Tíminn - 11.12.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Títninn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjóri:
Aðstoðarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
NíelsÁrni Lund
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
EggertSkúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og
686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans.
Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306
Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.-
Forkastanleg
vinnubrögð
Davíð Oddsson, borgarstjóri hefur sett fram þá tillögu
að Reykjavíkurborg selji ríkinu Borgarspítalann. Þessi
tillaga kom sjálfstæðismönnum sem og öðrum algerlega
á óvart enda gengur hún þvert á stefnu frjálshyggju-
manna sem Davíð er einn helsti boðberi fyrir. Þá hafa
sjálfstæðismenn í borgarstjórn ekki mátt heyra minnst
á nokkrar breytingar í þessa átt hingað til.
í borgarstjórnarkosningunum 1982 kom fyrst fram af
hálfu framsóknarmanna hugmynd þess efnis að ríkið
yfirtæki rekstur Borgarspítalans, án þess að kaupa
hann. í framhaldi af því báru borgarfulltrúar Framsókn-
arflokksins fram eftirfarandi tillögu í borgarstjórn 16.
sept. 1982. “Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að
fara þess á leit við heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið
að teknar verði upp samningaviðræður þess efnis að
ríkið taki við stjórnun og rekstri Borgarspítalans“.
Eins og stendur greiðir ríkið um 90% af rekstri
Borgarspítalans. Það er því eðlilegt að menn velti því
fyrir sér hvort ekki sé rétt að það sjái alfarið um
reksturinn og stjórnun hans.
í flestum þeim tillögum sem fram hafa komið um
breytingar á verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga
er gert ráð fyrir því að spítalareksturinn í landinu sé
alfarið í höndum ríkisvaldsins, en ýmsir aðrir þættir
heilbrigðisþjónustunnar, s.s. heilsugæslan falli í hlut
viðkomandi sveitarfélaga að annast.
Borgarspítalinn er í reynd spítali allra landsmanna.
Allar líkur benda til að með því að hafa hina þrjá stóru
spítala undir einni yfirstjórn verði auðveldara að
skipuleggja starf þeirra og gera reksturinn hagkvæmari,
m.a. með betri nýtingu húsnæðis, tækja og mannafla.
Á þessi atriði ásamt fleirum bentu borgarfulltrúar
Framsóknarflokksins með tillögu sinni.
Þessari tillögu vísaði meirihluti borgarstjórnar þá frá
með heilmikilli röksemdafærslu. Nú bregður hins vegar
svo við að borgarstjórinn, Davíð Oddsson, vill ekki
aðeins að ríkið yfirtaki reksturinn eins og tillaga
framsóknarmanna gekk út á heldur fer hann fram á að
ríkið kaupi einnig spítalann.
Þessa ákvörðun tók hann einn án nokkurs samráðs
við borgarráð eða samherja sína í borgarstjórn. Helstu
stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins blöskrar að
sjálfsögðu þessi vinnubrögð hans og hafa hótað að segja
af sér trúnaðarstörfum ef tillaga borgarstjóra nær fram
að ganga.
Hvort svo sem það getur verið rétt eða ekki að selja
Borgarspítalann eru vinnubrögð borgarstjóra forkast-
anleg. Að sjálfsögðu bar honum að leita álits borgarfull-
trúa svo og að sýna starfsfólki spítalans þá lágmarkskurt-
eisi að kynna þeim hugmyndir sínar
Pá kostar Borgarspítalinn að sjálfsögðu heilmikið
fjármagn sem ekki liggur á lausu hjá ríkissjóði.
Fyrirsjánlegt er að sjúkrahús á landsbyggðinni fá
engan veginn það fjármagn sem þau telja sig þurfa og
vitað er að draga þarf úr opinberum framkvæmdum á
næsta ári.
Það hljóta því að teljast hæpin vinnubrögð ef á að
smeygja svo stórum útgjaldalið inn í fjárlög örfáum
dögum fyrir afgreiðslu þeirra.
Fimmtudagur 11. desember Í986
Sala Borgarspítalans
Eins og alþjóð er kunnugt hefur
Davíð Óddsson borgarstjóri nú
nánast ákveðið upp á sitt eigið
eindæmi að selja ríkinu Borgar-
spítalann. Um þctta eru dcildar
meiningar, en sérstaka athygli
Garra vöktu viðbrögð Þjóðviljans
sem komu fram í leiðara hans í
gær. Þar er þess getið að með
þessu hafi þeir, sem áður hrópuðu
hæst á torgum um „báknið burt“
bæst í raðir þeirra sem vilja efla
miðstýringu í íslensku samfélagi.
Með þessu sanni Sjálfstæðisflokk-
urinn að hann sé hinn eini og sanni
kerfis- og miðstýringarflokkur
þessa lands. Síðan segir í leiðaran-
um:
„Það er táknrænt fyrír vinnu-
brögðin, að forysta Reykjavíkur-
íhaldsins ákveður upp á sitt ein-
dæmi að hefja viðræður um sölu á
þessum notadrjúga spítala Reyk-
víkinga.
