar bestunar ?
Dagskráin er m.a. sniðin fyrir fólk í
fyrirtækjum, sem vili fá skjóta innsýn í
hvort og þá hvernig nýta megi línulega
bestun (og aðgerðagreiningu almennt)
sem hjálp við ákvarðanatöku ogstjórnun.
Allir velkomnir. Stjórnin
Könnun sifjaspella á íslandi:
Símatími í síma 91-21500 milli klukkan
20.00 og 22.00 frá 8. desember til 12.
desember. Fólk sem orðið hefur fyrir því
að foreldri eða ættingi hefur þvingað það
til að fullnægja kynferðislegum þörfum
sínum, á þess kost að ræða við fagfólk
sem er að gera athugun á tíðni þessa
afbrots hér á landi. Fullum trúnaði er
heitið við þá sem hringja, en könnunin
getur orðið grundvöllur að hjálparstarfi
við þá sem vilja leita aðstoðar vegna
sifjaspella.
Áramótaferð Útivistar
I Þórsmörk
Útivist fer áramótaferð í Þórsmörk 31.
des. (4 dagar). Brottför kl. 8.00. Gist í
Útivistarskálunum Básum. Pantanir ósk-
ast sóttar í síðasta lagi um miðjan des-
ember. Upplýsingar og farmiðar á skrif-
stofunni Grófinni 1, símar: 14606 og
23732.
HAFNARFJARÐAR-APÓTEK er opið
alla virka daga frá kl. 9 til 19 og á
laugardögum frá kl. 10 til 14.
APÓTEK NORÐURBÆJAR er opiö
mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9 til
18.30, föstudaga kl. 9 til 19 og á laugar-
dögum frá kl. 10 til 14.
Apótekin eru opin til skiptis annan hvern
sunnudag frá kl. 10 til 14. Upplýsingar um
opnunartíma og vaktþjónustu apóteka
eru gefnar í símsvara Hafnarfjarðar
Apóteks sími 51600.
10. desember 1986 kl. 09.15
Kaup Sala
Bandaríkjadollar.....40,800 40,920
Sterlingspund........58,181 58,352
Kanadadollar.........29,6180 29,705
Dönsk króna........... 5,3526 5,3683
Norsk króna........... 5,4108 5,4267
Sænsk króna........... 5,8616 5,8789
Finnskt mark.......... 8,2516 8,2759
Franskur franki....... 6,1643 6,1824
Beigískur franki BEC .. 0,9713 0,9741
Svissneskur franki....24,1492 24,2202
Hollensk gyllini.....17,8751 17,9277
Vestur-þýskt mark....20,2080 20,2675
Ítölsklíra............ 0,02916 0,02925
Austurrískur sch...... 2,8717 2,8802
Portúg. escudo........ 0,2725 0,2733
Spánskur peseti....... 0,2993 0,3001
Japansktyen........... 0,25077 0,25151
írskt pund...........55,041 55,203
SDR (Sérstök dráttarr. „49,0000 49,1443
Evrópumynt...........42,0974 42,2213
Belgískur fr. FIN BEL ..0,9658 0,9686