Flokkurínn lét ekki einu sinni
það fólk sem situr í stjóm Borgar-
spítalans vita af málinu.
Flokkurínn hafði ekki fyrír að
leita eftir skoðunum starfsfólks
spítalans, sem þó hefur sýnt að-
dáunarverðan áhuga á rekstrí spít-
alans og haft forgöngu um fjöl-
margar nýjungar sem ekki er að
finna á öðrum sjúkrastofnunum
landsins.
Flokkurínn lét sér einnig þjóta
sem vind um eyru að stjórn sjúkra-
stofnana hefur oftar en einu sinni
lýst yfir að Borgarspítalinn skuli
halda sjálfstæði sínu, - að ekki
skyldi ofurselja hann miðstýrðu
kerfi ríkisspítalanna.
Valdamenn Sjálfstæðisflokksins
skiptir bersýnilega engu máli að
bæði stjórn og starfsmenn Borgar-
spítalans eru á móti sölunni til
ríkisins. Þeir eru nefnilega hættir
að hlusta á fólkið. Þeir vilja bara
ráða eftir eigin geðþótta, - þeir eru
orðnir að hinu tslcnska sovéti.“
Er Davíð sósíalisti?
Garri hefur í sjálfu sér ekki
áhuga á að blanda sér inn í deilur
Þjóðviljans og Davíðs um það
hvort selja eigi ríkinu Borgarspítal-
ann. En það sem vekur athygli
Garra er sú eindregna afstaða sem
Þjóðviljinn tekur hér gegn miðstýr-
ingu og sovétskipulagi, með öðrum
orðum því sem Garri er vanastur
að nefnt sé sósíalismi.
Hér er ekki annað að sjá en að
Þjóðviljinn sé að bera það upp á
Davíð að hann sé orðinn sósíalisti.
Garri hefur þó lengstum staðið í
þeirri meiningu að Þjóðviljinn værí
helsta málgagn sósíalisma hér á
landi. Þess vegna finnst Garra að
Þjóðviljinn hefði átt að fagna þessu
framtaki Davíðs í anda sósíalism-
ans. En Þjóðviljinn telur það þvert
á móti af hinu illa, og fær Garrí því
ekki betur séð en að Þjóðviljinn sé
hér með að segja skilið við sósíalísk
stefnumið sín. En vonandi verður
þetta þó ekki til þess að Þjóðviljinn
farí að styðja frjálshyggjuna. Þá
værí Bleik brugðið.
Hvað gerir Davíð?
En hvað sem líður sósíalisma
Þjóðviljans, þá er hitt Ijóst að
Davíð er nú kominn í andstöðu við
stóran hluta Sjálfstæðisflokksins.
Davíð hefur hingað til haft á sér
orð fyrir einræði, og ákvörðun
hans um sölu spítalans ber einmitt
mikinn keim af slíkum vinnubrögð-
um.
Það hendir alla stjórnmálamenn
af og til að þurfa að beygja sig fyrir
skoðunum flokksmanna sinna og
láta undan. Til þessa hefur það
sjaldan ef nokkru sinni komið fyrir
að Davíö hafl þurft að gera slíkt.
En aftur á móti virðist ólgan í
Sjálfstæðisflokknum nú vera orðin
slík að Davíð eigi naumast annars
úrkosta en að beygja sig. Og þá
reynir á Davíð. Það er einkenni
hæfra stjómmálamanna að þeir
kunna að heygja sig fyrir vilja
meirihlutans, þegar slíkt er
skynsamlegt, og standa jafnréttir
eftir. Næstu dagar munu trúlega
leiða það í Ijós hvort Davíð er
maður til að gera slíkt, eða hvort
hann er raunverulega sá einræðis-
herra að hann ríghaldi sér í þá
ákvörðun sem hann hefur tekið,
bara af því að hann hefur tekið
hana.
Garri
Gjaldþrot hugmyndafræði
Sjálf stæðisf lokksi ns
Nú hlýtur skrattanum að vera
skemmt. Umræðan um væntanleg
kaup ríkisvaldsins á Borgarspítal-
anum hefur endanlega orðið til
þess að fletta ofan af hugmynda-
fræðilegum tvískinnungi Sjálf-
stæðisflokksins.
Það dylst nú engum að Sjálf-
stæðisflokkurinn er í raun flokkur
„stjórnlyndis og ríkisafskipta", svo
notaðir séu víðfrægir frasar af síð-
um Morgunblaðsins.
Stjórnlyndi
Sjálfstæðisflokksins
Meira að segja ungur „sjálf-
stæðislæknir“, sem virðist vera enn
ein sérfræðigreinin í læknisfræð-
inni, Auðunn Svavar Sigurðsson,
hefur játað fyrir alþjóð að hafa
fórnað heilum 15 árum í þjónustu
flokks stjórnlyndis og miðstýring-
ar. Hann hefur nú loksins séð
ljósið og gert sér grein fyrir hinu
rétta eðli Sjálfstæðisflokksins.
Þessi ungi „sjálfstæðislæknir"
dregur upp svarta mynd af framtíð
sjúkrahúslækninga í Morgunblað-
inu og segir „að hættan sé að þegar
hin lamandi hönd ríkisins leggst
yfir sjúkrahúsakerfið fari allar
áætlanir úr böndunum og viðbrögð
ríkisins við að ná endurfi saman
verði með hefðbundnum einokun-
arhætti, þ.e. að skera niður þjón-
ustuna við sjúklingana og lækka
gæðastaðlana."
Það er háðulegt til þess að vita
að persónugervingar þessarar
„lamandi handar ríkisins" í þessu
máli eru þrír af helstu forkólfum
Sjálfstæðisflokksins, þau Ragn-
hildur Helgadóttir heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, Þorsteinn
Pálsson fjármálaráðherra og sjálf-
ur borgarstjórinn Davíð Oddsson.
Það verður því að skoðast sem
svo að þessir forystumenn hafi
brugðist hugmyndafræði flokksins
og verði héðan í frá stimplaðir sem
laumukommar, a.m.k. af „stutt-
buxnaliði frjálshyggjunnar“ í
stærsta flokki landsins, sem að vísu
fer hraðminnkandi þessa dagana.
“Samkeppni“
sjúkrastofnana!
Að vísu virðist glámskyggni
„unga sjálfstæðislæknisins“ vera
með endemum, því „sala“ Davíðs
á Borgarspítalanum felur ekki í sér
neina grundvallarbreytingu á
rekstri þessarar tilteknu sjúkra-
stofnunar, því rekstrarfjármagnið
er sem fyrr sótt í „ríkishítina", sem
heitir reyndar á mannamáli sam-
eiginlegir sjóðir landsmanna.
Á meðan ala smákóngar íhalds-
ins innan stofnunarinnar á taug-
aveiklun meðal starfsfólks spítal-
ans. Menn tjá sig í ræðu og riti
eins og samasem merki sé á milli
stefnu Sjálfstæðisflokksins, íhalds-
meirihluta Davíðs Oddssonar í
borgarstjórn Reykjavfkur og góðs
reksturs á heilbrigðisstofnuninni
Borgarspítalanum.
Er að furða þótt almenningur
skilji ekki hvaðan á sig stendur
veðrið og hristi hausinn yfir öllum
látunum.
Auðvitað gerir hann sér best grein
fyrir því að það er hann sem greiðir
bæði rekstrar- og uppbyggingar-
kostnað heilbrigðiskerfisins. Skipt-
ir hann þar litlu hvort einhverjir
draumóramenn telja sig vera að
reka einhverja sjúkrastofnun á
samkeppnisgrundvelli.
Sérstaklega þegar samkeppnin
milli sjúkrastofnana virðist einkum
felast í „ég líka“ stefnu, sem felst í
kröfum lækna hinna ólíku stofnana
um dýran tækjakost, þ.e. sam-
keppni á útgjaldahlið dæmisins.
Hvað ber að gera?
Sjálfstæðisflokkurinn allur, ekki
bara tungulipur oddviti íhalds-
meirihlutans, stendur nú frammi
fyrir þeirri fleygu setningu, sem
maður að nafni Lenin setti á odd-
inn í frægri bók: „Hvað ber að
gera?
Má segja að þar hafi flokkurinn
um tvær leiðir að velja. í fyrsta lagi
að fylgja stefnu „stjórnlyndis og
miðstýringar" og bjarga erfða-
prinsinum Davíð Oddssyni úrþeim
fjárhagslegu ógöngum sem Borgar-
spítalinn stefnir í með 300 milljón
króna áætluðu tapi á þessu ári.
Þessi útfærsla eða „pilsfaldakap-
italismi" er alþjóð vel kunn.
Hin leiðin er sú, að taka upp þá
stefnu, sem flokkurinn hefur fylgt
í orði, frjálshyggjunni, og blekkt
hefur margan ungan sjálfstæðis-
manninn, jafnvel í hálfan annan
áratug, eins og syndarjátning Auð-
uns Svavars Sigurðssonar ber með
sér.
Lenin var ekki í vandræðum
með að komast að niðurstöðu, en
nú er bara að sjá hvort hinir styrku
leiðtogar þess flokks, sem í raun
byggist á hugmyndafræði „pils-
faldakapitalismans", finna leið út
úr því hugmyndafræðilega gjald-
þroti, sem sala Borgarspítalans er
aðeins táknrænt dæmi um.
Það væri aldrei að þeir kæmust
að sömu niðurstöðu og Lenin heit-
inn? ÞÆÓ